Þjóðviljinn - 18.02.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.02.1951, Blaðsíða 5
Sunnudagur 18. febrúar 1951. ÞJÓÐVIL'JINN 5 Hversdagslegustu nauðsynjar hafa meira en tvöfaldazt í verði á fjórum árum ^Ðaníttan gegn dgrtíðinni99 Vörutegund: Verð 1947 : Verð 1951: Hækkun: Kindakjöt, nýtt 13,35 kr. 36% Nautakjöt, steik .... 13,00 — 28,00 — 115— Saltkjöt' 9,85 — 13,75 — 40— Vínarpylsur 11,50 — 16,00 — 39— Miðdagspylsur 14,75 — 34— Flesk, reykt 20,00 — 35,00 — 75— Ýsa, ný, slægð 0,95 — 1,65 .— 74— Þorskur, nýr, slægður .. 0,90 — 1,50 — 67— Smálúða (koli), ný .... 2,40 — 4,00 — 67— Harðfiskur, pakkaður .. .. 13,00 — 18,00 — 38— Harðfiskur, ópakkaður 12,00 — 16,80 — 40— Fiskbollur .'... 3,85 — 5,60 — 45— Nýmjólk. í flöskum .... 1,98 — 2,63 — 33— Rjómi 13,00 — 19,80 — 53— Skyr 3,30 — 4,60 — 39— Smjör, skammtað .... 10,00 — 32,50 — 225— Smjörlíki ............. 6,90 — 56— Tólg 9,45 — 14,25 — 51— Lýsi, i/2 fl 2,25 — 6,75 — 200— Mjólkurostur, (45%) .. 16,00 — 20,15 — 26— Mysuostur 6,50 — 9,85 — 52— Egg 15,00 — 23,00 — 53— 1,41 — 2,20 — 56— Hveiti (flórmjöl) .... 1,23 — 2,80 — 128— Hafragrjón (vals. hafr.) 1,64 — 2,85 — 74— Hrísmjöl 4,15 — 105— Hrísgrjón 2,00 — 4,70 — 135— Rúgbrauð, óseydd, 1500 gr. 2,45 -— 3,25 — 33— Normalbrauð (1250 gr.) 2,35 — 3,25 — 38— Fransbrauð (500 gr.) .. 1,40 — 2,25 — 61— Vinarbrauð 0,40 — 0,60 — 50— Kartöflur 0,65 — 1,78 — 174— Rúsínur 6,25 — 11,00 — 76— Saft, (kjarnasaft) . .. . 6,25 — 12,90 — 106— Strásykur 1,90 — 4,60 — 142— Hvítasykur, högginn .. 2,02 — 5,15 — 155— Púðursykur 1,55 — 4,60 — 197— Kaffi, brennt og malað 8,40 — 36,60 — 336— Kakaó 5,57 — 27,10 — 387— Te 1/8 lbs. 1,30 — 3,55 — 173— Steinkol 100 kg 18,80 — 42,00 — 123— Steinolía 0,53 — 1 05 98 Brún sápa (krystalsápa) 5,00 — 7,50 — 50— Þvottaefni ; 1,95 — 7,05 — 262— Sódi 0,75 1,45 — 93— — Meðalhækkun 101% Mánaðarleg kaupgreidsla samkvæmt vísitölu er örugg- asta vörn verkalýðssamtak- anna gegn áframhaldandi veröbólgu. Rúm fjögur ár eru nú liðin síðan afturhalds- flokkarnir þrír tóku við völdum af nýsköpunar- stjórninni. í stefnuyfirlýsingu sem þeir gáfu út skýrðu þeir svo frá að þeir myndu halda áfram stefnu nýsköpunarstjórnarinnar, en leggja þó á- herzlu á eitt meginhlutverk: baráttuna gegn dýrtíð- inni. Á því var síðan klifað viku eftir viku, mánuð eftir mánuð. Dýrtíðin var sá draugur sem ógnaði öllu efnahagslífi þjóðarinnar, haráttan gegn henni var öllu öðru mikilvægari. Á lista þeim sem hér er birt- ur má sjá hvernig barátta þessi hefur tekizt. Þar eru aðeins taldar upp brýnustu neyzlu-. vörur, kjöt, fiskur, mjólkuraf- urðir, aðflutt matvæli o.s.frv. og ekki valið úr. Eins og sjá má hafa sumar þessar vörur næstum þvi fimmfaldazt í verði og að meðaltali er hækkunin meira en hundrað prósent, verð lagið hefur meira en tvöfaldazt að jafnaði. Aðrar vörur hafa svo hækkað mun meir, eins og alkunnugt er, svo sem skófatn- aður, vefnaðarvörur, að ekki sé minnzt á vaming þann sem talinn er til munaðar. ★ Dýrtíðin var skipulögð. Þessi stórfellda verðhækkun