Þjóðviljinn - 11.07.1951, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 11. júlí 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Seljum
allskonar húsgögn o.fl. undir
hálfvirði.
PAKKHÚSSALAN,
Ingólfsstræti 11. Sími 4663.
ödýr
loftljós
Iðja h.f., Lækjargötu 10.
Gólfteppi
keypt og tekið í umboðsölu.
sími 6682. Fornsalan Lauga-
veg 47.
Almenna
Fasteignasalan,
Ingólfsstræti 3. Sími 81320.
Kaup — Sala
Umboðssala:
Útvarpsfónar, útvarpstæki,
gólfteppi, karlmannafatnað-
ur, gamlar bækur og fleira.
Verzlunin Grettisgötu 31,
Sími 3562.
Daglega ný egg,
soðin og hrá. — Kaffisalan,
Hafnarstræti 16.
%*b
%
om
M
VINNA
Amper h.f.,
raftækjavinnustofa,
Þingholtsstræti 21 sími 81556
tELtQSLfl
Gúmmíviðgerðir
Stórholti 27.
Móttaka einnig í Kamp Knox
G-9.
Sendibílastöðin h. f.,
Ingólfsstræti 11. Sími 5113.
Saumavélaviðgerðir-
skrifstofuvélaviðgerðir
Sylgja,
Laufásveg 19. Sími 2656.
Lögfræðingar:
Áki Jakobsson og Kristján
Eiríksson, Laugaveg 27, 1.
hæð. — Sími 1453.
Viðgerðir
á allskonar stoppuðum hús-
gögnum. •— Húsgagnaverk-
;;smiðjan Bergþórugötu 11.
Ragnar Ölafsson
hæstaréttarlögmaður og lög-
giltur endurskoðandi: —
Ldgfræðistörf, endurskoðun
og fasteignasala. — Vonar-
stræti 12. Sími 5999.
Utvarpsviðgerðir
Kadíóvinnustofan,
Laugaveg 166.
Nýja sendibílastöðin
Aðalstræti 16. Sími 1395
|Herraföt — Húsgögn^
^Kaupum og seljum ný og
notuð húsgögn, karlmanna-
föt o. m. fl. — Sækjum —
Sendum. — Söluskálinn,
Klapparstíg 11, sími 2926.
Munið kaffisöluna £
í Hafnarstræti 16.
Myndir og málverk
til tækifærisgjafa. Verzlun
G. Sigurðssonar, Skólavörðu
Minningarspjöld
Samband ísl. berklasjúklinga
fást á eftirt. stöðum: Skrif-
Sigríðar Helgadóttur, Lækj-
argötu 2, Hirti Hjartarsyni.
Bræðraborgarstíg 1, Máli og
menningu, Laugaveg 19, Iiaí
liðabúð, Njálsgötu 1, Bóka-
búð Sigvalda Þorsteinssonar,
Efstasundi 28, Bólcabúð Þor
valdar Bjarnasonar, Hafnar-
firði, Verzl. Halldóru Ólafs-
dóttur, Grettisgötu 26,
Blómabúðinni Lofn, Skóla-
vörðustíg 5 og hjá trúnað-
armönnum sambandsins urr
allt land.
Matstofa Náttúru-
lækningafélagsins,
Skálholtsstíg 7, selur fast
fæði og einstakar máltíðir.
Jurtafæði og venjulegt fæði.
1—2 herbergi til leigu^
Upplýsingar í síma 4172 £
KÓRE A
Framhald af 1. síðu.
kopter bandaríslcu fulltrúanna
lendir og fylgir jeppum þeirra
þaðan á fundarstaðinn. Annar
samningafundurinn hófst
snemma í morgun. í Munsan
eru saman komnir um 100
fréttamenn, en þeir fá ekki að
fara til Kaesong að svo stöddu.
Fe^ðafélag
íslánds
ráðgerir að fara 5 daga ó-
byggðaferð er hefst 14. þ.m.
