Þjóðviljinn - 13.12.1950, Side 4

Þjóðviljinn - 13.12.1950, Side 4
ÞJÖÐVILJIMN Miðvikudagur- 13.. des. 1950. ÞlÓÐVILJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: kr. 14.00 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Öttinn við fri IM’.JAUI'OSTIMVV liiáifiiiiiíiiiii3í Ein spurning er öllum öðrum hugtækari í dag: stríð eða friður? Um allan heim mótar umhugsunin um hana líf hvers einstaklings, uggurinn og óttinn grefur undan lífshamingju manna, öryggi og vinnugleði. Og þjóðfélags- átökin sveigjast æ meir að þessu meginvandamáli, sam- kvæmt þeim augljósu sannindum að allar aðrar athafnir mannanna eru háðar svarinu við þessari einu spurningu. Það mætti virðast einsætt að hver einstakur íbúi jarðarinnar legði fram allt sem hann mætti til að tryggja frið, en svo er þó ekki. Á öllu áhrifasvæði Bandaríkjanna hefur verið haldið uppi árangursríkri áróðursherferð til þess að gera friðinn ófriðhelgan. í voldugustu dagblöðum á ves,tiirhveli jarðar er því daglega lýst yfir að friður merki kommúnisma, ofbeldi, kúgun, morð og þrælahald. Jafnvel samtök kommúnista eru ekki ofsótt af gengdar- lausari tryllingi en samtök friðarsinna. Þessar athyglis- verðu staðreyndir væru öllum öðrum betur fallnar til að auka almenningi skilning ef áróðurstækjunum hefði ekki heppnazt að dáleiða allt of marga, þanííig að frjáls hugs- un á ekki innangengt. Einnig hér á íslandi hefur áróðurinn gegn friði verið háður af fullu ofstæki. Það mun seint gleymast, þegar nokkrir menn sem opinberlega höfðu lýst yfir þeim' vilja sínum að vinna að friði, voru ofsóttir dag eftir dag í Morgunblaðinu og helzt flíkað röksemdum atvinnuleysis og sults. Málfrelsi og lýðræði er ekki svo rúmt lengur hér á landi að hægt sé að ræða um frið í skjóli þeirra vest- rænu dyggða. Og enn hefur þetta komið í ljós á eftirminnilegan hátt. Stúdentafélag Reykjavíkur, sem á síðasta ári hafði aflað sér alþjóðarvinsælda með því að gangast fyrir um- ræðum, sem síðan var útvarpað, um ýmis brýn og hugleik in vandamál, ætlaði í haust að hefja þessa ágætu starf- semi á nýjan leik. Morgunbl. lýsti yfir því í haust með miklum gleðilátum að tekizt hefði að koma í veg fyrir að nokkur „Kommúnisti" kæmist í stjórn þess félags, en þó tókst ekki betur til en svo að hin ágæta vestræna stjórn félagsins haföi ekki gert sér grein fyrir hinni nýju vestrænu línu að það væri bannað að ræða um frið. Þvert á móti ákvað hún að fyrsti fundurinn skyldi fjalla um friðarmálin, og hún hafði fengið tvo þjóðkunna fram- sögumenn, Jóhannes'úr Kötlum og Gylfa Þ. Gíslason. Eftir var aðeins að fá samþykki útvarpsráðs til þess að umræðurnar yrðu teknar á stálþráð og þeim síðan útvarpað. En sem betur fer hafa valizt í útvarpsráð menn sem vi.ta hvað til síns friðar heyrir. Þvertók þessi meirihluti ráðsins fyrir að nokkurt orð um frið kæmist að hljóð- nemanum, og Gylfi Þ. Gíslason sá sér þá ekki lengur fært að taka þátt í slíkum umræðum. Það verður fróðlegt að vita hvernig útvarpsráð fer aö því að verja þá afstöðu sína að hafna fyrirfram út- varpi frá slíkum fundi. Dag eftir dag hafa menn séð í blöðum afturhaldsins hversu berskjaldaðir, og rökþrota málsvarar friðarins séu, og berskjaldaðastur og rökþrotn- astur allra hefur einmitt verið talinn Jóhannes úr Kötlum. Var þá ekki augljóst tækifæri til að láta þessa menn verða sér eftirminnilega til minnkunar frammi fyrir alþjóð? Var nokkurt ráð eins öruggt til að kveða niður rödd friðarins á íslandi eins og einmitt opinbert útvarp? Þetta eru rökréttar spurningar, og svörin liggja 1 það upp hjá sjálfum sér, að leggja Bandaríkjunum lið í bar- áttu sinni fyrir „réttlátum