Þjóðviljinn - 22.10.1950, Síða 3
Sunnudagur 22. október 1950.
ÞJÖÐVILJINN
R
íL ' •••"*• ••*
Sumor í Suðurlöndum
Leiðin lá til Vesturheims
Sagan af Austuríslendingn-
um Álfi Eyleifssyni gerist í
Bandaríkjum Norðuramerílcu,
meðal fólks af útlendum þjóð-
emum. Slíkt er nýstárlegt í ís-
lenzkri skáldsögu, og á sér þó
eina réttlætingu: að sagan sé
fyrst og fremst samin upp úr
endurminningum höfundar síns.
Hún ber líka allt merki
upplifunarinnar. Svo trúverðug
er hún óklúðruð í byggingu.
Hún líður — eins og veturinn
þegar hún gerist. En það þarf
innsýn og frásagnargáfu og hug
myndaflug til að koma skáld-
skaparreiðu á minning sína,
þótt glögg sé, og virðist ein-
sýnt að það skáld sé hér á
ferð. Ég hef ekki um sinn lesið
öllu efnilegri sögu eftir byrj-
anda — ef höfundur þá er það.
En nafn hans á bókinni er dul-
nefni, og flýgur enginn sann-
ieikans fugl úr þeirri graf-
götu.*
Álfur Eyleifsson er einsvetr-
arnemandi í Belmont-háskól-
anum. Þann vetur gerist sagan.
Islendingurinn er í einu frum-
tilefni hennar og höfuðtilgang-
tu', og víkur henni þó víðar.
Aðrar höfuðpersónur eru Vera
Lankinsdóttir, Pólverjinn, Jós-
ef Korsak og franski Gyðingur-
inn Pétur Derval, báðir land-
flótta, en sagan gerist á stríðs-
árunum nýjustu, einhvern tíma
eftir árásina á Perluhöfn. Yfir
þeim báðiun hvílir þungur
skuggi landflóttans, og verður
Derval úti í þeirri hrið, og ber
þó fleira að þeim sama brunni:
svikin ást, örbirgð. Hins vegar
yirðist sem rætast muni úr.fyr-
ir Jósef, undir lokin, m. a. fyrir
liðsinni íslendingsins, enda má
halda því fram með nokkrum
rétti og árangri að veröld eft-
irstríðsáranna hafi verið líf-
vænust þeim vonlausa, a. m. k.
Iiér vesturfrá. Samt er dauði
Péturs líklegri niðurstaða en
lífshorfur Jósefs. Pétur hefur
áreiðanlega verið, en kannski
er Jósef að nokkru leyti tilbú-
inn. Og skáld var hann, þessi
landflótta Frakki, það sýna
Pistlar hans og skóburstara-
sagan.
íslendingurinn er nokkrum
árum eldri en aðrir nemendur
liáskólans. Og liann er þeim
rejmdari í öllum höfuðgreinum
lífsins, þar á meðal ástinni.
Leggur hann púrítönskum
kunningjum sínum hin örugg-
íustu hollráð í því efni. Sjálf-
ur liefur hann þegar drukkið
þann bilcar í botn, og varpar
sú tæmda skál skugga á borð
lians. Enum þá minning er far-
ið titrandi hendi og hikandi,
enda alls óvíst um nauðsyn
þeirrar lýsingar. Hitt er meg-
inatriði að það er aftur hellt
á bikarinn. Vera dóttir Lank-
ins prófessors sezt við borðið
gegnt Álfi og lyftir slæðum
frá andliti sér. Það er merki-
%
* Þessi ritdómur var skrifaður
6ður en nafn höfundar vitnaðist
Blmenningi.
Frá því hefur nú verið skýrt
opinberlega að Sveinn Auöunn
Sveinsson sé Stefán Júlíusson
yfirkennari í Hafnarfirði.
leg stúlka. Allir vildu piltarnir
með Veru ganga. En hún er
ekki í neinum slíkum hugleið-
ingum, ekki í alvöru, og geng-
ur vini sína af sér áður en
til nokkurra tíðinda hafi dreg-
ið. Sama sagan virðist í upp-
siglingu í samskiptum hennar
og íslendingsins, og verður þó
annað uppi á teningnum. Samt
vita þau frá upphafi að leiðir
þeirra muni skilja, og lýsa því
hvort fyrir öðru, án æðru.
Það var víst maður af Shake-
speares þjóð sem eitt sinn
vildi leysa hnút í Ibsens-leik-
riti með kossi: Svona, kysstu
hana, maður, og verið ekki að
þessu. Hvers vegna giftu þau
sig ekki hreinlega, álfurinn og
veran? Af hverju skiljast þeg-
ar maður elskast? Á þessum
stað skulum við ekki fara á
vit þeirra máttarvalda sem hafa
okkur menn, einstaklingana, að
leiksoppi og vélja okkur tíð-
mn, og óhjákvæmilega, þann
veg sem okkur er nauðugastur,
þann eina veg sem okkur er
nauðugur. Þeir munu færri sem
ekki hafa komizt í kast við
þann duliðsdrottinn — og feng-
ið . að liggja. En hitt vildi ég
segja að í þessari sögu hiutu
elskendur að skilja, og það er
órækasti vitnisburðurinn um
gáfu og getu höfundar, Sveins
Auðuns Sveinssonar, að hann
sannfærir okkur um þann ó-
hjákvæmileik. Án þessa skiln-
aðar hefði aldrei verið skráð
af þeim nein saga, enda enga
sögu að segja — líkast til.
