Þjóðviljinn - 19.10.1951, Síða 5
Föstudagur 19. október 1951 — ÞJÖÐVILJINN — (5
Greinargerl mn brottrekstur vapstjoranna sjö
Njósnarar Ihaldsins skiptiSti þeim :
vera „stórorða við sig“ og neita
ef þeir töldu vart ökufæra
Brottrekstur strsstisvagnstjóranna sjö er stöðugt umræðu-
efni í bænuin og harðlega fordæmdur af aSmenningi. Sú aðferð
íhaldsins að láta leynilega njósnara, tilnefnda af. skrifstofunni
»
í Holstein, framkvæma svokallað „hæfnismat“, eða eins og
borgarstjórinn orðaði það: afla ,,SEM GLÉGGSTRA UPPLÝS-
INGA UM STRÆTISVAGNSTJÓRANA“, og byggja síðan brott-
rekst'urinn á sögusögnum pólitískra njósnara, hefur hvarvetna
mætt fyrirlitningu almennings. Hinir opinberu eftirlitsmenn
strætisvagnanna hafa gefið hinum brotireknu vagnstjórum vott-
orð um starfshæfni, og enn hefur ekki fengizt upplýst á hverju
„hæfnismatið“ grundvallaðist — nema það sem fram kemur í
greinargerð vagnstjóranna. Hinsvegar eru meival þeirra sem
ráðnir hhfa verið í þeirra stað tveir menn er áður hafði verið
vikið frá starfi hjá strætisvögnunum vegna ölvunar og óreiðu.
Það virðist því svo að það sé brottrekstrarsök að vera
„stórorður“ við njósnara íhaldsins og neita að aka vögnum sem
vart eru ökuhæfir, en meðmæli til nýráðningar að vera kunnur
fyrir óreglu.
Þjóðviljanum hefur borizt frá sjömenningunum sem reknir
voru eftirfarandi greinargerð um málið:
Við hinir sjö vagnstjórar,
sem höfum um lengri eða
skemmri tíma ekið vögnum
SVR á hinum ýmsu leiðum, en
erum nú, eftir að „hæfnisflokk-
un“ hefur farið fram, taldir
óæskilegir til þeirra starfa,
teljum rétt, að öllum gefist
kostur á að kynnast hinu
,,hlutlausa“ mati, sem fram-
kvæmt hefur verið á vagnstjór-
unum. Munum við því birta
ef tirf arandi:
★
'W'TM mána’ðamótin marz og
^ apríl þ. á. barst öllum
vagnstjórum>j* hjá fyrirtækinu
bréfleg uppsögn, þar sem þeim
var sagt upp starfi samkvæmt
gildandi ákvæðum í samningum
stéttarféíagsins Hrevfill. sem
sagt með þriggja mánaða upp-
sagnarfresti.
Á þvi tímabili varð sú brevt-
ing. að forstióraskipti urðu hjá
fyrirtækinu. í endaðan júní áttu
nokkrir vagnstjórar af tilvilj-
un tal við hinn nýja forstjóra,
og spurðu meðal annars. hvort
um endurráðningu mundi vera
að ræða á starfsmönnum. Sagði
hann að svo myndi verða og
mvndi okkur verða tilkynnt bað
bréflega þá næstu daga og þar
tiltekin endurráðning til þrigg.ia
mánaða. Sagðist hann hafa ósk-
að eindregið eftir því við borg-
arstjóra. að sér yrði gefinn
kostur á að kynnast manr-
skarmum. enda væri hann á
móti því að fara út í ..hasard-
eraðar“ uppsagnir þá þegar.
★
W- IÐU svo tímar fram til
18. sept. Var þá auglýst
i blöðum að ráðið eða endurráð-
ið yrði starfsfólk til fyrirtæk-
isins. Sendu þá allir umsókn
um áframhaldandi starf hjá
fyrirtækinu þar sem okkur vit-
anlega höfðu engar aðfinnslur
eða kvartanir borizt viðvíkj-
andi starfi okkar, enda almennt
litið þannig á og talið sjálf-
sagt, að þeir starfsmenn, sem
hefðu leyst starf sitt sóma-
samlega af hendi yrðu endur-
ráðnir. Hinn 29. september ber-
ast svo bréf á ný, og þar til-
kynnt endurráðning alira ann-
arra en sjö vagnstjóra, sem
var bréflega tilkynnt, að störf-
um þeirra hjá fyrirtækinu væri
lokið.
