Þjóðviljinn - 07.01.1951, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.01.1951, Blaðsíða 1
Asraelsmenn mot- mæla eneorreisn þýsha fxrsiiis Gl’ÐINÖAH VERÐA ALÐREI SÖMU MÉGIN OG NAZISTAR Ákvarðanir Vesturveldanna um er.durreisn nazistahersins þýzka hafa valdið mikilli ólgu í fsrael. — Voru kröfugöngur farnar í mörgum borgum lands- ins til mótmæla fyrir forgöngu Kommúnistafloks ísraels. I mótaiælagöngunni í Jerúsalem gengu fremstar mæður akandi börnimi í barnavögnum, en sterri börn báru kröfuspjöld: „Við viljum Iifa“. „Við viljum frið“. Var þess krafizt að stjórn- arvöld Israeis beittu sér á al- þjóðavettvangi gegn endurvíg- búnaði Þýzkalands. „Israel verð- úr aldrei sömu megin og þýzkir nazistar“. Kröfugangan nam staðar við bandaríska konsúlat- ið cg voru þar haldnar mót- mælaræður. Mikunas, leiðtogi Kommún- istaflokks ísraels bar fram á þingi kröfu um að ríkisstjórnin ynni gegn endurvígbúnaði Þýzkalands, er ákveðin væri þvert ofan í miilirikjasamning- ana frá Jalta og Potsdam. Forsætisráðherra Pakistan fer til London Forsætisráðherra Pakistans, Liaquat Ali Kahn, er lagður af stað til London til þátttöku í fundi forsætisráðherra brezku samveldislandanna. Tilkynnti forsætisráðherrann í gær að hann hefði tekið þessa ákvörðun eftir að vissa fékkst fyrir því að hinir forsætisráð- herrarnir hefðu orðið við þeim tilmælum Pakistanstjórnar að Kashmírdeilan yrðj rædd á Londonfundinum. IniiiFÍsk ©FÍseiMÍiiig íli 22 FÍkja örþriíaráð I þvi skyni all fá stniiiing viií intirásarliernaá llati€larikjainia i Kórevi Sékitín á suiur af SeouE, Wonju a.ð falla Hrakfarir innrásarhers Bandaríkjamanna í Kóreu cg sívaxandi tilhneiging bandamanna hans að leggja ekki hart að sér með framlög til hins óvinsæla Kóreustríðs hefur komið Bandaríkiastjórn til að grípa til nýrra örþrifaráða, ef hugsazt gæti að hægt væri að hressa upp á hraðþverrandi álit Bandaríkjanna. í gær sendi Bandaríkjastiórn 22 ríkjum orð- sendingu þar sem þess er krafizt að öll þessi ríki vinni að því ásamt Bandaríkjunum að fá alþýðu- lýðveldið Kína stimplað sem árásarríki vegna þátt- tcku Kínverja í Kóreustríðinu, nema bardögum í Kóreu verði tafarlaust hætt. Jafnframt verði ráð- stafanir gerðar til refsiaðgerða á efnahagssviði og ríki þau sem viðurkennt hafa Kínastjórn, afturkalli þá viðurkenningu. Meðal ríkja þeirra er fengið hafa þessa orð- sendingu er Bretland og önnur þau ríki sem sent hafa lið til Kóreu. En viðurkenning Bretlands og tveggja brezkra samveldislanda á Kínastjórn og afstaðan til Kína yfirleitt er eitt aðalverkefni Londonfundar forsætisráðherra brezku samveldis- landanna sem nú stendur yfir, og er sýnilega til' ætlun Bandaríkjanna að grípa inn í störf þess fundar með þessari ósvífnu orðsendingu, er í íelst fyrirskipun til 22 fullvalda ríkja um stefnu þeirra í utanríkismálum. Oáiiægjnalda heimafyrir Heima fyrir í Bandaríkjun- um vex stöðugt ólga og óá- nægja með það öngþveiti, sem heimsvaldastefna Bandaríkja- stjórnar hefur komið þjóðinni í. °g þykir stjórninni