Þjóðviljinn - 19.10.1951, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.10.1951, Blaðsíða 1
Föstudagur 19. október 1951 — 16. árgangur — 237. tplublað Segist haía orðiS fyrir árás Skipstjóri á brezku skipi hef- ur tiikynnt stjórninni, að er það var að sigla inn til Arkan- gelsk við Hvítahaf 14. þm. hafi sjóflugvél varpað að því þrem sprengjum. Sóistl Hlþingis liggnr við esð svæfa enn rannsókn á togaraslysunum Steingríms AðaEsteinssonsr um slíka rannsókn og löggjöf um slysavarnir rædd í sameinuðu þingl Þjóðviljinn kom ekki út í gær og var ástæðan rafmagnsbilun í hverfinu umhverfis blaðið. Af einhverjum ástæðum gat Eaf- niagnsveiía Reykjavíkur ekki gert við þá bilun í fyrrinótt, en hirs vegar tók viðgerðin að- eins örsíutta stund í gærmorg- un. Þegar sjómenn farast, einkum ef þeir farast margir í einu, minnist forseti Alþingis þess stundum með hjart- næmum oröum. Þegar Varðarslysiö varð, fyrir tveim ár- um, lauk forseti Alþingis minningarorðum sínum á þá ieið, að það væri huggun að þeir fimm sjómenn sem þá fórust, hafi látið lífið þar sem þeir hafi verið að rækja skyldustörf sín. „Mér finnst engin huggun í þeirri staðreynd“ sagði Steingrímur Aöalsteinsson, er hann rifjaði upp Varðar- slysiö á Aijþ. 1 fyrrad., og minnti á að alþingismenn hefðu tvö þing í röð svæft í nefnd tillögu hans um réttarrann- sókn á togaraslysunum og lagasetningu er legöi ströng viðurlög við kæruleysi um líf og limi sjómanna. Og hann minnti einnig á kæruleysi stjórnarvaldanna, sem hefðu dregið Varðarmálið svo á langinn, að enn væri ekki fall- inn dómur í því. Öll framsöguræða Steingríms var þrungin alvöru og festu, hann deildi þungt 'á það ábyrgð arieysi er þingmenn hefðu sýnt í þessu máli. Er hann flutti fyrst þessa þingsályktunartil- lögu um réttarrannsókn á tog- araslysum, hefði hann tekið nokkur dæmi, þar sem virtist sem slys hefðu orði'ð vegna VINNUFERÐ í skálann um næstu helgi. Lagt verður af síað á Iaugardag kL G frá hórsgötii 1. Skrifið ykkur á listann. SKÁLASTJÓRN í gær og fyrradag voru , Þjóðviljanum færðar 1755 kr. og þakkar hann þær góðu gjafir. 1 dag er ákveð- inn almennur skiladagur í pen- ingasöfnuninni og eru allir sem hafa gjafir í fórum sínum, stór- ar eða smáar, beðnir að láta ekki bregðast að skila þeim í dag á Þórsgötu 1 eða skrifstofu Þjóð- viljans. Afrnselisgjafir til Þjóðvi'j- ans eru að því leyti frábrugðnar flestum öðrum afmælisgjöfuin, að blaðið þarf mjög nauðsynlega á þeim að halda tilveru sinnar vegna, eins og velunnarar blaðs- ins vita manna bezt. — Og hinu má ekki gleyma að enn ha.fa a'lir jafna möguleika til að keppa um verðlaunin, ferð til Austur-Þýzka- lands, ritsafn Jóns Trausta og málverk. Til þess þarf það eitt að taka til óspilltra málanna tafar- laust. Enn er ágætur skriður á áskrif- endasöfnuninni og bættust við 14 áskrifendur í gær og fyrradag. En cnn er það svo að Reykjavík hef- ur a’gera forustu í þessari söfn- un. Ef sami árangur næst úti um land og hér í Reykjavík er marg- falt betri .