Þjóðviljinn - 14.11.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.11.1951, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 14. nóvember 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5- Sfötng móðir baráttumanns l.oiðin liggur upi> brattan stiga í eiini at' litlu húsiinum í liraun- inu ot'an við Hverfisgötuna í Hafn- arfirði. Ofan af loftinu heyrist rokkhljóð. I*að kemur frá litlu herbergi sem þiljað er af undir jrisinu öðru niegin við stigann. Að öðru leyti er risloft þetta geymsla. 1 litla herberginu hér við liliðina á stiganum býr Sig- ríður lijörn sdóttiif hin sjötuga móðlr Hallgríms Hallgrímssonar, hins kunnasta þeirra þriggja kom- múnista er á sínum tima fóru alla leið héðan norðan af Islandi til liðvei/Ju við spænsku alþýð- una í frelsisbaráttu hennar gegn fasistum Franeós. Bokkhljóðið þagnar þegar ég drep á dyr. Svo opnar liún, fær- ir rokkinn sinn með hálffullri snældu af hvítu bandl til hliðar og ltveikir undir katlinuni. Við höfum víst ekki sézt í 12 ár. ★ — Já, ég er fædd 11. nóvem- ber 1881, frostaveturinn mikla og var þá nærri dauð úr kíg- hósta og kulda og bý að því alla ævi, svarar hún spurningu minni. — Pabbi minn, Bjöm Þórar- insson á Þórunnarseli í Keldu- hverfi, dó þegar ég var 21. viku gömul, lá banalegima þeg- ar ég fæddist. Móðir hans dó þegar hann fæddist, en gömul hjón gengu honum í foreldra stað. —- Mamma bjó ekkja í 3 ár en giftist þá aftur- Þegar ég var 16 eða 17 ára fór ég að Ær- lækjarseli í Axarfirði tii Sig- urveigar Siguríardóttur og Jó- hanns Jónssonar frá Gautalönd- um, en hjá þessari konu hafði ég áður verið tvo vetur á námskeiði. Ég fór svo með þeim að Gautalöndum og var þar í 4 ár. KLERKURINN VILDI AÐ- EINS KJÖTIÐ Spurningu um minnisstæða atburði frá uppvaxtarárunum svarar hún m. a.: — Meðan mamma var ekkja slátraði hún uxa og seldi sóknar prestinum kjötið. Kjötskrokk- urinn var vigtaður heima áður en hann var sendur prestinum óg reyndist mjög vænn. Borg- un fór ekki fram við afhend- ingu, hún átti að koma seinna. Mamma bar virðingu fyrir sálu- sorgaranum og hugsaði gott til viðskiptanna, þar hlaut borg- unin að vera vís. Svo líður að þeim tíma er borgunin skyldi fara fram. en þegar mömmu voru afhentir peningarnir var upphæðin fastaðþví helmingi minni en vera bar. Miði fylgdi með og á honum stóð þyngd kjötsins, sem einnig var helm- ingi minni en hún átti áð vera. Þannig hafði bað vegizt í hönd- um guðsmannsins- En þegar mamma spurði prestinn hvemig 'á þessu stæði svaraði hann: K.iötið var ekki þyngra or> þeita. að frádregnum beinum. th,>ð vðnr að selja mér kiö+ið rn ekki beinin. • FENGU HVERGI JARÐ- NfflBI Sigriður giftist Hallgrími Jónssvni frá Baldursheimi íMý- vatnssveit. — Við holuðum okkur niður í húsmennni'u, segir Sigrííur. en eftir 6 ár urðum við að flytja burti’ vegna þess að við fengum hverrri iarðnæði, fórum austur á Mjóafjörð, bæði jafn óánægð me^ að verða áð fara burt. Þar vor-5 maðurinn minn siómaðuv í 2 ár. þar til hann fórst moð véibátnum Ingólfi í júámáruði. — Haust.ið eftir fæddist, Hnllgrímur sonur okk- ar. Þarna var ekki atvinna nema að sunirimi, og-, þétta var þriðji* róðurinn þeirra. Við skulduðum því 100 krónur hjá kaupmann- inum. • ELDHÚSÁHÖLD EKKJUNN- AR BOÐIN UPP •— Önnur kona sem varð ekkja í þet.ta sama skipti, skuldaði 200 krónur. Kaupmaðurinn bjó þá út skjal þar sem við skuld- bundum okkur til að greiða skuldina að fullu