Þjóðviljinn - 26.10.1951, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 26 októ-ber 1951
22. DAGUR
þessum stað, vegna æsku þeirra, reynsluleysis, örlætis, kátínu
þeirra og góðs útlits, og að jafnaði bauð frúin og stúLkurnar
sem bjuggu þarna, þá hjartanlega velkomna og af fjárhags-
legum ástæðum var reynt að laða þá þangað sem oftast.
Og líf Clydes hafði verið svo ævintýrasnautt hingað til og
hann þráð; svo ákaft ánægju og skemmtanir, að hann hlustaði
jneð ákefð á allt það sem minnti á ævintýri og skemmtanir. Að
visu aðhylltist hann ekki ævintýri af þessu tagi. Fyrst í stað
fylltu þau hann jafnvel gremju og hneykslu, því að hann fann að
þau brutu í bág við allt sem hann hafði heyrt og trúað á í öll
þessi ár. En engu að síður var þetta svo mikil tilbreyting og léttir
eftir hina langvarandi og ömurlegu kúgun, að hann gat aTrki
> arizt því að hugsa um það og um leið þráði hann þessa til-
breytingu og litauðgi sem það virtist búa yfir. Hann hlustaði
með áhuga og eftirvæntingu, jafnvel þegar hann hlaut að vera
aridvígur frásögninni í hjarta sínu. Og þegar félagarnir urðu
varir við áhuga hans fóru þeir að bjóða honum út með sár —
í leikhús í veitingahús, heim á heimili þeirra til að spila eða
jafnvel í þessi illræmdu hús, sem Clyde aftók þó með öllu fyrst
í stað. En smám saman, eftir því sem hann kynntist Hegglund
og Retterer betur og honum geðjaðist mjög vel að þeim báðum,
ákvað hann að taka þátt í náttverði með þeim — „villtu gáimi“
cins og þeir sögðu hjá Frissell.
„Heyrðu Clyde, annað kvöld ætlum við í villt geim hjá Frissell"
hafði Ratterer sagt við hánn. „Kemur þú ekki með? Þú hefur
a'cirei farið með okkur.“
Og nú var Clyde orðinn svo samdauna andrúmsloftinu á
þessum stað, að hann var engan veginn eins tortrygginn og 'hann
i afði verið í byrjun. Hann hafði að fordæmi Doyles, sem hann
hafði grannskoðað með góðum árangri, fengið sér ný brún föt,
hatt, frakka, sokka, slifsisnál og sók sem voru eins lík fötum
fvrirmyndarinnar og mögulegt var. Og fötin fóru honum vel
og hann var glæsilegri en nokkru sinni fyrr, og nú voru ekki
einungis foreldrar hans, heldur einnig systkini hans undrandi
og agndofa j'fir breytingunni sem orðin var á honum.
Hvernig hafði Clyde getað áunnið sér þessa glæsimennsku
og svona fljótt? Og hvað hafði þessi klæðnaður hans kostað
’ hann ? Og hafði hann ekki eytt meiru í þennán augnabliks
glæsileik en skynsamlegt var ? Gat ekki verið að hann þyrfti
á peningum að halda síðar meir? Og hin börnin vantaði margt.
Og var hið andlega andrúmsloft í þessu starfi, þar sem vinnu-
dagurinn var svo langur og kaupið svo lágt, heppilegt fyrir
hann?
Og hann hafði svör á reiðum hcndum. Honum gat ekki liðið
betur, starfið var auðvelt. Föt hans voru alls ekki of glæsi-
leg — mamma hans ætti að sjá suma strákana. Hann eyddi
alls ekki miklum peningum. Og auk þess hafði hann keypt
þetta allt með afborgun.
