Þjóðviljinn - 18.08.1951, Blaðsíða 3
Laugardagur 18. ágúst 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Öngþveiti haftakerfisins
Marklausar blekkingar fjárhagsráðs
Fjárhagsráð hefur birt í
Mbl. og Alþbl. og sent Þjóðvilj-
anum til birtingar athugasemd
ut af frásögn Þjóðviljans s.l.
miðvikudag af stöðvun gjald-
eyrisyfirfærslu fyrir byggingar-
efni.
IJt af þessu skrifi Fjárhags-
ráðs vill Þjóðviljinn taka fram:
Það sem Fjárhagsráð segir
um útgefin innflutningsleyfi í ár
og samanburður þessi við fyrra
'ár gefur ékki á nokkurn hátt
rétta mynd af innflutnings-
magninu, þar sem svo gífurleg
verðhækkun hefur átt sér stað
siðan í fyrra á öllum bygg-
ingarvörum, eins og Fjárhags-
ráð neyðist til að viðurkenna.
Koilvarpar þessi sta'ðreynd, sem
Fjárhagsráð kemst ekki undan
að játa, öllum útreikningi hins
vísa ráðs, er átti að sanna að
ástandið í innflutningi bygg-
ingarefnis hefði ekki farið versn
andi í ár.
Hefði Fjárhagsráð viljað gera
almenningi gleggri og réttari
grein fyrir þessari hlið málsins
bar því vitanlega að gefa upp-
lýsingar um það magn sem
hægt var áð flytja inn í ár og í
fyrra. Af eðlilegum ástæðum
forðast Fjárhagsráð að minnast
á það.
Þá liggur það í augum uppi,
að útgefin leyfi og mögulegt
innflutningsmagn út á þau,
skiptir ekki meginmáli í þessu
sambardi. Innflutningsleyfi
segja ekkert út af fyrir sig um.
hve mikið byggingarefni hefur
verið flutt til landsins. 1 ein-
okunar- og haftakerfi ríkis-
stjórnarinnar er önnur stofnun,
sem segir til um gjaldeyrisvfir-
færsluna sjálfa og ræður henni
að nafninu til, þótt hið raun
verulega vald sé hjá Fjárhags-
ráði, einnig í því efni.
Þessi stofnun er „millibanka-
nefndin“. Þáð er hún sem form-
lega hefur stöðva'ð yfirfærslu
á gjaldeyri fyrir byggingarefni,
og engum sem til þekkir kemur
annað iil hugar en sú ákvörðun
sé tekin í fullu samráði við yfir-
stjórn alls hagkerfisins, Fjár-
hagsráð sjálft.
Hin svokölluðu .,levfi“ Fjár-
hagsráðs eru því lítils virði.
þau_eru einskonar ávísanir, með
an sá angi hagkerfisins, sem að
nafninu til ræður yfirfærslu
gjaldeyrisins, þótt undir raun-
verulegri yfirstjóm Fiárhags-
ráðs sé, neitar um yfirfærslu
þess gialdevris sem á a'ð fara
til greiðslu á viðkomandi vöru-
tegund .
Þótt ótrúlegt megi virðast
byggir .millibankanefrrdin' stöðv
unina á gjaldevrisvfirfærslu fvr
ir bvggingarefni á þeirri rök-
semd að enginn gjnldevrir sé
til. Stangast betta óneitanlega
heldur óbvrmilega. á við steig-
urlátar yfirlýsingar Bjöms ÓI-
nfssonar viðskiptamálaráðherra
á frídegi verzlunarmanna. En
eins og menn roinnast. lýst.i ráð•
herrann því þá yfir nð hér eft.ir
mvndi verða hægt að fullnægia
allri eðlilegri eft.irsnurn um yf-
irfærslu á gjaldeyri.
'En sé gengið út frá því, að
,,millibankanefndin“ hafi rétt
fyrir sér, að um þrot sé að
'ræða á gjaldeyri fyrir leyfisvör-
um eins og byggingarefni o. fl.
hverju myndi það þá að kenna ?
Engu öðru en því, að ríkis-
stjórnin hefur, með fullu sam-
þykki yfirstjómar fjárfesting-
ar- og gjaldeyrismálanna, Fjár-
hagsráðs, ráðstafað stórum
hluta gjaldeyristeknanna til inn
flutnings á rándýrum ónauðsyn-
legum lúxusvörum og skrani.
sem heildsalar og bátagjalideyr-
isbraskarar græða of fjár á.
