Þjóðviljinn - 28.12.1950, Page 8

Þjóðviljinn - 28.12.1950, Page 8
Bókhneigö íslendmga fer ckki hrakandi og eru það ánægjuieg- tíðindi. Samkvæmt upplýsingum bóksala var bckasalan fyrir jólin sízt minni, eða jafnvel öllu meiri en s.I. ár. A3 minnsta kosti íjórar bækur seldust gersamlega upp fyrir jól: Öldin okkar og Á Kon-Tiki yfir Kyrrahaf, sem báðar voru uppssldar nokkrum dögum fyrir jól, og barnabækurnar Mamma skilur allt, eftir Stefán Jónsson cg Biössi á Tréstöðum eftir Guðmund L. Friðfinnsson. Fiiðþjófssaga, í þýðingu Matthíasar mun einnig hafa selzt upp. Ekki er þó unnt að segja Iiver hefur verið metsölu- fcókin, vegna þess að engar tölur um fjölda eintaka hverr ar bókar er unnt að ía. Eftirspurn eftir Öldinni okkar mim þó hafa verið langmest og myndabók Kjarvals rnun mjög koma til álita þegar rætt er um metsölubókina. Uppseldar eða því sem næst. | son, sem Norðri gaf úr, seldist Hamingjudagar eftir Björn einnig mjög vel. Blöndal seldist upp að því ert margir bóksalar telja. Fljótið Sveitarómantík o. fl. helga eftir Tómas Guðmunds- son seldist upp hjá forlaginu. Að ævilokum eftir Þórberg Þórö arson seldist einnig að mestu. Afdalabörn eftir Guðrúnu frá Lundi seldist upp í fjölda bóka búða. Hrakningar og heiðavegir, JJ. bindi, seldist einnig upp hjá útgeíanda. Litli dýravinurinn eftir Þorstein Erlingsson seld- ist einnig upp í morgum stöð- um. Þýddir rómanar. Af þýddum skáldsögum seldu cumir allt sem þeir fengu af Grýtt er gæfuleiðin. Þegar ham ingjan vill, Skipstjóri á Girl Pat og Lars í Marzhlið. Auk Hrakninga og heiðavega.er seldust upp hjá forl., seldust mikið bækur um sveitalífið er Noröri gaf út, eins og Islenzki bóndinn eftir Benedikt frá Hof teigi, Maður og mold eftir Sól- eyju í hlíð, I faðmi sveitanna, eftir Elinborgu Lárusdóttur, Skammdegisgestir eftir Magn- ús F. Jónsson og Bóndinn á heiðinni eftir Guðlaug Jónsson. Jón biskup Arason eftir Torf- hildi Hólm seldist einnig all- mikið. Eina fáanlega sjúkrabífreiðin I Iösig og erfið ferðalög Fyrir nokkru fór sjúkrabif- reið Slysavarnafélagsins tvfr langferðir til að sækja sjúkl- inga, aðra vestur á Snæfellsnes til að sækja veika konu, en hina austur í Skaptafellssýslu til að sækja slasaðan mann. Vegna hlákunnar og hálkunnar var hið versta færi á þessum veg- um. Er þessi bifreið Slysavarna félagsins nú eina sjúkrabifreið- in, sem fáanleg er í svona löng og erfið ferðalög. Gefa til radíó- miðunarstöðva Kvennadeild Slysavarnafé- lags íslands hefur gefið 12 þús. kr. til radíómiðunarstöðvarinn- ar sem verið er að reisa á Garð skaga og ennfremur 7.200.00 kr. til radíómiðunarstöðvarinn- ar sem Slysavarnafélagið hefur látið reisa á Stórhöfða í Vest- mannaeyjum. Er það tilgangur kvennadeildarfcinar að framlög þessi gangi til -að greiða leigu fyrir tæki stöðvanna næstu 10 ár, og hafa framlög deildarinn- ar verið ákveðin í samráði við stjórn Slysavarnafélagsins. Neðansjávarleiðsla í Skerjafirði Ævtsögur. Hjá Máii og menningu seldist Hjá vandalausum, II bindið af ævisögu Maxims Gorkis, lang- mest. Endurminningar frá Is- landi, eftir Valdimar Erlends- Róleg jól Óvenjurólegt var hjá lögregl uimi um jólin. Voru ölvunarkær ur á annan ekki nema fjórar og.er það miklu minna en venju lega um helgar. Eftir fréttum útvarpsins var þessu öðruvísi farið á Akureyri; voru 13 kærðir fyrir ölvun. Ak- ureyringar munu telja jólin hjá sér hin friðsömustu og hafi menn yfirleitt ekki haft af öðru en friði og spekt að segja um jólin, því allir hinir 13 hafi verið kærðir í sambandi við á- ílog er urðu á einum dansleik. Ie:M þúsnnd. 