Þjóðviljinn - 20.06.1951, Page 4

Þjóðviljinn - 20.06.1951, Page 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 20. júní 1951 ÞlÓÐVlLIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Óláfsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (þrjár linur). ÁskriftarVerð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Brúna höndin Gunnar Thoroddsen minntist á ,;brúnu höndina" í ræðu sinni 17. júní, og Morgunblaðið tekur þau ummæli upp í gær á tveim stoðum með mikilli veíþóknun. Nú á auðsjáan- lega að halda því að almenningi að aldrei-hafi brúna hönd- in átt aðra eins andstæðinga og Gunnar Thoroddsen og Morgunblaðið. Árið 1936 skrifaði þessí sami Gunnar Thoroddsen grein í Stefni, tímarit íhaldsmanna, þar sem hann lýsti yfir því að fslendingar yrðu að inóta stefnu sína í utanríkis- málum í samræmi við vilja valdhafanna í Bretlandi og Þýzkalandi, þ. e. Chamberlains og Hitlers. Þessi yfirlýsing Gunnars Thoroddsens var stefna íhaldsflokksins, og þyrfti einhvemtíma að rekja þá sögu ýtarlega. Þegar Chamberlain sveik Tékkóslóvakíu í hendur þýzku nazistanna og gekk þannig lokaskrefið að annarri heimsstyrjöldinni, ætluðu íhaldið og Morgunblaðið vitlaus að verða af fögnuði. Morgunblaðið' sagði 30. sept. 1938 að Munchen-glæpurinn væri einhvér allra merkasti við- burður sem sagan þekkir“, Chamberlain sé „hin mikla þjóð- hetja brezka heimsveldisins“ og orð hans vísdómur „sem sagan á vafalaust eftir að varðveita sem dýrmætan gim- stein.“ Ennfremur komst blaðið þannig að orði sema dag: „Allur heimurinn hefur með aðdáun og lotningu horft á aðgerðir Chamberlains, forsætisráðherra Breta, undan- farið í þágu friðarins. Engum hefur dulizt að þar liefur mikilmenni að verki verið, mikilmenni, sem á fáa eða engan sinn líka uppi nú á dögum. Allt starf lians hefur mótazt af vitsmunum, hyggindum og festu, en það eru eiginleilíar sem — því miður — gætir ekki að jafnaði í fari þeirra stjórnmálamanna, sem mest ber á í heiminum nú á dög- um . . . Með starfi sínu undanfarið í þágu friðarins hefur Chamberlain forsætisráðherra getið sér ódauðlegt nafn í veraldarsögunni. Hann verður þjóðbetja, eldii aðeins í sínu landi, heldur eimiig í öllum löndum heims.“ 5. okt. 1938 birti Morgunblaðið mynd af Hitler og Chamberlain í faðmlögum og yfirskriftin er: „Þeir ætla að friða Evrópu.“ 6. okt. 1938 segir Morgunblaðið: „í nútímasögunni verður vafalaust ekki bent á neitt einstakt afrek, sem jafn óskoraða viðurkenningu hefur lilotið og afrek hins afdraða forsætisráðherra Breta, Mr. Neville Chamberlain. Allur heimurinn dáði þrautseigju lians í baráttunnni fyrir lieinásfriðnum.“ 7. okt. 1938. segir Morgunblaðið: „Það scm gerðist í Miinchen var í raun og veru ekki annað, en að óréttur sem framinn var fyrir 20 árum með friðarsamningunum eftir heimsstj rjöldina var gerður góð- ur aftur . . . Ekki getum við Islendingar sagt, að hér hafi verið ar.nað gert én það seni rétt var.