Eða hversvegna skyldi Fjár-
hagsráð og ríkisstjórn á sínum
tíma hafa undanskilið jafn bráð
nauðsynlega vöru og bygging-
arefni er þegar frílistavörurnar
voru ákveðnar?
Einfaldlega vegna þess að
Fjárhagsráð og rikisstjóm taldi
sér skylt að halda aftur af
byggingaframkvæmdum lands-
manna og hafði undirgengist
þjónshlutverkið í því efni hjá
hinum bandarísku yfirboðurum.
Þegar bátagjaldeyririnn vai
ákveðinn og gengið var frá fxi-
listanum, en byggingarefni und-
anskilið og því haldið áfram
sem leyfisvöru, var það gert
með fullu samþykki Fjárhags-
ráðs, sem var ráðunautur rík-
isstjórnarinnar í öllu því, er að
ákvörðunum í þeim málum laut.
Með því að standa að þessu
fráleita fyrirkomulagi, hefur
Fjárhagsráð tekið á sig beina
ábyrgð á öllum þeim hindrun-
um, sem eru í vegi byggingar-
iðnaðarins, og alveg jafnt þótt
sú undirstofnun þess, sem nefn-
ist „millibankanefnd", hafi að
nafninu til það hlutverk að
stöðva yfirfærslu gjaldeyris
fyrir efnivöru til bygginga.
Öngþveitið sem nú ríkir í
þessum málum öllum er því bein
sök Fjárhagsráðs og ríkisstjórn
arinnar. Og sá skilningsskortur,
sem virðist rikjandi hjá hinni
virðulegu stofnun og fram kem-
ur í niðurlagi athugasemdar
hennar, er vægast sagt aumleg
tilraun til að blekkja almenn-
ing. Eingum kemur annað til
hugar en Fjárhagsráði sé sjálfu
fullljóst að bátagjaldeyrisbrask-
ið og innflutn'/igur algjörlega
ónauðsynlegrar vöru, vöru, sem
framleidd er af íslenzkum hönd-
um í landinu sjálfu, hljóti að
draga til sín verulegan hluta
gjaldeyrisframleiðslunnar og tor
velda þannig möguleika á inn-
flutningi þeirrar vöru, sem inn-
flutnings- og gjaldeyrisleyfi
þarf fyrir, sbr. byggingaefni o.
fl.
Öll er athugasemd Fjárhags-
ráðs tilraun til að villa og
blekkja og gera aukaatriði
þessa máls að aðalatriðum. Það
sem máli skiptir er að bygg-
ingavöruinnflytjendum er nú
neitað um yfirfærslu alls gjahl-
eyris og stöðvun á vinnu við
íbúðabyggingar og aðrar bygg-
ingaframkvæmdir á Islandi er
yfirvofandi af þeim sökum. Op-
inberri stofnun, eins og Fjár-
hagsráði, hefði sannarlega ver-
ið sæmra að viðurkenna hrein-
lega þessa staðreynd og þau af-
glöp sem eru undirrót hennar,
heldur en grípa til útúrsnúnings
eins og auðsæri’a blekkinga,
eins og gert er í athugasemd
þess,
„ATHUGASEMD“
FJÁRHAGSKÁÐS
„Þjóðviljinn 15. þ.m. segir í
grein á 1. síðu m. a.:
„Nýlega hefur Fjárhagsráð
Framhald á 7. síðu.
Brosleg kynning á leikbruSum Bandaríkjaáróðursins
Hestbaksreið, biskví verksmiðj ur, skíða-
ferðir og spilið bridge helztu áhugamál
íslenzkra „verkalýðsforingj aw
Ekki er haft jafnmikið við
alla Islendinga sem fara í lysti
reisur til útlandsins.
