Þjóðviljinn - 30.06.1951, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.06.1951, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 30. júní 1951 ÞIÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Kitstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Yigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Nýjar mútur Rikisstjórnin hefur þegið enn eina mútugjöf frá Bandaríkjunum. Er hún veitt úr svonefndu Greiðslu- bandalagi Eviópu og nemur 3 milljónum dollara, eða mn 49 milljónum króna. Úr þessu sama greiðslubandalagi fengu íslendingar í'yrir ári 4 milljónir dollara, eða ca. 65 milljónir króna, þannig að heildarupphæðirnar frá þeirri stofnun eru orönar 114 milljónir. Auk þessa hefur ríkisstjórnin þegið frá marsjallstofn- uninni beint 20,7 milljóniv dollara, eða samtals um 338 milljónir króna miðað við núverandi gengi. Heildar- cumman af „gjöfum“ þessum nemur þannig ca. 452 milljónum. Upphæðirnar frá greiðslubandalaginu hafa allar ver- ið látnar í té á cinu ári. Af marsjallmútunum hafa 5,4 milljónir verið lagðar fram á seinasta ári, eða sem svarar í'úmum 88 milljónum króna. Þessi heildarframlög hafa þannig numið á einu einasta ári ca. 192 milljónum króna. Þar með er sagan þó aöeins hálfsögð. Auk alls þessa hefur ríkisstjórnin tekið stórfelld lán erlendis og munu þau nema hátt á annað hundrað milljónum. Er Eysteinn Jónsson, heimsmeistari í skipulagðri verðbólgu, nýkom- inn heim úr einni siíkri lántökuferð. Afturhaldsstjórnir undanfarinna ára hafa þannig ráð- ið yfir langtum meira fé en nokkrar aðrar ríkisstjórnir í sögu landsins, mun meira fé en nýsköpunarstjórnin hafði handa á milli. En eftir því sem ríkisstjórnin hefur fengið meira fé, eftir því hafa lífskjör almennings rýrnað, dýr- tíðin aukizt, raunverulegt kaupgjald lækkað, atvinnan minnkað og framtak þegnanna dregizt saman á öllum sviðum. Ásiæðan er ekki aðeins bruðl og ráðleysi, heldur hafa bandarísku mútugjafirnar blátt áfram verið lagðar fram með þeim okilyrðum að þær væru notaðar til að skerða afkomu almennings og grafa undan efnahagslegu sjálfstæði þjóðarínnar. Játning heimsmeistarans Eysteinn heimsmeistari Jónsson — afburðamethafi í skipulagðri dýrtíð — lætur sér að vonum annt um afrek sín. Árás á skattana samsvarar í hans augum líkams- meiðingum á fþróttamanri. Að taka af honum skatt er samskonar verknaður og að höggva tá af spretthlaupara. Þetta kom gloggt í ljós á aðalfundi S.Í.S. nýlcga. Þar kom aö voi.um fram tiliaga um afnám söluskattsins,.því eitt meginhlutverk samvinnufélaganna á sem kunnugt er að vera að tryggja almenningi nauðsynjavöru fyrir sem lægst verð og þá eru samvinnufélögin komin langt frá upphaflegum m.arkmiðum sínum þegar þau eru orðin mikilv.Tkar skattheimtustoínanir fyrir ríkissjóð. En Ey- eteinn varð æfur þegar þessi tillaga kom fram og beitti Framsóknaraganum af ofurkappi. Tókst honum þannig að. hir.dra samþykkt tillcgunnar, enda þótt meirihluti íulltrúanna lýsti yfir andstöðu sinni við þennan verð- bólguskatt Eysteins og vantreysti stjórn S.