Þjóðviljinn - 15.12.1950, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.12.1950, Blaðsíða 6
ð ItfÖÐ'VILJTflN Föstudagur 15. desember 19Sflk Undir ellífðarstjörtium !? Samkvæmt samkomulagi við Verzlunarmanna- iélag Reykjavíkui verSa í ! s ö I u b ú ð i r vorar opnar um jólin sem hér segir: Eftir A.J. Cronin 1 43. D A G U E Laugardaginn-16. des. tii ki. 22 Þríðjudaginn 19. des. tii ki. 22 í Þorláksnessu, laugard. 23. tii ki. 24 Þriðja í jólum, miðv.d.27. frá kl.13 i ÍAlla aðra daga verða sölubúðir opnar eins og venjulega, en \ Þriðjudaginn 2. janúar | verður lokað ailan daginn vegna vörutalningar. | , , f í Bóksalafélag Islands | Félag búsáhalda- og járnvöru- | kaupmanna í Rvík l Félag kjötverzlana Félag matvörukaupmanna ■j Félag raftækjasala [Félag tóbaks- og sælgætisverzíana u \ Félag vefnaðarvörukaupmanna í > SkókaupmannafélagiS hrakkn hlægilega skammt, $endingamar að heim- an fórust stundum fyrir -4- einu sinni hafði Ró- bert legið tvo mánuði í rúminu — og Davíð hafði oft verið mjög illa staddur. Við eitt tæki- færi hafði hann borið tösku fyrir mann frá braut- arstöðinni til að vinna sér inn sexpens fyrir máltíð. En það. skipti engu máli; áhugi hans hjálpaði honum yfir alla erfiðleika. Áhugiun jókst þeg- ar hann uppgötvaði hversu- fáfróður hann var. Fyrsti mánuðurinn í Baddeley hafði leitt í ljós að hann var óheflaður námudrengur, sem hafði af heppni og tilviljun, miklum lestri og dáiiti- um meðfæddum hæfileikum hlotið styrk. Og þá ■, ’&afði Davíð einsett sér að afla sér fróðleiks. ■I Hann fór að lesa, ekki einungis ^að sem fyrir !j var sett í skólanum. Hann las allt sem hann jt lcomst höndum undir, frá Marx til Maupassant, í Goethe til Goncourt. Er til vill las hann óvitui*- ' lega, en hann ias vel. Hann las í hrifningu, stund- um ringlaður en hann lét ekkert aftra sér. Hann gekk í Fabianafélagið, freistaðist til að eyða sexpens fyrir sæti á hijómleilcum, kynntist Beethoven og Bach, rölti' á. listasafnið og virti fyrir sér Whistler, Degas og Manet. Hún var ekki auðveld þessi léit hans að J' þekkingu, í rauninni var hún ömurleg. Hann í var of fátækur, illa klæddur og stórlátur til að eignast marga vini. Hann viidi eignast rini, en þeir urðu að koma til hans. Svo fór hann að kenna, í fátækrahverfunum — Saltley, Witton, Hebbum — sem kennari í j? barnaskólunum. Vegna hugsjóna sinna hefði það S átt að vera honum ljúftjen honurn fannst það j' hræðilegt — föl, mögur, veikluieg bömin úr ^ fátækrahvorfunum gerðu hann dapran í bragði, Ifylltu hann örvæntingu. Haxm vildi gefa þeim stígvél, föt og mat — í stað þess a.ð troða marg- földunartöflunni inn í ringluð höfuð þeirra.. Hann vildi aka þeim til Wansbech og ieyfa þeim að (leika sér þar í sólskininu, í stað þess að ávíta þau fyrir að hafa ekki lært tíu óskiljanlegar ljóðlínur um dauða Lycidasar í blóma æsk- íj ’ unnar. Hann var gagntekinn meðaumkun með þessum bágstöddu bömum. Honum var sam- J< stundis ljóst að kennarastarfið var ekki köllun *I hans, það væri aðeins áfangi á leið hans inn á *! baráttuvöllinn. Hann yrði að taka próf næsta í ár, og halda