Þjóðviljinn - 13.10.1950, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.10.1950, Blaðsíða 8
Sjómenn krefjast fundar Hvessa Sengi æfila Ssssmitdamir í Sjómaasta- 'élagl Reyb|avíkci aS þverskailast viS að lofa sjémöstEn'jm aS íySgjast með gaítgi mála siaEa í yiirstandandi kaupdeilu? Nokkrar vikur eru nú liðn- ar síðan Sigurjón Á. Ólafs- son lofaði sjómönnum því að kalia saman fund í féiaginu til að ræía hagsmunamálin og yfirstandandi kaupdeilu. Enn hafa ekki orðið nein- ar efndir á þessu. Þetta þýð- ir það að í 108 daga eða á fjórða mánuð sem verkfallið hefur staðið yfir, hefur að- eins verið haldinn einn ein- asti fundur. Svona vinnu- brögð í lengsta verkfalli fé- lagsins eiga ekki sinn líka á byggðu bóli. Fyrr getur ein félagsforusta litið smá- um augum á umbjóðendur sína en það að láta undir höfuð leggjast að kalla sam- an félagsfund mánuðum sam an í verkfalli. Þvílík afstaða forustumanna til liðsmanna sinna! Þvílíkar lýðræðishug- myndir manna sem slá um sig í tíma og ótíma lýð- ræðisslagorðum. Þvílíkt djúp milii orða og athafna. Vitað er að þeir Sæmundarnir eru nú þessa dagana á samninga- fundum með ríkisstjóm, sáttasemjara og fulltrúum útgerðarmanna, og að full- trúar sjómanna i Hafnar- firði sem hingað til hafa oftast verið með á samninga- fundum hafa ekki fengið að vera með að þessu sinni. Öll framkoma stjómar S. R. sem af er þessari deilu gefur sannarlega ástæðu til ýmissa grunsemda við ein- tal hennar og pukur með andstæðingunum. Reynslan frá í fyrra þegar stjóm S. R. hvarf fyrir horn og mein- aði sjómönnum að fylgjast lengur með samningamakki hennar er enn í fersku minni og gefur sjómönnum gilda ástæðu til að vera vel á verði og herða á kröfu sinni um félagsfund og fulltrúa úr eigin hópi til að fylgjast með samningum og vera þar þátt- takendur. Sjómenn standa allir ein- huga um þá kröfu að fund- ur verði kallaður saman í Sjómannafélagi Reykjavíkur hið allra fyrsta. Oeisfahitun — fyrirtæki tii að fram- ieiSa o| seffa npp geisiahitunarfæki Svonefnd geislahitun er nú farin að ryðja sér til rúms, en hún er talin hafa ýmsa lcosti fram yfir miðstöðvahitun og er þá ekki sízt að nefna að hitakostnaðurinn er talinn 30% minni með geislahitun. Geisiahitun hcfur verið sett í nokkrar byggingar hér á landi undir leiðsögn erlendra manna, en nú hafa þeir Jóhann Pálsson og Axel Smith lagt geislahitunarkerfi í hús hér í bæn- um og stofnað hefur verið fyrirtækið Geislíihitun, til fram- Ieiðslu og lagnar geislahitunartækja. Forráðamenn félagsins buðu fréttamönnum í gær að skoða hús er þeir hafa sett geisla- hitunartæki í, og sagðist þeim m. a. frá á þessa leið um geislahitunina: Við geislahitun er heitt vatn (og stundum heitt loft) látið renna um innmúraðar pípur 1 lofti og veggjum húsanna og geisla þær frá sér hita út í herbergin. Sttga H. Jénsdóttir k|örin fulltrni hárgreijSslu- kvenna á pig ISI Hárgreiðslusveinafélag Rvík- ur kaus fulltrúa sinn á næsta Alþýðusambandsþing