Þó má telja víst að ekkert
hafi verið til sparað þegar
Bandaríkjastjórn býður heirn
íslenzkum verkalýðsforingjum
(svonefndum) og þeir koma
aftur lesandi og uppritandi jafn
timburmannslegar yfirlýsingar
og Finns Jónssonar & co. Eng-
inn mun hafa furðað sig á þvi
þó Ingimundur Gestsson, gáfna-.
fars vegna og stjórnmálaskoð-
ana, fyndist stjórnarfar Banda-
ríkjaauðvaldsins aðdáanlegt,
hitt kom þó ýmsum á óvart að
Finnur Jónsson, Helgi Hannes-
son og Sæmundur Ólafsson
skyldu láta telja sér trú um að
Truman og auðhringir Banda-
ríkjanna séu að framkvæma
sósíalismann í laumi vestur
þar, einstaka flokksbróðir
þeirra liér heima í broddahóp
Alþýðuflokksins telur þó væn-
legra til fylgis og varlegra að
láta svo annað veifið aö hugs-
anlegt sé betra þjóðskipulag en
auðvaldsþjóðfélagið í sinni
bandarísku mynd. En í vimu
vesturfararinnar miklu hafa
Finnur, Helgi, Sæmundur og
kumpánar varpað af sér öllu
sem minnir á sósíalisma eins
og vetrarsnjáðum yfirbótarfeldi
og dýrð bandaríska dollarsins
ríkir ein í þeirra uppljómuðu
sálum.
* ★ *
Enda er ólíkt upphafnara fyr
ir þessa menn að ganga úr
einni veizlunni í aðra hjá
bandarískum burgeisum en að
bagsa við íslenzkan verkalýð
sem hefur allt aðrar skoðanir á
blessun og dýrð auðvaldsskipu-
lagsins en Alþýðuflokksbrodd-
arnir. Hvort það er munur fyrir
Helga Hannesson að geta gefið
sér smáfrí frá vanþakklátum
hafnfirzkum verkamönnum, Sæ-
mund að þurfa ekki að hugsa
um hvernig eigi að berjast gegn
nýju vökulögunum, án þess að
það verði alltof opinbert, og
uppfylla samningana úr sam-
fylkingu Alþýðusambandskosn-
inganna svo að svik Alþýðu-
flokksbroddanna við hagsmuna-
mál sjómanna verði ekki allt
of áberandi; fá hvíld frá á-
hyggjunum af kexdeiginu. Eða
þá Finnur Jónsson, að þurfa
ekki í nokkrar vikur að hafa á-
byggjur af þvl hvernig hægt sé
að ]áta sýnast að hann geri eitt-
hvað sem forstjóri Innkaupa-
stofnunar í’ikisins. Og aði’ar þær
áhyggjur sem þjaka þá verka-
lýðsforingja, sem í verkalýðs-
málunum standa í innilegri sam
vinnu við ósvífnustu og smáskít
legustu andstæðinga alþýðusam
takanna.
Og svo virðist sem banda-
rísk stjórnarvöld hafi einhvern
veginn kunnað miklu betur að
meta þessa islenzku vei’kalýðs
foringja en alþýðan heima á Is-
landi. Sem dæmi má nefna að
gefin var út svolítil bók um
þá, að sjálfsögðu eftir upplýs-
ingum þeirra sjálfra, þar sem
gestgjöfum þeirra var skýrt
fi’á ævisögu hinna sex marg-
reyndu verkalýðsleiðtoga og
ymprað á helztu áhugaefnum
þeirra, svo auðveldara yrði um
fullnægingu persónulegra óska.
Sumt af þessu getur einhverj-
um landa þeirra þótt fróðlegt,
því heima fyrir eru Islendingar
Isfirzki verkfallsbrjóturinn.
vel flestir svo dulir að þeir eru
ekkert að auglýsa persónuleg
áhugaefni sín. Einnig varpa
fiumar þessar upplýsingar nefnd
armanna ljósi yfir tilgang far-
arinnar (frá þeirra sjónarmiði)
og eru því ekki alls ómerkar
fyrir sögu verkalýðshreyfingar-
innar.
* ★ *
Bæklingurinn nefnist „We
would like you to meet“ —
Vér vildum gjarna að þér
kynntust" og er framan á teikn
ing af manni standandi á
Evi’ópu, sem tekur ofan svipað
og Bjarni Ben., fyrir Banda-
ríkjamanni, og réttir sá aðra
hönd yfir Atlanzhafið þvert en
stingur hinni í vasann, að því
er bezt ver'ður séð. Mun þetta
eiga að tákna bandaríska herra
þjóðarmannasiði og evrópska
virðingu fyrir vestrinu. Aftan
á er bandarískur áróður og
vörumerki með áletrun': „Styrk
ur handa frjálsa heiminum frá
U.S.A.“
Þegar við er flett birtist opna
ein mikil með yfirskrift: „The
Icelandic Trade Union Team“,
íslenzki verkalýðsfélaga (för-
ingja) hópurinn, og k'oma þar
myndir og ævisögur foringj-
anna, Ingimundur Kristinn
Gestsson er með feimnislegt í-
haldsglott. Helgi og Finnur
skælbrosandi í hægrikratastíl,
en Sæmundur, Hálfdán og Guð-
mundur Sigtrygsson ljóma af
alvöruþunga verkalýðsforystu
sinnar.
