Þjóðviljinn - 22.10.1950, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 22.10.1950, Qupperneq 4
3 WÓÐVILJINN Sunnudagur 22. október 1950. Þióðviliinn Otgeíandl: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíaliataflokkurlna. Ritatjórar: Magnús Kjartansson (áb.) SigurSur Guðmundsaon. Fréttarltstjóri: J6n Bjamason. Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfl Olafsson, Jónas Árnas. Auglýsingastjóri: Jónstelnn Haraldsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stíg 19. — Simi 7500 (þrjár línur). áskriftarverð: kr. 14.00 á mán. — Lausasöluverð 80 aur. elnt. Prentsmiðja Þjóðvlljana h. f. Stokkhólmsávarpið Ef þú, íslendingur, værir beðinn um nafn þitt undir skjal, .þar sem krafizt væri banns við notkmi eiturgass eða sýkla í hemaði — hvað myndir þú gera? Myndirðu segja, að þar sem ekki væri krafizt banns við ollum vopnum og öllum hernaði, myndir þú ekki skrifa undir? Nei! Þú myndir áreiðanlega skrifa undir. Hversvegna? Vegna þess, að þér væri ljóst, að eiturgas og sýklar eru svo ómannúðleg og hryllileg vopn, að sjálfsagt og nauðsynlegt væri að banna þau, hvað sem öðru liði. 1 fyrri heimsstyrjöldinni ver eiturgas notað af báðum styrj aldaraðilum. En skelfingar þess voru svo miklar, afskræming mannlegrar tilveru svo voðaleg, að almenningsálitið reis sem einn maður gegn notkun eiturgass í hernaði. Almenningsálitið sigraði. 1 síðustu heimsstyrjöld vogaði enginn stríðsaðila að nota gas né sýkla, jafnvel ekki þýzku nazistarnir, sem voru þó vel birgir af hvorutveggja. 1 lok síðustu styrjaldar var hið ægilegasta allra þekktra vopna, kjamorkuvopnið, prófað á tveimur stórborgum Japans. Fóksfjöldi, stærri en íslenzka þjóðin öll, hvarf skyndilega úr tölu lifenda. Fólk á öllum aldri, allt frá reifabörnum til gamalmenna, fólk af öllum stéttum og sköðunum, brann á svip- stundu í ofsalegum eldi kjamorkunnar. Það sannaðist, að kjamorkuvopnið er fljótvirkasta múg- morðstækið, sem enn er þekkt. Þó er þessi eiginleiki þess ekfki hin skuggalegasta hlið kjamorkuvopnsins. Sagan sýnir, að ein þjóð getur orðið fyrir miklu mannfalli, en borið sitt barr eigi að síður, hafi hún ekki skemmzt sem heild Það geigvænlegasta við kjarnorkuvopnið, það sem aðgreinir það frá öllum öðrum þekktum vopnum, er einmitt sá eiginleiki að geta skemmt heilar þjóðir, allt mannkynið. Það hefur verið sannað, og um það em engar deilur, að afskræming mannlegs likama og þar með mannlegs sálarlífs af völdum geislaverkana kjarnorkuvopnsins getur orðið arfgengt fyrirbæri langt fram í ættir, lið fram af lið. í þessu er fólgin sú mesta hætta, sem mannkynið hefur enn horfzt í augu við. En getur þá krafa mannanna um bann við kjamorkuvopn- 'jm verið spurningin um stjómmálaskoðanir eða stétt, trúar- brögð eða litarhátt? Getur það vegið til eða frá á metaskál þessarar hættu, hvort maður kýa Sjálfstæðisflokkinn eða Sósíalistaflokkinn, Alþýðu- flokkinn eða Framsóknarflokkinn, hvort maður aðhyllist austur eða vestur? Spurði kjarnorkusprengjan íbúa Híróshíma um sjómmála- skoðanir, stéttamun eða trúarbrögð, áður en hún tortímdi þeim ? Nei. Hún spurði einskis sliks. Hún bara féll og líf manna af öllum stéttum og öllum stjói’nmálaskoðunum slokknaði. Og hún spurði heldur ekki, hvort afskræmd börn myndu fæðast í fjölskyldum fátækra eða ríkra. Hún gerir engan mannamun. Ibúa Hiroshima grimaði ekki, að tprtímingarsprengjan yrði felld á þá. Samt var hún látin falla. íbúar Reykjavíkur, sem er hjarta íslenzku þjóðarinnar, getur heldur ekki gmnað, að yfir þeim geti slík hætta vofað. Þeir eiga ekki sökótt við neinn fremur en bömin í Híróshíma. En hvaða afl á jörðu gæti tryggt Islendinga gegn kjam- orkuvopnum í kjarnorkustyrjöld ? Hver er staður á jarðríki og hver er sú þjóð, sem gæti verið óhult í kjamorkustríði? Og myndi það þá skipta máli fyrir íslendinga, hvort kjam- orkusprengjan kæmi úr austri eða vestri? Hvernig myndi lítil