131 þúsund tunnur af síld höfðu verið saltaðar í verstöðv um hér á Suðurlandi þann 16. ■þ.m., að því er Þjóðviljanum var tjáð í gær hjá Fiskifélaginu. Síðan hefur síldveiði verið líti) sem engin, en sjómenn töidu þó næga síld þótt þeir næðu henni ekki vegna þess hve djúpt hún var. Nokkrir bátar munu þó reyna að veiða milli jó)a. og nýárs, en fleetir munu hættir sildveiðum og farnir að búa eig.undir vetrarvertíðina. Rétt fyrir jólin lá 9000 smálesta tankskip á Skerjafirði og losaði olíu til h. f. Shell á Islandi. Um sama leyti voru 23 ár liðin síðan Shell fékk fyrsta farminn- þangað. I þetta skipti fór affermingin fram með nokkuð öðrum hætti en tíðkazt hefur til þessa. Að því tilefni bauð Shell fréttamönnum suður í Skerja- f jörð á Þorláksmessu, og sýndi Hallgrímur Hallgrímsson, fram kvæmdastjóri það sem sýnilegt er af hinum nýju tækjum, sem notuð eru við losunina. Skip þetta „Sepia“ sem nú lá á Skerjafirði, er hið þriöja sem losáö er með hinu nýja fyrir- komulagi, en það gefst vel og er nú hægt að dæla á land um 300 tonnum á klst. í stað rúml. 100 tonna áður. Aðferð §ú, sem notuð var áður eða síðan Skerjafjarðar- stöðin var byggð og þar til nú, hefur verið sú, að lögð hefur verið flotleiðsla frá olíu- bryggju félagsins og út í skip þau, sem komið hafa með olíu- farm hverju sinni. Leiðsla þessi, sem var um 220 m löng var sett saman úr 6” gúmmíslöng- um, sem voru skrúfaðar sam- an. Var leiðslunni haldið á floti með tunnum og þurfti að draga hana að landi og upp í fjöru, þegar dælingu var lokió hverju sinni. Var það mikil vinna og erfið, ekki sízt á vet- urna, þegar íshröngl myndaðist á firðinum. Auk þess var leiðsl unni oft hætta búin í vondum veðrum og fyrir kom að hún slitnaði frá skipinu. Hin nýja leiðsla, sem er um 260 m á lengd og- 8” víð, kom til lands- ins full tilbúin að öðru leyti en því. að hún var ósamansett, en það verk annaðist Lands- smiðjan. Var leiðslan rafsoðin saman á þurru landi við Skerja fjörð, en síðan var henni fleytt á tunnum i heilu lagi á þann stað sem henni skyldi sökkt, en það var gert á þann hátt, að hún var fyllt af sjó. Tókst fram kvæmd þessa verks, sem var undir yfirstjórn Ólafs Sigurðs- sonar forstjóra Landssmiðjunn ar, mjög vel.. Leiðslan sjálf og samskeyti öll eru vandlega einangruð á þann hátt, að einangrunarefnið er steypt utan um. Á ytri enda leiðslunnar eru fimm 8” gúmmí slöngur tengdar saman, og eru þær ætlaðar til þess að taka um borð í skipin og tengja við leiðslur þeirra. Þegar dælingu er lokið er lokað fyrir enda slöngunnar og henni síðan sökkt, þar til hún skyldi notuð næst, en vír, sem festur er við enda hennar, er festur við bauju þannig, að auðvelt er að ná henni upp úr sjónum. Olíugeymar Shell i Skerja- firði taka samtals um 10 þús- und tonn, en auk þess á félag- ið geyma sem taka um 3500 tonn í Öskjuhlíð. Etólegt hjá slökkviliðinu Slökkviliðið átti óvenjurólega daga um þessi jól. Var það að- eins einu sinni kvatt út alla jóladagana. ag var það að Ból staðahlíð 16. En þar var evk- ert alvarlegt á ferðum, heldur hafði slegið ofaní olíumiðstöð. HlÓÐVlUIN Togárasjémaður fersí vlð veiéar á Haiamiðum Á aðfangadag jóla varð það slys á togaranum Bjarna ridd ara, að ungan sjómann, Guðmund Danivalsson, tók út. Náðist hann aftur, en iíí’gunartilraunir reyndust