★ ★ *
Um vei’kalýðsforingjann
Guðmund Sigtryggsson fær
herraiþjóðin þær athyglisverðu
upplýsingar að liann sé ekki
nema 29 ára og starfi sem
stendur í mjólkurafurðatil-
reiðslumiðstöð í Reykjavík og
fáist einkum við mjólkurdreif-
ingu. Hann hafði reyndar byr jað
að vinna tíu ára strákur á
bóndabæ. Nú sé hann meðlimxir
Dagsbrúnar og hafi meiia að
segja átt sæti í miðstjórn sam-
bands íslenzkra vei’kalýðsfélaga
í síðastliðin þrjú ár. Einhlcyp-
ur sé hann að vísu og aðalá-
hugamál hans í tómstundum að
spila bridge. Dveljandi í Banda-
ríkjunum langi hann að rann-
saka mjólkurdreifingu þar cg
búskap, iðnaðarframleiðslu að-
ferðir, vinnu- og þjóðfélagcað-
stæður, sambúð verkamanna og
atvinnurekenda og T.V.A.
(Þeir vilja allir fá T. V. A.
en það þýðir ekki, Tóbak, Vín,
Aðhlynning, eins og þeir héldu,
heldur Tennessee Valley Auth-
ority).
* ★ *
Verkalýðsforingi Háfdán
Sveinsson er hinsvegar 43 ára
og þar að auki frá Akranesi,
barnaskólakennari þar, og
reyndar bj»rjaði hann að vinna
í síld tíu ára hnokki. Auðvitað
sé hann í Verkalýðsfélagi Aki’a-
ness, fomnaður þess í 17 ár, cg
hafi meira að segja verið tím-
um saman í miðstjórn ALþýðu-
sambandsins. Kvæntur er Hálf-
dán og fjöguxra barna faðir og
hefur mest gaman að bók-
menntum og spilar bridge í tóm
stundum . Dveljandi í Banda-
ríkjunum langar hann að sjá
og stúdera fiskiðnað vorn,
barnaskóla, iðnaðarframleiðslu-
aðferðir, vinnu- og þjóðfélags-
aðstæður, sambúð verkamanna
og atvinnurekenda og svo auð-
viðtað T.V.A.
* ★ ★
Verkalýðsforingi Helgi Hann-
esson er líka 43 ára cg er
hvorki meira né minna en
borgarstjóri í Hafnarfirði og
nú forseti Alþýðusambandsins
Hann var ekki alveg eins biáo-
þroska og^ hinir tveir, var t.d.
orðinn Í3 ára jþegar hann
byrjaði að taka til hendinni í
fiskiðnaðinum. Hann hefur
lengi látið að sér kveða i veika.-
lýðshreyfingunni og setið í
öllum þessum embættum: Rit-
ari verkalýðsfélags í Hnífsdal,
forseti verkalýðsfélaga ísafjarð
ar, í’itari Vesturstrandarhéxaðs-
verkamannasambandsins.
Kvæntur auðvitað, á tvö böra,
tómstundaiðja hans er bil-
keyrsla og skíðaferðir. í Banda-
ríkjunum -ætlar hann að sjá og
stúdera fiskiðnað, iðnaðarfram-
leiðsluaðferðir, vinnu- og þjóð-
félagsaðstæður og sambúð
verkamanna og atvinnurekenda.
Að ógleymdu T.V.A.
* ★ ★
Verkalýðsforingi Finnur
Jónsson er orðinn 56 ára, for-
stjóri innkaupadeildar rikis-
stjórnarnnar og þingmaður.
Hann er brautryðjandi vcrka-
lýðsfélaga sem gegnt hef-
ur hvorki meira né minna en
þessum embættum: Ritari
verkalýðsfélags á Akuiæyxi,
Framhald á 6. síðu. j