Þjóðviljinn - 02.08.1951, Síða 8
Fimmtudagur 2. ágúst 1951 — 16. árgangur — 173 tölublað
Lítil veiði fyrir norðan enn
íslendingum er bannað að byggja yfir sig. Á síðasta alþingi
beygðu þingmenn marsliallflokkanna sig fyrir bandarísku vald-
boði um að leyfa ekki einu sinni byggingar smáíbúða yfir ís-
lendinga. — Aðeins herraþjóðiu, Bandaríkjamennirmr á Kefla-
YÍk'urflugvelli mega byggja yfir sig á íslandi —ótakmarkað.
Á mánudaginn var birtir Vísir eftirfarandi frá hernámsstjóra
Bandaríkjaima: „Yfir 3000 lestir af byggingarefni og efni til
húsagerðar fyrir varnarliðið hafa nú verið flutt hingað . . . í
gufuskipinu Minot Victory". — Islendingar fá ekki að byggja
sér íbúðir, en þeír fá að skipa upp byggingarefni fyrir herra-
þjóðina — og er myndin hér að ofan frá því staríi.
Próf. Niels Bohr kominn
Flytur annað kvöld fyrirlestur um kjamorkuvísmdi
í hátíðasal háskólans
IIuui heimskunni vísindamaður, prófessor Niels Bohr, kem-
i:r hingað í dag með Gullfossi. Haun kemur hingað í boði
Háskóla íslands og flytur á morgun kl. 8.30 fyrirlest'ur í hátíða-
sal háskólans. Nefnír hann fyrirlesturinn: Frumeindirnar og
þekldug vor. Fjállar fyrirlesturinn um náttúrulögmál þau cr
kjarnorkurannsókmr hafa leitt i ljós og hvernig hægt er að
liagnýta hina nýju þekkingu.
Fára á síldveiSar
eftir helgina
Vestmannaevjum. Frá
fréttaritara Þjóðviljans.
Bjarnarey kom í gær með
263 tonn af karfa til bræðslu,
eftir 12 daga túr. Nú fer tog-
arinn til aðgerðar í slipp, en
síðan mun hann sennilega fara
á ísfiskveiðar.
Aðeins tveir Vestmannaeyja-
bátar hafa stundað rekneta-
veiðar og aflað fremur lélega,
en eftir þjóðhátíðina munu
margir bátar fara á síldveiðar
með reknetum hér sunnanlands.
Vesksmiðjan á Raufarhöin hefur fengið 65 þús mál
í bræðslu og saliað hefur verið þar í Í3 þús. tn.
Siglufirði. Frá frétta-
ritara Þjóðviljans.
I nótt fengu nokkur skip afla,
Jón Valgeir var hæstur með
600 mál og tunnur.
í dag var gott veiðiveður en
þoka á miðunum, og í kvöld
sér hér ekki á milli húsa fyrir
þoku.
I kvöld fréttist þó af nokk-
urri veiði, Ásþór frá Seyðis-
firði fékk í einu kasti 800 mál.
Jörundur mun lrafa fengið 350
og Sæhrímnir frá Papey 300
mál út af Langanesi.
Raufarhöfn. Frá frétta-
ritara Þjóðviljans.
Sæhrímnir fékk 800 mál út
af Digranesflaki, sem er sunn-
an Langaness. Það mun hafa
verið fyrsta síldin sem vart
varð i dag.
Alls hefur verksmiðjan hér
fengið 65 þús. mál í bræðslu
Þjéðhátíð Vestmannaeyja verður
3.-4. þessa mánaðar
Vestmannaeyjum. Frá fréttaritara Þjóðviljans.
og verið saltaðar hér um 13
þús. tunnur. I nótt voru saltað-
ar um 400 tunnur. Fá skip eru
nú í höfninni og engin með
síld.