árangurslausar. Togarinn var að veiðum á Halamiðum þegar slysið vildi til. Var kastað tveim bjarg- hringum til Guðmundar, en hann virtist ekki geta halaið sér á floti. Var þá bundin lína um einn skipverja og stökk hann fyrir borð til að ná Guð- mundi. Náðust báðir mennirn- ir, en lífgunartilraunir á Guð- mundi reyndust árangurslaus- ar. Var þegar haldið til Vest- fjarða og læknir fenginn til "að koma á bát á móti togaranum, en þegar hann kom var Guðm. látinn. Guðmundur Danivals- son var ókvæntur og barnlaus. Togararnír Fylkir kom af veiðum í gær- morgun með 3100 kit og fór hann til Englands, mun selja í Grimsby. Skúli Magnússon fór á veiðar í gær, var nýkominn frá Englandi. Goðanesið kom til Hafnarfjarðar í gær. Akur- ey kom af veiðum á aðfanga- dag. Isólfur er enn í slipp. Jón Þorláksson mun selja afla sinn í Grimsby í dag. Er hann eini ísl. togarinn sem mun landa afla sínum í Englandi milli jóla og nýárs. Vetrarhjáipin lithlutaði mat- vælom til 557 heimila og einstahlinga Vetrarhjálpinni bárust alls kr. 93 403,82 í peningum fyrir þessi jól, að því er skrifstofa hennar tjáði blaðinu í gær. Skátar söfnuðu tæpum 50 þús. kr. af þeirri upphæð. Ér þetta hæsta fjárupphæð, sem safn- ast liefur hjá Vetrarhjálpinni eða um 20 þús. kr. meira en s.l. ár, er var hæsta söfnunar- ár til þelsa. 557 heimilum og einstakling- um var úthlutað mjólk og öðr- um matvælum, að verðmæti um 125 þús. kr., en auk þess var úthlutað talsverðu a.f fatnaði. Skrifstofa Vetrarlijálparinn- innar í IJafnarstræti 20 ,Heklu. verður opin daglega fram yfir áramót, kl. 10—12 f. h. og 2— 5 e. h. Hefur Vetrarhjálpia beðið blaðið að flytja þakkir sínar öllum þeim er styrktu liana nú fjuir jólin, bæði hin- um mörgu gefendum og eins skátunum er gengu um meðal bæjarbúa og söfnuðu gjöíunum. Stálu strætisvagni Annan jóladag, Iaust fyrir kl. 18, var strætisvágni stolið af Lækjartorgi, en seinna um kvöldið fannst hann manniaus fyrir innan Mógilsá á Kjalar- nesi. Strætisvagn þessi var hafður til vara á torginu, ef einhver þeirra sem vcru í notkun skyldi bila. En er minnst varði sáu menn að vagninum var ekið upp Hverfisgötu og hvarf hann brátt. Lögreglan hóf þegar leit að ökuþórnum og stóð hún fram eftir kvöldi. Kl. 8.30 fréttist svo að mannlaus stræt isvagn stæði hjá Mógilsá á Kjalarnesi og reyndist það vera hinn týndi vagn. Við rann sókn máls þessa kom í Ijós að tveir 15 ára piltar höfðu verið þarna að verki. Vagninum var ekið hingað til bæjarins í fyrra. kvöld og reyndist hann vera. óskemmdur. Margir Mfreiðaáreksfrar Engin umferðaslys urðu hér í bænum um jólin, en bifreiða- árekstrar þó allmargir. Munu 20—30 bifreiðir hafa lent í á- rekstri. Bruni á Akranesi Um kl. 1 á annan dag jóla kviknaði í húsinu Mánabraut 17 á Akranesi. Tjón varð miki'ö af eldi og vatni áður en slökkt var í húsinu. Húsið er ein hæð úr timbri og ris. Eigandi hússins er Karl Auðunsson og bjó hann í húsinu. Eidurinn kviknaði út frá peru er notuð var til að lýsa lítið hús úr pappa og baðmull. Mæðrastyrks- nefnd safnaði 80 þiís. krónum Mæðrastyrksnefnd safnaði að þcssu sinni 80 þús. kr. fyrir jólin, og er það með langmesta móti. I fyrra söfnuðust 60 þús. kr. og var það einnig meira en nokkrn sinni áður. Auk pen- inga safnaðist mikið af fatnaði. Uthlutað var um G0 þús. kr. til um 370 ba.rnaheimila og ein- stæðingsmæðra, en énn liggja f.vrir margar beiðnir um að- stoð.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.