Þjóðviljinn - 13.12.1950, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 13.12.1950, Qupperneq 6
 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagnr 13. des. 1950. .Undlr eilífðarst)örnum E F T I R Halldor Hclgason Ásbiarnarsíöðum r a Næsta föstudag keimir út ljóðabók Halldórs Helgasonar, Stolnar stundú-, og veröur strax send áskrifendum í póstkröfu. Nýir kaupendur geta ennþá tryggt sér bókina á áskriftarveröi .hjá útgefanda, Heimskringlu. Laugavegi 19, sími 5055 Ekki þarf aó minna á vinsæidir Halldórs á Ásbjarnarstööum meóal þnrra sem ljóö lesa í þessu landi, og þó mun þaö ef til vill fá, mönnum undrunar, hve síungur er andi þessa aldna skálds og yfir hve mikilii og vaxandi tækni hann á að x'áða. Bókautgáfan Hðimskringla Bréf til Láru (\ A Þó Þórbergur Þórðarson hafi í síöai'i verkum sínum náö enn hærra í stílsnilli og andagift en í Bréfi til Láru fcelst þó sú bók alltaf til merkustu verka hans. — Eftirmáli er við þessa útgáfu, sem höíundurinn skrifaði á síðastliðnu sumri, þár sem meðal ahnars er kafli, er segir frá Unuhúsi, sem öllum mun veröa ógleymanlegur sakir frábærrar andagiftar höfundar og ritleikni. „ Bókin er í fallegu bandi Helgafallsbók Eftir A.J. Cronin 41. D A G U R var orðinn áhugalaus. Hann var orðinn leiður á Jenný. Jæja, það var ef til vill of sterkt til orða tekið — hún var enn mjuk og faðmlög hennar eftirsóknarverð, og ástafundir þeirra, þegar ástríða hans blossaði upp, sem þau áttu í leyni, ýmist hér í stofunni, í herbergi hans, úti í myrkrinu, í stigagöngum, portum, bakyið Elswick hesthúsin, á hinum óti'úlegustu og ó- væntustu stöðum, þeir voru enn heitir og á- stiúðufullir. En nú var það.. já, nú var það orðið alltof auðvelt. Það voru engir erfiðleikar, engin mótspyrna að yfirvinna lengur hjá Jenný; stundum var hún jafnvel áfjáð.og stundum virt- ist hún yfirgefin og vanrækt, þegar hann skipti sér eklci af henni í of langan tima. Fari það bölvað. Það var rétt eins og hann væri kvænt- ur Jenný. Og hann vildi ekki kvænast Jenný, né neinni annarri Jenný. Hann vildi ekki láta binda sig ævilangt á- klafa. Hann var of slunginn ,til að láta veiða sig í slíkra gildru. Hann vildi komast áfram, verða eitthvað, safna sér peningum. Harin vildi sleikja rjóma, ósvikinn rjóma ofanaf trogunum. Dyrnar opnuðust og Jenný kom inn. Jói leit ólundarlega upp: „Ertu loksins tilbúinn“. „Ég er tilbúin“, sagði hún fjörlega. „Hvernig lízt þér á nýja hattinn minn?“ spurði hún og hallaði undir flatt. „Ekki svo afleitur hattur, lierra minn?“ Þi'átt fyrir önuglyndi sitt vai'ð hann að viður- kenna, að hún leit vel út. Nýi hatturinn, sem hún bar með yndisþokka, undirstrikaði fagra andlitsdrætti hennar. Hún var ákaflega fallega vaxin, fætur hennar voru mjög fagurlagaðir og sömuleiðis mjaðmini- ar. Það hafði verið henni líkamlegur ávinningur að missa meydóminn. Húri hafði þroskazt, var öruggari í fasi og ekki eins tilgerðarleg; hún var röskari; hún var á fegursta skeiði. „Jæja, komdu þá“, sagði hún og hló. „Þú líka pabbi. Látið þið mig ekki standá hér og bíða, — þá komum við of seint“. „Láta þig bíða?“ endurtók Jói. Og Alfred andvarpaði og hristi llöfuðið með meðaumkunarsvip. „Þetta kvenfólk". Þau tóku sporvagn út í Gosforth Park, Jenný sat teinrétt og ánægjuleg milli mannanna tveggja, meðan' þau skröltu eftir North Road. Þau borguðu tvo shillínga hvert. Jenný var í sjöunda himni, hún drakk allt í sig með galopn- um nugum og eyrum: hvítu grindurnar sem báru við grænan skeiðvöllinn, marglita bún- inga knapanna, gljáandi, tígulega hesta, hróp kallaranna undan marglitum sólhlífunum, óró- ann, æsinginn, taugaóstyrkiim hjá fólkinu, glæsi- legu snyrtiherbergin og veibúna fólkið sem virt- íst svo nálægt gegnum kíkinn. Skömmu fyrir, klukkan sex komu þau gang- andi í hægðum sínum eftir Newgate stræti inn á Haymarket, Önuglyndi hans var horfið eins og dögg fyrir sólu. Hann var vingjamlegur og um- burðarlyndur við Jenný, leyfði henni jafnvel að leiða sig. En skyndilega þegar þau beygðu inn í North- umberland stræti, stanzaði hann snögglega og lirójiaði: .„Hver skollinn.... nci, það getur ekki verið“. Síðan rak hann upp óp: „Dabbi. Halló. Dabbi Fenwick“. Davíð nam staðar, sneri sér við; eftir andar- tak þekkti hann Jpa. „Hvað, Jói. . . . Er þetta þú sjálfur“. „Já, hvort það er ég“, Jói teygði úr sér og heilsaði Davíð með alúð og innileik. „Það er ég og enginn annar. Það er aðeins einn Jói Gowlan í T>mecastle“. Þau hlógu öll. Jói bandaði hendinni virðu- lega og kyTinti þau. „Þetta er ungfrú Sundley, Dabbi. Vinkona mín. Og þetta er Dabbi, Jenný, aldavinur Jóa í gamladaga“ . Davíð leit á Jenný. Hann horfði beint í stór, skær augu hennar, Og þegar Iriin bixisti, þá 6?^ i Stjiirnubíó: Thuuderhooí. Þrumuhófur heitir hann, og hefur brugð- ið því prakkarabragði að strjúka frá hrossa- búi Sínu í Texas og flýja með hryssu sinni inn á eyðimerk- ur itexíkólands. Þang- að fara þau að leita hans: maðurinn, eig- inkonan — og fylgd- armaðurinn. Inni á þessari grábrúnu eyði- mörku hefjast miklar ástir í hrossaleitlnni, enda fótbrotnar eig- inmaðurinn i viður- eign við strokuhest- inn, og verður upp frá því aUhlægilegur í göngulagi. Gengur eljarinn allvendilega frá lionum i auðninni og segir konunni að karlinn sé strokinn. Eri upp koma svik, og reikar frúin oð lokum einmana út á sand- inn, þar sem eigin- maðurinn finnur hana eftir að Þrumuhófur hefur fundið hann hálfdauðan og leyft honum að klöngrast á balc sér. Og þannig er það eljarinn sem eftir liggur, því það skal vera réttlæti og sálarfegurð. Af þessum atriðum sést nú svona hérum- bil hvernig myndin er. Samt er hún ekki af verstu tegund. Það ríkir nefnilega viss hófsemi í lýsingum hennar. En eins og víðar er eiginkonan höfuðkostur hennar. Hún kann sem sé að leika, þótt. hún brygð- ist manninum um stundarsakir og heiti María Stúart. Og þá eru aliir kostir mynd- arinnar upptaldir. — Hitt yrði of seinlegt. B. B.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.