Þjóðviljinn - 06.12.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.12.1950, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 6. des. 1950. ÞJÓÐVIL'JINN T*T"T 3 MinnmgarorS: Jón Jóhannsson bílstjóri I dag verður til moldar bór- inn Jón Hermann Jóhannsson bílstjóri, sem lézt á sjúkrahúsi Hvítabandsins 28. nóv. s. 1. af slysförum. Jón var fæddur á Ingunnarstöðum í Brynjudal 5. apríl 1909. Hann fluttist með foreldrum sínum fárra vikna að Skógarkoti í Þingvallasveit og var þar alinn upp. Foreldr- ar Jóns eru Jóhann Kristjáns- son frá Kárastöðum í Þingvalla- sveit og Ólína Jónsdóttir frá Gottorp í Húnavatnssýslu. Þau bjuggu í rúman aldarfjórðung í Skógarkoti eða þar til það var lagt undir Þjóðgarðinn 1935. Jón -var alltaf til heimilis hjá foreldrum sínum og fyrir- vinna heimilisins síðustu árin. Jón gekk ungur á íþróttaskól- ann í Haukadal og lauk þaðan prófi, en iþróttirnar áttu þó ekki eftir að vei'ða hans lífs- starf þótt hann væri góðum kostum gæddur til þess. Síð- ustu árin sem foreldrar hans bjuggu í Þingvallasveit fór Jón til sjós á vetrum. og var bæði á bátum og togurum um nokk- u'rt skeið. Þegar foreldrar hans hættu búskap og fluttust til Reykjavíkur hóf Jón starf sem atvinnubílstjóri og stundaði það til dauðadags. Var hann fyrst hjá Steindóri Einarssyni, keyrði ýmist langferðabíla eða innan bæjar, þar til árið 1943, en þá hafði hann keypt sér bíl fyrir nokkru. Samvinnufélagið Hreyfill var stofnað 1943, og urðu þá þátta skipti í sögu atvinnubílstjóra, þar sem þeir stofnuðu eigin stöð. Að sjálfsögðu var Jón einn af stofnendum og virkur þátttakandi í störfum félagsins og sat í stjórn félagsins, síð- ustu árin. Einnig var Jón mjög ‘áhugasamur félagi í bifreiða- stjórafélaginu Hreyfill og gengdi þar ýmsum trúnaðar- störfum og sat í stjórn þess um þriggja ára bil. Jón var einnig mjög ötull í starfi að öðrum hagsmunamálum stéttar innar og var meðal annarra stofnandi byggingarfélags bif- reiðastjóra og kariakórs Hreyf- ils Og sat í stjóm beggja fé- laga frá byrjun. Var það ekki að ófyrirsynju að Jón væri svona almennt valinn til trúnað arstarfa af sínum stéttarfélög- um, því ég mun vart hafa kynni af manni sem var jafn geðþekkur, traustur, öruggur' og umfram allt heiðariegur, enda var Jón og vel greindur og víða heima, þótt ekki væri nema sjálfsnámi fyrir að fara. Er því stórt skarð fyrir skildi fyrir bifreiðastjórastéttina að missa hann. Jón bar ætíð hlýján hug til átthaganna og munu ótalin þau spor er hann átti í frístund um sínum á Þingvöllum. Vann liann; jöfnum höndum að að- hhmningu staðarins og tók virk an þátt í. öðrum störfum bú- enda þar þótt flut’tur . væri í burtu og var t. d. um íangt skeið ein bezta reíaskytta sveitarinnar. Sem þakklætis- vott fyrir þessi margvLslegu störf hafa ættingjar hans og vinir stofnað sjóð til minningar um hann og skal honum varið til eflingar skógræktar i Skóg- arkotslandi. Ég sem um nokkurn tíma hafði mikil samskipti við Jón vil að síðustu þakka honum samverustundirnar og þann ríka samstarfsvilja og skilning sem hann hafði gagnvart hverj- um og einum er um hagsmuna mál var að ræða. Einnig vilj- um við bílstjórar þakka hon- um þann árangur sem hann náði með starfi sínu í hags- munasamtökum okkar og von- um að þótt hann sé frá fallinn verði starfi hans áfram haldið með góðum árangri. Stefán O. Magnússon. Minningarorð um «fón Jóhannssoii Við fráfall Jóns frá Skógar- lcoti er burtu kvaddur einn á- gætasti meðlimur islenzkra bif- reiðastjórasamtaka. Það er að sjálfsögðu erfitt að sætta sig við slíka atburði sem þann, er orsakaði fráfall Jóns, en það gefur öðru frekar til kynna að hættur hinna vinn- andi manna eru næsta marg- víslegar. Það er erfitt að standa frammi fyrir þeirri bitru stað- reynd að ungum manni, fullum af starfsáhuga, vel látnum vegna mannkosta sinna, skuli vera .svipt burtu