Þjóðviljinn - 26.10.1951, Side 4

Þjóðviljinn - 26.10.1951, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 26. október 1951 Útgefandi: Sameiningarfloklcur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) FréttEritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Þegar hið ósvífna milljónaokur nokkurra heildsala varð opinbert bar Þjóðviljinn þegar fram kröfuna um að nöfn okraranna yrðu birt. Krafa þessi hefur hlotið mjög almsnnar undirtektir, Tíminn hefur lýst fullum stuðn- ingi við hana, á síðasta Varðarfundi munaði aðeins einu atkvæði aö tillaga um nafnabirtingu væri samþykkt — on hins vegar hefur Alþýöublaöið látiö sér fátt um kröf- una finnast af einhverjum ástæðum. Minnir sú afstaða blaðsins á þá staðreynd ao þegar upp hefur komizt fyr- ir tilverknað Þjóðviljans um ljótustu okurhneyksli í sögu landsins — saltfiskmálið og olíumálið — skipuðu Alþýðu- fiokksbroddarnir sér við hlið okraranna! Þegar heildsalaráðherrann Björn Ólafsson flutti skýrslu sína um okurmálin var svo að heyra sem kröf- unni um nafnabirtingu hefði bætzt nýr liðsmaður, því hann komst þannig að crði í ræöu sinni: ..Dæmin um óhóflega álagningu . . . sýna að innan vcrzlunarstéttarinnar eru nokkrir aðilar, sem gera stétt smn: lítinn sóma og eru þess óverðugir að þeim sé sýnt það traust að trúa þeim fyrir gjaldeyri til vörukaupa.“ Eftir þessa yfirlýsingu gerði almenningur ráð fyrir að ekki aðeins yrðu nöfn okraranna birt, heldur yrðu þeir einnig sviptir verzlunarleyfi, þar sem sjálfur Björn Ólafsson hafði lýst yfir þvf að þeir væru þess ,,óverðugir“ aö þeim væri trúað fyrir gjaldeyri til vörukaupa. En ekkert slíkt hefur gerzt, og hinir „óverðugu" munu aldrei hafa haft greiðari aðgang að gjaldeyri en einmitt nú. eftir að þeir hafa sýnt á ótvíræðan liátt hæfileika sína á fésýslusviðinu og hafa auk þess ærið fé handa á milli. Orö Björns Ólafssonar voru aöeins hræsni til þess að lægja reiði almennings, en honum hefur aldrei til hugar komið að hrófla á minnsta hátt við ýmsum helztu stuðn- ingsmönnum íhaldsflokksins, frambjóðendum hans og eigendum. En svo einstæð sem hræsni heildsaiaráöherrans er. er Framsóknarhræsnin ekki síðri. Tíminn heimtar dag eftir dag að nöfnin séu birt. en hvað gera ráðherrar Fram- .sóknarflokksins? Þeir hafa nöfnin í fórum sínum. oghvers vegna birta þeir þau ekki? Hvers vegna tók Eysteinn .. ónsson ekki þátt í umræðunum á þriðjudaginn var og las upp nafnalistann? Hvernig hafa fallið atkvæði í ríkis- ttjórninni um afstöðuna til hinna uppvísu okrara? Stsfna Framsóknar Tíminn segir í gær aö það 'sé rétt að afkoma manna hafi batnað að mun á árunum 1941—47, meðan einingar- menn höfðu forustu í alþýðusamtökunum og sósíalistar mótuðu landsstjómina á löngu tímabili. En, bætir Tím- inn við, þótt vinnandi fólk fengi aukinn hlut af þjóðar- tekjunum, rann þó bróðurparturinn til auðmannastéttar- innar. — Þao er vissulega rétt hjá Tímanum að hlutur alþýðunnar var ekki nægilega ríflegur á þessu tímabili, þótt hann væri langtum betri en hann hefur nokkru siimi veriö fyrr og síðar hér á landi, og raunar í flestum ef ekki öllum öðrum londum heims. Sósíalistaflokkurinn hafþi ekki næg völd á þessu tímabili og varð m.a. að berjast við tryltan fjandskap Framsóknarflokksins. Og hvernig