Þjóðviljinn - 18.02.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.02.1951, Blaðsíða 6
WM Þ JÓÐV.IL J r N N . Sumiudagur 18. febrúar 1951« SKÁK Framhald af 3. síðu. 20. Hdl—d2 Ha8—c8 21. Dc2—(11 h~—hO1 22. a2—a3! Undirbýr b2—b4. Jafnframt þýðir leikurinn launsátur, ef svartur skyldi velja þann leik- inn, sem eðlilegastur er. 22. .... . Rc8—f6 ? Þessi leikur hefur í för með sér peðtap, en ekki var auðvelt að sjá það fyrir. Rd6 var ekki betri leikur. Þá hefði hvítur svarað Rf6 — og síðan Hxd6 með svipuðum árangri og nú. Bezti leikur var Rc7. 23. Rd5xf6! Bd8xf6 En auðvitað ekki Dxf6, Hd6, De7, Hd7. Svartur er að vísu ekki öfundsverður af stöðunni, en hann á vörnina Hd8 gegn Hd6 (24. Hd6, Hd8 25. Hxe6 Hxdl 26. Hxdl, fxe6) 24. Be3xh6! Á þennan hátt vinnur hvítur peðið, Jdví að ef gxh6, þá dugir Hd8 ekki leng-ur gegn Hd6. Hvítur vinnur manninn aftur pg heldur peðinu (gxh6 25. Hd6 Hd8 26. Hxe6 Hxdl 27. Hxf6:, eða 25. De7 26. Hd7 o. s. frv. Það kom flatt upp á alla á- horfendur, að eldingunni skyldi slá niður á h6! 24...... . 25. Bh6—g5 26. Ddlxd2 27. Dd2—e2 28. Rf3xg5 20. De2—e3 Hf8—d8 Hd8xd2 Hc8—(18 Bf6xg5 De6—li6 Rc6—að. Svartur reynir eins og hann getur að koma í veg fyrir Bc4. 30. b2—b4 c5xb4 31. a3xb4 Bb7—c6! 32. Bb5—a6 Bc6—b7! 33. Ba6—f 1! Rao—c6 34. Bfl—c4 Hd8—d7 Enn lcemur Rossolimo áhorf- endum á óvænt með fallegri kombínasjón. Getið þið gizkað á, hverju hvítur leikur næst? . 35. Rgðxf7! Hd7xf7 Eða Dxe3, Rg5f og síðan Hxe3. 36. De3xh6 g7xh6 37. He—dl. Svartur gafst upp, því að hvítur hótar Hd7. 37. — Bc8 strandar á 38. Hd6 Re7 39. Hf6. Bezti leikurinn er Ba6!, en hvítur leikur þá Bxa6 .og á unna skák. Ásm. Ásgeirss. Guðj. M. 1. d2—(14 d7—d5 , 2. c2—c4 d5xc4 3. Rgl—f3 Rg8—f6 4. Rbl—c3 Eðlilegri leikur er e2—e3. 4. . . . . a7—a6 5. a2—a4 Bxc8—í5 Með þessu móti kemst svart- ur yfir í slavneska vörn og hef- rr unnið leik, ef miðað er við venjulega leikjaröð, því að nú leikur hann c7—c5 í stað c7— c6—c5. 6. e2—e3 7. Bflxc4 8. 0—0 e7—e6 Bf8—b4 0—0 9. Rc3—e2 Ásmundur fér sjaldan troðn- ar slóðir. 9. .... . e7—c5 10. Re2—g3 Bf5—g6 11. Ddl—e2 Betri leikur var Bcl—d2. 11. ... . Rb8—c6 12. Hfl—dl c5xd4 13. e3xd4 ? Hvítur er auðsjáanlega að hugsa um drottningarbiskup sinn, en þessi leikur veikir stöð- una um of. Betra var Rxd4. 13. .... . Dd8—b6 Keihur í veg fyrir Re5. 14. Bcl—e3 DbG—a5 15. Rf3—li4 Ha8—d8 16. Rh4xg6 h7xg6 17. f2—f3 (?) Hd8—d7 18. Rg3—e4 (?) Meiri vörn var í Df2 og Re2. 19. .... . Hf8—(18 20. De2—f2 Rc6xd4! Peðið var ekki nægilega vald- að! (Bxd4, Rxe4, fxe4, Hxd4, Hxd4, Dxd4, Be5). 21. Re4—g5 R(14—í5! 22. Hdlxd7 Rf6xd7! Kemur í veg fyrir Bb6. Svart ur hótar nú að vinna mann með Rxe3 og leppa svo drottning- una. Biskupinn á engan reit (Ba7, b7—b6 og vi nur biskup- inn). 23. Kgl—hl Rf5xe3! 24. Rg5xe6 Örvænting, Dxe3 strandar á Bd2. 24..... f7xe6 Þetta er betra en Rxc4, Rxd8, Dxd8, Dd4 og vinnur annan manninn aftur. . j 24. Bc4xe6— Kg8—f8 25. Df2xe3 Da5—e5. Knýr fram drottningakaup, ’oví að hvítur getur ekki leikið Db3 vegna Bd6, g3, Rc5 og nnnur mann. 26. De3xe5 Rd7xe5 27. h2—h4 H(18—(14 28. Khl—h2 b7—b6 Svartur fer hægt um sinn. - - Á,- Eftir A.J* Cronin 93. dagub 29. Kh2—h3 30. g2—g3 31. a4—a5 32. Be6—e8 33. b2—b3 34. Kh3—h2 Bc8—b7 36. Kh2—h3 37. Bb7—c8? Bb4—e7 Hd4—(12 b6—b5 H(12—(16 Re5—(13 Hd6—c6 Hc6—c2ý Rd3—c5 Tímaþröng! En skákin er auð unnin, hvernig sem hvítur leik ur. 37...... RcðxbS 38. Hal—dl