Þjóðviljinn - 30.06.1951, Síða 3

Þjóðviljinn - 30.06.1951, Síða 3
Laugardagur 30. júní 1951 — ÞJÖÐVILJINN — (3 sívax- Skortiir al|iý<lMlaeiviiilaiiiia mólar í andi mæli iðnað 01* verzlun á Islandi Söluskortur í stað hráefnaskorts Það eru ekki nema fáeinir mánuðir siðan íslenzkir iðnrek- endur kvörtuðu Sáran um hrá- efnaskort, sem drægi stórlega úr framleiðslu og atvinnu. Hef- ur ástandið sem kunnugt er verið þannig undanfarin ár að flest iðnfyrirtæki hafa aðeins getað hagnýtt brot af afkasta- möguleikum sínum og mörg hafa verið lokuð svo mánuðum pkipti á hverju ári vegna þess að hrá- efni fengust ekki til að vinna úr. En nú er þetta ástand allt í einu gerbreytt. Nú tala iðn- rekendur ekki fyrst og fremst um skort á hráefnum, heldur skort á kaupgetu. Og ástandið er svo alvarlegt að fjölmörg iðnfyrirtæki ætla að loka 2—3 mánuði í sumar vegna þess að framleiðsla þeirra hrúgast upp og selst ekki. Þeirra á m’eðal eru ullarverksmiðjur, skóverksmiðjur, hreinlætisverk- smiðjur, efnagerðir o. fl. o. fl. Ástæðan er ekki sú að innflutn- ingurinn hafi aukizt á hrá- efnum til þessara verksmiðja, heldur hin að skortur alþýðu- heimilanna hefur gert þennan 'takmarkaða innflutning meira en nægilegan. En þótt hin rýra kaupgeta sé aðalástæðan, bætist einnig liitt við að ríkisstjórnin hefur vottað íslenzkum iðnaði hug sinn sérstaklega með því að levfa ótakmarkaðan innflutning á fullunnum erlendum iðnvarn- ingi til samkenpni við hinn unga Sslenzka iðnað. Vörurnar hrú^ast udd En það eru ekki aðeins iðn- rekendur sem nú fá að kenna á nýjustu aðgerðum stiórnar- valdanns. ,,viðreisninni“ og ,.frelsinu“ í viðskiotamálum: einnig kaunmennirnir eru nú komnir í sárari vanda en á tím- um vöruskortsins undanfarin ; ár. Margir þairra munu hafa hugsað gott til þess að fá nú til sölu nægilegt af erlendum nevzluvarningi og búist við nýrri gullöld. En raunin hefur orðið önnur. Kauomenn hafa bnndið fé sitt og lánsfé í birgð- um af ráridýrum. erlendum varn- ingi sem almenningur hefur engin tök.á að' kaupa. Vörurnar hrúgast upp í búðunum, en sal- an er minni en nokkru sinni áður. Það er skortur alþýðu- heimilannu sem stjórnar við- skiptunum í verzlununum, skorturinn er orðinn skömmt- unarstjóri. Kaupmenn neyddir til að minnka kaup- getuna! Kaupmönnum má vera þetta ástand þeim mun hugstæðara sem ríkisstjórnin neyðir þá til að vera böðlar sjálfra sín. — Mjög verulegur hluti vöruverðs- ins er skattar og tollar sem ríkisstjórnin hefur lagt á al- menning í sívaxandi mæli und- anfarin f jögur ár. Álögur þess- ar eru nú orðnar langstærsti hluti ríkisteknanna, og verzlun- armenn sjá um innheimtuna. Þessi miklu og vaxandi gjöld sem kaupmenn eru neyddir til að taka af viðskiptavinum sín- um eru einmitt ein meginástæð- an til þess hve kaupgeta al- mennings er orðin rýr. Sem skattheimtumenn ríkissjóðs eru kaupmenn sjálfir kúgaðir til að stuðla að þeim skorti sem er orðinn mesta vandamál verzl- unarstéttarinnar! Söluskatturinn Einn þessara skatta og sá hvimleiðasti er söluskatturinn, en hann leggst sem kunnugt er margsinnis á hverja vöruteg- und, t. d. 6—7 sinnum á ýmsar iniilendar iðnaðarvörur!, .