mál- stað“. Hvað haldið þið að kín- versku sjálfboðaliðarnir hefðu orðið margir, gengið út frá sama stríðsáhuga og íslending- arnir sýndu í sumar? Ekki færri en 204 000. — Nú var því ekki til að dreifa, að sjálfstæði Islands væri í sýnilegri hættu út af Kóreustríðinu. Ef svo hefði verið hefðu áreiðanlega fleiri en 60 manns boðið sig fram fríviljuglega til landvarna. Þess vegna skulum við leit- ast við, með frekari saman- burði, að finna út hve marga sjálfboðaliða mætti fá i Kína til þátttöku í Kóreustyrjöldinni. En Kínverjar telja nú sjálf- stæði sínu og fullveldi ógnað af hennar völdum. • Sjáifboðaliðar í tilefni Atlanzhafsbandalagsins „Á síðast liðnum vetri, þeg- ar Alþingi Islendinga var að gerast aðili að Atlanzhafs-hern- aðarbandalaginu, var sá verkn- aður þingsins, af þjóðhollum mönnum og vafalítið af meiri hluta þjóðarinnar talinn tákna afsal á fullveldi landsins og sjálfstæði þess stefnt í bein- an voða. Þrátt fyrir það gat Morgunblaðið stært sig af því, að í Reykjavík einni væru rösk- lega 900 manns reiðubúnir áð úthella blóði sinu og fórna lifi og limum, til þess að þingið fengi í ró og næði að láta af hendi sjálfstæðið. Engin of- rausn er að áætla, að þeir sem sjálfstæðið vildu verja, hafi verið heldur fleiri, en hinir, sem ólmir vildu við það losna. Gerum ráð fyrir að þeir hafi verið 1000. Ef við nú athugum aftur að Kínverjar eru 3400 sinnum fleiri en Islendingar, e: allur vandinn að margfalda saman báðar þessar tölur, 3400 sinnum 1000, og útkoman verð- ur þá 3 milljónir og 400 þús- undir. Ekki myndi ég treysta mér til að segja það fjarstæðu þótt sú frétt bærist einhvern næstu daga, hvort sem hún væri höfð eftir Vishinsky eða MacArthur að í Kóreu berðust 3400000 kínverjar; og alt sjálf- boðaliðar. — X.“ Þeim muu fleiri sjáif- boðaliðar í tilk., þeim mun stærri ósigrar X. skrifar: — „Fyrir nokkr- um dögum birti dagblaðið „Vís- ir“ rétt eina rosafréttina. Hún var á þessa leið: Vishinsky segir að 800 000 kínverskur her í Kóreu séu sjálfboðaliöar. Þeg- ar greinin undir fyrirsögninni var lesin, sást reyndar hvergi að Vishinsky hefði þetta mælt, heldur að í Kóreu berðust að- eins kínverskir sjálfboðaliðar. Það var aftur á móti MacArth- ur yfirhershöfðingi Bandaríkja- herja, sem deginum áður hafði tilkynnt að tala kínverskra her- manna i Kóreu væri komin upp í 800 þús. Af daglegum her- stjórnartilkvnningum þessa á- gæta fyrirliða, um mannafla kínverja í Kóreustyrjöldinni, má nokkuð ráða um stærð ósigra þeirra sem hersveitir hans bíða. Því fleiri kínverjar, því stærri ósigrar. Fyrstu daga undanhalds hans voru kínverj- arnir 10 þús. næsta dag 30, síðan 70, 100, 200, V2 milljón, 230 þús. (svolítið lát á undan- haldinu). Því næst ý2 milljón aftur, því næst 800 þús., (það var daginn áður en Vísisfrétt- in kom), og í dag eru Kínverj- arnir aðeins 400 þúsundir. • Hvað hefðu íslendingar orðið margir? ,,Hvað um það og upphróp- anir Vísis, er nokkur f jarstæða að ætla aö 800 þúsund kínverj- ar hafi gerzt sjálfboðaliðar í Kóreustyrjöldinni ? Til þess að átta okkur svolítið betur á þessari háu tölu, skulum við hugleiða orðtak Spegilsins: Hversu mikjir menn erum við ekki Islendingar samanborið víð fólksfjölda. — Talið er að Kínaveldi byggí 475 milljónir manna. Á Islandi búa sem næst 140 þúsundir. Vísir hefur sjálf- ur sagt frá því í sumar, að 60 íslendingar hafi gefiö sig fram hjá sendiráði Bandarikj- anna í Reykjavík, sem sjálf- boðaliðar til hjálpar Bandaríkj- ;mum í Kóreustyrjöldinni. Þessu góffa boði var að vísu strax hafnað og trúlega hafa fleiri hætt við að „sækja“, er það fréttist að þeir væru ekki þegnir. • 3400 sinnum fleiri íbáar en á Islandl „Af framansögðu má auð- veldlega reikna út að Kína hef- ur hér um bil 3400 sinnum fleiri ibúa en Island. Setjum svo áð Bandaríkin og fylgiríki þeirra hefðu átt í þessari styrj- Eimskip öld við eitthvert smáríki og Brúarfoss er í Reykjavík. Detti að kínverjar hefðu, án þess foss fór frá N.Y. 10.12. tii R.