Þjóðviljinn - 06.12.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.12.1950, Blaðsíða 1
15. árgangur. Miðvikudagur 6. des. 1950. 274. tölublað. Hefur þii séð kvikmyndina Kúban-kósabkar, sem sýnd hefur verið 5 Stjörnu- bíó? - Það er hressandi og skemmtileg mynd, þrungin af lífi, starfsgleði, söngvum og ást. Myndin er sýnd í allra síðasta sinn i kvöld kl. 7 og 9. Flótti Bandaríkjahers frá Kóreu und- irbúinn, segir Bradlev herráðsforseti ' o - *' Alþýðraheriim miðja vega milli Pyeng- yang og breitldarliaugsiiis Baadaríkjastjórn á skyndifundi eft- ir viðræður Attlee og Tramans í gær Truman Bandaríkjaforseti kallaöi ráðherra sína sam- an til skyndifundarj gærkvöld aö loknum viðræðum sín- um við Attlee forsætisráðhe’-ra Bretlands. Omar Bradley herráðsforseti Bandaríkianna skýrði hermálanefnd öldungadeildar þjóðþingsins frá því í gær, að verið sé að undirbúa að her Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra flýi algerlega frá Kóreu. Fréttaritari brezka útvarps- ins í Washington sagði, að Bradley væri sagður hafa skýrt frá því, að áætlanir um brott- flutning Bandaríkjahers frá Kóreu með skipum og flugvél- um séu tilbúnar til framkvæmd ar. Sagði hershöfðinginn, að hann áliti þessar áætlanir fram- kvæmanlegar, hraður flótti hersins undanfarna daga hefði kimið því til leiðar, að mögu- leikar væru á að bjarga hon- um undan enda þótt það komi á daginn, að alþýðuher Kórea og Kínverja sæki suðuryfir 38. breiddarbaug. Kveiktu í Pyongyang Skýrt var frá því í gær, að Vopnahlésskilmálarnir, sem ræddir eru í Lake Success á bak við tjöldin, eru að sögn Bjöl þessir helztir: Nú eru aðeins dagar þangað til dregið verður í happdrætti SÖSÍALISTAFLOKKSINS. flótti Bandaríkjahers héldi á- fram af sama röskleika og áð- ur. Alþýðuherinn sækir enn fram á hlið við áttunda banda- ríska herinn á vesturströndinni og segja fréttaritarar, að aug- ljóst sé að hann leitist við að greiða flóttahernum enn þung högg. Sveitir úr alþýðuhernum voru í gær komnar til bæjarins Koksan 80 km suðaustur af Pyongyang og jafn langa leið norður af 38. breiddarbaug. — Alþýðúherinn fylgdi bandaríska flóttahernum fast eftir inní Pyongyang en þar voru stórir hlutar borgarinnar í ljósum loga *ftir íkveikjur Bandaríkja- manna. Að Bandaríkjamenn reyni ekki að sækja norðurfyrir og alþýðuherinn ekki suðurfyrir 38. breiddarbaug. Að her Bandaríkjamanna og fylgiríkja þeirra fari frá Suður- Kóreu samtímis og ikínversku sjálfboðaliðarnir fara frá Norð- ur-Kóreu. Að bandarískur floti verði kallaður frá Taivan um leið og vopnahlé kemst á í Kóreu. Brezka útvarpið sagði í gær, að í skýrslu til stjórnar sinnar hefði Rau, fulltrúi Indlands hjá SÞ, skýrt frá því, að viðræður hans og Vú, aðalfulltrúa kín- versku alþýðustjórnarinnar, hefðu verið hinar vinsamleg- ustu, en Kínverjar tortryggðu Bandaríkin mjög vegna yfir- gangsstefnu þeirra. Vú var í gær aðalgesturinn í miðdegisverðarboði Jebb, aðal fulltrúa Breta hjá SÞ. Meðal annarrá gesta var Sinsjenko, hinn rússneski aðstoðarritari SÞ. Brezki prófessorinn Cecil Frank Powell, sem í vetur fékk eðlis- og efnafræðiverðlaun Nóbels fyrir afrek sín í kjarnorku- rannsóknum, var í undirbún- ingsnefnd friðarþingsins í Shef- field, sem brezka sósíaklemo- kratastjórnin hindraði. Ilér sézt hann í ræðustól en á honum stendur: „Gerist sjálfboðaliffar fyrir friðinn. Banfiið kjarnorku sprengjuna.