Þjóðviljinn - 12.06.1951, Side 1
FéJagar, munið að koma á
slirifstoi'una og greiða floklis
gjöld vkkar skilvíslega. Skrif
stofan er opin daglega frá
kl. 10—7, nema á laugardög-
um frá kl. 10—12.
Björguii Geysis og skíða-
vélarinnar kvikmynduð
Kr'
I ráði er að gera Icvikmynd, sem byggð verði á björgun á-
hafnar „Geysis“ og skíðavélarinnar af Vatnajökli, en Alfreð
Elíasson flugstjóri, sem dvali/.t hefur í New York að undaa-
förnu og kom heim á sunnudaginn var, hefur gert samning um
þetta við kvikmyndatökumann frá Hollywood.
Tildrög þessa eru þau, að um
það leyti sem skíðavélinni var
flogið liingað frá jöklinum af
leiðangursmönnum Loftleiða
var staddur hér fréttaritari frá
bandaríska stórbla.ðinu Chicago
Tribune, en hann átti tal við
Alfreð Elíasson og aflaði sér
annarra upplýsinga. Síðan skrif
aði hann grein, sem hann sendi
MynvIIla og
niaBmalivarf
Morrison utanríkisráðherra
gaf brezka þinginu í gær
skýrslu um hvarf yfirmanns
Bandaríkjadeildar brezka utan-
ríkisráðuneytis og fyrrverandi
sendiráðsritara í Washington.
Sagði hann, að ekkert hefði til
þeirra frétzt með vissu síðan
þeir stigu á land í Frakklandi
26. maí. Mannanna er leitað um
alla Vestur-Evrópu og í lönd-
unum við Miðjarðarhafsbotn.
Utanríkisráðherrann kvað
engin gögn liggja fyrir um að
þeir hefou haft á brott með sér
opinber skjöl né að þeir hefðu
staðið í sambandi.við Sovétrík-
in.
Nýjasta kviksaga í London
um mannalivarfið er að embætt
ismennirnir séu kynvilltir og
að kvnvilla sé útbreidd meðal
starfsmanna í utanríkisráðu-
neytinu. Morrison kallaði slik-
an söguburð heimskulegan og
ábyrgðarlatisan. Sir Percy Silli
toe, yfirmaður brezku leyni-
þjónustunnar, er kominn til
New York að ræða mannahvarf
ið vi'ð bandarísku leyniþjónust-
una.
blaði sínu. Greinin, sem birtist
svo í biaðinu og var endurprent-
uð í mörgum bandarískum stór
blöðum, vaJkti gífurlega at-
hygli og þótti hvort tveggja
björgun áhafnar ,,Geysis“ og
síðan skíðavélarinnar hið furðu-
legasta æfintýri, enda báðir at-
burðirnir einstæðir. Var lokið
miklu lofsorði á þá, sem að
björgunarafrekum þessum
stóðu og dugnaður þeirra tal-
inn frábær. Kvikmyndatöku-
menn í Hollywood, sem lásu
um þetta í blaðinu Los Angeles
Times, ákváðu að gera kvik-
mynd, sem byggð væri á þess-
um atburðum. Þeir komust svo
í samband við Alfreð Elíasson,
sem staddur var í New York
og sömdu við hann um rétt til
þess að nota í uppistöðu mynd-
arinnar dagbækur * Alfreðs og
kvikmyndir sem þeir Kristinn
Olsen tóku í leiðangrinum, sem
farinn var til þess að bjarga
skíðavélinni. Samið hefur verið
um að myndin verði byggð á at-
burðunum eins og þeir gerðust,
en auk þess verði fléttað inn í
hana ýmsu, sem gæti orðið til
fróðleiks og upplýsinga um
land og þjóð. Gert er ráð fyrir
a'ð sýning myndarinnar taki um
tvær klukkustundir. Til þess er
ætlazt að • mikill hluti myndar-
innar verði tekinn hér, en hitt
að vetrarlagi í Arizona og að
kunnir amerískir kvikmynda-
leikarar komi fram í myndinni.
Á næstunni mur. fyrsti maður-
inn frá hinu bandaríska kvik-
myndafélagi væntanlegur hing-
að til þess að afla upplýsinga og
vinna að liandriti því, sem lagt
verður til grundvallar lcvik-
myndinni.