Ekið að Hagavatni og gist
þar. Gengið upp á Jökul á
Jarlshettur og á Hagafell.
Síðan farið inn í Hvítárnes
og í leiðinni gengið á Bláfell,
ef skygni er gott. Þá haldið||
í Kerlingarfjöll skoðað hvera
svæðið. Gengið á fjöllin þeir
sem það vilja. Farið þaðan
norður á Hveravelli. Gengið
í Þjófadali og Rauðkoll eða
Þjófafell. Líka gengið á
Strýtur. Alltaf gist í sælu-
húsunum. Fólk hafi með sér
mat og viðleguútbúnað. Á-
okriftarlisti liggur frammi
og séu farmiðar teknir fyrir
!; hádegi á föstudag.
1 JÍk Farfuglar
Ferðamenl;
Um helgina verður farin;;
gönguferð í Brennisteins-
fjöll. Vegna viðgerðar á
gólfinu í Valabóli verður
gist í Tjtýdum. — Sumar-
leyíSsferðir: 14.—20. júlí.
Vikudvöl í Kerlingarfjpllum.
— 20.—28. júlí: Gönguferð
úr Kerlingarfjöllum yf ir!;
Hofsjökul um Vatnahjalla-
veg niður í Eyjafjörð. —
21. júlí — 4. ág.: Ferð á
reiðhjólum um Austurland.
Farið með skipi til Horna-
fjarðar og hjólað þaðan upp
á Fljótdalshérað og um Aust
firði. — Ódýr og nýstárleg
ferð. — Nánari upplýsingar
um ferðina á V.R.. í kvöld
kl. 8,30—10.
FarmaimasamFjiigasiiÍ!:
Framhald af 5. síðu.
Atyinnurekendur hafa sýnt
hina mestu stirfni í þessum
samningum og neitað að verða
við öllum grunnkaupshækkun-
um þrátt fyrir milljóna gróða
þeirra á undanförnum árum.
Samkvæmt reikningum Eim-
skipaféags Islands nam munur
á brúttótelcjum og brúttóút-
gjöldum skipa þess kr. 10.422,-
254,46 á árinu sem leið en
reksturshagnaður félagsins á
árinu nam allt kr. 2.861.537,04.
Þessi óstjórnlegi gróði félags-
ins, er bein krafa um að at-
vinnurekendur semji nú þegar
um grunnkaupshækkanir til
handa farmönnum. Ef atinnu-
rekendur velja hins vegar þamr
kostinn að til verkfalls lcomi
n. k. föstudag skapar það þús-
unda tjón hjá þeim sem ábyggi-
lega myndi nema meiru en þær
kauphækkanir sem farið er
fram á.
Krafan er: Tafarlausa samn-
inga við farmenn.
Earmaður.
Gestir Víkverja
Framhald af 8. síðu.
sem spilla heimilisfriiði, enda
hafa þeir orðið varir við það.
Hins vegar erii hermenrirnir
gestir ríkisstjórnarinnar og
agenta hennar, þeirra á meðal
Víkverja. Og því skal enn
spurt: livers vegna býður Vík-
verji ekki setuliðinu heim til
sín og vottar því gestrisni og
greið'vikni (hvort sem liann
vill nú þola hnífsstungur eða
elcki) ? Á heimilum agentanna
á setuliðið heima, en ekki á
samkojmustöðum og skemmti-
stöðum og samkomustöðum
reykvískrar alþýðu.
Stórstúkan
Framhald af 8. síðu.
a) að koma upp lækningastöð
í Reykjavík fyrir drykkjusjúlct
fólk, b) að koma upp hress-
ingarhæli fyrir þá drykkjusjúkl-
inga, sem þurfa á langri hælis-
vist að halda,
c) að ráða konu til þess að
annast um þær konur, er dæmd-
ar hafa verið til fangavistar í
Reykjavík,
d) að ráðinn sé lasrður hjúkr
unarmaður er sé jafnan til að-
stoðar á lögreglustöðinni í
Reykjavik til þess að annast
ölvaða menn, sem þar eru í
vörzlu. Felur þingið fram-
kvæmdanefnd sinni að koma
þessum áskorunum þegar á
framfæri við ríkisstjórn og bæj
arstjórn Reykjavíkur og fylgja
þeim fast eftir“.