Nor^kt 900 tonna skip kom
hingað með tómar tunnur í dag’
og Tröllafoss kom eirrnig með
töluvert af tunnum og flytur
noraka skipið þær í land.
Vaxmyndasafnið or opið í Þjóð-
minjasafninu alla daga kl. 1—7 og
8—10 á sunnudösrum.
Sigurður Nordahi
sýnir íþrótta-
kvikmyndir
I kvöld kl. 7 sýnir Sigurður
Norðdahl í Austurbæjarbíói
kvikmynd sína frá þriggja landa
keppninni í frjálsum íþróttum,
sem fram fór í Osló í sumar.
Þulur verður Sigurður Sigurðs-
son Jafnframt mun hann einnig
sýna myndir frá ýmsum helztu
iþróttaviðburðum síðustu ára
svo sem Lingiaden og Finlands
Fesespel.
lUðÐVmiNN
Hin árlega þjóðhátíð Vestmannaeyja verður dagana 3.—4.
þ. in. Þjóðhátíð Vestmannaeyinga er löngu landsknnn, dagarnir
þegar allir Vestmannaeyingar, ungir og gamlir, flytjast „upp í
dal“ og búa þar í tjöldum liátíðardagana. Eins og undanfarín
ár sækir væntanlega töluverður fjöldi Reykvíkinga þjóðhátíðina.
Prófessor Niels Bolir er fædd
ur árið 1885 í Kaupmannahöfn,
sonur prófessors Kristian Bohr.
I fylgd með prófessor Bohr
hingað til íslands er kona hans,
frú Margrethe Bolir, fædd Nor-
lund.
Niels Bohr varð prófessor í
eðlisfræði við Kaupmannahafn-
arháskóla árið 1916, hlaut
Nobelsverðlaunin 1922, er heið-
ursfélagi í óteljandi vísindafé-
lögum, auk þess sem hann er
heiðursdoktor við marga er-
lenda háskóla. Prófessor Niels
Bohr er forseti danska vísinda-
félagsins, þar scm prófessor
Sigurður Nordal er m. a. með-
limur. Meðal ncmenda prófess-
ors Bolirs er Islendingurinn
Þorbjörn Sigurgeirsson.
Prófessor Bolir er heimsfræg-
ur fyrir atómrannsóknir sínar.
Með grein sinni ,,Opið bréf til
Sameinuðu þjóðanna" 9. júlí
1950 lagði hann allt kapp á að
opna augu heimsins fyrir því,
hve nauðsynlegt það væri fyrir
allar þjóðir að skiptast á gagn-
kvæmri fræðslu til eflingar
friðsamlegri samvinnu.
Erlenclir ferða-
memi flestir í
sumar
Á þessu sumri hefur komið
töluvert meira aí erlendum
ferðamönmim til Islands en
undaníar'm ár, samkvæmt upp-
lýsingum Ferðaskrifstofu rík-
isius.
Stærsti hópurinn kom með
brezka skemmtiferðaskipinu
Caronia 9. f. m. sá naaststærsti
voru norrænu konurnar er
Frarnhald á 7. síðu.
Niels Iíohr.
Prófessor Niels Bohr býr nú
ásamt fjölskyldu sinni i heið-
ursbústað á Carls)x“rg, sem
Nýi Carlsbergsjóðurinn lætur
einn af fremstu vísindamönnum
Dana hafa til umráða.
Prófessorinn og kona hans
munu búa í danska sendiráðinu
meðan þau dvelja liér á landi.
Eins og að undanförnu efnir
Verzlunarmannafélag Reykja-
■víkur til fjölbreyttra skemmt-
ana um verzlunarmannahelgina
Hátíðin hefst kf. 1,30 á laug-
ardaginn með þvi að Lúðrasveit
Vestmannaeyja undir stjórn
Oddgeirs Kristjánssonar leikur,
en því næst setur Vigfús Ól-
afsson kennari þjóðhátíðina
með ræðu. Kl. 2,15 hefst í-
þróttakeppni, stangarstökk og
Reknetahátarnir
fá reitingsafla
Um 30—40 bátar allt frá
Þorlálcshöfn til Akraneas og
bæjunum á svæðinu þar á milli
stunda nú sildveiðar með rek-
netum. og fá reitingsafla og
allmisjafnan, en samtals hafa
þeir landað töluýerðum nfla.