En um þennan náttverð var allt öðru máli að gegna, jafnvel
j augum hans. Hvaða skýringu gat hann gefið foreldrum sín-
um á því, að hann kæmi svona seint heim. Ratterer hafði sagt
að þetta gæti staðið til klukkan þrjú eða fjögur um nóttina, 'en
hann gæti auðvitað farið þegar honum sýndist En var ekki
óviðkunnanlegt að yfirgefa félaga sína? Fari það kolað, flestir
drengjanna bjuggu ekki hjá foreldrum sínum eða þá að for-
e.'drarnir skiptu sér ekkert af gerðum þeirra. Var skynsam-
lcgt að taka þátt í þessum náttverði? Þeir drukku allir —
Hegglund, Ratterer, Kinsella, Shiel — og þeim fannst ekkert'
mhugavert við það. Það var heimskulegt af honum að halda
að það gæti verið hættulegt að drekka lítið eitt, eins og þeir
gerðu við þessi tækifæri. Auk þess þurfti hann ekki að drekka
fremur en hann vildi. Hann gat vel farið, og ef foreldrar hans
segðu eitthvað við því, þá gat hann látið sem hann þyrfti að
v'nna eftiryinnu. Skipti það nkkru máli, þótt hann kæmi seint
hc'm einstöku sinnum? Var hann ekki orðinn fullorðinn? Og
fékk hann ekki hærri laun en nokur í fjölskyldunni? Gat hann
ekki farið að lifa og láta eins og honum sýndist?
Hann fór að finna til þeirrar gleði, sem fylgir því að vera
frjáls — fór að finna ilminn af ævintýrunum — og hann ætl-
að ekki að láta úrtölur móðurinnar draga úr sór kjarlk.
NÍUNDI KAFLI
. Og svo fór þessi skemmtilegi náttverður fram, og Clyde tók
þátt í honum. Og hann var haldinn hjá Frissell, eins og Ratterer
hafði sagt. Og Clyde, s'sm var orðinn nákunnugur piltunum, lék
á alls oddi. En sú breyting sem orðin var á lífi har.s. Fyrir
nokkrum vikum var hann einmana, átti engan vin, varla kunn-
ingja. Og núna var hann á leið í þennan fína náttverð með þess-
um slkemmtilegu piltum.
Og í augum þessara unglinga virtist staðurinn miklu til-
icomumeiri en hann var í raun og veru. Þetta var ekki annað
en ágætur matstaður í gömlum bandarískum stíl. Á veggjunum
héngu áritaðar myndir af leikurum og leikkonum og leikhúsa-
a iglýsingar frá ýmsum tímum. Og þarna var framreiddur ágætis
r atur og forstjórinn var svo ástúðlegur, að þetta var orðinn
eftirlætisstaður umferðaleikara, stjórnmálamanna, viðskipta-
manna og í kjöífar þeirra fylgdi hinn venjulegi hópur þeirra
sem .sækjast eftir þvi sem er dálítið frábrugðið iþvi sem þeir eiga
að venjast.
Og þessir piltar, sem hdfðu oftar en einu sinni heyrt bíl-
si jóra tala um þennan stað sem einn bezta stað í bænum, höfðu
valið sér hann til að neyta hins mánaðarlega kvöldverðar á. Ein-
stakir réttir kostuðu frá sextíu sentum og upp í einn dollar.
Kaffi og te var aðeins framreitt í könnum Það var hægt að
—oOo---oOc---oOo— —oOo— .—oOo-oOo---oOo—
BARNASAGAN
3. DAGUR
Sagan af Líneik og Laiifey
Verða þeir þar engra manna varir og ætla því að
þetía sé eyðieyja. Þegar menn höfðu tekið á sig
náðir, gengur ráðgjafinn einn á land upp; heíurhann
skammt gengið, þegar hann heyrir hljóðfæraslátt
svo fagran, að hann þykist aldrei hafa heyrt því-
iíkan. Gengur hann nú á hljóðið, þangað til hann
kemur í skógarrjóður eitt; þar sér hann konu sitja
á stóli, svo fagra og tígulega, að hann þykist aldrei
þvílíka íegurð séð hafa; hún lék svo vel á hörpu, að
unun var að heyra, en við fótskör hennar sat mær
ein forkunnar íögur og söng undir. Ráðgjafinn heiis-
ar konunni mjög kurteislega, en hún stendur upp á
móti honum og tekur kveðju hans mjög blíðiega.
Konan spyr ráðgiafann, hvernig á íerðum hans
standi og hverra erinda hann fari, en hann segir
henni hið ljósasta, hvernig standi á högum kóngs
og hver erindi sín séu. ,,Það er þá líkt á komið með
mér og kóngi," segir konan; ,,ég var gift einum á-
gætum kóngi, sem réði fyrir þessu landi, en víkingar
komu og drápu hann cg lögðu landið undir sig, en
ég flúði á laun með mey þessa, og er hún dóttir
mín.'' En þegar mærin heyrði þessi orð, segir hún;
„Segirðu nú satt?'' en konan rak henni löðrung og
mælti: „Mundu, hverju þú lofaðir." Ráðgjaíinn spyr
konuna að heiti, en hún kvaðst heita Blávör, en
D
A
V
1
Ð
Ilandflðaskól-
iim
Þýzki bókbandskennarinn S.