élag sósíalista mót-
f;
? •
Eftirfarandi samþykkt var gerð á fjölmennum fundi
í Kvemfélagi sósíalista 7. júní s.l.:
„Fumlur í Kvenfélagi sósíalista haldinn 7. júní 1951,
mótmælir liernámi Bandaríkjahers á íslandi og því broti
á löguin og stjórnarskrá, sem ríkisstjórn Islands fremur
gagnvart þingi og þjóð með því að Ieyfa erlenda licrseíu
í landinu.
Fundurinn telur að nieð þessu sé eigi aðeins fólkinu
stefnt í beinan voða, heldur sé og Jijóðerni þess, tungu og
menningu hætta búin, ef erlendur lier dvelst í landinu, auk
þess sem þjóilarnictnaður fslendinga og virðing þcirra út á
við bíður stórfeldan hnekki af þessum sökum.
Fundurinn lítur svo á, að íslen/.kar konur hafi alveg j;
séi’stakt hlutverk að inna af höndum til verndar íslen/.kum
æskulýð og skorar á öll kvennasamtök landsins að láta
þessi mál til 'sín taka/'
Afmœflskveðia fil
Krislitis E. Andréssonar
#•>
Þegar vér félagar þínir Iiugsum til þín, Krisíinn Andrcs-
son, koma oss ætíð Fjölnismenn í hug.
Það, sem þjóð vorri er hjartfólgnast úr Iieitri frelsisbar-
áttu hennar, er fyrir hugskotssjónum vor nútíma íslendinga,
er heyjum hina nýju sjáifstæðisbaráttu þjóðar vorrar, órofa
tengt eldmóði þrunginni hugsjóna baráttu þiuni.
Sú íslen/ka þjóð, sem eigi víkur, og gefur aldrei amerísku
auðvaldi Frón, hversu oít sem það Mammonsríki kann að leggja
hóímann vorn undir sig’með ofbeldi og sviltum, — íslenzka þjóð-
in þakkar þér í dag forustustarfið í menningar- og frelsisbaráttu
hennar allt frá því þú skipulagðir og stjórnaðir hinum „rauðu
pennum“ Islands til sóknar gegn helstefnu fasisma og auðvalds-
kúgunar og til örlagaþrunginnar frelsisbaráttu þessara hernáms-
daga, þegar eyjan þín hvíta lifir sárustu niðurlægingu þessarar
i.ldar og enginn finnur inniiegar til með henni en þú.
Vér þökkum þér varðstöðuna um mál og menningu þjóðar
vorrar, þína drengilegu haráttu fyrir að vernda kjarna þjóð-
ernís vdrs gegn þeirri hættu ómenningar og andlegrar tortím-
ingar, sem ógnar nú öilu, sem oss íslendingum er helgast.
Síðan á dögum Fjölnis hefur ei snjallari sveit kveðið sér
íiljóðs á bókmenntavettvangi Islendinga en sú fylking skálda
og ritliöfunda, sem hóf merki djarfhuga framsóknar og alþýð-
Iegs frelsis undir þinni aiullegu forustu á aldarafmæli Fjölnis.
Alþýða Islands þakkar þér í dag sérstaklega afrek þitt
,.MáI og menningu“, víðtækustu bókmenntalegu viðleitni í
r.okkru borgaralegu landi, til þess að gera beztu menningarverð-
mæti samtímans að sameign fólksins og brynja vígreifa alþýðu
vísindavopnum stefnu sinnar, marxismans.
Flokkur þinn, Sósíalistaflokkurinn, þakkar þér í dag hina
fórnfúsu baráttu þína, þakkar þér að þú liefur, hvenær sem
flokkurinn óskaði, einbeitt öllu þínu starff/Jþreki og snilld í
starfsaðferðum að þeim verkefnum, sem honum á hverjum tíma
befur þótt mikilvægast að þú ynnir við. Flokkurinn þakkar þér
framar öllu, er þú tókst að þér ritstjórn Þjóðviljans með glæsi-
leguin árangri, og lagðir þinn stóra skerf fram til þess að gera
Iiann að því vokluga málgagni verkalýðs- og þjóðfrelsishreyf-
ingarinnar á íslandi sem hann nú er. Allt, sem lieilsa þín og
kraftar hafa Ieyft — og oft meira en það — hefur þú uimið
fyrir þjóðfrelsi íslands og sósíalismann. Því mun flokkur þinn
og íslenzk alþýða aldrei gleyma.