á 10 mánuð- um. Ég sagði honum að ég gæti ekki skrifað undir slíkt, því ég hefði enga peninga til að borga með, hinsvegar ætlaði ég að greiða skuldina- Samt fór svo að ég skrifaði undir með þeirri yfirlýsingu að ég gæti ekki staðið við þessa undirskrift. Hin ekkjan var^ það harðari af sér að hún neitaði að skrifa undir. Kaupmaðurinn lét þá hrepp- stjórann skrifa allt upp hjá lienni. Það var að vísu ekki mikið: rokkurinn, mataríiátin, kaffiketiilinn og eldavél. Það komu nokkrar hræður og buðu í. Konan bauð sjálf í vél- ina. Gömul kona sem þarna var komin kallaði til þeirra sem voru að bjóða í: Þíð ætlið þó líklega ekki áð bjóða á móti ekkjunni. Það var eins og hefði verið stungið upp í þá. Þeir urðu skömmustulegir og tögnuðu, og konan fékk bú- slóðina fyrir 45 krónur. • AFDREP FYRIR LITLA FÖÐ- URLAUSA IIÓPINN Sigríður var nú orðin ekkja með fjögur börn, fjarri átthög- um sínum og æskuvinum. Hún heldur sögu simii áfram: — Vorið 1911 fluttum við frá -Sléttu í Mjóafirði í svokallað Mýrarhús þar skammt frá- Það hafði staðið í eyði í nokkur ár, og eigandinn, Guðmundur á Hesteyri, ekkert haft upp úr því. Nú seldi hann mér það fyrir verð sem nú á dögum rnyndi kallað ekki neitt, 25Ó kr. og er ég honum ennþá þakk- lát fyrir það. Ég varð svo feg- ;n að geta verið útaffyrir mig á afskekktum stað með litla föðurlausa hópinn. minn. Það var svo frjálst og ró'egt að vera þarna meðan börnin voru lítil og gátu ekki unnið. Að visu var þarna engin atvinna fyrir þau þegar þau stá'puð- ust, og varð ég þá að skipta um verustað. __ ÞAR FYRIR OFAN TÖK VIÐ FJALLIÐ J’et.ta var afar lélegt hús og illa byggt og þarafieiðandi mjög kalt, liafði upphaflega verið ætlað fyrir sumarbústað. Það var ein lítil stofa og eld- hús og loft yfir, en það var sólríkt og útsýnið þaðan frem- ur fallegt. Það stóð spölkorn frá sjónum, uppi undir lítilli brekku, en þar fyrir ofan tók við fjallið, snarbratt. Þarna var mikil snjóflóða- hætt.a. enda vantaði eitt. sinn lítið á að við yrðum snjóflóði að bráð. Það vnr einn morg- un að ég -kom út að allt var nrðið svo undarlega breyt.t- Ég úttáði mig ekki í fvrstu á því hvað hér hafði eerzt, en begar betur var pð gáð kom í l.iós aS snióskriða hafði verið hér á ferð um nóttina, en svo heppi- ’ega viliað til fyrir okkur að hún hafði kiofnað á holtinu ofan við húsið og í unni ð begg.ia megm við bað, en snjóálmurn- ar höfðu svo aftur sameinazt. rétt neðan við hlaðvarp'ann og runnið í einu lagi út í sjó og var sjórinn á stóru svæði út frá fjörunni fullur af krapi, svo auðséð var að snjómagnið liafði verið nógu mikið til að flytja litla húsið okkar með öllu sem í því var út á sjó. ÉG REYNDI AÐ ATNNA FYRIR HEIMILINU — Ég reyndi að vinna fyrir heimilinu með því að taka heim sauma og annað það sem var hægt að vinna heima. Þarna var skammt í berjamóinn og að möi'gu leyti gott fyrir lítil SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR börn að leika sér. Við' höfðum ofuríítinn matjurtagarð sem var okkar líf og yndi. Litla drengnum mínum (Hallgrími) brá því við þegar við síðar urð- um að leigja hjá öðrum, að hafa engan blett til að hlúa að, á þessum árum var það hans sterkasta löngun að rækta jörð- ina. Hann var náttúrufræðingur af lífi og sál. Ég man enn hrifn- ingarglampann í augum hans, hvernig liann ljómaði af áhuga þegar hann var að segja mér frá uppgötvunum sínum, eins og þegar hann (síðar) fann steindar