Þjóðviljinn - 13.11.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.11.1951, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 13. nóvember 1951 35. DAGUR ekki eins laginn og þessi umræddi Trone. „Já, og svo á mánudagsmorguninn þegar við komum heim var kluklcan næstum orðin fjögur og ég þurfti að fara á fætur iklukkan sjö. Ég var alveg eins og karklútur. Ég hefði látið allt sigla sinn sjó, ef fólkið í búðinni væri ekki svona prýðilegt, isérstaklega herra Beck. Hann er yfirmaður í miimi deild og cg er alveg að gera hann vitlausan, veslings manninn. Það er víst hreint ekkert gaman að hafa mig þarna í búðinni. Einn daginn kem ég of seint eftir hádegið, og ein af stelpunum stimplaði mig inn og þá er hann niðri í gangi og sér hana og svo segir hann við mig seinna um daginn: „Heyrið þér mig, ungfrú Briggs“ (Hann kallar mig alltaf ungfrú Briggs, af því að ég tek ekki annað í mál. Annars færi ihann að verða nærgöngull), „það dugar ekki að láta aðra stimpla sig inn.Þér verðið að hætta því. Þetta er ekkert fjölleikahús." Ég gat ekki anr.að en hlegið. Honum sárnar stundum svo agalega við okkur. En ég var ekki kreima við það. Hann er dálítið veikur fyrir mér, skiljið þér — honum dytti aldrei í hug að segja mér upp. Og ég segi við hann: „Heyrið þér, herra Beck. Þér megið ekki tala svona við mig. Ég legg það ekki í vana minn að koma of seint. Og au'k þess get ég víðar fengið vinnu hér í Kansas City. Ef mér leyfist ekki að koma of seint einu sinni, án þess að fá áminningu, þá skuluð þér bara segja mér upp, já.“ Ég vildi ekki koma honum upp á þetta. Og hann varð auðvitað að smjöri, eins og cg vissi. Hann sagði bara: „Jæja, ég er bara að aðvara yður. Ef til vill sér herra Tierney yður næst og þá fáið þér áreiðanlega tækifæri til að reyna fyrir yður annars staðar." Hann vissi vel að þetta var bara röfl og ég vissi það líka. Ég gat ekki annað en hlegið. Og svo sá ég að hann og herra Scott voru að hlæja nokkrum mínútum seinna. Já, ég læt þá svei mér ekki vaða ofaní mig þarna niður frá.“ Nú voru þau komin til Frissell og Clyde hafði ekki þurft að segja eitt einasta orð ,honum til mikils léttis. Og í fyrsta skipti Hafnarbíó Norsk Film A/S Kranes kaffihús Síðast liðinn föstudag frum- • sýndi frú Guðrún Brunborg norsku verðlaunakvikmynd- ina Kranes kaffihús (Kranes Konditori) eftir samnefndri skáldsögu Coru Sandel. Mynd þessi hefur undanfarið verið sýnd á hinum Norðurlöndun- un og hlotið verðskuldað lof, og er þess að vænta að ís- lenzkir kvikmyndahúseestir meti hana að verðleikum. F.ins og lesendum vilians er kunnugt, gerist mytid þessi í smábæ í Norð- ur-Noregi. Hin fráskilda frú Stordal (Rönnlaug Alten' berst fyrir sæmilegri tilverj tveggja barna sinna með saumaskap, verkefnin hlaðatt að henni, viðskiptavinirnir og börnin gera tillitslausar kröfur til hennar, og hún finnur vanmátt sinn til nð valda þessu hlutverkr. Loks gefst hún upp, reynir að gera uppreisn gegn þessu ljóta, á ævinni hafði hann ánægjuna af því að leiða unga stúlku til borðs á svona virðulegum stað. Nú var ihann farinn að reyna ýmislegt sem var umtalsins vert. Hænn var utan við sig af fögnuði. Mat hennar á sjálfri sér, fjálglegar lýsingar hennar á fólkinu sem hún umgekkst, sem alltaf var að skemmta