mitt í ótal verkefnum og um það bil sem stórum en erfiðum áfanga hafði verið náð til bættra lífskjara. Við mennirnir stöndum frammi fyrir slíkum atburðum sem áhorfendur án skilnings á tilgangi slíkra örlaga og slíkra atburða. Kynni mín af Jóni Jóhanns- syni voru ekki löng, en þau gáfu mér innsýn í þá miklu mannkosti sem hann átti yfir að búa. Hann hafði rólega og fágaða framkomu og var þar m. a. að leita þeirra vinsælda sem hann naut meðal allra sem kynntust honum. jón Jóhannsson hafði stund- að bifreiðaakstur að atvinnu um langt skeið og þekkti því til hlítar hinar mismunandi að stæður við þá atvinnu. Hann var að dómi allra sem þekktu hann hæfur í því starfi svo sem bezt verður á kosið. Að félags málum bifreiðastjóra starfaði Jón allmikið síðustu árin og ávann sér í því starfi óskipt traust. Hann hafði sýnt í starfi sínu að hann hafði til að bera, og í sívaxandi mæli, þá víð- sýni sem hverjum forystumanni er nauðsynleg til að geta met-1 Leikurinn: KONU OFÁUKIÐ I eftir KNUD’ SÖNDERBY frumsýndur á morgun Þetta leikrit kom fyrst fyr- almenningssjónir sem út- varpsleikrit og var útvarpað í danska ríkisútvarpinu 1941. Höfundurinn breytti útvarps- leikritinu í sjónleik og var það leikið í Konunglega leikhúsinu 10. nóvember 1942. Áður hafði höfundurinn tekið efni leik- ritsins til meðferðar í skáld- söguformi og kom hún út 1936. I skáldverkum þessum liggur höfundi þungt á hjarta að lýsa afstöðu móður til uppkominna barna sinna og talar höfundur- inn hér sem oftar í ritum sín- um máli ungu kynslóðarinnar án þess þó að halla á hina eldri. Önnur rit Knud Sönder- bys mætti nefna svo sem: ,,Midt i en Jazztid" og To Mennesker Mödes“, skáldsögur sem komu út árin 1931 og 1932, lýsing- ið viðfangsefni líðandi stund- ar án hinna flokkspólitísku hagsmuna, og þessi æiginleiki Jóns orsakaði það, að þegar liðveizlu hans var leitað var ekki spurt um stjórnmálaskoð- anir. Svo sem að líkum lætur, er þungur harmur kveðinn að við fráfall Jóns Jóhannssonar. —■ Hans er saknað af öllum sem hann þekktu, og þeir voru marg ir, en þyngstur er þó harmur- inn og mestur missirinn hjá öldruðum foreldrum hans og systkinum. Þá sorg mun minn- ingin deyfa, minningin um góð- an dreng sem var trúr skyldu- störfum sínum og lét líf sitt við framkvæmd þeirra. Verkalýðshreyfingin er nýt- um liðsmanni fátækari og ís- lenzka þjóðin hefur misst sann an dreng. Einar Ögniuudsson. ar frá Grænlandi, sem hann nefnir „Grönlandsk Sommer“ (1941), og leikrit í einum þætti ,,Krista“ og „Hjertets Renhed“. Sýningin í Konunglega leik- húsinu á leikriti Knuds Sönd- ersbys þótti takast með ágæt- um, leikstjóri var Holger Gab- rielsen og þegar leikhúsið fór leikför að ttlefni 200 ára afmæl- is leikhússins, valdi það „Konu ofaukið" til fararinnar og sýndi leikritið í Svenska Teatern, Helsingfors og Dramaten í Stokkhólmi, við beztu móttökur áhorfenda. Þýðingu leikritsins á íslenzku hefur Andrés Björnsson skrif- stofustjóri útvarpsráðs gert. — Leikstjóri er Indriði Waage, en Lárus Ingólfsson hefur málað leiktjöldin. Með aðalhlutverkið í leiknum fer Amdís Björns- dóttir, en önnur hlutverk eru leikin af: Herdísi Þorvaldsdótt- ur, Róbert Arnfinnssyni, Ein- ari Pálssyni, Jóni Aðils, Hildi Kalman og Klemenz Jónssyni. (Frá Þjóðleikhúsinu). Ný unglingasag-a: I I I . , Finnmerkurferð Ingu Finnmerkurferð Ingu nefnist unglingasaga. eftfr Estrid Ott, senr er nýkomin út í íslenzkri þýð- ingu Rannveigar Þorsteinsdóttur. Sagan segir frá ferðalagi tveggja ungra stúlkna um Norður-Noreg, þar sem Þjóðverjar hafa unnið hin grimmilegustu hervirki, en íbú- arnir eru hvarvetna að reisa nýja bæi og ný hús á rústum hinna gömlu. — Bókin er 220 bls. að stærð, prentuð í prentsmiðjunni Odda, en útgefandi er Farmanna- útgáfan. Skemmtileg barnabók í myndum. Jólabók barnanna í ár.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.