Í.S. til að gæta hagsmuna samvinnumanra í þessu efni. . Ein meginröksemd Eysteins var sú að ef söluskatt- urinn yrði felldur niöur myndu einnig afnumdar þær rýmkanir sem frarnkvæmdar hafa verið í verzlunarmálum undanfarna mánuöi. Það í-r vert að athuga þessa hótun nokkru nánar. Rýmkanir þessar stafa af því og því einu aö ríkisstjórnin hcfur fengið milljónatuga mútur frá Bandavíkjunum og gera þær það kleift að auka innflutn- ingmn. Yfiríýsing Eysteins merkir því bókstaflega þetta: EF VIÐ AFNEMUM SÖLUSKATTINN, HÆTTA BANDA- IIÍKIN MLTUGJÖFUM SÍNUM. Er þarna komið enn eitt skilyröj Bandaríkjamanna fyrir fégjöfum sínum, en Hanmbal Valdimarsson ljóstraði því upp á þingi 1 vetur að annað'skilyrði hefði vcrið að Alþingi felldi niður vísi- tölugreiðslur til launamanna. Þannig liggja nú fyrir orð tveggjo hernámsmanría um það, að það sé samkvæmt bar.dauskum fyj-irskipunum að hafa kaup sem lægst og verölag sem hæst á íslandi. Sósíalistum kemur þetta að vísu ekkert á óvart, en skyldu ekki óbreyttir alþýðumenn bríflokkanna fara aö hugsa margt. Strætisvagnaforstjórinn gerir grein fyrir sínu sjónarmiði Frá Eiríki Ásgeirssyni, for- stjóra Strætisvagna Reykjavík- ur, hefur blaðinu borizt eftir- farandi: „I Bæjarpósti blaðs yðar í gær ræðir ,,Grófarkarl“ og „Stína“ um breytingu þá, sem varð nýlega á leiðum Soga- mýrarvagnsins og veitást þau í því sambandi all hárkalega að mér. Ég vil því gera stutta grein fyrir því, livers vegna umrædd breyting var óumflýj- anleg. Ibúatala í hinu nýja Bú- staðavegshverfi hefur að únd- anfernu aukizt jafnt og þétt og fer ört vaxandi eftir því sem lengra líður, en þar búa nú 2—30Ö manns. Augljóst v^.r, að eitthvað varð þegar að gera til að bæta 'úr samgönguerfið- leikum þessa fólks, sem svo mjög býr fjarri miðbænum. Mér var og er það ljóst, að eina varanlega lausnin væri sú, að sérstakur vagn annaðist þessa leið. Vagnakostur SVR er hins vegar það rýr nú, að ógerning- ur reyndist að bæta við nýrri leið, enda er staðreyndin sú, að ekki er ótítt að ferðir falli stöku sinnum niður á sumu.m af hinum föstu leiðum SVR, vegna tíðra bilana á vögnunum. Nú var það hinsvegar vitað, að yfir hásumarið myndi Soga- mýrarvagninn, tímans yegna, geta sett þessa lykkju á leiö sína, Sogamýrarbúum og öðrum sem innar i bænum búa, að skaðlitlu, en tímatöf við þetta er aðeins 3—5 mínútur, og eigi að síður gat vagninn haldið sina áætlun. Bráðlega von á nýjum vögnum Einasti möguleikinn til að bæta úr þessum samgönguerfið- leikum Bústaðavegsbúa, a.m.k. í bili, var sá, sem gerður hef- ur verið og fyrr getur. Leið þess vagns liggur næst Eú- staðahverfinu og tími vagnsins er það rúmur, að möguleikar voru, af þeim, sökum, fyrir hendi til að framkvæma þessa ráðstöfun. Mér er hinsvegar ljúft að upplýsa, að yon er bráðléga 'á nýjum vögnum og mun sá fyrsti verða settur á leiðina „Lækjartorg — Bústaða- vegshverfi" og breytist, þá aft- ur leið Sogamýrarv’agnsins í hið gamla horf. Væntanlega verður þessi fyrsti nýi vagn tekin í notkun siðari hluta júlí- mánðar næstkomandi." Sama verð og verið hefur Út af umkvörtunum frá konu nokkurri, sem