stafar aðeins að örlitlu leyti af því að óviðráðanlegar verð- hækkanir hafi orðið á erlendum markaði. Ástæðurnar eru fyrst og fremst tvær: I fyrsta lagi Alþýðuflokkstollar þeir sem lagðir voru á nauðsynjar al- mennings æ ofan í æ meðan Stefán Jóhann Stefánsson hafði stjómarforustu. í öðru lagi þær tvær gengislækkanir sem framkvæmdar hafa verið, fyrst af Alþýðuflokksstjórn- inni, síðan af gengislækkunar- stjórninni. Hvort tveggja þetta eru innlendar ráðstafanir, að- gerðir sem við ráðum sjálfir yfir. „Baráttan gegn dýrtíðinni“ var þannig í því fólgin að magna dýrtíðina. Ástæðan til þessa var ofur einfaldlega sú að þegar aftur- haldsflokkarnir töluðu um dýr- tíð áttu þeir við að vinnuaflið væri of dýrt, kaupgeta almenn- ings of mikil. Þeir höfðu ekki styrk til að ráðast beint gegn verkalýðssamtökunum og lækka kaupið þannig, og því var það ráð tekið að lækka raunverulegt kaup með skipu- lagðri verðbólgu. EYKJAVÍKVRÞÆTTM a Á síðasta fundi bæjarstjórnar gat borgarstjóri þess, að fyrir Alþingi lægi nú frumvarp um að gefa byggingar smáíbúða frjálsar, ennfremur þingsálykt- unartillaga um sama efni. Hann kvað frumvarpið vera búið að fá afgreiðslu neðri deildar, enda virtist það eiga meirihlutafylgi að fagna á þingi, en þó væru einhverjar tálmanir á vegi þess, þannig að jafnvel væri tvísýnt um framgang. þetta tækifæri Eg notaði til að benda á að samþykkt þingsályktunar- I tillögu um þetta efni væri ekki | Tiikils virði, í | henni fælist að- I eins fróm ósk, ;ða í hæsta lagi fróm áskorun, 'til ríkisstjórnarinnar, sem hún teldi sig ekki bundna af, laga- Alþingi eða erlent vali setning væri hið eina er tæki af tvímæli í þessu efni. En hversvegna er ástæða tii að efast um að frumvarp, sem meirihluti þingmamnr fylgir, nái fram að ganga? Því hefur fjárhagsráð svarað. ★ ★ ★ E, ins og allir vita er geymdur í Landsbankanum svokallaður mótvirðissjóður. Hann er að upphæð jafn þeim „gjöfum" sem Bandaríkin hafa veitt okk- ur í nafni Marshalls. I mótvirðis sjóði eru nú um 200 milljónir króna. Þess'u fé mega Islendiug ar ekki ráðstafa nema til kctfni leyfi frá stjórn Marshallstofn- unarinnar. Það er að 200 milljón ir af fé Landsbankans eru dæmdar undir erlenda stjórn. Fjárhagsráð hefur lýst yfir, að l>að væri skilyrði fyrir að leyfi fengist, til að nota mót- virðissjóðinn til að koma upp Sogs- og Laxárvirkjununum, að fjárfestingu yrði haldið í skefj- um, en ráðið telur sig ekki geta staðið Marshallstofnunini þanr. reikningsskap ráðsmennsku sinnar sem því beri, ef losað yrði um höft þau sem á bygg- ingarframkvæmdum eru nú. ★ ★ ★ b m etta er mergur málsins. Deil- an stendur blátt áfram um það hvort vilji þingmanr.anna eigi að ráða lögum eða erlent vald- boð. Þeir stjórnmálamenn sem hafa tengt okkur við það fjár- málakerfi sem kennt er við Marshali, hafa fengið erleadum aðila umráð yfir verulegum hluta af þjóðarauðnum. — Nú reynir á hvort Alþingi ætlar að lúta þessu erlenda valdboði, eða hvort það ætlar að gera þá skyldu sína að létta öllum höml um af byggingu hóflegra íbúð- arhúsa. ★ ★ ★ ér þótti rétt af gefa bæjar- stjórninni tækifæri til að sýna sinn vilja og til að veita þeim þingmönnum stuðning sem vilja standa á rétti Alþingis gegn er- lendu valdi. Eg bar því fram s\rohljóðandi tillögu: — „Bæj- arstjórn Reykjavíkur skorar á Alþingi að Iétta af hverskonar hömlum á byggingu hóflegra íbúða, Sérstaklega skorar bæj- arstjórnin á þingmenn Reykja- víkur að fylgja þessu máli fast eftir.