skeljar og brimsorfna steina hátt uppi í Hallbjarnar- staðakambi. SAGA HENNAR HKLD- UR ÁFRAM Þegar eldri drengurinn stálp- aðist flutti Sigríður norður í Þingeyjarsýslu með börn sín. Saga hennar heldur áfram: — Mig hafði alltaf langað til átthaganna, og nú réði ég mig með börnin í ársvist á gott heimili hjá fólki sem ég þekkti. Mig langaði til að láta börnin kynnast sveitalífinu. Við eldri sonur minn gengum út til hey- skapar, en þau yngri léku sér með börnunum á bænum- Um haustið veiktist litla telpan mín og dó. Um vorið fluttumst við af bessum bæ. Ég fór í kaupavinnu fram í Reykjadal með yngri drenginn minn, en sá eldri, Þór- arinn, fór í vist og var þar þangáð til hann varð 17 ára. Þá kom hann til okkar og fór í unglingaskóla á Húsavík, síðar á Gagnfræðaskóla Akureyrar og ætlaði að halda áfram gegn- um menntaskóla, en annað sum- arið eftir að hann útskrifaðist af Gagnfræðaskólanum veiktist hann af lömunarveiki og var dáinn eftir 3 sólarhringa. Þá var hann í síldarvinnu norður á Siglufirði. Ég var líka í síldar- vinnu þar. en vngri drengurinn norður í Þihgéýjarsýslu. • HAFÐI ÖÐRU ÞARFARA AÐ SINNA — Hann var orðinn langleiður á atvinnuleysinu, og greip því feginshendi við hverju því sem hægt var að fá að gera hvort sem það var á nóttu eða degi, því liann liafði ekki annað fyrir sig að leggja yfir veturinn á skóla.num en sumarkaupið sitt. Hann var búinn að vinna í verk- smiðjunni við verstu óþrifa,- vinnu fimm dægur samfleytt án þess að honum kæmi dúr á auga^ Svo háttaði hlann að kvöldlagi yfir sig þreyttur, en vaknaði eftir nokkra stund við óþolandi kvalir. Hann vakti þann er svaf í næsta rúmi og bað hann að sækja lækni. Mað- urinn brá skjótt við, en læknir- inn neitaði að koma, þóttist hafa öðru þarfara að sinna en vitja sjúklinga- Maðurinn fór þá til annars læknis er einnig var starfandi á Siglufirði, en hann neitaði líka að koma. Drengurnn minn báð manninn þá að sækja mig og kom hann til mín niður á bryggju þar sem ég var að salta síld. Um morguninn kl. að ganga 10 fór verkstjórinn sem sonur minn vann hjá með mann með sér og drösluðu þeir lækninum á milli sín upp á braggaloftið þar sem sonur minn iá. Ég sendi til gamals íæknis, Helga að nafni, er hættur var störfum fyrir aldurssakir, en hann lét ekki bíða eftir sér. Síðan kom hann við og við, ótilkvaddur og endurgjaldslaust. Ég á margar hlýjar minningar um fólk sem ég kynntist þessa daga. Við vorum 17 stúlkur í einni stofu og ég gleymi aldrei hve vel þær tóku á móti mér þegar ég skrapp heim. Þær skutu saman af sínum litla mat svo ég þyrfti ekki að hafa fyrir því að mat- reiða sjálf. TILBREYTINGARLITLIR HLJÖÐÍR DAGAR — EN SAMT MÖRG GLÖÐ STUND Sigríður hafði nú misst bæði eldri son sinn og yngri dóttur- ina, sú eldri hafði farið til annarra fjögurra ára gömul. Hún hafði nú Hallgrím einan hjá sér- Baráttan hélt áfram. — Hver dagur var öðrum líkur, tilbreytingarlausir, hljóð- ir dagar, og sama sagan endur- tók sig ár eftir ár. Við vorum oftast í sveit á sumrin en í Héðinsvík á Tjörnesi á veturna. Aftur hafði leið okkar legið áð sjó, þrátt fyrir þá ákvörðun mína að forða drengnum mínum frá sjónum, en það virtust öll önnur sund vera okkur lokuð. En þrátt fyrir örðugleikana sem við áttum við að stríða, lé- leg húsakynni, erfiða aðdrætti, atvinnuleysi eða erfiða vinnu sem lítið hafðist uppúr, svo ég nefrn ekki önnur tröll og ill- þýði sem venjulega eru í tylgd