Þjóðviljinn - 12.05.1951, Page 3

Þjóðviljinn - 12.05.1951, Page 3
Laugardagur 12. maí 1951 — ÞJÓÐVILJINN (3 5600 nemcndur í framJialdsskólum Reykjavíkur Hvað verður gert til að skapa skóla- æskunni suinaratvinnu? Nú þessa dagana standa yfir próf í flestum framhaldsskól- um. Á næstu vikum losnar æskufólkið af skólabekknum í þúsundatali. Hér í Reykjavík einni er nemendafjöldinn í framhaldsskólum hvorki meira né minna en liðlega 5000. Yfir- gnæfandi meirihluti þessa fólks er úr alþýðustétt komið og lief- ur ekki ríka foreldra eða að- standendur til að sjá sér far- borða: Afkoma þess og mögu- leikar til áframhaldandi skóla- göngu og menntunar er undir því komið að sumarið færi því atvinnu og tekjur. Bregðist það er trúlegt að mörgum æsku- manninum muni þykja þröngt fyrir dyrum. Vegna lélegrar sumaratvinr.u á síðastliðnu sumri, hafa margir safnað skuldum í vetur. Nóg atvinna yfir sumarmánuðina er því lífs- skilyrðí fyrir þetta æskufólk, frekar nú en nokkru sinni. En hverjar eru nú líkurnar til að úr ræfist fyrir þessu fólki? Þær eru vægast sagt heldur litlar, eins og stendur, nema því aðeins að hið opin- bera hefjist handa og komi þessu fólki' til hjálpar, og það svo að um muni. Eins og öllum mun kunnugt hefur í vetur verið hér verulegt atvinnuleysi, margfalt meira en áður eru dæmi til, síðasta áratuginn. Nú er að vísu nokkuð farið að rakna úr, en enn er vinnu- markaðurinn verulega þröngur, og mjög langt frá að hver hönd hafi starf að vinna. Og vegna þess að „hæfilegt at- vinnuleysi" er beinlínis talið æskilegt, og markvisst stefnt fólks. Og æskan sjálf, sem lagt að því að það haldist, er engin von til að þessar fimm þúsundir æskufólks, sem nú eru að koma verða nýtari menn, til hags af skólabekknum fái atvinnu og viðunanlegar sumartekjur. Hér er virkilega mikil vá fyrir dyrum. íslendingar hafa engin efni á því að láta slíkan fjölda fólks á bezta aldri ganga iðjulausan, eða svo til, um há- sumarið. Og enn síður hefur þjóðin nokltur eíni á að stöðva nám og frékari þroska þessa hefur að sér til að afla sér þekkingar og þroska til að bóta fyrir sjálfa sig og þjóðina alla, á heimtingu' á að henni sé rétt hjálpandi hönd, en ekki sé brugðið fyrir hana fæti. Skólaæskan krefst þess að yfirvöldin hefjist þegar handa um ráðstafanir til atvinnuaukn- ingar, með það fyrir augum að skapa henni sumaratvinnu, með viðunanlegum tekjum. Gj. Æskan verSur að íaka virkan þáff i kjarabaráffunni Smásaga frá því fyrir stríð 1 þorpinu þar sem ég ólst upp var kaupmaður sem hafði verzlað þar í rosklega 50 ár. Sú saga var sögð þarna á staðn um, og hclfð eftir ábyggilegum heimildum, að hann hefði byrj- að með 80 krónur og síðan tapað 50 krónum á ári alla tíð upp frá því. Mörgum mun hafa fundizt þessi verzlunarmáti heldur ein- kennilegur, og ef til vill hefur einhver undrazt hvernig slíkt gæti átt sér stað. — En hitt er víst að allt hafði þetta bless- azt, sennilega mest fyrir guðs hjálp, því að eftir 50 árin var maðurinn orðinn all vel efn- aður. Auk þorpsins, sem hann raunverulega átti, stóð fé hans föstum fótum víða annars stað- ar. Meðal annars vissu menn að hann átti stóra hluti í tveim stærstu flutningaskipunum, sem þá voru til i landinu. En hvað sem annars líður Þessi kínversku börn alast upp við ailt aðrar aðstæður en t.d. íoreldrar þeirra gerðu. í dag er Kína frjálst land, þar sem öll börn — og íjöldi iullorðins l'ólks eínnig — fá i fyrsta skipíi í sögunni tækifæri tíl að ganga í skóla og Iæra Iestur og skrift. I dag eru börn Kína hamingjusöni, því að þar hefur verið afnumið hiff kapítalistíska arðrán á ' þjóðinrJ. Nú eru það bændur og verkamenn sem þar stjórna. sannleiksgildi þessarar sögu, og hinum ábyggilegu heimild- um sem hún var höfð eftir, — þá er hitt víst að maðurinn var alltaf að tapa, — það heyrði ég hann marg oft segja sjálfan. Og ég held að flestir í þorpinu hafi verið þeirrar skoðunar að þetta væri rétt. Hann tapaði á bátunum sem hann gerði út, hann tapaði á verzluninni, hann tapaði á að kaupa af þorpsbúum lifrina og fiskinn. Það var mikið happ fyrir þorpi að eiga svona mann að. Hann veitti mönnum vinnu við bátana sem hann gerði út, og keypti lifrina og fiskinn af þeim bátum sem hann ekki átti, og lánaði fé og vörur til að þeir gætu gengið. Á sumrin höfðu menn svo vinnu við að verka fiskinn hans. Það er hreint ekki að vita hvernig farið hefði, ef hans hefði ekki notið við. — En þess ber að sjálfsögðu að geta að fólkið á staðnum var mesta hæglætis og mein- leysisfólk, og það kunni vel