Á
'EU'KKI var á það minnzt í
bréfinu af hvaða ástæð-
um við værum sviptir starfi.
Gengum við þá á fund eftirlits-
manna og spurðum þá um á-
stæður fyrir þessum aðgerðum.
Kváðust þeir ekki vita þær.
Sögðust þeir hafa verið spurð-
ir um álit þeirra á starfshæfi-
leikum allra vagnstjóra og
hefðu þeir talið að endurráða
bæri þá alla. Töldu þó að ýmis-
legt sm’ávægilegt mætti að
jflestum finna og tóku fram,
að við sjömenningarnir hefð-
,um ekki fengið lakari vitnis-
(burð en flestir aðrir og kváðu
sjálfsagt að gefa okkur vott-
jorð um starfshæfni, sem b-eir
og siðar gerðu. Gengum við því
^næst á fund forstjórans .og
spurðumst fyrir um ástæður
,fyrir brottvikningu okkar úv
starfi. Tjáði hann okkur, að
þessar aðgerðir byggðust á
(„hlutlausu mati“, sem hann
hefði látið trúnaðarmenn sína
gera á öllum vagnstjórum og
jsagðist hann siðan hafa unn-
|ið af „samvizkusemi og ná-
jkvæmni" úr skýrslum þeirra.
Báðum við hann þá að segja,
hvaða sökum við værum bornir
og neitaði hann því. Einnig neit-
aði hann að tilgreina nöfn mats-
manna, kvað slíkt trúnaðarbrot
.við þá. Loks tók hann það
fram, að ef bæjarráð vildi end-
urskoða afstöðu sína i málinu,
þá hefði hann síður en svo á
móti endurráðningu okkar.
II. flokk fyrir að
V
$ aka vögnum
Um annan þeirra sagði hann,
að hann hefði sett hann í
fyrsta flokk vegna þess, að
hann væri svo „góður strák-
ur“, og meinlaus! Um hinn
vagnstjórann sagði Einar, að
þeir Gunnbjörn hefðu báðir lát-
ið hann í miðlungsfiokk, (h. e.
sama flokk og við sjömenning-
ar), en þar sem hann starfaði
áfram, hlyti forstjórinn að hafa
breytt því.
^J^F því sem að framan hef-
ur verið sagt, virðist
ljóst, að forstjóri strætisvagna
Reykjavíkur hefur vikið okkur
úr starfi samkvæmt mati, sem
virðist meir vera byggt á per-
sónulegum geðþótta aðstoðar-
manna hans en ekki á hlutlausu
hæfnismati. I öðru lagi hefur
það komið í ljós, að forstjór-
inn hefur ekki,' þvert ofan í
gefnar yfirlýsingar, unnið af
„samvizkusemi og nákvæmni“
úr skýrslum aðstoðarinanna
sinna, þar sem hann tók hvorki
tillit til tillagna eftirlitsmann-
anna um endurráðningu allra
vagnstjóranna né heldur hélt
sig að öllu leyti að skýrslum
hinna svonefndu „trúnaöar-
manna" sinna.
Af þessum og öðrum éstæð-
um teljum við okkur þvi hafa
verið beitta fyllsta ranglæti
og krefjumst þess að verða
settir aftur í okkar fyrra starf.
Reykjavík, 15. okt. 1951.
Kristján Jóhannsson
Gunnar Aðalsteinsson
Gunnar Ólafsson
Magnús Hjartarson
Jón Guðmundsson
Axel Rögnvaldsson
Oddgeir Einarsson.
f^RIÐJUDAGINN 2. októ-
* ber kl. 5,30 e. h. ósk-
uðum við þess, að Einar Guð-
mundsson, starfsmaður hjá SVR
svaraði nokkrum spurningum.
