Þjóðviljinn - 28.08.1951, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.08.1951, Blaðsíða 3
- Þriðjudagur 28. ágúst 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3 ^^*^*******^*^*******^*^*^*^*^^**^^^** wwwwwwwwjwwwtwwjwwwi ÍÞRÓTTIR RITSTJÖRI: FRÍMANN HELGASON KAPPLIÐ ÚTLAGA 1950, — Aftari röð f.v.: Arinbjörn Kristins- son, Skúli Ingibergsson, Einar Halldórsson, Björgvin Torfason, Gísli Guðlaugsson, Einar Torfason, Karl Guðlaugsson. — Fremri röð: Jón Þorsteinsson, Anton Grímsson, Alfreð Karlsson, (markv.) og Leifur Þorbjörnsson. Umf. Máni, Nesjum, vann íþróttamót Austur-Skaftfellinga Sunnudaginn 22. júlí síöast liðinn hélt U. M. S- Ulfljótur í A-Skaftafellssýslu héraðsmót sitt á Hcfn í Hornafirði. ; „Útlagar44 1 byrjun júní s.l. var lagt upp í knattspymuferðalag frá Reykjavík. — Farartækið var ekki mótorbátur eða hestvagn eða fæturnir eins og þegar Vest mannaeyingar komu fyrst á ís- iandsmót til Reykjavíkur. Nei, ónei flugvél og ekkert annað var það sem svona flokkur not- ar, enda yfir haf að fara og tii annars lands þ.e.a.s. til Vest- mannaeyja. Þó þáð hafi dreg- ist að segja frá þessum við- burði þá er hann einn af þeim sem alltaf er frétt. Hvaða flokkur var þetta? 1 fyrsta lagi er þetta knatt- spyrnuflokkur sem þó er hvergi „registeraður". Hann er því eig inlega ekki til. Þó eru þetta rúmlega 11 menn, og þeir nokk uð sundurleitir, og næsta óiík- ir bæði aldur og útlit. — Sum- ir eru nær fimmtugu en aðrir rúmlega fermdir. Sumir eru feit ir og bústnir, sem þjálfunin hefur ekki unnið á. Aðrir eru grannir og magurleitir. Þar virðist þjálfunin hafa lagað a. m. k. allt spik og jafnvel svo- lítið meira. — Svo eru enn aðr- ir sem eru nokkurnvegin „norm al“. Eitt hafði flokkurinn þó sameiginlegt, og það var einlæg ur hlýhugur til landsins sem fara átti til — Vestmannaeyja. Þetta voru sem sagt gamlir klifurfuglar, beitustrákar, sjó- arar, sem ýmist eru fæddir og uppaldir í Eyjum eða hafa dval- ið þar langdvölum, ei) telja sig nú i útlegð, og kalla sig því „Utlaga“ og búa nú í Rvík. — Geta má nærri hve spenn- ingurinn hefur verið í Eyjum er sveit þessi var að Koma til keppni við hina gömlu góðu á^a Þór og Tý, en allir höfðu fengið sín fyrstu spörk í þeim félögum. Að sjálfsögðu var reynt að halda öllu levndu um styrkleika liðsins þrátt fyrir miklar njósnir. Þar kom að leik ur hófst og var þó fyrr í eld- inum, og varð hérguðinn í það í Evjaferð sinn að ganga sigraður af hólmi 2:1. Næsta dag var svo keppt við Tý og þar töpuðu „títlagar“ 2:1. Það þarf ekki að taka það fram að þeir voru Það er engan veginn hægt að segja að fyrri helmingur þessa leiks hafi verið sérlega tilþrifamikill. Hvorugt liðið nær jákvæðum leik, sem gefur þeim marktækifæri. Úti á vellinum kemur þó fyrir haglegur sam- leikur hjá Viking án þess þó að af því skapist véruleg hætta til þess gengur samleikurinn of tregt. Þó setur Víkingur 3 mörk í þessum hálfleik. Fyrsta markið gerír Aðalsteinn Jó- hannsson miðherji eftir alvar- leg mistök hjá Einari Hall- dórs. Nokkru síðar gerir Ásgeir hægri útherji annað mark og síðasta markið gerir Gunnlaug- ur Lárusson með mjög góðu skoti af löngu færi, um 20 m. Þetta skot átti Helgi að verja en hann tók ekki á heilum sér