Hc2xcS Hvítur gafst upp. -— Skýring arnar eftir Guðjón M. Sigurðs- son. ,,Nei, þakk:“ Anna vissi að stúlkur eiga að vera hógværar, hún borðaði aldrei nema eina. Hún slfeikti sósuna af fingrunum meðan Sammi át seinni brauðkolluna. Svó töluðu þau stundum andartak við frú Grét og gengu síðan aftur að horninu á Quay stræti, þar sem þau stóðu um stund og horfðu á skemmtanalíf bæjarins áður en þau buðu hvort öðru góða nótt. Og þegar Sammi gekk áleiðis upp í námuhverfið var hann að hugsa um hvað þetta hefði verið skemmti- legt kvöld, hvað Anna væri indæl stúlka og hvað honum þætti vænt um að mega ganga méð henni. En þetta kvöld virtist eitthvað vera öðru vísi en það átti að vera, þegar þau gengu eftir göt- unni. Anna var svo alvarleg og niðurbeygð, og Sammi virtist vera í vandræðum með hvað hann ætti að segja. „Mér þykir þetta voða leiðinleg.t, Anna“, sagði hann og sparkaði í stein sem varð á vegi hans. ,;Ég hélt ekki að þú tækir það á þennan hátt“. „Það er sjálfsagt bezt svona“, sagði Anna með hægð. „Ég tek þetta ekkert nærri mér. Það er sjálfsagt bezt svona“. Allt sem Sammi gérði var rétt í augum Önnu; en það var ör- væntingarsvipur á fölu andliti hennar þar sem þau gengu undir trjánum. Sammi sparkaði aftur í stein. „Ég þoldi ekki lengur við í námunni, Anna, ég gat þetta’ ekki lengur. Fara þangað á hverj- um degi og hugsa um pabba og Hughie, sem liggja þarna inni. Náman verður aldrei eins og áður, Anna, aldrei •— ekki fyrr en þeir finna pabba og Hughie“. „Það skil ég vel“, sagði Anna róleg. „Ég er ekkert sólginn í að fara“, útskýrði Sammi. „Ég er ekkert hrifinn af öllum þessum fánaburði og umstangi. Þettá er bara nokkurs konar skálkaskjól til að sleppa úr námunni, skil- ■urðu. Mér finnst allt betra en náman". „Já, Sammi“, sagði Anna. „Ég skil hvað þú átt við“. Anna skildi vel að Sammi, sem var afburða verkmaður, elskaði starf sitt og gat alltaf verið öruggur um vinnu, hefði aldrei farið í herinn, ef þetta hræðilega námuslys hefði ekki átt sér stað. En hógværð hennar og rólyndi gerði Samma gramt í geði. „Ó, Anna“, sagði hann a,llt í einu. „Ég vildi óska að þetta hefði ekki komið fyrir í námunni. Ég var einmitt að hugsa um það í dag, þegar ég tók saman verkfærin mín i síðasta skipti. Og svo að þetta skildi koma f-yrir Davíð. Ég komst alveg út úr jafnvægi þegar ég heyrði það, Anna. Ég er hræddur um að hann taki sér það mjög nærri“. Hann hélt áfram með hita í röddinnþ „Það er líka svívirðilegt að segja manni upp á þennan hátt. Þú getur reitt þig á áð það er Ramage sem stendur fyrir því. Hann hefur alltaf haft horn í síðu okkar. Það er andstyggilegt, Anna“. „Hann fær áreiðanlega vinnu annars staðar, Sammi“. Sammi hristi höfuðið. „Hann er hættur við kennsluna fyrir fullt óg allt. En Harry Nugent og hann eru orðnir mestu mátar, þeir kynntust meðan á réttar- höldunum .stóð, og ég býst við-að eitthvað geti orðið úr því“. Hann dró djúpt andann. „En það fer eins ög' hánn ’hafi böé.ýtzt,yÁnna“. _ Anna svaraði ekki. Hún var að hugsa um að Sammi hefði. líka braytzt upp á.síðkastið. . i DAVlB m Kr-M-ír Þau gengii hljóð eftir götunni. Það var næst- um komið myrkur, en þegar þau gengu framhjá „Brekku gægðist tunglið framundan ' skýi og varpaði kuldalegum bjarma yfir húsið, sem gnæfði yfir vegfarendur með makt og miklu veldi. Við stóra hvíta 'hiiðið, Undir stóru beykitré, stóðu tvær mannverur, ungur maður í einkenn- isbúningi og ung berhöfðuð stúlka. Sammi sneri sér að Önnu, þegar þau kómu á leiðarenda. „Sástu þetta?