á fundi 11. okt. Inga H. Jónsdóttir var einróma kjörin fulltrúi félagsins á þinginu, og Arnfríður ísaks- dóttir sem varafulltrúi, einnig einróma. Gjöf til minningar um Jóhann Sigurísson, málarameistara í gær var Þjóðviljanum færð peningagjöf til minningar um Jóhann hcitinn Sigurðsson mál- arameistara. Þetta er í annað skipti, sem stórgjöf berst Þjóðviljanum til minningar um þennan ágætis- félaga og í dag, á afmæli hans, munu allir, sem liann þekktu hugsa til hans og þeirra mörgu ánægjustunda, sem þeir áttu með honum. Leitað verður á Bjarnarey Við miðstöðvarhitun leitar kalda loftið niður en heita loftið upp og getur orðið allt að 10 gráða hitamunur efst og neðst í herberginu. Með loft- inu þyrlast upp ryk, en af því stafar óhollusta og sóðaskapur. Þessu er ekki til að dreifa með geislahitunina, því þar er hit- inn jafnari og loftstreymi hverf andi lítið. ÞEIR sem hafa skuhlabréf til sölu, eru beðnir að gera skil á laugardaginn kl. 2, að Þórsgötu 1. — Ferðafélag Æ.F.R. — Við geislahitun er það ekki loftið í herberginu sem flytur með sér hitann, og má því not- ast við mun kaldara vatn í hitapípunum en nauðsynlegt er í venjulegu miðstöðvarkerfi, eða 30 til 50 gráður í stað 60 til 85 gráða. Geislafletirnir þurfa ekki að vera nema 30 gráða heitir til þess að hitinn í herberginu verði þægilegur. Venjulegast er loftið notað sem geislafiöt- ur, því þaðan falla geislarnir óhindraðir í allar áttir, sumir skáhallt á veggina og endur- kastast þaðan, aðrir á húsmuni og hita þá. Veggirnir eru ó- Framhald á 6. síðu Brakið úr árabátnum er týnd ist í náttmyrkri á Vopnafirði hefur fundizt á Héraðssandi og er talið að hann muni hafa brotnað á klettum utarlega með firðinum eða á Bjarnarey, smá- ey sem er í firðinum. Hafi báturinn brotnað við íBjarnarey er ekki talið von- laust að maðurinn sem í hon- um var kunni að hafa bjargazt þar á land, en á eynni er skipbrotsmannaskýli. Seint í gær hafði enn ekki gefið til að lenda á eynni. Macurinn sem í bátmun var heitir Magnús Ágústsson, 24. ára að aldri, til heimilis að Dverghamri við Háaleitisveg í Reykjavík. 0IÓÐVILIINN Nefndakosniiigar á Alþmgi í gær „StjémarandsSaða'' RlþýSuflohksms: Gengur á mOli stjémarflobkanna til að snýkja sér sæti í Eicfndum! Fundir voru í sameinuðu þingi og báðum deildum í gær, og var kosið í fastanefndir. Við ikosningar þessar kom í ljós, að Alþýðuflokkurinn hafði gengið á milli stjórnarflokkanna til að % snýkja sér sæti í fimm manna nefndunum, en í þær nefndir gat hann engum manni komið af eigin rammleik atkvæða. Ekki hafa þó undirtektir þar orðið allskostar eins góðar og Alþýðuflokksbroddarnir munu hafa gert sér vonir um. I nefndir sameinaðs þings var þannig kosið: Fjárveitinga- nefnd: Gisli Jónsson, Ilelgi Jónasson, Pétur Ottesen, Hall- dór Ásgrímsson, Ingólfur Jóns- son, Karl Kristjánsson, Jónas Rafnar, Guðmundur I. Guð- mimdsson og Ásmundur Sig- urðsson. Utanríkismálan.: Stefán Jóh. Stefánsson, Hermann