sér, gerðu það að verkum, að honum fannst líf sitt einskis virði fram að þessu, Hann fór að hugsa um allt það sem hún hafði sagt honum — Burkett við ferjuna, skautahlaup og dans á ísnum — Charlie Trone — imgi tóbaksafgreiðslumaðurinn sem hún hafði átt stefnumót við í kvöld — herra Beck í verzluninni, sem var svo hrifinn af hemii, að hann gat ekki fengið af sér að segja henni upp. Og meðan hún pantaði það sem henni sýndist, án nokkurs tillits til verðsins, renndi hann augunum yfir andlit hennar, vöxt, hendur hennar sem gáfu til kynna ávala og mjúka hand- leggi, þrýstin og vel þroskuð brjóst hennar, boglínur augna- brúnanna, ávalar varirnar og ávala hökuna. Það var líka einhver hreimur í rödd hennar sem bæði heillaði hann og gerði hann ringlaoan. Honum fannst þetta dásamlegt. Ef bann gæti nú unnið ástir þessarar stúlku. Og inni jafnt sem úti hélt hún áfram að rausa um sjálfa sig og virtist alls ekki falla í stafi yfir að borða á þessum stað, sem honum hafði fundizt svo tilkomumikill. Þegar hún var ekki að horfa í spegilinn, las hún matseðilinn og valdi úr — lamba steik — ekki eggjakök.u, ekki buff — nei, lambafilet með svepp- um. Loks lét hún sér nægja það ásamt selleríi og blómkáli. Og hvort hún vildi kokkteil? Já, ójá, Clyde hafði heyrt Hegglund —oOo- —oOo- —oOo----oOo— miskunnarlausa umhverfi o" skilning og samúð finnur hún loks hjá hafnarverkamannf, „Harðkúluhattinum" (Er:k I-Iell), sem einnig er einmana og lítils virtur. Leikur þeirra beggja er með ágætum og sama má segja um leik annarra leikenda. Persónurnar eru eðlilegar og svo sannar, að þær gætu al’- ar verið nágrannar okkar og kunningjar, og þær eru blc-.ss- unarlega lausar við hið vellu- lega sætsúpufas sem ein- kennir persónur flestra þeirra bandarisku kvikmynda setn við eigum völ á. Þarna er svipmynd af líf- inu eins og það er, smábæi - arbragnum er vel lýst, hnvsn- inni, illgirninni, kjafthættin- um, og aðalvettvangurinn er Krane kaffihúsið, „fína” kaffí- húsið í bænum. Mynd þessa ætti enginn að láta fara framhjá sér f henni fer saman afbragðs leikur og efni sem í lá/.Ijysi sínu og einfaldleik hlýtur að verða öllum minnisstætt. •A. K. BARNASAGAN Himinbjargar saga 2. DAGUR býsn mundu fylgja hennar þarkomu. En með því kóngi leizt konan vel, tjáði eigi þess að letja, og veitti kóngur henni viðtöku. Var Himinbjörg þar með kóngi og kom sér við hvern mann vel, og svo kom, að kóngi féllust hugir til hennar. Gjörði hann það opinbert fyrir sínum mönnum, að hann vildi taka hana sér til drottningar. Þetta þótii öllum vel til fallið, og með ráði hinna beztu manna varð það framlengt, að kóngur tók Himinbjörgu sér fyrir drottningu. Drakk hann brúðkaup til hennar, og stóð sú veizla með hinni rnestu virðingu. Lét kóngur þá af öllum harmi. eftir drottningu, og glöddust við það allir hans menn. Ekki gaf Sig- urður sig um þetta. Var honum jafnan eitt í hug um fráfall móður sinnar og hélt oftasí til á leiði hennar. Var kóngi og vinum hans að þessu skap- raun miki.1, en fengu þó eigi við gjört. Eina nótt lá Sigurður úti á leiði móður sinnar, og er á leið nóttina, sofnaði hann. Hann dreymdi, að móðir hans kæmi til hans og leit til hans heldur illúðlega. Hún mælti: „Hér liggur þú, Sig- urður, og er undarlegt