“ spurði hann. „Þetta voru Dan Teasdale og Grace Barras“.' „Já, ég sá það, Sammi“. „Barras yrði víst ekki lirifinn,. ef liann sæl þau þarna“. „Nei, Sammi“. „Barras!" Sammi sneri sér undan og spýtti, „Hann komst klakklaust' út úr þessu, ójá. En ég vil ekki viiina lengur fyrir hann,- þó að hann kæmi á.hnjánym og .hæði mig um.þa'ð".. . Þau sneru þögul við og nálguðst búðina hjá frú Grét. Anna reyndi að herða, sig vvpp, en umliugsunin um áð ' 'Sámmi ' 'ætlaði i striðið, fyllti hana örvæntingu; Allir' áðrir en Anna hefðu færzt undan ■ að fara inn í búðina,: en hún fann að Samrna langaði til þess, svo að hún fór með honum og píndi ofaní sig brauð- kollunni sinni, Þetta kvöld fékk Sammi sér að- eins eina brauðkollu'óg 'h'an'ii'sliildi eftir hálft glas af límonaði. Þegar þau stóðu á horninu á Quay stræti, sagði Sammi og gamla, glaðiega brosinu ;brá fyrir á vörum háns: „Þú skalt ekki taka það nærri þér, Anna, Náman hefur ekki' látið neitt 'gott af sér leiða fyrir mig. Ef til vill gerir striðið það“. „Ef til vill“. sag’ði Anna, og svo bætti hún við með skyndilegu andvarpi: „Ég fæ að sjá þig k morgun, Sammi. Er það 'ekki? Er það ekki áreiðanlegt að ég fæ að sjá þig áður eiii þú ferð?“ Sammi kinkaði kolli brosandi; svo sagði hann; „Fæ ég þá ekki. koss, svo að ég geti verið öruggur um a'ð þú.sért. e.kki. reið við mig“. Anna kyssti hann, síðan sneri hún sér við, svo að hann sæi ekki að hún var með tárvot augu. Og hún gekk álút inn í myrkrið. Sammi gekk hægt upp í námuhverfið. Skelf- ingar kjáni var hann. Hann vissi að það var heimskulegt að yfirgefa Önnu og atvinnuna fyrir styrjöld sem liann hafði engan áhuga á. Og þó var engin leið önnur. Slýsið lvafði haft áhrif á hann eins og Daví'ð, en á annan hátt. Honum var sama um alft, ef hann kæmist burt út' námunni. Þegar hann kom heim, var móðir hans á-fótí um eins og venjulega og beið í stólnum við gluggann. Um leið og hann kom inn, reis hún á fætur til að gefa honum heitt kókó, sem beið á eldinum handa honum. Hún rétti honum bollann og stóð kyrr og horfði á hann með krosslagða handleggi. Augna- ráð hennar var þrungið innilegri blíðu. ,,Á ég að skera köku handa þár, drengur minn?“ Hann hafði setzt við borðið með húfuna aftur á hnakka. Nú leit hann upp og leit á hana. Hún hafði breytzt. Endaþótt hugur hennar hefði ekki fyllzt þrjó'zku við slysið, héldur sætt sig við áfallið með hinni óbifandi ró, sem er hinkenúandi fyrjr, þær. konur sem kynslóð eftir kynsíóð hafa tiilteyrt námunni ogfer'il hreyknar af því, þá hafði námusjysið samt sett mérki sín á hana. Andlitsdrættir Sénnar voru orðnir skarpari, andlit hennar kinnfiskasognara, slétt. svart hár hennar hafði gránað og þa'ð voru komnar nýjar hrukkur í enni hennar. En hún var enn teinrétt! Lífsþrek hennar virtist óþrjót- andi og óbugandi. Það var erfitt að þurfa að- segja móður- sinni þetta; en hjá því varð ekki komizt. Og af þv: að hann þekkti engar krókaleiðir, gekk hanr. hreint til verks. „Mamma“, sagði hann, Ég er búinn að láta skrá mig i herinn“. Hún varð háföl. Andlit hennar varð eins á litinn og gráu liárin á höfði hennar og hún tók hendinni' ósjálfrátt um hálsinn. Það kont undarlegur glampi í augU heiinar. „Það — það er ekki satt“. Hún þagnaði og kyngdi, og loks gat hún lialdið áfram .... ,;.seiu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.