Höfundur hefði orðið að leita
sér annarra sögufanga, ef
skáldskapurinn, sorgargjafar-
laus, hefði freistað hans til
átaka.
Gáfaðir menn í íslenzkum
sögum á þessum árum eru flest-
ir ræflar. Álfur Eyleifsson er
gáfaður maður, og hugsi í
lífinu. En hann er nýr á þá
lund að hann er ekki ræfill.
Þvert á móti, hann hefur vit
á veruleikanum, kjarkur hans
er óbugaður, vilji hans löngum
öruggur, livað sem á dynur.
! Unnustu hans er eins farið. Það
er manndómur í ást þeirra. 1
nálægð hins dýpsta harms
blómgast þeim oftsinnis bros
á vör. Það er ekki af því að
þau vanskilji aðstöðu sína, held-
ur af því að þau skilja hana
til hlítar. Morguninn eftir hina
síðustu nótt verður að vísu
ekki sólu skininn, en það sjást
handaskil, af því maður vili
það, enda skulu tárin ekki
byrgja sýn. Og þegar skyggir
að síðar bjarmar af minning-
unni, því skilnaðurinn var óum-
flýjanlegur eins og ástin. Það
er oft erfitt að standa upp-
réttur, og merkist það á ein-'
ræðum Álfs, veikleikanum imd-
ir yfirvarpinu. En yfirvarpið:
karlmennskan, mannlundin, rek-
ur þræði sína niður í gegnum
veikleikann og stendur föstum
rótum neðan hans og bak við
hann. Þess vegna finnst mér
einnig hinn fljótaskriftarlegi
lokakafli sögunnar hæfa nærri
settu marki.
En nú sé ég að ritdómurinn
er orðinn lofsamlegri en bók-
in í heild verðskuldar, enda
Framhald á 6. síðu.
Ég heyri utan að mér að
ferðaþættir Guðmundar Daní-
elssonar, Sumar í Suðurlöndum,
sé skemmtileg bók. Og hún er
það sjálfsagt, þeim sem ekki
gera kröfu til innihalds í
skemmtilegheitunum, t. d. þeim
sem sækja gleði sína í Tívolí
eða leikrit Bláu stjörnunnar.
Mér er ljúft að viðurkenna að
sums staðar eru góðir stíl-
sprettir í bókinni, allvíða glamp-
ar á skáldskap, og það er rösk-
lega til orða tekið hér og þar
á þessum blaðsíðum. En í heild
er bókin leiðinleg, og það er
vegna þess að hún er tóm, bæði
að viti og alvöru — og snauð
að andlegri reisn.
Hvað var Guðmundur Daní-
elsson að vilja suður í lönd? Jú
hann skoðaði kirkjur, hann
skoðaði söfn, svo skoðaði hann
aftur kirkjur. Og hann synti
í Hellinum blá á Kaprí. Blað-
síðu eftir blaðsíðu, kafla eftir
kafla, lýsir hann kirkjugöng-
um sínum, safnarápi, og aftur
kirkjugöngum. Og einu sinni
komst hann í óvenju forvitni-
legan kirkjugarð. Það var inn-
anhúss-kirkjugarður, og þar
voru líkin ekki grafin, heldur
hafa þau staðið uppi hundruð
ára, og loftið fengið að vinna
á þeim. Nú eru beinin ein eft-
ir, auk nokkurra fataleppa,
sundurfúinna. Og skáldið frá
íslandi gekk að einu þessara
mörg þúsund líka og fitlaði við
fataræflana, en lærin undir
þeim voru þá orðin „skítgrá"
og leiðinleg, og ófróðleg með
öllu. — Þetta var erindi Guð-
mundar Daníelssonar suður í
lönd sumarið 1948.
Eina athyglisverða sögu seg-
ir þessi bók. Hún hermir næsta
glögglega hvers vegna Guð-
mundur Daníelsson er mis-
heppnaður höfundur, gjaldþrota
skáld, þrátt fyiir ýmsa ískap-
aða hæfileika. Sá maður sem
fer norðan af íslandi alla leið
til Rómar, og lengra þó, í
þeim tilgangi fremstum að
skoða hin andlegu pútnahús
fortíðarinnar, reist fyrir afláts-
fé og aðra blóðpeninga ör-
snauðrar alþýðu, hann er að
sjáifsögðu ekki mikill andans
maður, og verður ekki einu
sinni spámaður í sínu útlandi.
