Þjóðviljinn - 02.08.1951, Side 5
— Fimmtudagui- 2. ágúst 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Raforka Laxárvirkjunarinnar nýju 12 þús. kö.
Stöðin væntanlega tekin
í notkun haustið 1952
I SUMAR er unnið að nýrri stórvirkjun Laxár í S.-Þingeyjar-
sýslu hjá Brúum í Aðaidal. Er gert ráð fyrir að orkuver þetta
verði tilbúið haustið 1952, en þaðan fá Akureyri, Húsavík, Hjalt-
cyri, Dalvík og sveitirnar frá Laxá til Akureyrar raforku. Með
hinni nýju virkjun mun raforkan frá Laxá aukast um 12 þúsund
hestöfl eða %, þvi stöðin sem þar er nú framleiðir aðeins 6 þús-
und liestöfl.
Á síðustu árum hefur rafmagnsskorturinn staðið
þróun iðnaðar á Akm-eyri mjög- lyrir þrifum og valdið
margháttuðum erfiðleikum. Viðbótai-vh'kjun Laxár var
því orðin aðkallandi.
Rétt er að það komi fram í þessu sambandi, að á
Alþingi 1947 fluttu þeir Steingrímm* Aðalsteinsson og
Einar OIgeii*son þingsályktunai-tillögu um að vélar og
efni til Laxárvirkjunarinnar yrði tafarlaust keypt og
virkjuninni lokið eigi síðar en haustið 1949. AÖ ekki var
farið að ráðmn sósíalista þá hefur valdið þjóðhmi gifnr-
legu tjóni, því sýnt er að kostnaður \ið virkjunarfram- Frá virkjimarframkvæmdunum við Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu. — Til hægri sést bráðabirgða
kvæmdirnar fer langt fram úr áætJun. ' stíflan í ánni.
Óháð eldri virkjun Laxár.
Hér verður um sjálfstæða
virkjun að ræða, óháða þeirri
sem reist var á sama stað ár-
in 1938—’39, vatnsmagn Laxár
verður í annað sinn liagnýtt
sem orkugjafi, og betur en áð-
ur. Ný stífla verður sett í ána.,
spölkom neðan við gamla stöðv
arhúsið, ný þrýstivatnspípa
lögð og nýtt stöðvarhús byggt
í gljúfrinu neðan \ið brýrnar
á ánni.
Dálítil uppistaða myndast við
stífluna og verður því að færa
veginn, sem áður lá óhultur
fram gljúfrið, nokkuð upp í
gljúfurbarminn að austan. Er
það mikið verk því sprengja
þarf drjúgum úr barminum os
hlaða háa vegarbrún. Er það
verk komið nokkuð áleiðis.
Krapstíflur — víti sem
varast skal.
I stórhríðum og frosthörkum
hefur reynzt hið versta verk að
verjast krapstíflum við inntak
þrýstivatnspípu Laxárstöðvar-
innar. Stundum hefur vatn þrot
ið svo af þeim sökum, að straum
laust hefur orðið um stundar-
sakir. Til að reyna að fjTÍr-
byggja áð svo geti einnig farið
um nýju virkjunina, verður
nýja stíflan nokkuð frábrugðin
þeirri eldri, og eru breytingarn-
ar gerðar með hliðsjón af
þeim rejmslu sem fengizt hef-
ur \úð Laxá.
Ein stærsta þrýstivatns-
leiðsla í heimi.
Frá stíflunni austanverðri
verður lögð 350 metra löng
þrýstivatnspípa úr timbri niður
gljúfrið að vatnsjöfnunarturni,
sem reisa skal á gljúfurbarmin-
um ofan við stöðvarhúsið nýja.
Leiðsla þessi verður e. t. v.
stærsta þrýstivatnsleiðsla heims
ins eða a. m. k. í tölu þeirra
stærstu. Hún verður 4 metrar
í þvermál.
Úr. vatnsjöfnunartuminum
rennur vatnið um 40 m langa
stálpípu að stöðvarhúsinu, en
þar verður sett niður ein véla-
samstæða, sem framleiðir 12
þús. hestafla orku.
Verkið hafið áður en
voraði
Vinna við Laxárvirkjunina
nýju hófst í vetur um mánaða-
mótin marz-apríl. Vetrarríki var
þá enn mikið í Þingeyjarsýslu
og olli það töfum við ýmsar
undirbúningsframkvæmdir. Mik-
ill snjór var enn á vegum, og
dráttarvélar og sleðar aðaltækin
til aðdrátta. Voru verkamenn
frá Brúum tvo daga að komast
til Húsavíkur með ökutæki sín,
leið sem venjulega er farin í bif
reið á skemmri tíma en einni
klukkustund sé vegurinn góður.
Á kvöldin fóru verkamennirn-
ir í skíðaferðir, enda var sam-
felld skíðabrekka frá heiðar-
brún og ofan að skálunum við
ána.
70—80 manns vinim að
framkvæmdunum.
