Þjóðviljinn - 13.11.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.11.1951, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 13. nóvember 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5 ■ Sverð og skjöldur hlns vinn- andl manns í landlnu RœSa Sverris Kristjánssonar á 15 ára afmœlishátíS ÞjóSviljans Félagar. Fiinmtán ár eru ekki mikill aldur á mælikvarða mannsæv- innar. Samkvæmt þeirri stiku væri Þjóðviljinn, blað okkar, rétt að vaxa upp úr ferming- arflíkunum sínum, og röddin væri enn í mútum- En við vit- nm það öll, sem hér erum inni stödd, að Þjóðviljinn hefur fyi- ir löngu slitið barnsskóm sín- xom, og vonandi hefur hann þeg ar tekí.'v alla þá barnasjúkdóma, sem venjulega verða ungviðirm að fjörlesti. Hann hefur auk jx-ss átt að búa við það atlæti í uppvextinum, sem gamla fólk- ið taldi vænlegast til miki’s þroska og orðað var á þessa leið: á nxisjöfnu þrífast lxörnin bezt. Saga Þjóðviljans hefur verio saga fJokks okkar í miklu rík- ara mæli en títt er um sögu annarra flokksblaða. Það ber oft við um blöð annarra flokka að þau túlki ekki jafnan ná- kvæmlega skoðanir og hags- muni þeirra flokka, hverra mál- gögn þau eru. Þjóðviljinn hef- ur sjaldan getað veitt sér sjík- an munað. Þetta stafar af þvj, að Þjóðviljinn er málgagn i'lokks, sem er með allt öðrum ixætti en aðrir flokkar og stefr- ir að allt öðrum markmiðum Stefnumark hans er að fram- kvæma sósíalismann, að brevta því þjóðskipulagi, sem nú ríkir á Islandi í þjóðfélag sósíalism- ans. Viðfangsefnið er mikils háttar, það krefst vits og vilja, skipulagshæfileika og snilli i áróðri og útbreiðslustarfsemi Fyrir þá sök getur flokkurinu ekki veitt blaði sínu leyfi til að ganga aðrar götur en þær, er flokkui'inn sjálfur maikar. Vegna þess hve verkefni flokks- ins er stórt í broti verður hann að einbeita öllum öflum sínum að lausn þess, athafnir hans og blaðs hans verða að stefna p.ð sömu miðum, blað og flokk- ur verða að viima sama verk Af þessu stafar einnig það. að blað flokksins verður oft að fórna því sem talið er vera skemmtileg blaðamennska, hinu létta meinlausa hjali, hinxun liégömlegu hliðum lífsins •— í stuttu máli sagt: hinu fjör- efnasnáuða, auðmelta og ljúf- fenga fóðri tízkublaðamennsk- unnar, sem er skilgetið afkvæmi þeirrar amerísku niðursuðu- menningar, sem flæðir um all- an hinn borgaralega heim. Þjóð- viljinn er því alls ekki skemmti- legt blað — Alí Baba er t. d. miklu skemmtilegri. En þó hef ég séð þá sjón, að forríkir heildsalar og sannir Sjálfstæð- ismenn hafa valið Þjóðviljann fyrstan úr blaðastranganum þegar þeir drekka morgunkaff- ið á Hótel Borg og lesið gaum- gæfilega þetta leiðinlega mál- gagn Rússa og kommúnismans, en létu hin blöðin mæta af- ganginum Hvers vegna? Vegna þess að þeir treysta ekki blöð- um síns eigin flokks og sinn- ar eigin stéttar. Svo langt geta blekkingar auðvaldsblaðanna gengið, að einstaklingarnir inn- an auðvaldsins verða stöðu sinnar vegna að leita sannleik- ans í málgagni Sósíalistaflokks- ins. Þótt ég vilji kannski ekki fortaka það, að afmælisbarninu okkar, Þjóðviljanum hafi orðið ' þa’ð á einstaka sinnum að segja ósatt, þá skiptir hitt meira máli, að hann hefur frá fyrstu byrjun jafnan túlkað hinn pól- itíska sannleika í