Jónasson, Ólafur Thors, Bjarni Ásgeirs- son, Bjarni Benediktsson, Jó- hann Þ. Jósefsson og Finnbogi R. Valdimarsson. —Varamenn: Ásgeir Ásgeirsson, Eysteinn Jónsson, Gimnar Thoroddsen, Páll Zóphoníasson, Jóhann Haf- stein, Bjöm Ólafsson og Einar Olgeirsson. Allsherjamefnd: Finnur Jóns son, Jóh. Þ. Jósefsson, Jón Gíslason, Jón Sigurðsson, Jör- undur Brynjólfsson, Stefán Stefánsson, Magnús Kjartans- son. Þingfarahaupsn.: Rannveig Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Þor- steinsson, Bjami Ásgeirsson, Jónas Rafnar, Áki Jakobsson. í nefndir efri deildar var þannig kosið: Fjárhagsnefnd: Bernhard Stefánsson, Þorsteinn Þorsteins son, Karl Kristjánsson, Gísli Jónsson, Brynjólfur Bjarnason. Samgöngumálanefnd: Þorst. Þorsteinsson, Karl Kristjáns- son, Eiríkur Einarsson, Bjöm Stefánsson, Steingrímur Aðal- steinsson. Landbúnaðarnefnd: Páll Zóp- honíasson, Þorsteinn Þorsteins- son, Bjöm Stefánsson, Eiríkur Einarsson, Finnbogi R. Valdi- marsson. Sjávarútvegsnefnd: Jóh. Þ. Jósefsson, Bemharð Stefánsson, Björn Stefánsson, Guðm. í. Guðmundsson, Steingrímur Að- alsteinsson. Iðnaðarnefnd: Rannveig Þor- steinsdóttir, Jóhann Þ. Jósefs- son, Páll Zóphoníasson, Gísli Jónsson, Steingrímur Aðal- steinsson. Heilbrigðis- og félagsmála- nefnd: Gísli Jónsson, Rannveig Þorsteinsdóttir, Láms Jóhann- esson, Haraldur Guðmundsson, Finnbogi R. Valdimarsson. Menntamálanefnd: Rannveig Þorsteinsdóttir, Eiríkur Ein- arsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Guðmundur I. Guðmundsson, Finnbogi R. Valdimarsson. Allshcr jarnefnd: Lárus Jó- hannesson, Páll Zóphoníasson, Rannveig Þorsteinsdóttir, Har- aldur Guðmundsson, Brynjólf- ur Bjarnason. I nefndir neðri deildar var þannig kosið: Fjárhagsnefnd: Skúli Guð- mundsson, Sigurður Ágústsson, Jóhann Hafstein, Einar Olgeirs- son og Ásgeir Ásgeirsson. Samgöngumáianefnd: Sigurð- ur Bjarnason, Jón Gíslason, Stefán Stefánsson, Ásgeir Bjarnason, Magnús Kjartans- son. Landbúnaðarnefnd: B jarni Ásgeirsson, Jón Sigurðsson, Ás- geir Bjarnason, Jón Pálmason, Ásmundur Sigurðsson. Sjávarútvegsnefnd: Pétur Ottesen, Gísli Guðmundsson, Sigurður Ágústsson, Halidór Ásgrímsson, Magnús Kjartans- son. Framh. á 7. síðu. 650—756 kr. stolið í fyrrÍHÓtt I fyrrinótt var brotizt inn á þrem stöðum hér í bænum og stolið samtals 650—750 krónum í peningum auk annars. Brotizt var inn í benzínstöð Shell að Vesturgötu 2 og stol- ið þar 50 krónum í peningum. Hjá Jámvöruverzlun Jes Zim sem var farið yfir háan port- vegg og brotizt inn um bak- dyr verzlunarinnar. Hafði þjóf- urinn þaðan á brott 600—700 krónur í skiptimynt. Loks var stolið myndavél og sjónaui:a úr söluskálanum á Klapparstíg 11. I fyrrinótt var stolið bifreið á Vitastíg. Fannst bifreiðin í gærmorgun, lítið eða ekki skemmd. I dag er almennur skiladagur í Happdrætti Sósíal- istaflokksins. Komið í skrifstofuna á Þórsgötu 1 og gerið skil fyrir seldum miðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.