Þjóðviljinn - 21.12.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.12.1950, Blaðsíða 1
VI u Kr. 5,90 Atliygli skal vakin' á aug- lýsingu verígæzhtstjóra una verð á appelsínura. Þær kosta kr. 5,90 kg. 35. árgangur. Fimmtudagur 21. des. 1950. 287. tölublað. m meira en ijung síðan gengic Gamía vísifalan er nú um hefur hœkkað um 125 sfig á þremur ársfjórSungum ¥ar fellt sfig og Eins og Þjóðviljinn hefur skýrt frá hefur kaupgjalds- vísitalan nú verið bundin í 123 stigum frá næstu áramót- um, en sú tala er reiknuö út af kauplagsnefnd sam- kvæmt verölagi í byrjun desember. í byrjun desember var hins vegar verölagsvísitalan 127 stig, en fjögur stig eru að engu bætt þar sem þau eru talin afleiöing af fyrri kaup- gjaldshækkunum. Samkvæmt gengislækkunarvísitölunni hefur iþví oröiö 27% hækkun á öllu verölagi í landinu á þremur ársfjórðungum, en hagspekingarnir Benjamín og Ólafur höfðu af allri visku sinni reiknaö meö 11— 13% hækkun! Gengislækkunarvísitalan gefur þó mjög takmarkaöa mynd af hinum raunverulegu verðhækkunum, eins og kemur í ljós sé vitnisburður gömlu vísitölunnar tekinn til samanburöar. Miðað við verðlag 1. des,. varð hún um 480 stig. en var 355 stig þegar gengið var fellt. Hækkun- in nemur því hvorki meira né minna en 125 stigum eða um 35%! Og þó er það alkunna að gamla vísitalan gaf ekki heldur rétta mynd af verðlagsbreytingunum, þótt hún væri mun skárri. Raunveruleg dýrtíðaraukning af völdum gengislækkunarinnar liggur þannig milli þriðj- ungs og helmings. Samkvæmt vísitölunni 123 fær Dagsbrúnarmaður kr. 11,37 um tímann. Ef greitt væri kaup œmkvæmt gömlu vísitölunni ætti hann að íá 14,78. Hann er sem sé rændur kr. 3,41 um tíjmann, kr. 27,28 á dag, eða kr. 8184 á ári miðað við 300 vinnu- daga. Samkvæmt vísitölunni 123 fær naaður með 2000 kr. grunn- Jaun á mánuði kr. 2460 í mán- aðarlaun. Ef greitt væri kaup eftir gömlu vísitölunni ætti hann að fá kr. 3200. Hann er því rændur 740 kr. á mánuði eSa. kr. 8880 á ári. Þessir útreikningar eru mið- aftir við 1. desember, og ,gefa örourlega mynd af áhrifum gengislækkunarinnar nú þegar. Hervæðingarbyrði Breta þyngist Stjórnmálafréttaritari brezka útvarpsins skýr'ði frá því í gær, að ríkisstjórnin myndi endur- skoða hervæðingaráætlun Bret- lands strax eftir nýárið. Segja fréttaritarar í London, að sam- þiykktir, sem gerðar voru á ráðstefnunni í Brussel muni hafa. í för með sér að enn verði að þyngja hervæðingarbyrðar Breta. Síðan um áramót hafa hins veg- ar orðið mjög víðtækar verð- hækkanir sem í engu verða bættar og hver maður getur gert sér í hugarlund hvílík ósköp mumi dynja yfir á næsta ári eftir að búið er að binda. vísitöluna. á ritskoóun MacArthur setti i gær rit- skoðun á aliar fréttir og frétta- mundir frá bandaríska yfirráða svæðinu í Kórev.. I fyrsta skipti í marga daga var háður snarp- Frambald á 2. siðu. Franskir mótmælafundir gegn þýzkri hervæðingn Kommúnistaflokkur Frakklands, stærsti flokkur landsins, hefur boöaö til mótmælafunda gegn þýzkri hervæöingu á laugardaginn. Miðstjórn flokksins gaf út ávarp i gær og skorar þar á frönsku þjóðina að rísa upp til andmæla gegn ákvörðun A- bandalagsráðstefnunnar í Brus- sel um hervæðingu Þýzkalands. Segir í ávarpinu, að sú ákvörð- un sé nýtt tilræði við málstað friðarins og tilgangur hennar að ónýta fjórveldaráðstefnu um afvopnáð Þýzkaland fyrirfram. Frönsku sj'álfstæði hafi verið fórnað í Brussel. Sitt sagt hvorum Svissneska borgarablaðið „Basler Nachrichten“ segir í gær, að hernámsstjórar Vest- Bandaríkin hindra frið í Kóreu Kína mii eirtskis láfa cireisfað fil að finna frið- samlega Iausn deilumálarma. í Asiu, segir Vú Engin von er um aö friöur komist á í Kóreu fyrr en hernaðarævintýramennirnir í Bandaríkjunum skipta um stefnu, sagöi kínverski hershöfóinginn Vú í London í gær. Vú er formaður kínversku nefndarinnar, sem fór til New York til að leggja kæru Kína um bandaríska árás á Taivan fyrir SÞ; en nefndin er nú á heimleið. Frönsk þingnefnd á móti sendiherra fil Francos Utan r íkismála.nef n d f ranska þingsins samþykkti í gær með 22 atkv. gegn 20 tillögu frá fulltrúum kommúnista