sögulegri þró- im lands vors og þjóðar síð- ustu fimmtán ár — þið munuð geta sannfært ykkur um það í samfelidu dagskránni hér á eftir — og það er meira en sagt verður um blöð annarra íslenzkra stjórnmálaflokka. — Þjóðviljinn hefur sem málgagn Sósíalistaflokksins sagt þjóð- inni sannleikann um pólitíska og efnahagslega tilveru lienn- ar á síðasta hilfa öðrum ára- tug. Hann hefur jafnan unnið málstað hinna fátæku gagn, hann hefur verið blað allra beirra íslendinga, sem skapa verðmætin í landinu, efnaleg og andleg- Hann hefur verið vörður landsréttinda okkar, menningar okkar, minninga okkar og sögu- Hann hefur ver- ið stórhöggur í sókn þegar vinnandi stéttir Islands sóttu fram til meiri hlutdeildar í veltigróða stríðsáranna. Hann varði þær vígmóður í hvert skipti, sem reynt var að skerða aftur hlut þessara stétta. Aldr- ei var rómur hans meiri en þegar hann hvatti alþjóð lög- eggjan um að verja fullveldi Islands, sjálfstæði þess og frelsi. Fyrir þetta og fyrir svo margt annað þökkum við af- mælisbarni okkar hér í kvöld. Ég hygg, að það muni ekki ofmælt þótt sagt sé, að Þjóð- viljinn sé ástsælasta blað þessa lan.ds. Þjóðviljinn hefur einn allra blaða á Islandi þorað að segja lesendum frá fátækt sinni og reyna rausn þeirra. Og sialdan hefur hann gengið bón- leiður til búðar. Ef Þjóðvilj- inn er gefinn út fyrir rússneskt gull, þá hefur íslenzk alþýða klófest gullforða Rússaveldis ireð einhverjum dularfullum bætti. Maður rekur sig nærri daglega. á ástsældir blaðsins, og maður sér þessar ástsældir jafnt í lofi og lasti. Þegar Þjóð- viljinn er einhvern daginn sér- staklega þurr, leiðinlegur og mjósléginn þá er sorg á heimil- :im hundruða manna, sú tegund sorgar, sem menn finna er efni- legt. barn ætlar að artast illa- Þjóðviljinn er eign lesenda sinna í miklu ríkara mæli en cærai eru ti] um nokkurt blað á Islandi bæði fyrr og sfðar. Við íslenzkir sósíalistar höl'- um fulla ástæðu til að fagna Þjóðviljanum að verðleikum á 15 ára afmælisdegi hans. Ævi bans, þótt stutt sé, hefur ver- ið æði stormasöm. Og það þarf ehki spámann til að skynja þau óveður, sem í aðsigi eru. cg rkki mun sízt mæ'ða á Þjóð- viljanum í byljum næstu ára. Við vitum það öll, að verið er að undirbúa stórfelldar árásti f. lífskjör vinnandi alþýðu á Is- landi. Við vitum, að pólitísku xg efnahagslegu frelsi þjóðai- innar hefur verið stefnt í voða. V'ið vitum að visu ekki hvermg þe.ssum árásum ver'ður háttað í einstökum atriðum. Við vitum það eitt. að allra veðra or \m, Það er kunnugt, að meðat ráðamanna þessa lands er m;k- ill á.hugi á því að brjóta á bak a'"iur það pólitíska vald, som Sósíalistaflokkurinn er á. ís- ’.andi Það verður sennilega h'.rjáð á að. hrekja menn úr vinnu sinni, beita hinu gan\n>- kunn? íslenzka húsráði ihalds- íns. svörtu listunum. Ef það ekki dugar verður hvassaii vopnum beitt- Og til eru jaCn- vel háttsettir menn innan Sjálí- st x isflokksins sem þykir siim vi.v.ur lítill nema þeir geti bætt við embættisframa sinn titli hermálaráðherrans. Gamalkunn- ar ofbeldishneigðtr Siálfstæðis- flokksins hafa vaknað af vetr- arsvefni í vorlofti hins banda- ríska afturha’ds. En hvernig avo sem íslenzka yfirstéttin og ílokkar hennar ætla sér að leysa pólitísk vandræði sín, þá er