síðan áfram. jj Davíð þagnaði skyndiiega: hann brosti aft- í ur. ’i „Hamingjan góða. Hef ég talað allan þennan *, tíma? Þið báðuð um þessa ömurlegu sögu. . . . s það er eina afsökun mín“. En Jenný vildi ekki að hann slægi öllu upp í gaman; hún var full áhuga. „Að hugsa sér“, sagði hún hrifin og þó feimin. „Ég liafði enga hugmynd um að ég mundi hitta svona lærðan mann". Portvínið liafði hleypt roða í kinnar hennar, augu hennar ljómuðu. Davíð leit á hona með undarlegum svip. „Lærðan. Það er biturt háð, ungfrú Jenný". En Jenný hafði ekkki ætlað að hæðast. Hún hafði aldrei hitt stúdent fyrr, raunverulegan stúdent úr Baddeley háskólanum. Stúdentar úr Baddeley tilheyrðu heimi sem Jenný hafði hing- að til aðeins horft öfimdaraugum til úr fjarska. Auk þess fannst henni Davíð fríður piltur, enda þótt hann virtist fátæklegur við hliðina á Jóa — og hann var að minnsta kosti athyglisverður. Og auk þess hafði Jói komið andstyggilega fram við hana upp á síðkastið — haim hafði gott af því að 'hún liti á einhvem annan og gerði hann afbrýðisaman. Hún sagði Iágt: „Mér finnst óhugnanlegt að hugsa um allar þessar bækur sem þér verðið að læra. Og svo B. A. prófið. Að hugsa sér“. „Og svo verður ái’angurinn sjálfsagt sá að ég lendi í loftlausum skóla og kenni hugruðum bömum“. „En er það ekki það sem þér viljið ?“ Hún trúði varla sínum eigin eyrum. „Kennari. Það er dásajnlegt“. Hann hristi höfuðið og brosti dauflega, og hann var að því fcominn að ræða málið frekar, þegar rifjungamir, pylsumar og kartöflumar beindu hugsununum að öðm. Jói útbýtti krás- unum hugsandi, mjög hugsandi. I fyrstu hafði Jói hlustað á Davið me'ð öfundssjúku, dálítið háðslegu brosi, reiðubúinn að draga hann sund- ur og saman x háði. En þá hafði hami séð hvemig Davíð leit á Jenný. Og þá fékk Jói hugmyndina, þessa dásamlegu hugmynd. Hann leit upp, rétti Davúð diskinn með mikilli uni- hyg&ju. „Hvemig lizt þér á þetta, Dabbi minn?“ „Ágætlega, þakka þér fyrir, Jói“. Davíð brostá. Haim hafði ekki séð svona krásir vikum saman. Jói kinkaði kolli, rétti Jenný siimepið kurt- eislega og bað um annað glas. af portvíni h'anda henni. „Hvað varstu að segja, Dabbi?“ spurði hann vingjamlega. „Um að komast lengra en áð verða kennari?“ Davið hristi höfuðið. „Þú hefðir engan áhuga á því Jói, hreint eng- an“. „En við höfimi áhuga — ;er það ekki, Jenný?“ Rödd Jóa gaf til kynna ósvikna hrifningu. „Haltu áfram og segðu okkur meira, maður“. Davíð leit á þau á vixl. Hann var hrifinn af óhuga Jóa og skærum augum Jenríýar. Hann hélt áfram: „Svona er það þá. Þið skuluð ekki kaldá að ég sé fullur, -eða klepptækui*. Þegar ég er búinxi að ljúka prófi, getur verið að ég sé neyddtir til að kenna um tima. En það er þá aðeiixs til að hafa í mig og á. Ég er ekki að mennta niig til aö verða keixnari. Ég er ekki vel fállinxi til að kenna — sennilega er ég of óþolinmóður. Ég er að mennta mig til að geta barizt. Það sem ÐAVÍ Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis \ Kaupmannafélag Hafnarfjarðar •í Kaupfélag Hafnfirðinga ' ‘ nTlfra V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.