hefði þróunin orðið á þessu tímabili ef Fram- .sókn h:.fði fengið að ráða? Árið 1942 gaf Framsóknarflokkurinn út bráðabirgða- lög sem bönnuðu allar kauphækkanir almennings. Hans stefna var sem sé sú að launafólk fengi engan hlut af hin- um stóraúknu þjóðartekjum; þær áttu allar að renna til auðmannastéttarinnar. Og flokkurinn vitkaðist ekki. Árið 1944 lagði hann til opinberlega að allt kaup yrði lækkað með valdboði og afuröir bænda sömuleiðis. Þá nægöi sem sagt ekki að auðmannastéttin fengi allan vöxt þjóðarauðsins í sinn hlut, það átti að skerða stórlega kjör launafólks og bænda í ofanálag! Slík var stefna Framsóknar bá og slí'k er hún enn. Og hvernig halda menn að íslenzkt atvinnulíf og Iífs- kjör fólksins væru nú ef fjándskapur Framsóknar við ný- rköpunarstefnuna og umsköpun atvinnulífsins hefði orð- ið ofan á? mt n • „Með svörtum saum“. Galdra-Leifi skrifar: „Sæll vertu, Bæjarpóstur! ,,meo svörtum saum“ heyri ég einhvern segja í strætisvagnin- um. Við búðarglugga standa tvær konur. ,,Já, dýrir! En al- máttugur minn, með svörtum saum“! —• „Halló! Hvað seg- irðu? Með svörtum saum“! kallar heimasætan í símann. — Hvert í logandi! hugsa ég með mér, nýkominn i bæinn. Um hvað er fólkið að tala ? Von bráðar sé ég að blöðin mora af aug!ýsingum um rándýra nylonsokkd „með svörtum saum“. ★ Stælbind:! Stælbindi! Hversvegna er það svona ó- stjórnlega eftirsóknarvert, að hafa þessa biksvörtu rák aft- an á káifanum ? Svarti saum- urinn er þegar farinn að setja svip á bæinn. Kvenfólk virðist alveg berfætt, þegar það mætir manni, en ef það snýr sér við, sézt svört rák á kálfanum, svip- uð svörtu röndinni á ýsunni. — Ekki er ein báran stök hérna á íslandi: Seint á allsleysisár- unum komu upp úr kafinu háls- bindi, prýdd eldrauðum hálf- mánum, kattarhausum og kynjamyndum allskonar. Sjald- an fengust þau í sölubúíum. En menn gleymdu bæ&i efna- hag og landslögum og keyptu þau tolisvikin og á svörtum markaði fyrir fimmfalt verð. Einhver æsing og ókyrrð greip menn þúsundum saman, svo að þeir gátu ekki án þess verið að spóka sig með þessar skrípa- myndir á brjóstinu. Peningarnir og sóminn urðu þá að fara sína leið. Stælbindi! Stælbindi! Það var eins og töfrar fylgdu orð- inu. ★ Viðskiptasálarfræði. ,,Stælbindin“ hafa glatað til muna aSdráttarafli sínu síðan losnaði um innflutningshöftin. En nú er það „svarti saumur- inn“ sem töfrar kvenfólkið á svipaðan hátt og „stælbindin" æstu karlmenn. Verzlunarstétt- in (hin bersynduga stétt, eins og sumir kalla hana) hlýtur'að beita okkur gjörningum. Hún getur látið hvaða menn, sem er, þjóta suður á Keflavíkur- flugvöll, eða hvert sem er. til að kaupa hálsbindi með kattar- haus í trássi við landslög fyrir fimmfalt verð. Hún getur rugl- að hverja konu svo í ríminu, að hún hafi engan sálarfrið, fyrr en hún hefur fengið þetta svarta strik aftan á hverja löpp, fyrir of fjár. — Mér er sagt, að til sé fræðigrein, sem nefnist viðskiptasálarfræði, til að kenna káupsýslumönnum slægð. En æðið í sambandi við skrípamynclabindin og svarta sauminn hiýtur að vera.gjörn- ingar. — Galdra-Leifi“. ★ Góður fyrirboði. Á þriðjudaginn var ger’ðist merkilegur aíburður í skóla- málum bæjarins, er gagnfræða- skóli verknámsdeildar tók til starfa í fyrsta skipti. Skipting