birtist í Bæjar- póstinum á miðvikudaginn, varð andi það að erfitt er að fá saltfisk keyptan í fiskbúðun- um um þessar mundir og því kennt um að ekkert fastákveð- ið verð væri á saltfisld, hringdi Hermann Jónsson full-'1- trúi verðlagseftirlitsins til mín og benti á að þetta byggðist á misskilningi. Hann sagði að Fjárhagsráð hefði fyrir ca. hálf- um mánuði ákveðið að verðið sem sett var á saltfiskinn í okt. 1950 skyldi haldast óbreytt, en samkv. því er heildsöluverð- ið kr. 3,45 fyrir kg en kr. 3,50 sé fiskurinn fluttur til fisksal- ans. Smásöluverðið er kr. 4,15. • Þykir verðið lágt Eigi að siður er það stað- reynd, að ótrúlega lítið er um saltfisk á markaðnum og þykir mörgum leitt. Eftir því sem ég hef komizt næst mun ástæðan vera sú, að framleiðendum báta- fisksins þykir verðið lágt og telja sig ekki geta selt salt- fiskinn á hinu ákvéðna verði. En hvað sem því líður þá er vitað að togararnir færa einnig mikinn saltfiskafla að landi, og ekki sízt einmitt nú. Ættu þeir að geta selt saltfisk til neyzlu í bænum á hinu ákveðna verði og hætt þannig úr þeim skorti sem nú er á saltfiski. 8.0Q—9.00 Morgun- útvarp. 10.10 Veð- urfregnir. 12.10— L 13.15 Hádegisútv. 1 \ \ 15.30 Miðdegisútv. 16.25 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Samsöngur (plötur). 19.45 Aug- lýs. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarps- tríóið: Tveir kaflar úr tríói i B- dúr eftir Mozart. 20'.45 Leikrit: „Heimferðin" eftir John Sainfort. Beikstjóri: Éinar Fálsson. 21.15 Tónleikar: Valsar eftir Lanner og Waldteufel (plötur). 21.35 Upp- lestur. 22.00 Fréttir og veðurfregn- ir. 22.10 Danslög (plötur). Skípaútgerð ríkislns Hekla er væntanleg til Reykja- vikur um hádegi í dag frá Glas- gow. Esja er í Rvík og fer þaðan næstkomandi þriðjudag austur um land til Siglufjarðar. Herðubreið er á Austfjörðum á suðurieið. Skjaldbreið fór frá Rvik kl. 23 í gærkvöld til Breiðafjarðar. Þyrill er á leið frá Austfjörðum til Rvíkur. Ármann fór frá Rvík sið- degis í gær til Vestmannaeyja. Eimsklp Brúarfoss er í Hamborg. Detti- foss fór frá Reykjavík 26. 6. til N. Y. Goðafoss er í Rotterdam, fer þaðan til Leith. Gullfoss fer frá Khöfn í dag til Leith og Rvíkur. Lagarfoss fór frá Rvík vestur og norður til Gautaborgar. Selfoss er í Reykjavík. Tröllafoss fór frá Rvík kl. 22.00 í gærkvöld til Hull, London og Gautaborgar. Katia fór frá Akureyri í gær, til Vopnafjarðar. Vollen fór frá Hull 27. 6. tjl Rvíkur. Baxjama. fermir í Leith í byrjun júlí til Rvíkur. Flugfélag íslands Innanlandsflug: I dag er áætiað að fljúgij. til Akureyrar (kl. 9,15 og kl. 16.30), Vestmannaeyja, Blönduóss, Saúðárkróks, Egils- staða, Isafjarðar og Siglufjarðar. Á morgun eru ráðgerðar flugferð- ir tjl Akureyrar og Vestmanna- eyja. Millilandaflug: „Gullfaxi" fór til Kaupmannahafnar i morgun. Forstjóri straetisvagnanna hefur beðið blaðið að vekja at- hygli almennings á því, að nauð- synlegt er að fólk greiði fargjöld sín með strætisvögnunum með þeirri upphæð sem við á í hvert sinn, til þess að komizt verðj hjá óþarfa töfum. Ennfremur skal fólk minnt á að 77 aura farmið- arnir gilda ekki í hraðferðunum, en á því hefur töluvert borið að fólk átti sig ekki á því. Ifjónunuin Rann- veigu og Þorvarði Arinbjarnarsyni Suðurg. 