Kvaðst hann fús til þess. yar
hann þá spurður að því, hvort
hann, eftir tilmælum forstjór-
ans, hefði unnið að því að
flokka vagnstjórana í hæfnis-'
flokka. Kvaðst hann hafa gert
það ásamt Gunnbirni Gunnars-
syni og eftirlitsmönnum fyrir-
tækisins. Virtist það koma fram
í svörum hans, aö mat hans á
vagnstjórum byggðist á a'f-
stöðu hans sjálfs til einst.akra
starfsmanna, en ekki hæfni
þeirra til starfa. T. d. gaf hann
einum sjömenninganna þann
vitnisburð, að hann hefði ver-
ið „stórorður við sig“, og oft
neitað að aka vögnum, sem
hann taldi ekki í ökufæru ásig-
komulagi og jafnvel reynt að
hafa áhrif á aðra starfsmenh
í þá átt að aka ekki vögnum,
sem að einhverju leyti hefðu
ekki fullkominn öryggisútbún-
að. Einar var ennfremur spurð-
ur, hvaua vitnisburð hann hefði
gefj.ð tilteknum tveimur vagn-
stjórum, sem áfram störfuðu,
verkalýts miiiEii
Fnl3l7Úas:áðáð l©ir þess á
leil að £eykvískum veika-
rnöimsm ©g bílstjómm I
„81-
vmmi a
velll veiði ffölgað
Stjórn og atvinnuleysisnefnd
fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna
í Reykjavík hefur sent forsæt-
isráðherra, ’ Steingrími Stein-
þórssyni, og sameinuðum verk-
tökum bréf, dagsett 16. þ. m„
þar sem kvartað er yfir að hlut
ur reykvísks verkalýðs í vinnu
á Keflavíkurfiugvelli- sé minni,
en ástæða hafi verið til að
gera sér venir um, með tilliti
til tölu verkamanna frá öðrum
byggðarlögum' landsins. , Eigi
þetta þó sérstaklega við um
vinnu verkamanna og bifreiða-
stjóra.
Um þetta segir síðan í bréfi
stjórnar fulltrúaráðsins til
„sameinaðra verktaka“: ,,Með
tilvísun til þessa leyfum vér
oss að fara þess á leit við yður;
að þér hlútist til um að reyk-
vískum verkamönnum og bíl-
stjórum við fyrrgreinda vinnu
verði fjölgað svo sem frekast
er _ kostur, og verði ekki um
fjölgun að ræða., að þá verði
hlutur meðlima Reykjávíkurfé-
laganna réttur, ef til fækkunar
skyldi koma við framkvæmdir
yðar á Keflavíkurflugvelli“.
Listvinasalurinn sýnir kvikmyndir
um van Gogh, Gauguin og Lautrec
Næstkomandi sunnudag verður Októberkynning Listvina-
salarins í StjörnuWó, og hefst kl. 1,15. Verða sýndar þrjár nýj-
ar kvikmyndir um listamennina van Gogh, Gáuguin og Toulouse-
Lautrec, en tveir þessara öndvegismeistara síðustu aldar eru
orönir almenningi hér vel kunnir.
Van Gogh er hér kunnur af
bótkinni „Lífsþorsti'T sem Mál
og menning gaf út, og Gauguin
af bókunum „Nóa Nóa“, sem
var ein af Listamannaþings-
bókum Helgafells, og skáld-
sögu Sommerset Maughams
„Tunglið óg tíeyringurinn“,
sem kom út fyrir nokkrum ár-
um og fjallar um ævi hans.
Toulouse-Lautrec er hinsvegar
minna þekktur. Hann er einn af
snjöllustu teiknurum Frakka,
háðfugl, sem varla á sinn líkan.
Lautrec var örverpi einnar rík-
ustu og- frægustu aðalsættar
Frakklands, var krypplingur,
og eyddi óhófsævi sinni á næt-
urkabaréttum og vændiskrám
Montmartre. En hin skarpa
sjón hans, nístandi háð og með
fædd snilld hafa gert ævi hans
og verk að ódauðlegum kafla
listasögunnar. 1 kvikmyndinni
um hánn eru teikhingar hans
tvinnaðar saman í órofna frá-
sögn um líf og persónur næt-
urstaðanna í París fyrir alda-
mót, — stjörnur þessa tíma,
eins ’hin heitt éískaða Jane
Avril, eru hér ljóslifandi, og
músíkin, sem fylgir, er djörf-
ustu dægurslagarar þessara ára.
í kvikmyndinni um van Gogh
er hin umbrotamikla ævi hans
raikin á þann bezta hátt,' sem
hægt hefði verið að segja hana
í málverkum hans sjálfs.