“ Og þannig mætti lengi telja. Eitt verstá glæpaverk brúnu handarinnar og einn mesti sigur hennar varð Morg- unblaðinu tilefni til taumlausi;a gleðiskrifa vikum saman. Á sama hátt mætti taka einn atburðinn af öðrum. Morgun- blaðið hefur verið málgagn hinnar brúnu handar kúgunar, afturhalds og fasisma alla sína tíð, og íhaldsflokkurinn hefur verið flokkur liinnar brúnu handar. Morgunblaðið var upphaflega stofnað sem danskt máigagn á íslandi, en síðan hefur það verið málgagn Francofasistanna á Spáni, málgagn ítölsku fasistanna og þýzku nazistanna. Ýmsir • nánustu aðstandendur blaðsins urðu að vera handfljótir að festa mynd af Bretakóngi upp á vegg hjá sér í stað Hitlers, þegar landið var hernumið 1940. Og brúna höndin er ekki aðeins fortíð, hún er lifandi nútíð. Ráðamenn Bandaríkjanna hafa lyft á ný því merki kúgunar og afturhaids sem féll um skeið með Hitler í Berlín andspænis hinni sigursælu alþýðu Sovétríkjanna. Hin brúna hönd læsir sig nú um ísland og íslenzku þjóðina og málgagn hennar er enn ' sefti fyrr Morgunblaðið, flokkur hennar Ihaidsflokkurinn. Það er viðbjpðslegt að Morgunblaðið skuli yfirleitt leyfa sér að koma út 17. júní og að Gunnar Thor- oddsen skuli yfirleitt leyfa sér að koma fram fyrir almenn- inssjónir þann dag, en út yfir tekur þó að láta sér um munn fara þaummmæli sem hér hefur verið vikið að. rffl . Hvérsvegna kepptu Clausen- bræður ekkl? Þjóðviljinn birti í gær fyrir- spurn frá „íþróttaunnanda? út af fjarveru Clausenbræðra á 17. júni-mótinu, en þeir höfðu verið tilkynntir þar sem þátt- takendur. Síðan hafa margir hringt til blaðsins og spurst fyrir um ástæður fyrir þessu. Það fer ekki hjá því að slíkt vekji athygli almennings og þó einkum áhugamanna um íþrótt- ir, þegar jafn þekktir og snjall- ir íþróttamenn eiga í hlut. Bæj- arpósturinn hefur ekki getað leyst úr spurningum þeirra er snúið hafa sér til hans út af þessu en er hinsvegar ljúft að koma fyrirspurnunum á fram- færi við forráðamenn mótsins, sem . væntanlega geta gpfið skýringar á þessu. , • Þorskur og ýsa. ,.Húsmóðir“ skrifar: Vilt þú ekki póstur góður vekja athygli á því vandamáli okkar hús- mæðranna að illmögulegt er nú að fá nýja ýsu og þorsk í sog- ið. Það er sama í hvaða fisk- búð er leitað, það er hrein undantekning ef til eru þessar algengustu og ódýrustu fisk- tegundir. Hinsvegar er enginn skortur á lúðu, karfa, hrog- kelsum, kola og öðrum dýrari fisktegundum. Ég skal játa að gott er að eiga kost á þessum dýrari og Ijúffengari fiskteg- undum öðru hverju ekki sízt nú þegar útilokað er orðið að fá kjöt til tilbreytingar um helgar. En allur almenningur óskar þess að geta keypt þorsk og ýsu til daglegrar neyzlu, og ,við konurnar kunnum því bezt að fá fiskinn í heilu lagi. En þá sjaldan það kemur fyrir að þorskurinn er á boðstólum er hann yfirleitt flaliaður og því miklum mun dýrari. • Skilaboð til fisksalanna. „Nú eru stjórnarvöldin búin að sprengja svo upp allt verð- lag að illmögulegt er fvrir al- þýðu manna að láta tekjurnar hrokkva fýrir brýnustu lífs- nauðsynjum, hvað þá að unnt