Þjóðviljinn - 02.09.1951, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.09.1951, Blaðsíða 8
Merlíuarfararnir hjuggu í shólahúsi — Höfðu setustofu3 fundarherbergi9 shrif- stofu og fimm túlha Þjóðviljinn bað Jón B. Nordahl íararstjóra Berlínaríaranna að segja lesendum sínum nánar aí íerðinni en kom fram í viðtali hans við blaðið í fyrradag. Leikur mönnum forvitni á að vita hvernig aðbúð og þátttöku íslenzku sendinefndarinnar var háttað í einstökum atriðum ekki sízt vegna hins geysilega áróðurs borgarablaðanna hér heima og annars staðar um mótið. Fer viðtalið hér á eftir. ★ Móttökurnar í Warne- miinde. Sunnudagur 2. september 1951 — 16. árgangur — 199. tölublað Kaupfélögin endurgreiddu félags- mönnum stnum 22,6 millj. kr. af tðkjuafgangi sJ. 16 ár Hcildarsala sambandsfélaganna 417 mslj. kr. s. I. ár — Hafði aukizt um 61 millj. kr. á síðasfa ári Heildarsala kaupfélaganna innan StS nam 417 millj. kr. síðastliðið ár, en var 356 millj. kr. 1949 og hafði þannig auk- izt um 61 millj. á einu ári. Aðfliuttar vörur voru seldar fyr- ir 236 millj. ktr. (1949: 203 millj. kr.), innlendar afurðir fyrir 118 millj. (1949: 105 millj.) og framleiðsla eigin fyrirtækja. fyrir 03 millj. kr. (1949: 48 millj. kr.). Á árunum 1941—1950, að báðum árum meðtöldum, endur- greiddu sambandsfélögin til félagsmanna sinna samtals 22,6 millj. kr. af tekjuaígangi. — Við skulum byrja á mót- tökunum í Warnemiinde. Þú segir okkur seinna frá mótttök- uaum í Kaupmannahöfn og veru ykkar þar. Þið komuð um kvöldið til Warnemiinde, var það ekki? — Jú eitthvað um klukkan átta. Þegar við komum á land var okkur fagnað alveg sér- staklega vel af miklum mann- fjölda, sem þar hafði safnast saman til að taka á móti okk- ur. Þúsundir barna með blóm heilsuðu okkur með söng. Börn- in hlupu upp um hálsinn á okk- ur og fögnuðu okkur eins og þau væru að heimta systkini sinum úr helju. Hver og einn fékk blómvönd og margir voru komnir með bláan klút um hálsinn sem ungherjarnir höfðu gefið þeim. Eftirvæntingin var mikil þegar við stigum á land, sem nærri má geta. Ár eftir ár höfðum við heyrt áróðurinn um Ikúgun þessa fólks og neyð þess vegna undirokunar Rússa og hin fyrsta kynning hlaut því að hafa mikil áhrif á okkur öll. Við vorum ekki lengi að átta okkur á hlutunum við svona móttökur. Gleði þessa fólks, áhugi þess fyrir okkur og þátttqku okkar í alheims- friðarmótinu í Berlín færði okk ur heim sanninn um hamingju- samt og gróandi þjóðlíf í Aust- ur-Þýzkalandi, falslausan friðar vilja þess og trú þess á ein- ingu og sigur friðarunnandi manna og kvenna í heiminum. — Voru engar ræður þarna? — Nei, ekki í Warnemúnde. Meðan við biðum eftir að lestin færi af stað komu hljómleika- flokkur og danshópur og sýndi okkur listir sínar. — Fenguð þið ekki fygdar- menn eða túlka strax í Warne- múnde ? ★ Fimm túlkar. — Jú, jú. 1 Berlín höfðum við fimm túlka og komu fjórir þeirra á móti okkur til Warne- múnde og gáfu sig þar strax fram og tókst þá undir eins mikil vinátta með þeim og öil- um í hópnum. Þetta var mjög elskulegt fóik og sá hlutur var ekki til, sem það vildi ekki gera fyrir okkur. — Voru þetta kvenmenn eða karlmenn ? — Erna hét fyrirliði túlk- anna, og talaði ensku, en stað- gengill hennar var ungur mað- ur að nafni Bruno. Auk þeirra voru þrjár ungar stúlkur, Herta Cristin og Helga, sem töluðu ensku og dönsku. I Berlín var svo mikill áhugi fyrir Islandi og Islendingum að við fundum inn á að túlkarnir okkar voru sáröfundaðir af að vera með íslenzku nefndinni. Þau fylgdu okkur til Warnemúnde aftur þegar við fórum frá Berlín. Tárin streymdu niður kinnar þeirra á bryggjunni í Warne- múnde þegar við kvöddum þau og þar stóðu þau og veifuðu til okkar þangað til við sáum þau ekki lengur. if Ekkja, móðir, tugthús- limur og blaðamaður. — Ég er nú orðinn forvitinn. Kynntust þið ekki vel þessum túlkum, fyrra lífi þeirra, starfi nú og framtíðarhugsjónum ? — Ég