Þar fylgjum við honum frá
fyrstu tilraunum hans, í gegn
um Parísarárin, örlagatímann í
Arles, geðveikrahælið Saint
Rémy, þar til hann fremur
sjálfsmorð, aðeins 37 ára gam-
all. Textinn með myndinni er á
ensku og mjog skýr.
Ævisaga Gauguin er ekki
rakin eins nákvæmlega, en samt
er haldið réttri tímaröð, — fyrst
frá því hann málaði í laumi
sem tómstundamálari, Bretagne
tímabilið- og loks Tahiti, þar
sem hann ber tuxidur að arfhelgi
allrar máfaralistar álfunnar.
Állar þessar þrjár myndir hafa
hlotið’ mjög góða dóma, er þær
voru nýlega sýndar í París, enda
éru Frakkar • komnir lengst í
því að samhæfa rnálaralist
tækni kvi'ímyndarinpar.
iBjörn . Th. Björrisson listfr.
m’un flytja fortnálsorð með kvik
myndunum.
Eins ög - áð fratean er. éágt,
verðúr listkynning þessi í
Stjörnubíó á sunnudaginn kem-
ur. Þeir, sem ekki eru orðnir
Gaugruin: Konur í baði.
styrktaraðilar Li&tvinasalariús
en hafa hug á að sjá myndim-
ar, geta snúið sér til Listvina-
salarins, sem er opinn daglega
frá kl. 1—7, fimmtudaga til kl.
10.
Þetta er fyrsta kvikmynda-
sýningin af þessu tagi, sem sal-
urinn gengst fyrir, en fleiri
munu verða haldnar í vetur, m.
a. verður bráðlega sýnd kvilk-
mynd um ævi franska málárans
Utrillo, og væntanlega nýjar
kvikmyndir um Matisse, Picasso
og fleiri öndvegismeistara nú-
tíma mále.raiistar.
Hótel Paradís
Nýja bíó sýnir um þesspr
mundir athyglisverða danska
mynd, er fjallar um örlög
manna í baráttunni við áfeng-
isbc'ilið, „Hótel Paradís“.
Hefur mynd þessi hvarvetna
vakið athygli og er líkleg til
að vekja menn til umhugsunar
um það mikla alvörumál.
Reykjavíkurflugvölliir:
nsar í
september
I septembermánuði var um-
ferð um Reykjavíkurflugvöll
sem hér segir:
Millilandaflug 29 lendingar.
Farþegaflug, innanlands 191
lending. Einka- og kennsluflug
260 lendingar. Samtals 467
lendingar. Með millilandaflug-
vélum fóru og komu til Reykja
víkurfiugvallar 599 farþegar,
13.748 kg. farangur, 15.214 kg.
vöruflutningar og 1664 kg. póst
ur.
Með farþegaflugvélum í inn-
anlandsflugi fóru og komu
3345 farþegar, 41.194 kg far-
angur, 63.680 kg vörufiutning-
ar og 4576 kg. póstur.
(Fréttatilkýnning frá
flugvallastjóra)..
Ný IjóSabók
Ný bók LJÓÐ 1947—1951
eftir Sjgfús Daðason er komin
út. Höfundurinn er ungur stúd-
ent, sem er við nám í latínu og
grísku í Frakklandi, og er þetta
fyrsta bók hans. Eru í henni
20 kvæði og hafa 5 þeirra birzt
áður í tímaritum. Bókin er að-
eins gefin út í 150 tölusettum
emtökum árituðum af höfundi.
Áskriftaverð er 60 krónur.
Þeir sem fylgjast vilja með nýj-
ungum í bókmenntum oltkar
ættu að kynna sér ljóð þessa
u:fga skálds.
Áskrifendur geta vitjað bók-
árinnar í Bókabúð Máls og
menningar, Laugavegi 19, eða
í skrifstofu Máls og menningar,
Þingholtsstræti 27. Menn geta
einnig á þessum stöðum gerzt
kaupendur að þeim eintökum
sem eftir eru óseld af bókinni,
eða nantað hana i síma 5055
og 5199.
Sæmdii stésTÍddasökrossi
Forseti íslands hefur sæmt
Guðmund Thoroddsen, profess-
or, og Júlíus Hafstein, sýslu-
mann, stórriddarakrossi fálka-
orðunnar fyrir margvísleg störf
á löngum embættisferli.
(Frá forsetaritara).