Biige. sem kenndi listbókband
við Handíðaskólann í fyrra hef-
ur enn verið ráðinn að skólan-
um um eins árs skeið.
Kennsla. á kvöldnámskeiði
skólans í leðurvinnu bvriar í
þessari viku. Kennari er ráð-
inn ungfrú Rasnhildur Ólafs-
dóttir teiknari. sem á’ður hefur
kennt þessa grein við skólann.
1 vetur efnir skólinn til kvöld-
námskeiðs í listasögu. Kennari
verður Biörn Th. Biörnsson
listfræðingur. — Fer kennslan.
fram í fyrirlestrum os við-
ræðum og verður stuðst við
listsösu sem Biörn hefur bvtt
á íslenzku. Með fvrirlestrunum
verða sýndar mvndir af lista-
verkum. Kennsla þessi fer fram
annan hvom miðvikud. kl. 8—10
síðd.
Kennsia í sænskn
Sænski sendikennarinn, fil.
lic. Gun Nilsson, heldur nám-
skeið fyrir almenning í háskól-
anum í vetur. Að þessu sinni
verður engin kennsla fyrir byjj
endur, heldur aðeins fyrir þá,
er hafa nokkra kunnáttu í
sænsku. Kennt verður 2 stund-
ir á viku í tveim flokkum, þriðju
daga kl. 5—7 og fimmtudaga
kl. 8—10 e.h., og geta nemend-
ur valið um, í hvorum flokka-
um þeir vilja vera. Kennslan er
ókeypis. Nemendur þurfa ekki
að íáta skrásetja sig fyrirfram.
heldur koma annaðhvort á
þriðjudögum eða fimmtudögum.
Kennslan er hafin.
(Fréttatilkynning frá
Háskóla Islands).
AÐALFUNDUR HKRR
Framhald af 3. síðu.
leika alla leiki í meistaraflokki
og í sínum aldursfl. líka 'á sama
móti. Gildandi regla heimilar 3
mönnum að leika í fyrsta ald-
ursfl., ,en þeir bindast eftir 2
leiki. Urðu dálítið skiptar skoð-
anir um þessa tillögu, sem vis-
að var til Í.S í. til staðfesting-
ar. Voru allar þessar tillögur
samþýkktar.
Margir fulltrúar sátu fundinn
þ. á. m. Ben. G. Wáage forseti
Í.S.I. og Sigurður Magnússon
framkvæmdastjóri I.B.R.
Eins og fyrr segir verður svo
framhaldsfundur 5. nóv. n.k.
A3 hvezjii leita
díengiinir
Framhald af 3. síðu.
með hinum ellefu útvöldu í
hverjum flc-kki Sagan um hina,
sem hætta og gefast upp í
þessu kapphlaupi er mun alvar-
legri.
lÆskumaðurinn, sem er full-
ur af áhuga fyrir leik sínum
og hinu nýja félagi, verður þess
strax var að honum eru ekki
gefin þau ver'kefni. sem hann
vonast eftir. Allir ungir drengir,
sem knattspyrnu æfa, hafa gam
an af því að rovna sig'við jafn
aidra sína úr öðrum félögum í
leik. Þeir finna eðlilega að
skemmtunin er sú sama þó leik
ið sé í B-liði eða C-liði, aðeins að
þeir fái verkefni. Þeir finna til
vonbrigðanna yfir því að vera
settir þannig, til hliðar. Þeir
fara ósjálfrátt að líta upp til
hinna 11 útvöldu. Þeir séu lít-
ils virði fyrir félagið — þeir
geti aldrei komist í bezta liðið.
Þeir missa líka sjónar á því
að nokkuð annað en koppni
hinna beztu geti verið nokkurs
virði fyrir félagið. Þeir hverfa
líka, en bara fyrr en hinii og
það aðein3 vegna þess að félag-
ið gerði ekki skyldu sína, —
uppbygging þessara mála var
ekki í lagi.