kynntist vel Ernu, því að hún var mín hægri hönd í öllum útréttingum fyrir hópinn. Hún var 38 ár^ gömul, tvígift og höfðu báðir menn hennar verið drepnir af nasistum. Hún átti tvo syni, annar þeirra var eldri en ég en hinn yngri. Erna var sjálf árum saman í fanga- Framhald á 7. síðu. Þessar upplýsingar eru birt- ar í nýútkomnu hefti af tíma- ritinu Samvinnan, en þar segir m. a. að birgðir innlendra og að keyptra vara, að meðtöldum birgðum fyrirtækja, hafi auk- izt um 11,3 millj. kr. í 72,4 millj. kr. í árslok 1950. Rekstrarafkoma félaganna var svipuð bæði árin. Tekjuaf- gangur áður en lagt var í sjóði, var 5,9 millj. kr. og yf- irfært frá fyrra ári 1,5 millj. kr. Þessu var ráðstafað þann- ig: Úthlutað til félagsmanna 0,4 millj. kr., lagt í stofnsjóð 1,9 millj. kr., lagt í sameignar- sjóði 2,9 millj. kr., aukaafskrift ir o. fl. 0,2 millj. kr. og yfir- fært til næsta árs 2,0 millj. kr. Fjölmennasta kaupfélag landsins í árslok 1950 var Kaupfélag Reykjavíkur og ná- grennis með 5847 félagsmenn. Næst er Kaupfélag Eyfirðinga með 4694 félagsmenn, Kaup- Lýkur í dag SEPTEMBERMÓTIÐ, síðasta frjálsíþróttamót ársins hófst í gær á íþróttavellinum. — Mót- inu lýkur í dag með keppni í fjölmörgum greinum og er úr- slita í mörgum þeirra beðið með eftirvæntingu. Högni Torfason, fréttamað- ur útvarpsins, og kona hans fóru með Gullfossi í gær. — Verður Högni fréttamaður út- varpsins í Kaupmannahöfn n. k. vetur. Högni er fyrsti íslenzki frétta maðurinn sem hefur frétta- mennsku erlendis að aðalsstarfi fyrir íslenzka fréttastofnun. Erlendis hafa öll stærri blöð og fréttastofnanir sína eigin fréttamenn starfandi í öðrum löndum, en vegna smæðar ís- lenzkra blaða hefur slíkt ekki tíðkazt hér fyrr en nú að rík- isútvarpið sendir Högna til K- hafnar. Er í ráði að starfsmenn Fréttastofunnar skiptist á um það starf og annar taki við því þegar Högni kemur heim í vor. Högni er ungur maður. Að loknu skólanámi gerðist hann um þriggja ára skeið starfs- maður bandaríska flotans hér á stríðsárunum, en síðan hjá félag Árnesinga með 1750, Kaupfélag Þingeyinga með 1353 og Kaupfélag Borgfirðinga. Borgarnesi með 1240. Sala aðkeyptra vara var mest hjá Kaupfclagi Eyfirð- inga, nam samtals 42 millj. kr. KRON seldi fyrir 22,4 Framhald á 7. síðu. n ijrti q ■ Þrioja ping AlþýSusambands Norðurlands Alþýðusamband Norðurlands heldur þriðja þing sitt á Ak- ureyri dagana 24.—25. okt. n. k. Sækja það fulltrúar verk- lýðsfélaganna á Norðurlandi. Ný málverk eftir Sigurð Sigurðsson 1 Listvinasalnum við Freyju- götu verða nú um helgina til sýnis og sölu nokkur ný mál- verk eftir Sigurð Sigurðsson listmálara, sem er fyrir skömmu kominn heim frá Paris. Salurinn er opinn í dag frá kl. 1—10 en á virkum dögum frá kl. 1—7. sendiráði Bandaríkjanna 1945 þar til hann snemma árs 1948 réðist til Ríkisútvarpsins, þar sem hann hefur starfað síðan. Högni á sæti í stjórn Blaða- mannafélags Islands. Högni Torfason. Sex íslenzkar stúlkur sótlu æskulýðsmótið í Berlín, á myndinni sjást þrjár þeirra í íslenzka þjóðbúningnum, sem vakti mikla athygli, á stúlknadegi mótsins 9. ágúst. Stúlkurnar eru (talið frá vinstri): Lára Helgadóttir, Sigurbjörg Guðlaugsdóttir og Guð- rún Hjartardóttir, allar úr Keykjavík. SÝNING Berlínarfaranna Klukkan tvö i dag opna Berlína.flhc.rarnir sýningu að Þórsgötu 1 á gjöfum þeim og minjagripUm, sem þeir komu heim með sér frá Berlín. Eru það margvíslegir munir frá ýmsum erlendum fulltrúum og mörgum aðilum í Austur-Þýzkalandi, svo sem útskorin hnifapör úr fílabeini frá Kínverjum, postu- línsvasar, þjóðbúningar, listaverkabækur, frímerki o. s. frv. Verður sýningin opin til klukkan 11 í kvöld og er öllum heimill aðgangur. Aðgangur kostar aðeins 2 krónur. Berlínarnefndin. Högni Torfason fyrsti íslenzki frétfamaðurinn sem hefur fréttamennshu erlendis að aðalstarfi fyrir ísienzka fréttastofnun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.