mikils við þurfa að reyna að kveða slíkt niöur. Tilkynnt var í gær að ræða Trumans forseta tii Bandaríkja- þings, sem hann heldur á morg- ’un, muni að verulegu leyti f^alla um skuldbindingar Banda- ríkjanna við ríki Atlanzhafs- bandalagsins, nauðsyn þess að efla vígbúnað þeirra sem mest og hafa mikinn Bandaríkjaher í Evrópu. Allar ,,frjálsar“ þjóð- ir heims verði að gera heilagt bandalag gegn kommúnisman- um og fleira í sama údr. Eisenhower hershöfðingi farinn til Evrópu Dwight Eisenhower, yfirher- foringi hins sameiginlega hers Atlanzhafsbandalagsins, lagði af stað til Evrópu í gær, og var mikil viðhöfn höfð við brottför hans frá Washington, og fylgdu Truman forseti, Acheson, Mar- shall og senöiherrar bandalags- ríkjanna honum á flugvöllinn. Truman forseti fullvissaði Eis- enhower um það að skilnaði að Bandaríkin stæðu af heilum hug með honum í hinu mikla hlut- verki hans! Eisenhower fer til Parísar en mun á næstunni ferðast milli höfuðborga Atlanzliafsbanda- lagsins. Fulltrúar Israels í stjórnmálancfnd sameinuðu þjóðanna hafa lagt fram tillögu í Kórcumál inu um vopnahlé, brottflutning alls erlends hers úr Iandinu,kosn ingar fari fram undir eftir- liti Sameinuðu þjóðanna og stórveldi sameinuðu l»jóðanna ábyrgist sjálfstæði lar.dsins. — Á myndinni er aðalfulltrúi ísraels, Abba S. Eban að bjóða velkominn fulltrúa Indónesíu, L. N. Palar, en Indónesía varð GO. ríki Sameii:uð‘u þjóðanna á síðastliðnu ári. $ á k n alþýSuhersins Stórsókn kóreska alþýðuhersins og kínversku sjálfboðaliðsx sveitanna heldur áfram og virðist síður en svo draga úr sókiw arþunganum. I fréttastofufregnum í gærkvöld var skýrt svo frá að al« þýðuherinn væri ráunverulega búinn að umkringja Wonju, hina mikilvægu samgöngumicstöð á miðjum Kóreuskagá, og er al- þýðuherinn á sumum köflum vígstöðvanna kominn 75. km s'uðuf í'yrir 38, breiddarbauginn. Vegna hinnar velheppnuðu sókr ar alþýðuhersins • á miðvíg- stöðvujium eru mi taldar líkur til að bandaríski og brezlfi Iier- in: suður af Seoul eigi ekki nema uni ívennt að velja, mjög hratt undanhakl suður á bóginn cSa þá innlloknn, — og óvíst- hvort hann geti ean valið þann kost að halda úndan. Á vesturvígstöðvunum er al- þýðulserinn kominn suður yfir Han-fljótið með létta skriðdreka og mjög fjölmennt fótgöngulið streymir yfir ísi lagt fljótið. Á þessum vígstöðvum hafa inn- rásarherirnir verið hraktir úr hverjum bænum af öðrum und- anfarna daga. MacArthur hefur fyrii-skipað mjög stranga ritskoðun á öllum fregnum frá vígstöðvunum, svo mjög er erfitt að fylgjast með vígstöðunni í einstökum atrið- um. Kínverjai fagp.a tökíi SqqrIs Kommúnistaflokkur Kína og önnur lýðræðissamtök landsins hafa sent stjórn Norður-Kóreu hamingjuóskir í tilefni af end- urheimt Seoul, höfuðborgar Kóreu, úr liöndum innrásar- liersins. Um allt Kina er sókn al- þýðuhersins í-Kóreu fylgt með mikilli hrifningu og lætur al- þýðan óspart í ljós samúð sína með gjafasendingum til her- mannanna. .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.