I fyrsta vinnuflokknum voru
aðeins 15 meim. Byrjuðu þeir
á vegagerð og að sprengja og
grafa fyrir stíflunni. Vinna
var aðallega unnið að því að
sprengja fyrir stíflunni, þrýsti
vatnspípunni og stöðvarhúsinu.
Bráðabirgðastífla úr grjóti og
timbri hefur verið sett í ána
til að veita henni frá austur-
bakkanum þar sem unnið er að
hinni varanlegu stíflu. Byrjað
var að steypa undirstöður kring
um 10. júlí og 18. s.m. var búið
að slá upp mótum fyrir stífl-
unni í gljúfurbarminum aö aust
anverðu við ána.
Hér á mjTidinni sjást skálar fólksins, sem vinnur að virkjunar-
framkvæmdunum. Svefnskálinn er til hægri,
hófst þó ekki í stórum stíl fyrr
en í byrjun maí. Hefur starfs-
mönnum verið að smáf jölga síð
an og nú munu 70—80 manns
vinna hjá Brúum vegna þessara
framkvæmda.
Aðallega unnið að
sprengingum.
Fram um miðjan júlímánuð
Annar vatnsvarnargarður hef-
ur verið byggður neðar í gljúfr
inu, þar sem reisa á stcðvar-
hús. Hann hefur þó ek’ki komið
að fullum notum því mikið vatn
hefur komið upp í húsgrunnin-
um, seytlað gegnum grýttan og
sendinn árbakkann. Veldur það
skiljanlega miklum erfiðleikum
við húsbygginguna.
Stoð h.f. annast fram-
kvæmdirnar.
Byggingafélagið Stoð h. f.
Reykjavík hefur tekið að sér
þessar framkvæmdir. Verkfræð-
ingur félagsins á staðnum er
Eyvindur Valdimarsson, yfir-
verkstjóri Gísli Þorleifsson og
yfirsmiður Guðleifur Guðmunds
son. Að hálfu Rafmagnsveitna
ríkisins hafa verkfræðingarnir
Eiríkur Briem og Sigurður Thór
oddser. yfirstjórn verksins með
höndum, en Rögnvaldur Þorláks
son, byggingaverkfræðingur,
annast daglegt eftirlit með fram
kvæmdunum.
Skálabyggingar hjá
Brúum.
Vistarverur verkamanna, og
annars starfandi fólks við fram
kvæmdir þessar, eni tveir all-
stórir skálar byggðir úr timbri.
Annar er svefnskáli, hólfaður
sundur í 4 manna klefa, en í
hinum skálanum er borðsalui'.
eldhús. herbergi starfsstúlkmi.
og skrifstofa.
KÞ stofnar útibú hjá
virkjuninni.
Þá hefur Kaupfélag Þingey-
inga á Húsavik nýlega reisf
timburhús hjá Brúum, og opn-
aði þa.r verzlunarútibú um miðj
an júlí í sumar. Otibússtjóri er
Egill Jónasson frá Húsavík.
Raforkan frá Laxá aukin
mn y3.
Eins og fyrr segir verður
orka hinnar nýju virkjunar 12
þúsund hestöfl og eykst þá raf-
orkan frá Laxá um % því raf-
veitan, sem þar er fyrir, hefur
aðeins 6 þús. hestafla orkp.
Reyndist það vera allsendis ó-
nóg raforka fyrir Akureyrarbæ
hvað þá næstu sveitir og kaup-
tún.
Vinna er hafin við lagningu
háspeimulínunnar frá Laxá ti!
Akureyrar og hafa straurar
verið reistir frá Skjálfanda-
fljóti og upp á Vaðlaheiði. Verð
ur því verki væntanlega lokið
í sumar, en vír og einangrun-
um komið fyrir næsta sumar.
I sumar verður byrjað að
leggja raflínur heim á bæi i
Aðaldal, en gert er ráð fyrir
að sveitirnar frá Laxá vestur
að Eyjafirði fái rafmagn frá
hinu nýja orkuveri, og auk
þess Húsavík, Hjalteyii og Dal-
vík.
Gert er ráð fyrir að nýja
virkjum'n verði tilbúin til notk-
unar haustið 1952, én þó því
aðeifls að framkvæmdir tefjist
ekki vegna slæmrar veðráttu,
vélar til stöðvarinnar verði af-
hentar í tæka tíð o. s. frv.
Um kostnaðarhlið þessara
framkværnda er það helzt að
segja, að þegar ákveðið var að
hef ja þiær var kostnaðurinn áætl
aður ca. 44 milljónir króna. Síð
an hefur dýrtíð aukizt gífur-
lega og því óhætt að fullyrða
að kostnaðurinn fer langt fram
úr þeirri áætlun, sem upphaf-
lega var gerð. A. K.
Stöðvarhús og þrýstivatnsleiðsla Laxárvirlíjunarinnai, sem byggð var á árunum 1938—1939.