sé að veita sér og sínum nokkuð þar fram yfir. En mér finnst taka út yfir allt þegar mánni er gert ófært að afla sér al- gengustu innlendra fæðuteg- unda, eins og fisksins, sem oft- ar er á borði almennings en nokkur önnur matartegunj, Mér þætti fróðlegt að fá upp- lýst hvernig á þessu stendur, og berðu fisksölunum þau boð, að þeir gefi okkur kost á þorskinum óflökuðum, þá sjald- an hann er í búðunum. — Húsmóðir". • Sjór og sólböð. „Gamall sundmaður“ hefur næstur orðið. Hann segir m. a.: „Eg er einn þeirra sem fagna því að sjóbaðstaðurinn í Naut- hóisvík hefur nú verið opnað- ur að nýju. Þótt gott sé að koma í sundlaugarnar og Sund höllina þá jafnast ekkert á við að synda í sjónum sjálfum. Á því er enginn vafi að þeir sem aldrei synda í sjó fara mikils á mis og þarna í víkinni er upp- lagt að taka sér sólböð jafn- hliða sundinu en það er hin mesta. iheilsulynd. og öllum liauðsynlegt. Eg vil skora á alla, og þá ekki sízt unga fólk- ið, að nota sjóinn og sólböðin í Nauthólsvík í sumar eftir því sem hver og einn hefur tíma og tækifæri til. — Gamall sund- maður.“ Hvatt til þátttöku í norrænu sundkeppninni. Þá hefur annar áhugamað- ur um sund og þá ekki sízt fyr ir norrænu sundkeppninni ósk- að eftir því að á hana væri enn éinu sinni minnt. Hvetur hann alla þá sem syndir eru, konur og karla, að láta ekki drag- ast lengur að taka þátt í keppninni og ljúka siniun 200 metrum. Segir hann, sem satt er, að það eigi að vera þjóð- armetnaður hvers íslendings að leggja sitt lóð á vogarskálina í keppninni og stuðla þannig að því að hlutur Islands verði sem beztur og helzt að það gangi með sigur af hólmi. Undir þetta skal tekið og allur almenning- ur eindregið hvattur til þátt- töku í norrænu sundkeppninni, en nú fer að síga á seinni hlut- ann óg því ástæðulaust að draga lengur að ljúka 200 metrunum. I.oftlplSir ----- - - . 1 dag er áætlað að fljúga kil Vestmannaeyja, Isafjarðar, Akur- eyrar, Patreksfjarðar og Sauðár- króks. — Á morgun er ráðgert að fljúga- til Akureyrar, Vest- mannaeyja og lsafjarðar. 13.30 Setning syno- dus: Guðsþjónust.l í Dómkirkjtmni (sr. Gunnar Árna-' • son á Æsustöðum prédikaa'; séra Frið rik Rafnar vígslubiskup á Ákur- eyri þjónar fyrir altarib-16.00 Út- varp frá hátíðasal Hásköians: — Biskup Islands setur prestastéfn- ; una og flytur ársskýrslú siiia. 19.30 Tónleikar. Óperulög (pi.) 20.30 • Synoduserindi í Dómkirkjunni: , Spámenn Gamlatestamentisins (sr. Guðmundúr-^Sveinsson ■. á Hva.nn- . eyri). 21.00' Útvarpskórinn syngur; Róbert A. Ottóssoín stjórnar (pl.) - 21.20 UppleStur: Saga Gústafs Vasa eftir Jacob RIis, í þýðingu séra Rögnvalds Péturssoúar; síðari lest ur (Einar Guðmundsson kennari les). 21:40 Tónleikar (plötur). 21.45 Frásaga: Hvítasunnudagur 1935 (Magnús Magnússon frá Ólafs- firði). 