gagnfræðanámsins milli verk- náms og bóknáms er eitt af merkilegustu nýmælum skóla- löggjafarinnar frá 1946. Með því er pnglingunum veittur greiðari aðgangur en áður að afla sér menntunar í samræmi við eigin þrár og hæfileika og búa sig á sem gagnlegast- an hátt undir lífsstarfið. Kenn- ari, sem mættur var við skóla- setninguna og hafði áður kennt undir unglingapróf mörgum nemendanna er þarna voru áö hefja nám í gagnfræðaskóla verknámsdeildar, tjáði mér að meðal þeirra væru mörg dug- mestu og gáfuðstu börnin úr sínum skóla. Þetta er góður fyr- irboci og virðist sízt benda til þess að þau börn velji öðrum fremur verknámið, sem ver eru fallin til bóknáms, enda væri slík skipting á engan hátt æski- leg fyrir þjóðfélagið. Kíkissklp Hek'a er á Austfjörðum á norð- urleið. Esja er í Reykjavík. Herðu breið er í Reykjavík. Skjaidbreið fór frá Reykjavik i gærkvöld til Vestfjarða og Húnaflóa. Þyrill var í Stykkishó'mi siðdegis í gær á vesturleið. Ármann á aö fara frá Reykjavík í dag tii Vestmanna- eyja. Skipadeild SíS Hvassafell fór frá Gdansk 24.10., áleiðis til Islands. Arnarfell fer væntanlega frá Malaga í dag á- leiðis til Reykjavíkur. Jöku’fell fer væntanlega frá New Orleans í dag áleiðis til Cardenas á Cúbu. Elmskip Brúarfoss fór frá Rotterdam í gær til Gautaborgar og Reykja- víkur. Dettifoss fór frá Hrísey í gærmorgun til Dalvíkur, væntan- legur til Akureyrar í gærkvöld. Goðafoss fór frá N.Y. 19. þm. til Reykjavlkur. Gullfoss kom til Leith í gærmorgun 25. þm. fer þaðan síðdegis í dag 26.10. til R- víkur. Lagarfoss var • á Þórshöfn í fyrradag 24. þm., fer þaðan ti! Borgarfjarðar, Seyðisfjarðar, Reyð arfjarðar og Reykjavíkur. Reykja- foss er í Hamborg. Selfoss var væntanlegur til Ólafsfjarðar síð- degis í gær, fer þaðan til Húsa- víkur. Tröilafoss fór frá Halifax 18.10. til Rej'kjavikur. Bravo fór frá Huli 23.10. tii Reykjavíkur. Vatnajökul! kom til Reykjavíkur 23.10. frá Antverpen. Flugfélag Islands: Innanlandsfiug: í dag er ráð- gert að fljúga ti! Akureyrar, Vest- mannaej’ja, Kirkjubæjarklausturs, Fagurhólsmýrar og Hornafjarðar. Á morgun er ráðgert að fjúga til Akurej'rar, Vestmannaej-ja, Blönduóss, Sauðárkróks og Isa- fjarðar. Loftieiðir h. f.: 1 dag verður flogið til Akur- eyrar, Sauðárkróke, Siglufjarðar og Vestmannaoyja. Á morgun verð ur flogið til Akureyrar, Isafjarð- ar og Vestmannaeyja. ’’ , 8.00—0.00 Morgun- útvarp. — 10.10 ' Veðurfr. 12.10-13.15 y 'V Hádegisútvárp. — 1 ’ \ \ 15.30 Miðdegisút- varp. — 16.25 Veð- fregnir. 19,30 Þingfréttir. — Tón- leikar, 20.30 Útvarpssagan: „Epla- tréð“ eftir John Galsworthy; IV. (Þórarinn Guönson læknir), 21.00 Tónleikar: Sónata fyrir trompet og píanó eftir Armin Kaufmann (Paul Pampichler og dr. Victor” Urbancic leika). 21.20 Ávarp (Jakob Kristinsson fyrrv. fræðslu- málastj.). 21.45 Útvarpsþáttur: Formaður útvarpsráðs, Ólafur Jó- hannesson prófessor, ræðir um vetrardagskrána. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Vinsæl !ög. — 23.30 Dagskrárlok. Sjötíu og fimm ára er í dag Þór- unn Káradóttir, Hverfisgötu 83, sem margir e’dri og yngl-i Rej’k- víkingar munu kannast við sem mikinn dýravin og hve sporlétt hún er, bó aldur færist yfir. Ný!ega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Bára Vilbergs Bankastr. 