27 Kefla- vík fæddist ’ 20 marka sonur hinn 24. júní. Reykjavíkurdeild Rauðakross Isl. hefúr beðið blaðið að tilkynna aðstandendum þeirra barna, sem sumardvöl qiga að hafa á Silunga- polli, að þau eigi að mæta kl. 2 e. h. mánudaginn, 2. júlí, hjá Ferðaskrifstofu ríkisjns, — Símaj- númer Reykjavíkurdeildarinnar ér - 81148. — Allar heimsóknir á sum- . ardvalarheimilið eru stranglega bannaðar. 1 dag verða gef- in saman í hjónaband í Laugarnes- kirkju af sr. Halldóri Kol- beins ungfrú Sigríður I. Bjarna- dóttir frá Brekku í Hornafirði og Gísli Ilalldórsson Kolbeins prestur í Sauðlauksdal, og af sr. Sveini Víking ungfrú Jóhanna Þorvalds- dóttir Kolbeins Meðalholti 19 og Árni Þór Jónsson póstmaður, Fjöln vegi 13. í dag verða gefin saman. i hjónaband af séra Bjarna Jóns- syni ungfrú Sigríður Pálsdóttir og Jóhann V. Guðmundsson bilstjóri, frá Fögrubrekku í Hrútafirði. Heimili ungu hjónanna verður í Skipasundi .25. — 1 gær voru gefin . saman í hjónaband í Háskólakap- ellunni af séra Jóni Thorarensen ungfrú Guðfinna Ingvarsdóttir og Ásgeir Magnússon, cand. jur. Heim ili þeirra verður á Brávallagötu 18. — 1 dag verða gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni ungfrú Brynhildur Guðmundsdóttir, Sigtúni 27 og Sig mundur Sigfússon sama stað. — Hinn 24. júní voru gefin saman í hjónaband í Hallgrímskirkju af séra Jakobi Jónssyni ungfrú Erna S. Kristensen og Óskar Guðsteins'- son. Heimili þeirra verður á Sölf- hólsgötu 14. Næturlæknlr er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunii, síini 7911. Ungbarnavernd Líknar, Templara - sundi 3, er opin þriðjudaga kl. 3,15—4.00 og fimmtudaga kl. 1,30 til 2,30 e. h. C Þann 17. júní s.l. 0. opinberuðu trúlof-. un sína ungfrú Jó- hanna S. Sigurðar- dóttir, starfsstúlka í Ingólfskaffi og Erlendur K. Vig- fússon verkamaður, Vesturg. 24. Hafa menn reikn-, að út hversu .mörg . stig eftir finnsku stigatöflunni hinn f yrsti og eini heimsmeistari ls-- lands, Eysteinn Jónsson, á með réttu fyrir það afrek sitt að auka hér dýrtiðina á einu ári Um 32% ? Listvinasalurinn verður lókaður frá og með morgundeginum til 1. ágúst. — Aðsókn hefur verið góð frá þvi að salurinn var opnaður. Helgidagslæknir: Þórarinn Sveins- son Reykjavegi 24; sími 2714. Bólusetning gegn barnaveiki. Pöntunum veitt móttaka þriðju- daginn 3 júl'í kl. 10—12 f. h. í síma 2781 Hallgrímskirkja. Kl. 9,30 f.h. Altaris ganga á ensku. Dr. C. M. Moss (Com- munion Service in English). — Kl. 11 f.h. messa. Séra Jakob Jóns- son prédikar. Ræðuefni: Reiði og guðsdýrkun. — Laugarneskirkja. Messa kl. 11 f. li. Sr. Garðar Svaiv- arsson prédikar. — Fríkirkjan. Messa kl. 2. Séra Þorsteinn Björns-. son prédikar. Eins og að undanförnu eru allar heimsóknir foreldra til barna á barnalieimilinu Vorboðiim í Rauðhóium bannaðar. Börnunum líður öllum ágætlega,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.