22.10 Danslög (pl.) til 22.30. • Iþróttablaöið, júní- heftið 1951, _er kom . ið út. Efni:. Af- reksmenn.' Fyrsta lándsmót i hjól- reiðum. Landsþjálf arinn varaf við of mikilii -bjart- - sýni í landskeppninni Island-Dan- mörk-Noregur. Vormót 1R og EÓP mótið. Stangarstökicið. Alþjóða-Ól- ympiuþingið. Blindur og einhentur synti hann 200 metrana. Myndir, sem lesendur veija. Þýzkalandsför . Fram-Víkings. Innlent og erlent. íslandsglíman 1951. Fréttir frá ISI o. fl. Hinn 17. júni voru.gefin sam- an í hjónaband af sr. Jakob J ónssyni, ung- frú Sigurfljóð Jónsdóttir og Ögmundur Sigurðs- son. Heimili þeirra er að Eiríks- götu 23. — SkemmtiferS til Stykkishólms, Flateyjar og inn um Breiðafjarðareyjar er fyr- • irhuguð hjá Breiðfirðingafélaginu um næstu helgi og kvikmyndun framkvæmd ef veður leyfir. Áætl- að er að leggja áf stað úr Rvílc kl. 13.30 á laugardag n. k. og koma aftur eftir miðnætti á sunnu dag. Á þessum tíma er ætlast til að farið verði um Stykkishólm, vestur í Breiðafjarðareyjar með aðalviðkomu í Flatey. Einnig mun verða farið um fleiri eyjar með flóabátnurh Baldri. Loks verður svo gengið á Helgafell. — Allar nánari upplýsingar nm ferðina fást í síma 5593 og 3837. Nýlega opinberuðu trúlofun sina ung- frú Auður Böðv- arsdóttir frá Bildu- _ dal og Héðinn *'• Finnbogáson, cand, jur. — 17. júní opinberuðu trú- lofun sína Kristín Snorradóttir Ási Ytri-Njarðvík og Eyjólfur Vil- mundarson, hílstjóri, Keflavík. —■ Næturlæknlr er í læknavarð- stofunni, simi 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. —- Sími Í760. Fundur kl. 8,30 í'kvöld á venjul. stað. Stundvísi. Ríkisskip Hekla er í Rvík; fer þaðan ann- að kvöld til Glasgow. Esja er á Austfjörðum á suðurleið. Herðu- breið fer frá Rvik í kvöld austur um land til Siglufjarðar. Skjald- breið er I Rvik; fer þaðan annað kvöld til Skagafjarðar og Eyja- fjarðarhafna. Þyrill er á leið til Vestmannaeyja.. Ármann fór frá Rvík í gærkvöld til Vestmanna- eyja. Eimskip , Brúa.rfoss er í Hamborg. Detti- fóss fór frá Flateyri um hádegi i gær til Þingéyrar og Patreksfjarð- ar. Gcrðafoss fór frá Rvík 16. þm. til Hamborgar. Gullfoss fór frá Leith 18. þm. til Rvikur. Lagarfoss fór frá Hull 16. þm.; væntan- legur til Rvíkur í gærkvöld. Sel- foss og Kabla eru í Rvík. Trölla- foss kom til Rvíkur í gær frá Hali- fax. Vollen lestar í hull um þessar mundir. Slvipadeild SIS Hvassafell fer frá Ibiza í kvöld áleiðis til Islands. Arnarfell fer væntanlega frá Cartagena í dag áleiðis tii Islands. Jökulfell kem- ur til New Orleans í dag frá Gua- yaquil í Ecuador. Flugfélag Islands. 1 dag eru ráðgerðar flugferðir Munið sýninguna „lsland í aug- til Akureyrar (2 ferðir), Vest- um barna“ I Listvinasalnum við mannaeyja, Sauðárkróks, Helli- Freyjugötu. sands, Siglufjarðar, isáfjarðar og V'- 1 Hólmavíkur. Á morgun eru áætl- _______________________________, aðar flugferðir til Akureyrar, Vest mannaeyja, Reyðarfjarðar, Fá- skrúðsfjarðar, Sauðárkróks, Kópa- te-r%- kom U1 Djúpuvíkur í gætmorg- í Pra Siglufirði Vérður flogið til Ól- afsfjarðar. - Gullfáxi kom frá un með 400 tonn af karfa tn: London í gærkvöldi, bræðslu. i«INM Jón forseti

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.