að meta kaupmanninn sinn. Það vissi ofboð vel að það gat ekki án hans verið, og var honum þakklátt fyrir að leggja fram karfta sína og fé til að halda i því líftórunni, á hinum erfiðu tímum. Samkomulagið -var sem sagt gott, og engin heimtufrekja, kauþski’úfar' eða veúkalýðsfé- lög á þessum stað/ Timakaupið var eiijéhvað rösklega. þriðjungi lægra en annarsstaðar þar sem til þekkt- ist, og allir voru ánægðir. Það var varla von að maður- inn borgaði meira þar sem svona var ástatt fyrir honum. Það gat heldur tæplega talizt nokkur sanngirni í að krefjast þess. Eða hver myndi svo sem græða á slíkum kröfum ? Hann mundi auðsjáanlega Framhald á 7. síðu. r * f 111 ” ■ . Um þessar mundir er a'ð hefj- ast víðtækasta kjarabarátta ís- lenzks verkalýðs, sem um getur í sögu hans. Verkföll eru þeg- ar hafin, t. d. í vegavinnu, og á föstudag hefja 20 félög, sem samvinnu hafa í deilunni, verk- fa.ll, hafi ekki áður verið geng- ið að kröfum þeirra. Næstu daga þar á eftir bætast enu fleiri félög í hópinn og þau síð- ustu um mánaðamótin maí-júní. Svo er að sjá, ef dæma má eftir framkomunni við vega- gerðarmennina, að atvinnurek- endur og ríkisstjórnin hafi ekki í hyggju að ganga að samr.- ingabor'ðinu. Ætlunin virðist; hins vegar að berjast til þraut- ar gegn hinum mjög hógværu og sanngjörnu kröfum sem verkalýðurinn setur fram, til varnar lífskjörum sinum, seni stöðugt hafa farið versnandi. — þótt það kosti að skrúfað verði fyrir allar auðsuppsprettui þjóðarinnar, einmitt um há- b j ar gr æðistí mann. Reynist það svo, að atvinnu- rekendur og ríkisstjóm séu ó- næm með öllu fyrir því hvað hið vinnandi fólk þarf til að geta skapað þeim auð, og hugsi sér að lifa af amerisku betlifé með- an verið sé að svelta fólkið til hlýðni, þá er hér einskis góðs að vænta í sumar. Þarna eiga hlut að máli stærstu og öflugustu verkalýðs- félög landsins. Ríkisstjórnin og þeir sem hún þjónar mega vita að þar er ekki við neina auk- visa að eiga, og takist þeim að vernda eininguna innbyrðis, getur enginn mannlegur máttur sigrað þau i þessari deilu. En löng getur deilan orðið og hörð. Það er mjög þýðingarmikið að unga fólkið sé virkur þátt- takandi í deilunni þegar frá upphafi, og geri allt sem í þess valdi stendur til að deilan vinn- ist, og það sem fyrst. Strax á fyrstá degi deilunn- ar þurfa allir ungir menn, sem því mögulega geta við komið, að mæta í bækistöðvum verk- fallsmanna og gefa sig fram tii starfa. Og þeir þurfa að halda út þar til deilan er á enda kljáð, og verkalýðssamtökin hafa unn- ið sigur. Munið að þessi störf eru unn- ih fyrir ykkar eigin hag, og alls vinnandi fólks á þessu landi. Verkfallsvörður er þýðingar- mikil ábyrgðarstáða, sem krefst dugnaðar og árvekni, og það er heiðursstaða hverjum manni. LISTAVERKASAMKEPPNI í tilefni af friðarmóti heimsæskunnar 1 Berlín 5.—19. ágúst í jsumar efnir hin íslenzka undirbún- ingsnefnd Æskulýðsfylkingarinnar, Iðnnemasam- bands íslands og Félags róttækra stúdenta til lista- verkasamkeppni meðal íslenzkrar æsku í eftirtöld- um greinum: TÓNLIST: semja skal kórsöngslag tileinkað friði. SKÁLDSKAPUR: semja skal kvæði eða stutta sögu hvorttveggja tileinkaö friði. MÁLARALIST: gera skal málverk (eða teikningu) tileinkað friði. HÖGGMYNDALIST: gera skal höggmynd tileink- aða friði. Á SVIÐI LJÓSMYNDA: gera skal Ijósmynd til- einkaöa friði. Verðlaun verða veitt fyrir bezta listaverk í hverri grein, en verðlaunin eru FIMM HUNDRUÐ KRÖNUR Öllu æskufólki á íslandi 30 ára og yngra er heimil þátttaka í þessari samkeppni. Öll listaverk, sem berast, enx eftir sem áður eign viökomandi sendanda, en íslenzka undirbún- ingsnefndin áskilur sér aðeins rétt til að fara meö þau listaverk, sem hún telur, að þess séu verö, til Berlínar til þátttöku í samskonar alþjóölégri lista- samkeppni, sem þar fey fram. Hljóti eitthvert lista- ' verkið verðlaun 1 Berlín, fær eigandi listaverksins þau öll og óskipt. Dómnefndir, skipaðar færustu mönnum í hverri grein, munu dæma um listaverkin, en fari svo að' dómnefnd í einhverri grein telji ekkert þeirra lista- ; verka, sem berast, verðugt verölaunanna, veröa eng- in verðlaun veitt í þeirri grein, enda ekki farið meö þau verk til Berlínar, heldur endursend eigendunum. | Frestur til a'ö skila listaverkunum er til 17. júní. Væntanlegir þátttakendur í þessari samkeppni snúi sér til Inga R. Helgasonar, Hverfisgötu 100 b, sem veitir allar nánari upplýsingar. æskufólk. Munið ótifundfnn gep hernáminu í kvöld

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.