|Sem dæmi má nefna að af brenndu og möluðu kaffi er hann orðinn um 13%, eða ea. 4 kr. af hvérju kílói. Kaupmenn fá hins vegar i sinn hlut ca. 2 kr. á hvert kíló Þeir verða sem sagt að innheimta fyrir ríkissjóð helm- ingi meiri upphæð en þeir fá sjálfir, og eru þá aðrir skatt- ar, tollar og gjöld þar að auki. Af tilbúnum innlendum fatnaði er hann 15,7%, en af fatnaði sem inn er fluttur fyrir okurgjaldeyri aðeins 9,7%. Svo gegndarlfius er þessi skattur að hann nam fyrstu f jóra mán- úði ársins um 20 milljónum króna í Reykjavík einni saman. Það samsvarar því að hann verði í heild á öllu landinu um 150 milljónir á þessu ári, eða um það bil þrefalt hærri en hann var áætiaður á fjárlög- um. Upphaflega átti söluskatt- urinn eins og kunnugt er að fara til að greiða uppbætur á fiskverð, eins og raunar flestir aðrir skattar og tollar sem lagðir hafa verið á undanfarin ár! Hins vegar eru slíkar upp- bætur ekki greiddar leng.ur, heldur er okurgjaldeyririnn kominn í þeirra stað. Engu að síður er haldið áfram að inn- heimta álögurnar af meira of- forsi en nokkru sinni fyrr. Röðin komin að milli- stéttunum I þeirri fátæktarherferð sem stjórnarvöldin hafa hafið gegn alþýðu manna á íslandi er röð- in komin að millistéttunum fyr- ir álvöru. Enda hlau,t svo að fara. Milli lífskjara millistétta og verkalýðs er beint, órjúfan- legt samband. Því aðeins geta millistéttir lifað góðu lífi að verkalýðurinn búi við sómasam- leg kjör. Því aðeins geta kaup- menn selt vörur þær sem á boðstólum eru að almenningur geti keypt þær. Því aðeins stoð- ar að framleiða innlendan iðn- aðarvarning að einhver markað- ur sé fyrir hann. Og sama á við millistéttirnar í heild; af- koma þeirra er algerlega háð lífskjörum almennings, milli- stéttinni er það forsenda að verkalýðurinn búi við sæmileg lífsskilyrði. YfirSýsing frá sakadómara I blaðinu Þjóðviljinn, sem út kom s. 1. þriðjudag, er birt fregn um hæstaréttardóminn í máli ákæruvaldsins gegn Jón- asi lækni Sveinssyni o. fl. og er í fréttinni haft eftir læknin- um, að þegar hann var úr- skurðaður í gæzluvarðhald í '’annsókn málsins háfi rannsókn ardómarinn meinað honum að skera upp konu, sem legið hafi fyrir dauðanum á sjúkrahúsinu Sólheimum og sennilega hefði verið unnt að bjarga með upp- skurði. Segir siðan að læknir- inn hafi boðizt til að skera konuna upp undir lögreglueftir- liti, en því hafi ekki verið sinnt; konan andaðist tveimur dögum síðar og lækninum haldið í gæzluvarðhaldi í þrjár vikur. Vegna þess að frásögn þessi gefur mjög ranga hugmynd um hið sanna þykir hlýða að skýra frá stáðreyndum um þetta at- riði: Að kvöldi þess 26. apríl 1949 var Jónas læknir Sveinsson úr- skurðaður í gæzluvarðhald. Skýrði hann þá rannsóknarlög- reglunni frá þvi, að kona ein. sem hann stundaði, væri í lífs- hættu á sjúkrahúsinu Sólheim- um hér í bænum og yrði hann að fá að stunda hana áfram og því væri ekki fært að láta sig í varðhald. Rannsóknardómar- inn leit svo á, að þetta gæti ekki á þessu stigi rannsóknar- innar komið í veg fyrir fram- kvæmd gæzluvarðhaldsúrskurð- arins, jafnvel ekki þó lögreglu- menn fylgdu lækninum í sjúkra- húsið, og tjáði lækninum það. Jafnframt fól hann Páli Sig- urðssyni, tryggingayfirlækni, sem mættur var í réttinum og gegndi þá störfum héraðslækn- is í Reykjavík í forföllum hans, að gera þær ráðstafanir, sem í hans valdi stæðu, til að kon- an fengi notið læknishjálpar. Jónas benti á, að æskilegt væri að Bjarni Bjarnason, læknir, stundaði konuna á meðan hanri væri í varðhaldi. Páll Sigurðs- son fór síðan heim til Bjarna um kvöldið og tók Bjarni að sér að stunda konuna. Jafn- framt leit Páll þegar á konuna á spítalanum og tjáði hjúkr- unarkonunni þar að snúa bæri sér til Bjarna Bjarnasonar út af veikindum konunnar. Líklega tveimur dögum síðar færðist Bjarni Bjarnason und- an