vegna meiðsla í hæl eftir þrí- stökkskeppni í meistaramóti Is- lands. Ekki vel heppileg keppn- isgrein fyrir „dreng“ og það inni í miðju öðru móti! Sem sagt, Víkingar fengu meira útúr þessum leik en efni stóðu til. q, Síðari hálfleikur var sterk- ari af Vals hálfu, sem yfirleitt átti meira í sóknaraðgerðum en Víkingur, sem áttu fá tæki- færi á mark Vals. Það er mikið meiri kraftur í Valsmönnum án þess að taka fram hnitmið- aðan samleik, og jákvæðan. Þessi kraftur gaf þó mörg tæki færi og af þeim voru 3 notuð til að gera mark, var og eitt þeirra úr vítisspyrnu, sem Vík- alveg óvanir vellinum og lofts- laginu. Auk þess sem matar- æðið og öll sú breyting hafði gífurleg áhrif á allan leik þeirra. En flokkurinn fékk þó frábærilega góða dóma og vakti mikla athygli. I rauninni var það líka tilætlunin og höfuðtil- gangur þessarar ferðar „Út- laga“ að vekja æsku Vestmanna eyja til dáða í knattspymu- íþróttinni. Ekkert væri þessum Eyja-kæru „Útlögum" meira gleðiefni en það ef þeir gætu örfað æsku Eyjanna með bein- um og óbeinum stuðningi þó úr fjarlægð sé. Þessir Eyja- menn hafa bætt þarna skemmti legum þætti inn í samstarf byggðafélaga höfuðstaðarins við heimabyggð sína og er gott fordæmi, öðrum byggðafélögum. Með því vinna þeir margþætt. Efla sitt eigið félagslíf og sam- starf, iðka sjálfir íþróttir og lyfta undir íþróttastarfið heima í sínu byggðarlagi. — Nokkru eftir að flokkurinn var í Eyj- um réðu Eyjaskeggjar sér snjall an þjálfara, svo sjá má að þeir ætla að vera við öllu búnir þegar „Útlagar“ sækja þá heim næsta ár. ingar virtust ekki ánægðir með. Var það fyrsta markið og skaut Hafsteinn óverjandi í markið. Gunnar Gunnarsson gerði annað markið og Hafsteinn það þriðja. I báðum liðum var mikið um ónákvæmni í spyrnum og stað- setningum, þar sem undramarg- ar sendingar sem ætlaðar voru samherjum fóru til mótherja. Þarna skortir mjög leikni sem stafar af æfingarleysi. Hreyfing manna og liðsins yfir- leitt var svo ófullkomin að sá sem knöttinn hafði var oft settur í alvarlegan vanda, vegna kyrrstöðu samherja- anna. Það virðist sem menn ætli almennt að vera lengi að skilja þetta. 1 liði Víkings voru beztir Reynir, Bjarni, Gunnlaugur og Einar Pálsson er nú kominn aftur og lék bakvörð og gerði því sæmileg skil. Kristján Ól- afs var sterkur í vörn. I liði Vals voru beztir Gunn- ar Cunnarsson, Gunnar Sigur- jónsson og Hafsteinn, sérstak- lega í síðari hálfleik og sama er að segja um Einar Halldórs- son, hann virtist miður sín til að byrja með. Eftir gangi leiksins og tæki- færum hefði Valur getað unn- ið með eins marks mun. Áhorf- endur voru fáir. —Veður gott og dómarj var Helgi H. Helga- son, sem mátti vera strangari og hreyfanlegri. Veður var ágætt þennan dag, logn og sólskin öðru hverju og hlýtt í veðri. Mótið hófst kl. 3 með keppni í frjálsum íþróttum á íþrótta- velli kauptúnsins. Keppendur voru alls 29 frá 5 félögum. Þessi félög sendu keppendur á mótið: Umf. Máni, Nesjum l'' keppendur, Umf. Sindri, Höfn, 7, Umf. Vísir, Soxðursveit 5, Umf. Hvöt, Lóni 2 og Umf. Valur Mýrum 1 keppanda. Képpt var í 100 m hlaupi, 1500 m hlaupi, 4X80 m boð- hlaupi kvenna, 80 m hlaupi kvenna, hástökki karla og kvenna, langstökki karla og kvenna, þrístökki, kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti. Umf. Máni vann mótið og hlaut 77x/2 stig. Umf. Sindri hlaut 27!