um þína hagi. Þykir mér ráði þínu komið í ónýtt efni. Þú gjörir þig að undri miklu, liggur hér úti hverja nóít sem þorparar með víli og harmi og gjörir mér með því stórar ónáðir, enda skaltu nú þess nokkrar menjar hafa. Legg ég það á þig, að þú skalt enga ró hafa, fyrr en þú heíur komið úr álögum einni kóngsdóttur, sem er Þjóðviljahátíðin ' íif® Framhald af 8. síðu. gjafir sem raun ber vitni fyrir afmælishátíðina gerðu þeir ekki endasleppt við hann. Þvotta- kvennaféiagið Freyja færöi blaðinu 1000 krónur að gjöf á afmælinu. Ólafur Tryggvason, bóndi, kvaddi sér hljóðs á há- tíðinni, flutti forustumönnum flokksins og blaðinu mjög hjart anlega og þróttmikla kveðju og gaf blaðinu einnig 1000 krón- ur. Frá Akranesi bárust 1035 krónur, frá Selfossi 500, frá Hafnarfirði 750 og frá Sauðár- krók 150. Þá var púðinn góði sem áður hefur verið sagt frá seldur í happdrætti á hátið- inni og seldust miðamir á auga bragði. Eftir þessar stórgjafir er heildarupphæðin komin upp í kr. 67,975, og er það miklu glæsilegri árangur en nokkurn óraði fyrir- Og áskrifendur bættust alls við 346 en mark- mið það sem flokkurinn setti sér var 150! I lok hátíðarinnar afhenti Eggert Þorbjarnarson þeim sem beztum árangri náðu í söfnununum báðum ávísanir á verðlaun sín, en verðlaunahaf- arnir voru hylltir innilega. Að lokum var sungið og dansað af miklu fjöri til kl. 2 og menn héldu heim með endurminninguna um eina á- nægjulegustu skemmtisamkomu sem haldin hefur verið á veg- um flokksins. Söngskemmtun J Framhald af 8. síðu. berg, og „Rose Marie", eftir R. Friml. Undanfarið hefur unga fólkið yfirleitt ekki sótt söngskemmt- anir þar sem flutt hefur verið sígild tónlist. Á þessari söng- skemmtun þeirra Guðrúnar og Guðmundar verða ekki aðeins flutt sígild tónverk, heldur einn ig létt, en þó tilkomumikil ó- perettulög. Það er því ekki ó- líklegt að unga fólkið, sem flest kýs að hlýða á létta tónlist, sæki einmitt þessa söngskemmt un, engu síour en þeir, sem kjósa sígilda tónlist. Happdiælfi Víhings Framhald af 8. síðu. hefur hlotið, þar sem ekki verð ur dregið um hvaða vinningur fær á hvert númer fyrr en happ drættinu er lokið, sem verður, eins og áður er sa.gt, í síðasta lagi eftir einn mánuð. Ve.ði hinsvegar uppselt innan máuað- ar, verður að sjáifsögðu dreg* ið strax um það- Um Kaupmannahafnarferðirn- ar mcð E/S Gullfoss verður hinsvegar dregið þann 15. des- ember n.k. og verður því um tvennskonar möguleika að ræða: fyrst að vita sámstundis hvort vinningur hefur komið upp í leikföngunum, og svo möguleikann til Kaupmanna- hafnarferðanna með E/S Gull- fossi stuttu síðar. Sa!a miðanna. Miðarnir kosta tvær krónur og verða beir seldir í verzlun- inni Stálhúsgögn, Laugaveg 45, kl. 10—6 og byrjar sala þeirra í dag. Munirnir eru þar einnig til sýnis. EæSa Svems Framhald af 5. siðu. hann svo, að hann megi fram- vegis verða það, sem hann hef- ur verið frá upphafi vega sinna: sverð og skjöldur hins vinnandi msnns í landinu, Sú stund kann að renna upp, að líf Þjóðviijans verði sómi vor. Svo mikið er í húfi. Að svo mæltu vil ég biðja alla, sem viðstaddir eru, að standa upp úr sætum sínum og hrópa fer- falt húrra fyrir afmælisbarni dagsins, Þjóðviljanum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.