því að þurfa að stunda kon- una lengur. Rannsóknardómar- inn skýrði þá Jónasi, sem var enn í gæzluvarðhaldi, frá þessu og spurði hann að því, hvort hann væri því samþykkur að koma í sjúkrahúsið til kon- unnar í fylgd með tveim- ur óeinkennisklæddum lögreglu- mönnum og athuga ástand hennar. Þessu neitaði Jónas en féllst á, að próf. Guðmundur Thoroddsen, yfirlæknir hand- læknisdeildar Landspítalans, stundaði konuna, enda treysti hann engum lækni betur til að gera það. Jónas fékk síðan að tala við próf. Guðmund sím- leiðis og skýrði hann honunl frá því fáum orðum hvernig veikindum konunnar hefði veri'ð farið. Próf. Guðmundur tók að sér að stunda konuna. Jafn- framt hélt Bjarni Bjarnasoií áfram að stunda hana. Framh. á 7. síðu Pálmi Loftsson þjónar lund sinni Nýlega var sagt frá því í Þjóðvilja-num að Skipaútgerð ríkisins rak úr vinnu, að því er virtist í hefndarskyni, sextugan verkamann sem unnið hefur ár- um saman sem lúgumaður við afgreiðslu hjá Ríkisskip. Hafði verkamaðurinn slasazt í þeirri vinnu, fór í skaðabótamál við Skipaiitgerðina og vann málið I undirrétti. Forstjóri Skipaút- gerðarinnar, Pálrrii Lóftsson, vildi ekki sætta sig við máls- lok heldur áfrýjaði málinu til Ihæstaréttar — þó með þeim árangri einum að skaðabæturn- ar til verkamannsins voru hækk aðar verulega. I hefndarskvni vildi Pálmi Loftsson reka verkamanninn úr vinnu strax í fyrrasumar er hæstaréttardómurinjn féll), en fékk því ekki ráðið af því að verkstjórarnir höfðu vit fyrir honum. I vor þegar. Hjörþur Elíasson var látinn hætta verk- stjórn kom í hans stað Magnús Blöndal, maður sem ekki er feiminn við slíkar aðfarir gegn Framhald á 7. sáðu. 56 af 60 bændam kusu Land-Rover M 115 sera fengu ittáílutningsleyíi völdu 93 Land-Rovei: Fyrir um það b'l tvejm árum kom fyrsti Land-Rover jepp- inn til landsins. Hann var aðeins fjuttur ian sem sýnishorn, en innflutningsleyfi fyrir fieirum fékkst ekki. S.l. vor ákvað fjárhagsráð loks að kaupendum jeppabif- reiða skyldi frjálst að velja ndlli hvort þeir vildu heldur fá Land-Rover jeppa eða Willys jeppa. í þeirri samlíeppni sigraði Land-Roverijkn mjÖg glæsilega, því af 115 sem fengu innffutn- ingsleyfi fyrir jeppa völdu 93 Land-Rover. Af 60 bændum sem fengu jeppa völdu 56 Land-Rover. Innflutningsleyfi voru veitt fyrir .115 landbúnaðarbifreiðum (jeppum) og annaðist sérstök jeppaúthlutunarnefnd skipting- una. Fengu bændur 60 jeppa, en hinir fóru til lækna og ljós- mæðra í sveitum, búnaðarsam- banda og sæðingarstöðva — eða áttu að fara. — Umsóknir munu hafa verið um 3000. Heidverzlunin Hekla hefur umboð fyrir Land-Roverjeppana og hefur hún látið gera snot- urt kver með almennum upp- lýsingum um gerð jeppans en auk þess xnun hún síðar láta eigendum þeirra frekarl fræðslu í té og greiða fyrir með viðgerðir, en varahlutasöluna og viðgerðir annast Stefnir h.f. Land-Roverjeppinn getur flutt 6 menn. Mestur hraði rúm- lega 80 km á klst. Eyðir 10—12 lítrum á hverjum 100 km (Will- ysjeppinn ear 16-1.). Ðráttarafl 545—900 kg. Leyft var að flytjas inn miðstöð með öllum bílunum; og tengidrif með nokkrum hluta þeirra. Jepparnir eiga allir að vera tilbúnir til af- skipunar 15. júlí og standi ekki á skipsrúmi ættu þeir allir að vera komnir til landsins í júlí- lok. Land-Rover-verksmiðjurnar brezku voru stofnaðar 1893, en framleiddu fyrsta bílinn 4905. Þær framleiddu fyrsta bílinhi sem knúinn er með þrýstilofts-i hreyfli, _

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.