Hefur hann yfirleitt farið í
bræðslu, en einnig er farið að
frysta síldina til beitu.
í Tivoli og er til alls vandað
að þessu sinni í tilefni af því,
að Verzlunarmannafélagið varð
Fiamhald á 7. siðu,
100 m hlaup. Þá «\7erður lilé til
kl. 4 en þá flytur Steingrímur
Benediktsson kennari ræðu,
lúðrasveitin leikur og íþrótta-
austur með Hofsjökli.
Páll lagði af stað þriðjudag-
inn 17. júli með fólk í þrem
bilum. Var farið norður Kjöl
til Akureyrar og að Mývatni.
Þaðan haldið suður í Ódáða-
hraun. Laugardaginn 21. þ. m.
er þejr voru komnir í Dyngju-
fjalladal gerði stórhríð svo þeir
urðu að sitja þar um kyrrt
fram á miðjan mánudag og
hlaða skjólgarða kringum tjöld-
in, cn þá fór að rigna og varð
enginn farartálmi að snjó. Var
þá lialdið inn að Vatnajökli og
gengið á jcikulinn austan við
Kistufellið. Það var farið norð-
ur fyrir Öskju og ekið upp í
Öskjuopið þangað sem aðeins
var 2ja stunda gangur að
Öskjuvatni. Síðan var farið
norður í Herðubreiðarlindir,
ætluðu nokkrir aó ganga á
Nýr þjéðhátíðar-
söngur
Vestmannaeyjum. Frá
fréttarstara Þjóðviljans.
í dag kemur út hér í Vest-
mannaeyjum uýtt þjóðhátíðar-
lag sem Odclgeir Kristjáusson
hefur samið. Textann hefur Ási
í Ræ ort
Herðubreið en fengu þoku. Ekki
var hægt að fara yfir Lindaá
þar sem áður hefur venjulega
verið farið, en Jcfkulsá fellur
nú upp að hrauninu svo þar er
ófært og urðu þeir að fara
sunnar. Var þá haldið að Gríms-
stöðum á Fjöllum og hafði
hópurinn þá verið viku í ó-
byggðum. Siðan var haldið
lieim. Bílstjórar með Páli
voru Olfar Guðjónsson og Olf-
ar Jacobsen.
Á laugardaginn kcmur legg-
ur Páll af stað í 9 daga ferð.
Verður fyrst farið í Kerlingar-
fjöll og dvalið þar í tvo daga,
en því næst tý'ió austur með
Hofsjökli að sunnan og farið í
Nautaliaga og Árnarfell. lleim-
leiðis Verður farið með Þjórsá
niður í Þjórsárdal.
Fiölreyfí hátsðahöld Verzlimar-
Til háfíðahaldanna er vandað í tilefni af 60
afmæli félagsins — Hátíðahöldin fara frant la
ardag, sunnudag og mánudag í Tívolí eins og á
— Ferðir á 15 mínútna fresti frá
Búnaðarbankahúsinu
Framhald á 7. síðu.
Páil Arason var veðurtepptur í byl í
Ódáðahrauni
Fer á laugardagínn í 9 daga ferð til Hofsjökuls
Páll Arason, hinn landsknnni liílstjóri í ferðum um óbyggð-
irnar, er nýkominn úr 13 daga ferð til Ödáðahrauns. Á Dyngju-
'jalladal varð hópurmn veðurtcpptur í byl frá laugardeg} ti!
rnánudags, en annars var veður gott.
Á laugardaginn leggur liann at' stað í 9 daga óbyggðaferð