- að vera til þess hvattir, fundið víkur. Fjallfoss hefur væntanlega augum uppi. Afturhaldiö reynir aö hindra að friðarmálin séu rædd opinberlega af ótta við að almenningur taki upp á því að hugsa. Óttinn við frið gagntekur agenta hins vestræna herveldis, þá menn af íslenzku bergi brotna sem hafa fengið það ömurlega hlutverk að halda uppi áróðri fyrir nauðsyn styrjalda. farið frá Reykjavík í gærkvöld 12.12. vestur og norður og til út- landa. Goðafoss fer frá Bremerhav en 11.12, til Hamborgar og Gauta- borgar. Lagarfoss er í Reykjavík. Selfoss fór frá Raufarhöfn 5.12. til Amsterdam. Tröllafoss kom tii N.Y. 10.12. fer þaðan væntahlega 29.12. til Reykjavíkur. Laura Dan fór frá Halifax 7.12. til Reykja- vikur. Foldin kom til Reykjavílc- ur 10.12. frá Leith. Vatnajökull fór frá Gdynia 7.12. til Reyk ■’.vik- ur. SKIPADEILD S.IS.: Arnarfell er á leið til Reykja- víkur frá Spáni. Hvassafell fór frá Kaupmannahöfn 11. þ.m. áleið- is til Akureyrar. Ríkisskip: Hekla var á Akureyri síðdegis í gær. Esja er á leið frá Austfj. til Akureyrar. Herðubreið er í Reykjavík. Skjaldbreið fór frá Reykjavík til Húnaflóa, Skagafj- og Eyjafjarðarhafna. Þyrill kemur væntanlega til Reykjavíkur 1 dag frá Bergen. Ármann fer frá R.>- vík síðdegis í dag til Vestmanna- eyja. Áfengisvarnanefnd kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði hefur opnað skrifstofu að Fríkirlcjuvegi 11 (kjallaranum) til að hjálpá heimilum ofdrykkjumanna um jól in. Skrifstofan er opin á þriðju- dögum, fimmtudögum og laugar- dögum kl. 5—7. Fyrirlestur um Balzac. Franski sendikennarinn við há- skólann hér, herra Schydlovslcy flytur fyrirlestur í I. kennslustofu háskólans fimmtudaginn 14. des. kl. 6.15 e.h. um franska skáldið Honoré de Baizac. Sýnd verður jafnframt kvikmynd úr lífi skálds ins. Öllum er heimill aðgangur. Fástir liðir eins og k ven ilega. Kl. 20.30 Kvöidvaka: a) G. M. Magnúss rithöf undur flytur frá- söguþátt: Ljóð og stökur Ljósvíkingsins. b) Elinborg Lárusdóttir rithöfundur les kafia úr bók sinni: „I faðmi sveitanna." c) Tónleikar: Elsa Sigfúss og Stef án íslandi syngja. d) Andrés Björnsson les úr ljóðabók Heið- reks Guðmundssonar: „Á heiðar- brún“. e) Einar Ól. Sveinsson próf- essor les úr bókinni: „Samgöngur og verzlunarhættir Austur-Skaft- fellinga" eftir Þorieif Jónsson fyrrum alþingismann. Dagskrár- lok. (22.05 Endurvarp á Græn- landskveðjum Dana). Flugfélag lslands. Innanlandsflug: I dag er áætlað að fljúga til Akureyr- ar, Vestmanna- eyja, Isafj., Hólma- víkur og Helli- sands. Frá Akureyri verður flogið til Siglufjarðar. Á morgun eru ráð gerðar flugferðir til Akureyrar, Vestmannaeyja, Reyðarf jarðar, Fá skrúðsfjarðar, Neskaupstaðar, Seyðisfjarðar og Sauðái-króks. Frá Akureyri er áætlað að fljúga til Siglufjarðar og Kópaskers. — Millilandaflug: Gullfaxi er vænt- anlegur til Reykjavíkur í dag um kl. 18.00 frá Prestvík og Kaup- mannahöfn. Flugvélin fer auka- ferð til Prestvík í fy.rramálið og er væntanleg til baka samdægurs. Flugferðir Loftleiða h.f. miðviku- daginn 13. des. I dag er áætlað að fijúga til: Akureyrar og Siglufj. kl. 10 til ísafjarðar og Patreksfj. kl. 10.30 og til Vestmannaeyja kl. 14.00. Á morgun er áætlað að fljúga til: Akureyrar kl. 10 og til Vestmannaeyja kl. 14.00. U

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.