Um mannlífið á þessum slóðum
fáum við enga fræðslu. Á
ítalíu rekast stundum betlarar
að ferðalang þessum, en haim
er að skoða kirkjur og bein en
ekki mannlíf. Ég bið Guðmund
Daníelsson ekki um kommúnist-
íska vandlætingu yfir því fyrir-
bæri sem heitir betlaralíf, enn
síður vænti ég af honum sósí-
alískrar skýringar á því. En
hvers vegna ekki biðja páfann
að miskunna sig yfir þessa
Drottins voluðu! Gæti ekki
kirkjan gefið þeim ölmusu!
Ég hef vart öðru sinni les-
ið frásögn af auðnuleysislegri
flækingi. En óviljandi er hún
ósköp gott dæmi um áttavillt
menningarsnobb borgaralegs rit
höfundar, um þann heimska
lífsþrótt sem slítur sjálfum sér
í pílagrímsgöngur milli guð-
lausra kirkna og steindauðra
safnhúsa, um þá grunnfæm
lífsþekkingu sem heldur að
andann og sannleikann sé að
hitta á slíkum stöðum. Þessir
ferðaþættir heita Sumar í Suð-
urlöndum. En þeir gætu alveg
eins heitið: Á hundavaði suður
í heim. Þvi yfirborðsmennsk-
an og grunnfæmin er ríkasta
einkenni þeirra. I einu orði:
hundavaðshátturinn.
B. B.
SKAK
Ritstjóri: GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON
Olympíuleikir skákarinnar í
Dubrovnik.
Eftir frásögnum erlendra skák
blaða að dæma hefur alþjóða-
skákþingið í Dubrovnik verið
mikið ævintýri fyrir alla þátt-
takendur. Borgin og umhverfi
hennar eru rómuð fyrir fegurð,
og viðtökur Júgóslavanna hinar
höfðinglegustu. Átján lönd
sendu flokka til kappleikjanna.
Var það nokkru minni þátttaka
en; búizt hafði verið við en
Sovétríkin hættu við þátttöku
og hin Austurevrópulöndin fet-
uðu dyggilega í þau fótspor.
En fyrir bragðið urðu úrslitin
tvísýnni en þau hefðu sennilega
annars orðið, og unnu Júgóslav-
ar með 45VÍ> vinning af 60
mögulegum, en Argentína varð
önnur með 4 31/>. Því næst
komu Vesturþýzkaland (40V2).
Bandaríkin (40). Af Norður-
löndunum varð Finnland stiga-
hæst, það hlaut 28 stig og varð
10. í röðinni. Sviþjóð var í 11.
sæti, Danmöric í 13. og Noregur
í 15. sæti. Elini keppandinn frá
Norræna skákmótinu í sumar,
sem þarna tók þátt, var Vestöl.
Hann tefldi á öðru borði Norð-
manna. Böök tefldi á fyrsta
borði Finna. Hann vann sigur
á Euwe og var nærri búinn að
geraNajdorf sömu skil. Er sagt
að Najdorf hafi setið heila nótt
við að athuga biðskákina, tafl-
lok með hrókum, þar sem hann
átti peði minna en Böök. Hon-
um tókst þó að ná jafntefli.
Af þeim er tefldu á fyrsta
borði náðu Najdorf og Unzicker
beztum árangri, 78,5%, Res-
hevsky 77,2%, Gligoric og 0’
Kelly 73,3%, og Euwe 66,7%.
Af öðriun sem sköruðu fram úr,
má nefna Bolbochan með 82%;
hann tefldi á 2. borði Argen-
tínumanna. Tveir menn kðmust
upp í 90%: Rabar, er tefldi
á 4. borði Júgóslava, og Evans,
er var fyrri varamaður Banda-
ríkjamanna.
Á lokahátíðinni lýsti Böök því
yfir fyrir hönd Finna, að þeir
bjóða til næsta þings i Helsing-
fors 1952.
Dubrovnik 1950.
Reshevsky Gligorie
(Bandar.)
1. d2—<14
2. c2—c4
3. g2—g3
4. Bfl—g2
5. c4xd5
6. e2—e4
7. Rgl—e2
8. 0—0
9. Rbl—c3
10. b2—b3
11. Bcl—a3
12. f2—f3
(Júgósl.)
Rg8—f6
g7-g6
Bf8—g7
d7—d5
RÍ6xd5
Rd5—b6
0—0
c7—e6
Rb8—a6
Ra6—c7
Bc8—g4
Bg4—c8
Be6 kom einnig til greina. Her-
væðingunni er nú lokið og hefur
hvítur náð rýmri stöðu en svart
ur. Vald lians á miðbprðinu
gerir svörtum óhægt um vik,
svörtu riddararnir eiga fátt
góðra reita. Gligoric reynir í
næstu leikjum að skapa sér
færi á drotningarvæng, en Res-
hevsky heldur honum í járn-
greipum.
13. Ddl—d2 a7—a5
14. Hal—cl a5—a4
15. Ba3—b4 a4xb3
Framhald & 6. síðu