árangur vís en nokkur þorði að gera scr vonir um, — og hví skyldu velunnarar Þjóð- viljaná úti um land vera eftirbát- ar Reykvíkiága? kæruleysis skipstjórnarmanna, — og lieiöi verið liótað í blaða- grein að hann ætti málssókn skilið fyrir. Hann hefði þá hlífzt við að minnast á Varðarslysið, vegna þess að þáð var þá alveg ný- orðið. En nú væru að verða tvö ár liðin án þess að stjórn- arvöldin hefðu komið því í kring að dómur gengi í því máli. Það væri því tvöföld ástæða til að rifja það upp, og þar sem ekki lægi opinberlega fyrir úr- slit rannsóknarinnar, gerði hann það samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, sem varla yrði sakað um að hafa viljað halla á hlutaðeigandi skipstjóya, öðru nær. Rakti Steingrímur málsatvik eins og þau voru samkvæmt þeim heimildum, ..og lauk fram- sögu sinni, einni áhrifamestu ræðu sem flutt hefur verið á þessu þingi, með því að eggja alþingismenn á að gera ráðsta'f- anir til a'ð fyrirbyggja að slík slys gætu komið fyrir. Sómi Alþingis lægi við að svæfa ekki enn þetta m'ál, sem varðar ekki einungis sjómannastéttina held- ur þjóðina alla. 1 sstilil" Eftir fund sambandsfulltrúa stríðsaðila í Kóreu i gær sagði talsmaður bandarísku samn- inganefndarinnfár, að nokkur 'á- rangur hefði orðið, en þó væri enn eftir að ákveða nokkur at- riði áður en vopnahlésviðræð- urnar gætu hafizt á ný. haitsmenn ekki á íundi I dag á að greiða atkvæði í öryggisráðinu um tillögu Breta í olíudeilunni. Fulltrúar Irans hafa lýst yfir, að þeir muni ekki sitja þennan fund þar sem þeir viðurkenna ekki áð ráðið hafi vald til að láta málið til sín taka. í Gamla bíó á sunnu- daginn Menningartengsl íslands og Ráðstjórnarríkjanna (MÍR) liafa kvikmynda- sýningu og stuttan félags- fund á sunnudaginn kem- ur í Gamla bíó kl. 2.30. Sýnd verður músík-mynd- in MOUSSORGSKI í AG- FA-Iitum. Félagsmenn vitji að- göngumiða fyrir sig og gesti sína í skrifstofu MlR, Þingholtsstræti 27 (niðri), kl. 5—7 í dag og á morgun. - NébelsverSIaun íyns malaríubélueísii Læknar karolinska sjúkra- hússins í Stokkhólmi veittu í gær Suður-Afrikumanninum Dr. Max Tayler nóbelsverðlaunin í læknis- og lífeðlisfræði fyrir rannsóknir á malaríuvirusnum og fyrir að finna bóluefni gegn malaríu. Sovétstjórnin fús til við- ræðna um öll deilumál Lýsir sök á Kóreustríðinu og slæmri sambúð á hendur Bandaríkjastjórn Sovétstjórnin hefur lýst yfir, að hún sé enn sem fyrr reiðubúin til viðræðna um öll deilumál við Banda- ríkin. Þessu er lýst yfir í svari Vishinski utanríkisráðherra við málaleitan Kirk, sendiherra iBandaríkjanna, sem hvor- Alan G. Kirk VISHINSKI tveggja var birt í Moskva í fyrradag. Áður en Kirk fór heimleiðis fyrir hálfum mánuði flutti hann Vishinski iþann munnlega boð- skap frá stjórn sinni, að hún Brezkur her hefur nú alg'erlega hernumið svæöið í kringum Súesskurðinn í Egyptalandi. Brezkt herlið hefur vikið egýpzkum yfirvöldum til hlið- ar í borgunum Ismailia og Port Said. Bardagi um brú. Er brezkir hcrmenn tóku á sitt vald einu járnbrautarbrúna fyrir Súesskurð