Kelkvíkuríiugvöllur:
169 leedingar
í júní-mánuði 1951 lentu 218
flugvélar á Keflavíkurflugvelli.
Millilandaflugvélar voru 169.
Aðrar lendingar voru íslenzkar
flugvélar svo og bjö.rgunarflug-
vélar vallarins. Með flestar
lendingar millilandaflugvéla
voru eftirfarandi flugfélög:
Flugher Bandarílcjanna 34,
Trans Canada Airlines 19,
British Overseas Airways Corp.
15, U.S. Navy 14, U.S.A.F., 14,
Lockheed Aircraft Overseas
Corp., 9, Air France 8, Pan-
American Airways 8.
Einnig flugvélar frá AACS,
Aigle Azur, BABB Campany,
E1 Al, Fleetway, Flying Tigers,
K.L.M. Royal Dutch Airlines,
The Royal Air Force, the Royal
Canadian Air Force, Resort Air
lines, danski flugherinn S.A'.S.
Seaboard & Western Airlines,
Trans-Ocean Airlines, Trans
World Airlines 169.
Farþegar me'ð millilandaflug-
vélunum voru 4.057. Til Kefla-
vikurflugvallar komu 145. Frá
Keflavíkurflugvelli fóru 193.
Flutningur með millilanda-
flugvélunum var 95.386 lcg.
Flutningur frá íslandi var
241)95 kg.
Flugpóstur með flugvélunum
var 28.593 kg. Flugpóstur til
Keflavíkurflugvallar var 623
kg. Flugpóstur frá Keflavíkur-
flugvelli var 2.686 kg.
Ferðaskrifstoían
Framhald á 8. siðu.
Blönduóss og um Kaldadal til
baka.
2. Fjögurra • daga ferð um
Dali vestur á Barðaströnd og
Skarðsströnd.
3 Tveggja og hálfs dags ferð
í Þórsmörk. Lagt verður af
stað í þessar ferðir á laugar
daginn eftir hádegi.
Á sunnudaginn verða farnar
tvær ferðir, önnur Þingvalla-
leiðina yfir Uxahryggi til Borg-
arfjarðar og heim um Hval-
fjörð, en hin til Gullfoss og
Geysis. —
Ennfremur hefur Ferðaskrif-
stofan orlofsferðir til útlanda
í undirbúningi bæði til Bret-
landseyja með m.s. Gullfossi og
m.s. Heklu og til Finnlands með
flugvéL I Bretlandsferðinni með
Gullfossi eru öll pláss þegar
setin en nokkrir farþegar geta
ennþá komizt í Finnlandsferð-
ina, sem stendur yfir í hálfan
mánúð. Sú ferð hefst hinn 25.
þessa mánaðar með flugferð til
Stokkhólms og þaðan verður
farið með skipi til Ábo í Finn-
landi. — Síðan er ráðgert að
aka og sigla um Suður-Finn-
land og skoða ýmsa merlca
staði svo sem Nádendal, Tamm-
erfors, Vehoniemi, Aulanko,
sem er aðal ferðamannamið-
stöð Suður-Finnlands, Nyslott,
Punkaharju, Imatra og Helsing-
fors. Siglingaleiðirnar um
finnsku vötnin eru mjög rómað
ar fyrir fegurð, einkum milli
St. Michel og Nyslott. I Hels-
ingfors dvelst ferðafólkið þrjá
daga, svo að allgóður tími
vinnst til þess að slcoða þessa
fögru borg. — Auk íslenzka
fararstjórans verður finnskur
leiðsögumaður með í för-
inni. Á heimleiðinni verður
stanzað í Stokkhólmi og síð-
an flogið áieiðis til Reykja-
víkur þann áttunda ágúst.