/2 stig. Umf. Hvöt hlaut 11 stig. Umf. Vísir 8 stig og Umf. Valur 4 stig. Stigahæstu einstaklingar urðu þessir. Karlar: 1. Rafn Eiríksson (M) 22]A stig 2. Hreinn Eiríksson (M) 17 stig. 3. Þorsteinn Geirsson (H) 11 stig. 4. Þorsteinn Jónasson (V) 7 stig. Konur: 1. Guðrún Rafnkelsdóttir (M) 11 stig. 2. Nanna Lára Karlsdóttir (S) 10 stig. Svava Gunnarsdóttir (S) 3 stig. 4. Ina Wessman (S) 3 stig. Urslit í einstökum greinum urðu þessi: Hvernig á að dæma viljandi hendi Meðal enskra knattspyrnu- dómara hafa að undanförnu farið fram athyglisverðar um- ræður og þær snúist um það hvort ekki beri að dæma viljandi hendur harðara auka- spyrnu. Enskir dómarar hafa veitt því athygli að víða á meginlandi Evrópu og víðar eru þessar viljandi hendur í vax- andi mæli gerðar. Það er ör- uggt segja enskir dómarar að í knattspyrnulögin vanta ákv. sem eru nógu hörð fyrir þess- ar viljandi hendur. Það er æ'ði oft að hættuleg áhl. eru eyði- lögð á þennan hátt, og auka- spyrna frá þeim stað sem brotið átti sér stað er ekki sérlega strangt. Sumir álíta að eina leiðin til að stöðva þessa óafsakanlegu framltomu sé að lögleiða fyrir það vítisspyrnu hvar sem það á sér stað á vell- inum. — Aðrir- telja að aðvör- un við fyrsta brot og brott- rekstur við annað.brot sé betri framkvæmd og muni hafa svip- uð áhrif og vítisspyrnan. 100 m hlaup 1. Sigurjón Bjarnason (M) 12,0 sek. 2. Rafn Eiríksson (M) 12,0> sek. 3. Jón Arason (Val). 1500 m hlaup 1. Þorsteinn Geirsson (H) 4 mín 47,0 sek. Nýtt Ulfljótsmct. 2. Rafn Eiríksson (M) 3. Jón Arason (Val). 4x80 m boðhlaup kvenna, 1. Sveit Mána. 2. Sveit Sindra. 80 m hlaup kvenna 1. Guðrún Rafnkelsd. (M>' 11,1 sek. (Ulfljótsmet). 2. Nanna Lára Karlsdóttir (S) 11,3 sek. 3. Svava Gunnarsdóttir (S). Hástökk 1. Þorsteinn Geirsson (H)’ 1,63 m. (Nýtt Ulfljótsmet). 2) Þoreteinn Jónasson (Vísirý 1,55 m. 2.—4. Björn Gíslason (S) 1,55- 3.—4. Rafn Eiríksson (M> l, 55 m. Hástökk kvenna 1. Nanna Lára Karlsdóttir (S) 1,30 m. Ulfljótsmet. 2. Ina Wessmann (S) 1,25 m... 3. Svava Gunnarsdóttir (S>- I, 20 m. Langstökk 1. Rafn Eiríksson (M) 6,04. 2. Hreinn Eiríksson (M) 5,79.. 3. Aðalsteinn Aðalsteinssom (S) 5,53 m. Langstökk kvenna 1. Gu'ðrún Rafnsdóttir (M> 4,30 m. 2. Svava Gunnarsdóttir (S); 4,14 m. 3. Nanna Lára Karlsdóttir (S) 4,10 m. Þrístökk 1. Rafn Eiríksson (M) 12,60. 2. Þorsteinn Jónasson (Vís- ir) 12,10 m. 3. Bjöm Gíslason (S) 12,02. Kúluvarp 1. Hreinn Eiríksson (M> II, 51 m (Nýtt Ulfljótsmet). 2. Rannver Sveinsson (M)' 10,79 m. 3. Snorri Sigjónsson (M) 9,98 m. Kringlukast 1. Snorri Sigjónsson (M)f 31,36 m. 2. Hreinn Eiríksson (M) 30.90 m. 3. Friðrek Hinreksson (M)' 29,23 m. Spjótkast 1. Hreinn Eiriksson (M)' 42, 35 m. 2. Rafn Eiríksson (M) 42,23. 3. Friðrek Hinreksson (M)’ 35,45 m. Að íþróttakeppninni lokinni hófst skemmtun í samkomu- húsi Umf. Sindra í Höfn. Þar var til skemmtunar: kvik- mvndasýning, upplestur, ein- söngur. Ásgeir Gunnarsscn söng, undirleik annaðist Bjarnl Bjarnason. Að lokum var svo dansað fram á nótt. • , Reykjavíkurmótið: Valur — Víkingur 3:3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.