kom til viður- eignar milli þeirra og egypzkra hermanna. Segjast Bretar hafa fellt tvo Egypta og sært fimm. Brezka herstjórnin tilkynnti einnig að skotið liefði verið á brezka herbílalest. nálægt Is- mailia. Krefjast stríðsyfirlýsingar. Á fundi í Kairo í gær sam- þykktu þúsundir stúdenta að skora á ríkisstjórn Egyptalands að lýsa yfir ófriðarástandi gagnvart Bretlandi og að farið skyldi með brezka hermenn við Súes og í Súdan sem óvini. Lögregla dreifði mannfjölda í Kairo og Alexandríu, sem safn- azt hafði saman þr’átt fyrir að herlög hefðu verið sett um alit Egyptaland. Egypzku lögregl- unni hefur verið skipað að handtaka alla brezka hermenn, sem láta sjá sig utan Súessvæð- isins. Libanonsþing lýsir aðdáun. Þingið í Libanon samþykkti í gær að lýsa yfir aðdáun á baráttu Egypta og stuðningi við þá og skoraði á öll önnur Arabaríki að gera slíkt hið sama. Libanon er það Araba- ríkjanna, sem talið hefur verið hliðhollast Vesturveldunum. Utanríkisráðherrg Egyptalands hefur farið þess á leit, að stjórnmálanefnd Arabahanda- lagsins komi saman til að ræða ástandið. vonaðist til að sovétstjórnin beitti áhrifum sínum til að flýta fyrir vopnahléi í Kóreu. Um þetta segir í svari Vishinskis, sem Bandaríkjastjórn var sent skriflega á mánudaginn, að Bandarikin hafi byrjað árásar- styrjöld í Kóreu og yfirlýsing- ar þeirra um að þau leiti þar friðar af einiægni stangist við þær staðreyndir, að bandaríslka herstjórnin hafi gert allt mögulegt til að torvelda og eyðileggja vopnahlésviðræðurn- ar. Bent er á, að það voru Sovét ríkin en hvorki Bandaríkin né SÞ, sem áttu frumkvæði a.ð þvi að reynt var að stilla til friðar í Kóreu. Um þá yfirlýsingu Kirk, að Bandaríkjastjórn vilji bætta sambúð við Sovéitríkin og hafi ekki í hyggju að ráðast á þau segir Vishinski, að ef þetta væri af einlægni mælt hefði Banda- ríkjastjórn ekki neitað að ræða A-bandalagið og bandarískar herstöðvar erlendis á utanrík- isráðlicrrafundi og eíkki hafnað öllum tillögum Sovétríkjanna urn kjarnorkueftirlit og afvopn- un. Vishinski minnir á, að yfir- lýsing Bandaríkjaþings og Tru- mans forseta um vináttu í garð sovétþjóðanna var fylgt eftir með því að Truman lýsti úr gildi fállinn verzlunarsamninginn milli Sovétríkjanna og iBanda- ríkjanna og Bandaríkjaþing setti lög uhi að svipta hvert það land efnahagsaðstoð, sem skipti við Sovétríkin. Vishinski segir, að sovét- stjórnin geti ekki látið athuga- semdalaus orð Kirk, að „óæsíki- legar afleiðingar" og „frekari misklíð" gæti risið af því ef vopnahlésviðræðurnar í Kóreu færu út um þúfur. Vandséð sé, hvernig sambúð Sovcitríkjanna og Bandaríkjanna geti orðið verri en hún hefur verið síðan Truman forseti lýsti yfir, að samningar við Sovétríkin væru minna virði-en pappírinn, sem þeir væru skrifaðir á. Vishinski segir að þrátt fyr-. ir þetta sé sovétstjórnin reiðu- búin til að ræða ráðstafanir til að bæta sambúðina. S dag: almennur skiladagur í afmœlissöfnun Þióðvil;ans 173

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.