Viðeyjarsund
til þreytu né kulda. Synti hann
bringusund alla leiðina. Fram-
an af tók hann 30 sundtök á
mínútu en jók síðan hraðann
smám saman og tók 38 sund-
tök á min. síðasta spölinn.
Þeir sem þreytt hafa Viðeyj-
arsund á undan Eyjólfi eru
Benedikt G. Waage, árið 1914,
Erlingur Pálsson, árið 1921,
Ásta Jóhannesdóttir, árið 1929,
Magnús Magnússon, árið 1930,
Haukur Einarsson, árið 1931,
Pétur Eiríksson, árið 1935 og
Sigurður Runólfsson, árið 1941.
Farfuglar
stúlkum.
II. Vikudvöl í Kerlingafjöll-
um 14.—20. júlí.
Dvalið verður í viku í Kerl-
ingafjöllum og gengið á helztu
tinda fjallanna. (Snæfell 1477
m, Loðmund 1432 m, Blágnýpu
1068 m).
Þá verða líka farnar 1—2ja
daga gönguferðir um nágrenn-
ið.
III. Gönguferð úr Kerlinga-
fjöllum í Eyjafjörð 20.—28.
júlí.
Gengið verður úr Kerlinga-
fjöllum yfir Hofsjökul um
Vatnahjallaveg niður í Eyja-
fjörð. Ferð þessi er beint fram
hald af þeirri á undan og geta
þeir sem vilja farið báðar ferð-
irnar.
*IV. Vikudvöl í Þórsmörk 21.
—29. júlí.
Dvalið verður í Þórsmörk, ein
hverjum fegursta stað lands-
ins, í viku. Þórsmörk er land
andstæðnanna, þverhníptir
klettar umluktir fögrum skógi,
hyldjúpar gjár og fagrir skógi
vaxnir dalir. Þetta er ferð fyrir
þá sem vilja dvelja á fcgrum
friðsælum stað í sumarleyfinu,
stað þar sem ekkert rýfur
kyrrðina nema söngur sól-
skríkjunnar og þyturinn í lauf-
um trjánna. Farnar verða
gönguferðir um nágrennið því
margt markvert er að skoða og
alstaðar blasa við kynjamyndir
í fjöllum og klettum.
I þessari ferð verður sameig-
inlegur matur og tjöld munu
Farfuglar leggja til.
V. Hálfsmánaðar hjólferð um
Austurland í júlí.
Farið verður með skipi til
Hornafjarðar og síðan hjólað
sem leið liggur upp á Fljóts-
dalshérað, síðan verða hjólaðar
þær leiðir sem völ er á um Hér-
aðið og Austfirði. Heim verður
síðan flogið frá Egilstöðum, en
hjólin send með skipi.
Ferð þessi er alls ekki erfið,
dagleiðir stuttar og víða stað-
næmzt og merkisstaðir skoð-
aðir.
I sumar hafa Farfuglar efnt
til nokkra hjólferða og hafa
þær verið fjölsóttar. Er gleði-
legt að vita til þess hvað á-
hugi á hjólreiðum er að aukast
hér á landi.
Það vakti athygli síðastliðið
sunnudagslcvöld er hópur Far-
fugla hjólaði gegnum miðbæinn
með allan viðleguútbúnað. Voru
þeir að koma úr sæbóli (í Hval-
firði) og er það sjaldséð sjón
í höfuðborginni að sjá svo
marga hjólreiðamenn í einum
hóp, en í ferðinni tóku þátt 26
manns.
Allar upplýsingar um ferðirn
ar eru gefnar í skrifstofu Far-
fugla á V.R. Vónarstræti 4 á
miðvikudags- og föstudags-
kvöldum kl. 8,30—10.