íslenzk þjóð bera sitt barr eftir slíka heimsókn ? Baráttan fyrir banni kjamorkuvopna, fyrir sigri Stokk- hólmsávarpsins, er ekki einkamál neins flokks né neinnar stéttar. Hún er baráttan fyrir varðveizlu mannkynsins, hvað sem öllum öðrum deilum líður. Og í þeirri baráttu er enginn svo smár, að hann hafi ekki atkvæðisrétt, enginn svo umkomulaus, að ekki muni um undir- skrift hans, enginn svo stór, að hann hafi efni á að standa hjá. Þátttaka íslendinga í undirritun Stokkhólmsávarpsins er ekki aðeins almennt mannúðarmál. Fyrir Islendinga er krafan rnn bann við kjarnorkuvopnum fyrst og fremst barátta fyrir varðveizlu okkar litlu þjóðar, okkar ættstofns, sem hefur staðið af sér margan mannfelli og rétt sig við, en yrði varnafár gagnvart duldum voða kjarnorkuvopnsins. Sú mikla og einstæða atkvæðagreiðsla, sem nú fer fram meðal mannkynsins jafnt i austri sem vestri, hefur ekki orðið stöðvuð. Þessi volduga vamarbarátta mannanna hefur rist gegn um allar stéttir og stefnur og sameinað hundruð milljóna af ólík- ustu gerð og aðstöðu. -- - - v Þettá'ef hreyfing'Bjálfs -mannkynsins til vamar^Bjálfu Bér.' Tekið saman við gamla kærustu Ritstjórar Morgunblaðsins hafa smátt og smátt hin stein- ustu árin fært sig uppá skapt- ið með elskulegheit í garð fasistastjómar Francos á Spáni. I fyrstu voru þeir ekki fyllilega lausir við óstyrk á þessu sviðr, virtust jafrtvel fara ofboðlítið hjá sér stundum, einsog hægt væri að hugsa sér um mann er tekur saman við gamla kærustu sem hann var áður búinn að snúa baki við og lika kannski tala hálf svona illa um af ,/praktískum ástæðum", en þarf svo ekki lengur að óttast þær „ástæður" og getur því aftur látið undan tilfinningum sínum gagnvart „þeirri einu“ (því að vitanlega var það allt- af hún sem hann elskaði), er þó dálítið feiminn og vandræða- legur til að byrja með, svo sem skiljanlegt er eftir allt sem á undan er gengið. En allir hlutir verða aftur eðlilegir með timanum, hugsar maðurinn, og þar kemur um síðir hann tek- ur kæmstuna undir arminn, fer með hana stoltur og upplits- djarfur á mannamót og segir: Er hún ekki yndisleg? • Fyrirtækið hans Pedro Barrie de la Maza Enda skorti ekki aðdáun í fréttagreinina um fasistastjóm Francos sem ritstjórar Morg- unblaðsins birtu í gær. Og þar er þetta helzt: „Spænska borg- arastríðið hefir orðið mörgum smákaupmanninum lyftistöng. Undanfarin 10 ár hafa margir safnað óhemju auðæfúm. — Pedro Barrie de la Maza, hefir til að mynda skapað risafyrir- tæki á nokkrum ámm. Hann stjórnar því sjálfur og er það metið á 5000 millj. peseta eða 120 millj. dala. En þessi maður er ekkert eins dæmi. Fjölmargir auðjöfrar hafa hafist til auðs á allra seinustu ámm, og ríki- dæmi þeirra er mikið.“ • Þeir trúa á „frjálst framtak" Spænska borgarastyrjöldin, morðin á saklausum konum og bömum Guemicu og annarra Bíkísskip: gjöreyddra staða, byrjunin á Hekia verður væntaniega á valdatíma þeirrar böðulsaxar Akureyrí 1 das- Es^a er á !eið frá ., , Austfjorðum til Reykjavikur. sem hjo að rotum verkalýðs- Herðubreið er í Reykjavík. Skjald hreyfingarinnar og felldi rétt- indi alþýðunnar niður í fen alls- leysis, ofsókna, fangelsana, pyndinga, hún er þarna sem sé orðin „lyftistöng“, jákvætt afl, göfug ráðstöfun, sjálfsagt í ætt við guðlega forsjón, eða að minnsta kosti Marsjall. — Fas- istamir trúa á „frjálst fram- tak“, segir Morgunblaðið til frekari skýringar á hinum giftusamlegu peningamálum Pedros Barrie de la Maza og annarra slikra. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem „frjálst framtak" á Spáni nýtur aðdá- unar í Morgunblaðinu. Þegar Franco hóf uppreisn sína gegn alþýðustjóminni og tími bama- morðanna hélt innreið sína á Spáni, þá var þessi aðdáun Morgunblaðsins til dæmis alveg sérstaklega mikil,— enda þetta framtak sjálfsagt „frjálsast" a(llra jþeirra sem fasistamir þarna liafa gengizt fyrir. Hver eftir sínum smekk.... Það stendur ekkert um hörm- ungar alþýðunnar í þessari Morgunblaðsgrein um Spán, ekkert um atvinnuleysið, hungr- ið, berklana, ekkert um ofsókn- irnar, ekkert um fangelsin þar sem ættjarðarvinirnir sitja tug- þúsundum saman hlekkjaðir við steininn, ekkert um böðulinn sem stendur með reidda blóð- exi yfir verkalýðshreyfingunni og hverri tilraun alþýðunnar til að leita réttar síns. En það stendur í greininni það sé aldeilis góð stjóm þessi Fran- costjórn á Spáni; því að Pedro Barrie de la Maza er búinn að græða 120 millj. dollara. — Ritstjórar Morgunblaðsins hafa aftur tekið gamla kærustu und- ir arminn og segja: Er hún ekki yndisleg? Það velur hver sér kæmstu eftir sínum smekk. Og þetta er nú einu sinni smekkurinn þar. Þekkirðu bælnn? Myndagetraun 2. Það var ætlazt til að fugl verpti i litla húsinu þarna á stönginni, en eftir því sem telpur tvær sögðu ljósmyndaranum, þá kom aldrei neinn fugl. Hvar í bænum er þetta? — Lausn birtist á miðviku- daginn kemur. breið er á Vestfjörðum á suður- leið. Þyrill var i Hvalfirði í gær. M.b. Þorsteinn átti að fara frá Reykjavík í gær til Vestmanna- eyja. Skipadeild S.I.S. Arnarfell er á Seyðisfirði. Hvassafeli er í Genúa. Eimskip Brúarfoss kom til Patras í Grikklandi 20.10. Dettifoss fór frá Hull, í gærmorgun 21.10. til Leith og Reykj^víkur. Fjallfoss fór frá Gautaborgar 18.10. til Vest mannaeyja. Goðafoss kom til Gautaborgar 16.10. frá Keflavík. Gullfoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss fór frá Kaupmannahöfn 19.10. til Flekkefjord, Ekersund og Reykjavíkur. Selfoss er í Stokk hólmi. Tröllafoss fór frá Reykja vík 18.10. til N.-Foundland og N.Y. Nýlega voru. gefin saman í hjónaband í Borgarnesi, ung- frú María Ás- björnsdóttir og Eymundur Ásmundsson. Heimili þcirra er í Borgartiesi. — 1 gær voru gefin saman í hjónaband af séra Jóni Thorarensen ungfrú Guðríður Guðmundsdóttir og Ólaf ur lsberg Hannesson, stud. jur. Heimili ungu hjónanna er. að Vest urgötu 35 B. Er það satt að VSV hafi lært að Iesa hjá Guðmundi Hagalín? Næturvörður er í Ingólfsapóteki, simi 1330. Næturlælcnir er í Austurbæjarskólanum. — Sími 5030. Helgidagslæknir: Haukur Krist- jánsson, Vífilsgötu 7. Sími 5326. Saumanámskeið Mæðrafélagsins. Fjórar konur geta komizt að á nóvembernámskeið. Nánari upp- ‘lýsingar í síma 4402. Hún stefnir að varanlegum friði í heiminum. Hún er sjálfstæð hreyfing allra þeirra manna, sem vilja forða maimkyninu frá afskræmingu og dauða. Á einum sex til sjö mánuðum hefur nær fimmti hver jarðar- búi sett nafn sitt undir Stokkhólmsávarpið. Og á hverjum degi bætast tugir þúsundá í hópinn. Mannvonzka og hótanir, ofsóknir og blaðaáróður hafa þegar lctið í lægra haldi. Hin mikla friðarfylking Stokikhólmsávarpsins vex án afláts. Og á næsta heimsþingi hennar í nóvembermánuði mun nýr og viðtækari áfangi verða markaður í þessari sókn. íslendingar hafa nú opinberlega slegizt í þessa miklu friðarför. Og enginn kjarorkuáróður, engin mannvonzka, hótanir né atvinnuofsóknir munu megna að hindra þá frá þátttöku. Sá Islendingur, sem undirritar Stokkhólmsávarpið, gerir ekíki aðeins mannúðarverk, vinnur ekki aðeins að varðveizlu mannkynsins í heild. Méð nafni sinu undir Stokkhólmsávarpið er hann fyrst og fremst afr vernda sitt eigið iand, sína eigin þjóð, sína tdgin mðja. Hjónunum Láru Pálsdóttur og- Ein- ari Guðmundssyni, Kópavogsbraut 33, fæddist 12 marka dóttir 18. þ. m. MESSUR I DAG: Nesprestakall. Messa í Mýrar- húsaskóla kl. 2.30 siðdegis. Sr. Sig- urður Pétursson prédikar. — ' Sr. Jón Thórarensen. — Laugarnes- kirkja. Messa kl. 2 e.h. Sr. Garðar Svavarsson. Barnaguðsþjónústa kl. 10.15 f.h. — Séra Garðar Svavars- son. Fríklrkjan. Messa kl. 2 e. h. — Sr. Þorsteinn Björnsson. Óh&ðl fríkirkjusöfnuðurinn. Fermingar- guðsþjónusta í kapellu Háskólana kl. 4 e.b. — Sr. Emil Björnsson. Framhaíd á 7. gíðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.