14 og Bjarni Is- leifsson, Túng. 41. Vörubílstjórafélagið Þróttur heldur fund í húsi félagsins við Rauðarárstíg í kvöld kl. 8.30. Rætt verður um trj'ggingamál o. fl. Imyndunarveikin verður sýnd í Þjóðieikhúsinu í kvöld fyrir með- limi Iðju, fólags verksmiðjufólks. mmsmam Nýlega voru gefin saman í llf'liðÍASx.iIi hjónaband af séra Garðari Svavarssyni ungfrú Jj’tte Lund Andersen og Björge Vilhelm Helgason, járnsmiður. — Heimili þeirra er í Skipasundi 51. — 100 ára. Guðrún Törfadóttir, Skipa- sundi 18, varð 100 ára í gær. I ... - .. »•, Trygging rit gefið út af Samvir.nu- tryggingum, er ný- komið út og var nokkuð sagt frá því í blaðinu í fyrrad., aðallega þeim upplýsingum að s. 1. 5 ár hafa verið greiddar 5 milljónir króna í bætur fyrir tjón á bifreiðum, og að talið er að hægt hefði verið að komast hjá þremur af hverjum fjórum á- rekstrum með meiri gætni við akstur. 1 ritinu er fyrst grein um stofnun og starf Samvinnutrygg- inga, en féiagið varð fimm ára á þessu hausti, og er það nú þeg- ar orðið annað stærsta trygginga- félag landsins, en jafnframt hið eina, sem starfar á samvinnu- grundve’li. Hafa Samvinnutrygg- ingar greitt 532 905 krónur í arð til hinna trj'ggðu undanfarin tvö ár. Þá ef í ritinu greinin um orsök bifreiðaárekstra og eru i henni margar fróðlegar upplýs- ingar, er byggjast á rej’nslu bif- reiðadeildar félagsins, sem nú trj'ggir 3500 bifreiðar, eða þriðju hverja bifreið i landinu. Enn má nefna greinina „Hvers vegna skyldi ég líftryggja mig?“ þar sem rætt er um helztu kosti og galla. líftrygginga. og sýnt fram á þýðingu þeirra fyrir éinstak'ing- inn. Þá er skýrt frá athygiisverðu máii vegna bifreiðaáreksturs, sem kom fyrir dómstóla hér, og er lesandinn beðinn að dæma í mál- inu eftir kunnáttu sinni á um- ferðareglunum, en aftar i ritinu er skýrt frá niðurstöðu dómstól- anna. Þá er grein um endurtrygg- ingar og skju-t frá gildi þeirra en þess má geta sem dæmis, að einn nýsköpunartogari er endur- tryggður hjá 70—80 endurtryggj- éndum og eru þessar tryggingar flókið og alþjóðlegt öryggiskerfi tryggingarfélaga. Að lokum er grein um dýrtið- og. brunatrygg- ingar, og er þar rætt um þörfina á því að tryggingarupphæð á inn- búi standi i eö’ilegu sambandi við raunverulegt verð innbúsins á hverjum tíma, ef tryggingin á að nægja til að bæta tjón á því. Rit þetta er prenað í Eddu í þrem litum og hið snotrasta að ölium frágangi. Samvinnutrj’ggingar hafa áður gefið út bókina „Ör- uggur akstur“ fyrir bifreiða- stjóra og bifreiðaeigendur. I f Iljómmum Sig- f ríði Jónsdóttur og Gísla Einarssyni, Bergstaðastræti 12, fæddist 14 marka sonur í gær. Saumanámslceið sem hefst 6. nóv. á vegum þvottakvennaféiagsins Freyju er jafnt fyrir utanfé ags- lconur. — Ágætt tækifæri til að sauma fyrir jólin. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni, Austurbæjarskó'anum. — Simx 5030. Næturvörður er i Ingó’fsapóteki. — Simi 1330. Þeir sem fengið hafa muni á sýningú MÍR geta vitjað þeirra á lesstofu fé- lagsins, Þingholtsstræti 27, lcl. 5—7 fram að helgi. Ekki verður hægt að hafa iesstofuna opna á öðrum tímurrt fyrst um sinn. Húsmæður í MÍR. Framhaldsstofnfundurinn verð- ur í ’ dag kl. 5 e. h. á Þórsgötu 1,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.