“ Eldey að firynja Skipstjórinn á vélbátnum Ársæll Sigurðsson skýrði frá því í gær að hann hefði siglt 1 um hálfrar mílu fjarlægð frá Eldey í gær og séð að allmikið hefur hrunið úr eynni, þannig að yfirborð hennar hefur minnk að um þriðjung. Enginn fugl sást í eynni, en áður var hún vön að vera hvít af súlu. iapan bandarísk árásarslöð Sjú Enlæ utanríkisráðherra Kína hefur lýst því yfir, að Alþýðustjópn Kína beri fuílur réttur til að taka þátt í undir- búningi og undirritun friðar- samnings við Japan. I yfir- lýsingunni er bent á, að Banda ríkjastjórn hafi tafið friðar- samning við Japan til að geta haft þar hersetu sem lengst og notað landið fyrir árásarstöð gegn Kóreu og Kína. Banda- ríkjamenn hafa hervætt Jap- ani á ný og endurreist her- gagnaiðnað landsins. Attlee og Truman ræddust við um borð í skemmtisnekkju forsetans á Potomacfijóti að af- lokinni veizlu þar, er Truman hélt til að gefa Attlee kost á að hitta forystumenn beggja flokka á Bandaríkjaþingi. Skyndifundur Bandaríkja- stjórnar er settur í samband við fyrri fregnir um að á fundi sínum í gær myndu Attlee og Truman taka ákvarðanir um hvað til bragðs skuli taka vegna hernaðarlegra og pólit- ískra ósigra Vesturveldanna í Kóreu. Fundurinn í fyrrakvöld fór allur í það að hlýða á skýrslu Bradley herráðsforseta Bandaríkjanna um hemaðar- stöðuna í Kóreu og voru niður- stöður hans sagðar mjög á sömu lund og brezka herráðs- ins, sem Attlee hafði í vega- nesti að heiman. Ekkert var enn kunnugt í gærkvöld um ákvarð- anirnar, sem talið var að tekn- ar hefðu verið. K-sprengja í Kéreu myndi splundra Vesturblökkinni Pearson utanríkisráðherra Kanada sagði í ræðu í Ott- awa í fyrradag, að reyna yrði. allar leiðir til að koma á friði í Kóreu. Hann sagði, að verið gæti að árásir með kjarnorku- sprengjum hefðu áhrif á gang bardaganna þar en þær myndu um leið splundra Vesturblökk- inni og Asíuþjóðir myndu ekki taka því vel, ef slíku múgmorðs vopni væri beitt gegn einni þeirra í annað sinn. Ríkisstjórnin hirðir ekkert um aðstoð við vélbátaflotann Falltzúi sósíaiista í fjázveitinganefnd flytur mikilvægar breytingartillögur við fjázlagafrumvarpið í gær var útbýtt á Alþingi nefndaráliti um fjárlögin frá fulltrúa sósíalista I fjárveitinganefnd, Ásmundi Sig- urðssyni. Ásmundur bendir á, að það, sem cinkenni þá f járlaga- afgreiðslu, er nú virðist vera fyrirhuguð samkv. till. meiri- hluta fjárveitinganefndar og ríkisstjórnarinnar sé þetta: 1. Felldar eru nú að fullu niður greiðslur . vegna íiskábyrgðar, sem á s. 1. ári námu 30 millj. króna. 2. Lækkaðar hafa verið greiðslur vegna niðurgreiðslu á vöruverði innanlands um 8—9 millj. kr. 3. Lækkuð hafa verið framlög til sjávarútvegsins um 4x/2 millj. kr. ineð því að fella niður' fyrrnefndar upphæðir til ýmiss konar aðstoðar við vélbátaflotann. 4. Framiög til verklegra framkvæmda eru ekki hækk- uð að krónutölu, þótt gertgislækkunin valdi því, að miklu minna verður nú unnið fyrir sömu 'upphæðir en áður. Ásmundur flytur allmargar mikilvægar breytingartil- lögur, þ. á. m. að til aðstoðar vélbátaflotanum verði veittar áfram 4 millj. og 500 þús. kr., og að framlagið til almanna- trygginga verði hækkað um 3 millj,, úr 17 300 000, upp í 20 300 000. Frá nefndaráliti Ásmundar vcrður nánar skýrt hér í blaðinu á morgun. Framhald á 8. síðu. Vonir x stöðvum SÞ um vopncshlé í Kóreu í aðalstöðvum SÞ eru menn vongóðir um, að takist aði koma á vopnahléi í Kóreu, sagði Erling Bjöl, frétta- ritari danska útvarpsins í Lake Success í gær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.