með fátæktinni, lifðum við son- ur minn marga glaða, frjálsa stund og nutum yndisleika nátt- úrunnar í sameiningu. ÉG VAR GESTUR — Þrátt fyrir aha erfiðleika var Sigríður staðráðin í að koina Hallgrími til mennta. og hauscið sem hann varð 17 ára fluttust. þau til Akureyrar og hann settist í Akureyrarskólann. — Þegar hann hafði lokið sk la- námi skildust leiðir. Hal'grím- ur fór í síldarvinnu en Slgrið- ur fluttist til Hafnarf]arðar 1930, en þar var eldri dóttiv hennar búsett. Þar hefuv Sig- ríður unnið margskonar viruiu og bað eru ekki nema 3 ár sið- an hún fór síðast í kaupavimm. — Ég var gestur þegai- ég kom hingað, p->.gir Sigríðuv. Eg þekkti engan nema dóttur mína og enginn þekkti mig, Ég et eiginlega gestur hér enn- Ég er ekki farin að eiga heinn. hér frekfir en fyrsta dagirn sem ég kom hér. • DREN GURINN MINN Öllum börnum sínum hr.i.ur Sigríður unnað, en sennilega þó Hallgrími mest. Hún minnist hans sem drengs: — Samúð hans með ölhrni sem lifiu og þjáðust var djúp og heit. Óft grét hann þegar hann var lítill yfir því að geta ekki hjálpað þeim sem vjv ranglæti beittur, eða þegar far- ið var illa með einhvevja skepnu. Sárast tók hann þega lagzt var á lítilmagnann, þar gat liann ekki setið hjá aðgerð- arlaus þó hann vissi fyrirfram að með því bakaði hann sév ó- vild og ofsóknir. Nú þegar hann er horfina á eftir föður sínum og systkinuir. og ég er að hlakka til endur- fundanna, þá er það alltaf hanri cem á efsta rúmið í huga mín- um, vegna þess að skemmst er síðan hann fór, og þegar að leiðarlokum kemur vona ég að þa ð verði hann sem ken ur fyrst á móti mér, drenguiinn íninn. ★ Hér hefur aðeins veriö stikl- að á stærstu atriðunum í sögu þessarar norðlenzku móður. Af nógu væri enn að táka. En erfiðleikamir hafa ekki beygt Sigríði Björnsdóttur. Sjötug er hún jafn fjarri því og þegar hún var ung á Norðurlandi, að slaka í nokkru til fyrir ranglæti heimsins. J.B. * íslenzk verkalýðshreyfing hefur ekkl eignazt mörg; foringjaefni lík Hallgríml Ilallgrímssyni. Hann varð ekki nema 32 ára, fúrst um miðjan nóvember fyrir níu árum, engum jafnaldra hans í hópi ís- lenzkra súsíallsta liafði tekizt að þjappa saman á ekki lengri lífs- feril jafn íjölbreyttu og glæsilegu starfi í þágu alþýðuiuiar. Baunar iifir Hallgrímur Hail- grímsson í minningu félaga situui sem einstæður maður, og liaun llggur óbættur hjá garði meðan ekki er reynt að festa það í rit- uðu orði, í ævlsögu, hver maður hann var, einn þeirra íáu sem meira að segja við lr.'endingar. feimnir við sterk lofsyrði, viður- keundu HETJU; þeir sem nú ei’U unglingar hefðu gott af því að kynnast honum, okkur sem þeklit- um Hallgrím ber skylda til að iáta vitneskjuna um hann geymast. Lífsbarátta hans, eldmóösbar-* átta gegn ai'turhaldi, kúgun, fas-> isma; jafnt í erfiðustu verkföllum reykvískra verkamanna og á. blóðstokknum vígvöllum Spánar, kvittuð með lítilmannlegri, ofsókn- um afturhaldsins íslenzka ei* nokkur annar verkalýðsleiðtogí hér á landi liefnr orðið fyrir. Þegar talað er við Sigríði Björnss dóttui'. éiiis og hér aö framan, fiimst manni Ilallgrímur alltaf vera þar með. Og hver sem kynn- ist hennl skilur betur livers vegmt Hallgrímur Haligrúnsson varð ó- gleymanlegur félagi, varð liet'iv sem verkalýðslireyflngin mátti sl/t missa. 1 minningu íslenzkrar al-» þýðu eiga þau ao lifa saman :e\ * arándi. S. G-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.