um að leggja fyrir ríkisstjórnina að skiptast ekki á sendiherrum við fasistastjórn Francos á Spáni. Þessi samþykkt var gerð þvert gegn vilja stjórnarinnar, sem hafði boðað, að hún myndi taka upp fullt stjórnmálasam- band við Francostjórnina skömmu eftir að þing SÞ nam úr gildi áskorun sina til rík- isstjórna um a’ð hafa ekki sendi- herra í Madrid. Sú samþykkt var gerð að undirlagi Banda- ’úkjanna og átti að vera fyrsta skrefið til að fá Franco-Spán tekinn upp i A-bandalagið. Fimmtíu og sjö þingmenn úr öllum frönskum borgaraflokk unum höfðu lagt fram á þingi tillögu, þar sem skorað var á ríkisstjórnina að taka upp fullt stjórnmálasamband við Franco tafarlaust. Eftir að utanríkis- málanefndin hafði gert sam- þykkt sína var þessi tillaga tek- in aftur. Þingmenn á móti íier til Evrópn Þingmenn á Bandarikjaþingi, bæði demokratar og republikan- ar, hafa tekið mjög illa yfir- lýsingu Trumans forseta, aö verið sé að undirbúa bandarísk- ar hersendingar til Evrópu. — Kref jast þingmenn þess hástöf- um, að birt sé hvaða kvaðir A- bandalagsríkin í Evrópu hafi uddirgengist í staðinn. Á flugvellinum í London tóku sendiherfar Sovc'tríkjanna og nokkurra annarra Austur- Evrópuríkja á móti nefndinni og sömuleiðis fulltrúar frá brezka utanrikisráðuneytinu og skrifstofu SÞ í London. Vú sagði blaðamönnum, að Banda- rikin hefðu látið meirihluta öryggisráðsins neita að taka tillögur kínversku nefndarinnar til alvarlegrar yfirvegunar. Valdamenn Bandaríkjanna eru með köldu blóði að reyna að hrinda þjóðum bæði Asíu og Evrópu útí nýtt stríð, sagði Vú, og benti í því sambandi á hina bandarísku kröfu um hervæð- ingu Þýzkalands. Stjórn Kína mun engu að síður gera allt, sem í hennar valdi stendur, til að koma til leiðar friðsamlegri lausn deilu- málanna í Asíu, lýsti Vú yfir, en kvað frið í Kóreu algerlega kbminn undir því, að Bandarík- in breyttu um stefnu. Hann sagði kínversku stjórnina alltaf reiðubúna til að ráðleggja kin- verskum sjálfboðaliðum að hætta hernaðaraðgerðum í Kóreu, ef sú ógnun, sem er- lendur innrásarher í Kóreu er fyrir öryggi Kína, er numin i brc-tt. urveldanna í Þýzkalandi hafi verið látnir segja stjórninni í Bonn, að þátttaka Þjóðverja i fyrirhuguðum A-bandalagsher verði á algerum jafnréttisgrund velli. Samtímis sé reynt að fá frönsku þjóðina til að sætta sig viö þýzka hervæðingu með þvi að segja henni, að ekki komi til mála að Þjóðverjar fái jafna aðstöðu við hin Vestur- Evrópurikin. Segir blaðið, að vandséð sé, hvemig slík tvö- feldni eigi að geta blessazt lengi. Talsmaður vesturþýzku stjórn arinnar í Bonn sag’ði í gær, að ekki þyrfti að búast við að viðræður hernámsstjóranna og Adenauers forsætisráðherra bæru skjótan árangur. Schu- macher foringi sósialdemo- krata kveðst muni beita sér gegn hervæðingu nema kosn- ingar fari fram áður en hún sé afráðin. Utanríkisráðherrar Vestur- blakkarinnar, Bretlands, Frakk- lands og Beneluxlandanna, á- kváðu í Brussel í gær, að hei- ráð hennar skyldi renna inm herrá’ð A-bandalagsins. Vilja Bretar að sögn að Montgom- ery, sem verið hefur yfir her- ráði Vesturtalakkarinnar, verði gerður næstráðandi Eisenhow- ers í A-bandalagsherráðinu. A- bandalagsríkjunum í Vestur- Evrópu verður skipt í þrjú her- 'stjórnarsvæði. Mun eitt ná yfir Noreg <ig Danmörku, annað yf- ir Vestur-Þýzkaland, Frakkland og Bc.æluXiöndin og það þriðja yfir M:*.]ar’ðarhaf vestanvert. halda áfram Komið hefur í Ijós, að yfir- lýsing bandarísku herstjórnar- ’nnar í Kóreu um að hún myndi koma í veg fyrir að haldið yrði áfram að myrða pólitíska fanga í hópum, hefur ekki verið fram- kvæmd að neinu leyti. 1 gær sendi yfirmaður brez’ca liðsins í Seoul tvo liðsforingja sína til að taka í taumana þar sem lögregla Bandaríkjaleppsins Syngman Rhee var að skjóta fanga nokkur hundruð metra frá aðalstöðvum brezka liðsins. Er Bretarnir komu á vcttvang höfðu yfir 20 fangar verið skotnir en þeir tóku 17, sem enn voru á lífi, af böðlunum. Brezki yfirforinginn lýsti yfir, að hann ætlaði ekki að horfa aðgerðalaus á fanga tekna, af lífi við dyrnar hjá séir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.