Vér óskum þér þess í dag, á fímmtugs afmæli þínu, þjóð
vorri til handa, að hún megi fá að njóta þín sem lengst, starfs-
krafta þinna allra, þíns heiða hugar, þíns heita hjarta.
Vér ósksim þess framar öllu að síkvikur eldlegur áhugi þinn,
sá, „hiti hugans, sem hrín á gliti órða“ þinna, megi verma þjóð>
vorri um hjartarætur, þegar sú ógu færist yfir að „hjartans
ís lieltaki skyldunnar þor“.
Eyjan vor livíta á sér enn vor, af því hún á slíka sonu
sem þig.
EINAK OLGEIKSSON.
jónsinessyniót
^ ^ _ e® |
verSur haldið á vegum Sósíalistaféíags Reykjavíkur
og ÆskuIýðsfylkingarÍKRar
Það er nú afráðið að Sósíalistafélag Keykjavíkur og Æsku-
lýðsfylkingin gangist fyrir Jónsniessumóti á Þingvöllum um
helgina 23.—24. júní n. k.
Moskvaliáskóli
Aðalturninni á nýrri háskóla-
byggingu í Moskva
Sovéstjórnin hefur sent
Bandaríkjastjórn orðsendingu
um friðarsamning við Japan.
Er þar lagt til, að utanríkis-
ráðherrar fimmveldanna komi
saman í júlí eða ágúst til að
leggja drög að friðarsamningi.
Fordæmd er sú stefna Banda-
ríkjastjórnar áð ætla ásamt
fylgiríkjum sínum að gera sér-
frið við Japan þvert ofaní gerða
samninga. Sovétstjórnin mót-
mælir tilraunum Bandaríkja-
stjórnar til að gera Japan að
herstöð sinni.
Kúgunariög í
Suður-Afríku
Neðri deild Suður-Afríku-
þings samþykkti í gær með 69
atkv, gegn 62 viðauka við lög
um bann við kommúnistiskri
starfsemi. Segir þar, að hver
sá, sem berjist fyrir einhverju
ma.rkmiði kommúnista skuli tal
inn sekur um kommúnistiska
starfsemi og þola refsingu sam-
kvæmt því. Lögin eru fyrst og
fremst sett til að hindra bar-
áttu fyrir bættum kjörum og
auknum réttindum svertingja,
sem eru þrír fjórðu af íbúum
landsins. St.jórnarandstaðan seg
ir, að Malan forsætisráðherra
ætli að nota þessi lög til að
gera Suour-Afriku að fasistisku
lögregluríki.
Leopold III. Belgakonungur
hefur tilkynnt, að hann óski
e.ftir að afsala sér endanlega
konungdómi í hendur Baudouin
syni sínum 16. júlí.
Jónsmessumót sósíalista á
ÞingvÖllum undanfarandi sum-
ur hafa aflað sér mikilla og al-
mennra vinsælda. Hafa mótin
verið sótt af miklum fjölda
fólks, bæði héðan úr bænum og
nágrenninu og án undantekn-
inga farið fram af mestu prýði.
Er það mál allra að sú reglu-
semi og sá myndarbragur í hví-
vetna, sem einkennt hefur Jóns-
messuhátíðir sósíalista eigi
vart sinn líka á jafn fjölmenn-
um útisamkomum.
Enginn vafi er á því, að all-
ir þeir sem vanir eru að taka
þátt í Jónsmessumótum sósíal-
ista fagna því að til móts er nú
stofnað í sumar á hinum forn-
helga stað þjóðarinnar, Þingvöll
um. Munu félögin hafa fullan
hug á því að dagskrárefni móts
ins verði fjölbreytt, og við sem
flestra hæfi. En frá tilhögun
allri verður nánar skýrt síðar.
Bandartsk sókn
Bandaríska herstjórnin í Kór
eu tilkynnti í gær, að her henn-
ar hefði tekið borgirjiar Kum-
hwa og Chorwon á miðvígstöðv
unum bardagalaust. Segir hún
sókn haldið áfram norður á
bóginn.
I