eitt víst, að bsittustu skeyt- unum verður beint aö hinu unga afmælisbarni, Þjóðviljan- nm. sem við hylium í kvöld. f>ao mun verða. reynt. að' hitta hjarta flokksins. Það mun verða reynt að kæfa rödd flokksins. er jafnan hefur túlk- að lífshagsmuni allra vinnandi ma.nna á Islandi. Því verður bað blutverk okkar áð slá skjaidborg um Þjóðviljann, efla Framhald á 6. siðu. Til Þjóðviljaiis Kveðja flutt á flokksþingi Sósíalistaflokksins Þú komst eins og lýsandi kyndill tll mín, er kveldhúmið vafðist að hjarta, og opnaðlr fjöldanum fegurðarsýn að framtíðarríkinu bjarta. I*ú vissir, að Ielðin sú var ekki greið tU velsældar öreigalýði, or heldraugareiðin að baki þér beiö brynjuð í árásarsti-íði. I*á dimmt er í heimi og stormar og stríð strandhofpr á lslandi vinna, þú brýnir með stálörvum land vort og lýö í lesniáli hlaðaniia þinna. Vér þölckum í dag ykkur ÞjúðvUjamemi þróttinn í riti og orSi og fögnum hér saman að ísland á enn svo elnliuga skákmenn á lioröi. Og munum að sá er uni sigurinn berst og sofnar þar ekki á verði í dafranna ei-ii liann dauðanum verst, þó clraugaher leggi hann sverði. HÓLMFRIDUR JÓNASDÖTTIR. Land ©g þjóð Kveðja Jóhannesar úr Kötlum á 15 ára afmælishátíð Þjóðviljans 1 sama lancli vér hefjum för vora og hnígum, i bjortmn vomm ilynm það sama blóS o'! sama raál oss ómar öllum á tunqu — vér emm hin saraa þjóð; Q 0 0 Q Q- Q ö hin eina þjóS í þessu sérstaka landi, sú þjóS er fann þaS og vann það til lifs sér ein, sú þjóS er helgaSi hveri þess einasta blórostur og hvern þess cinasta stein; sú þjóS cr gaf þessu landi afl sitt og anda wrn aldaraSir, gaf því bros sín og tár og kœrleika sinn og dapurt striS sitt viS dauSa og djöful i þúsund ár. Aíun búa hér önnur þúsund ár þjóS i landi? O þjóð 1 landi sern frelsisviljinn oss gaf: hvi vekur þaS oss nú blygSun er brimiS rýki um björgin viS yzta haf? Hví biSum vér hér i leynum lítilla sanda, tneSan loginn helgi breytist i fólskvaSa glóð og brauS vort í Ölmusu, lög-vor og réttur i lygi og land vort 1 heljarslóS? Hvl biSum vér hér i loqni lítilla sceva, meSan lyddurnar hrópa á kúgarans gull og stál til varnar gegn rauSu hœttunni: hönd vorri og tungu og hjarta voni og sál?^ Hvort btSum ‘vcr þess aS bórn-vor smám saman týnist sern blekkt og rótlaus þý 1 framandi svörS, itnz engin þjóð sern ber Island 1 beiti sinu er ttppi á þessari jörS? A þjóðin þá engan vilja, er valdið ognar oo vopni beinir að frelsisins hjartastað? Var öll þessi barátta elskandi feSra og mœðra þá einskis nýt — eða hvað? Æ, hvar er nú viljinn mikli sem brýzt fram bjartur úr bólvun myrkursins, stöðvar hinn grimma leik oo kallar til sakar oq dóms án nokkmrar náðar O O hvern niðino er land vort sveik — einn vilji, einn vilji, einn þjóSvilji þúsundfaldur sem þekkir sinn vitjunartíma og strengir þess heit aS clcyja helclur meS blómstur og stein við brjóstið en berjast 1 þrælasveit? O smáði, hikandi hópur, ó þjóð i landi, ver höfum einskis aS biða: vort land er ber — i hljóðri bœn sinna bláu og hvítu fjalla það biður eftir þér. ÞaS biður eftir einni leiftrandi Imgsjón og einum brennandi vilja í sömu þjóð — þjóðinni einu, sem fann þaS i leit að frclsi og fól þvl lif sitt og blóð. Q o

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.