“ — Tillagan var samþykkt með samhljóða atkvæðum, og kemur nú brátt í Ijós hvort ræður — Alþingi eða hið er- lenda vald. S. A. S. Kaupið heíur ekki hækkað. Á þessum sama tíma hefur tímakaup Dagsbrúnarmanna hækkað úr kr. 8,36 í kr. 11,37 eða um 36%. Sú hækkun er að- eins þriðjungur af þeirri hæíkk- un sem orðið hefur á hversdags legustu neyzluvörum að jafnaði og minna brot af hinni almennu hækkun á vöruverði. Tímakaup- ið gefur þó enganveginn réitta mynd af þróuninni eins og nú er komið. Árið 1947 höfðu verkamenn yfirleitt allverulega eftirvinnu sem jók tekjur þeirra að mun. Nú er eftirvinn- an alveg horfin en í staðinn komið mjög alvarlegt og víð- tækt atvinnuleysi, þannig að fá ir verkamenn munu hafa vinnu nándar nærri alla virka daga ársins. Það mun því óhætt að áætla að verkamenn hafi a!- mennt ekki hærri árslaun að krónutölu nú en 1947. ^ Aínám vísitölu- 1 kerfisins var forsenda. Þessar staðreyndir sýna glöggt hversu fávísleg firra það er sem gengislækkunarprófessor ihaldsins, Ólafur Björnsson, leyfir sér að halda fram, að kauphækkanir verkamanna séu orsök verðbólgunnar, einkan- lega þær verðhækkanir sem stafa af vísitöluuppbótum! Stað reyndin er þvert á móti hin, að forsenda þess að afturhalds- flokkamir treystu sér að halda út á verðbólgubrautina á jafn, glæpsamlegan hátt og raun ber vitni var sú að Alþýðuflokks- stjómin batt vísitöluna um ára mótin 1947—’48 og rauf þannig sambandið milli kaupgjalds og verðlags. Ef heiðarlegt vísitölu- ‘kerfi hefði verið í gildi hefði verðbólguleiðin verið ófær til að lækka' kaupgjaldið og aftur- haldsflokkamir hefðu séð sér þann kost vænstan að reyna að halda verðlaginu í skefjum. Á- hrif vísitölúkerfis eru þannig ekki verobólguaukandi, heldur eru þau þvert á móti hemill á dýrtíðina. Sókn gegn dýrtíðinni. Framimdan er nú barátta al- þýðusamtakanna fyrir því að tengja aftur þau eðlilegu bönd milli verðlags cg kaupgjalds sem upphaflega voru rofin af fyrstu stjóm Alþýðuflokksins. Afturhaldsflo’.rkarnir munu stimpla þessa baráttu sem til- ræði við atvinnuvegina sem hljóti að leioa til geigvænlegrar dýrtíðar. Því er nauðsynlegt að hver launþegi geri scr ljósar staðreyndir þær sem hér hefur verið drepið á. Orsök verðbólg- unnar undanfarin fjögur ár er fyrst og fremst að vísitölukerf- ið var brotið niður. Baráttau fyrir mánaðarlegum kaup- greiðslum í samræmi við vísi- tölu er ekki aðeins nauðvöm ilþýðusamíakanna gegn þeirri þróun sem skipulögC hefur ver- ið af þríflokkunum, heldur ör- uggasta ráðið til að hamla gegn áframhaldandi verðbólgu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.