Þjóðviljinn - 21.11.1951, Page 3
Miðvikudagur 21. nóvember 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3
MÁLGAGN ÆSKULÝÐSFYLKINGARINNAR SAMBANDS UNGRA SÓSlALISTA
IBB MM
■* '
RITSTJÓRAR: HALLDÓR B. STEPÁNSSON, SIG. GUÐGEIRSSON, TRYGGVI SVEINBJÖRNSSON
LARDS BJARNFREÐSSON:
ÞANKAR UM IBMÁM
Við lestur ýmsra sagna frá
liðnum öldum má finna ekki
allfá dæmi þess að fróðleiks-
fúair ungir menn leituðu til
einstaklinga, sem eitthvað
kunnu fyrir sér, fram yfir al-
menning og námu af þeim,
ýmist handverk eða andlegan
fróðleik. Ekki er svo ýkjalangt
síðan að hér á íslandi máttu
menn dvelja hjá prestum eða
öðrum andanis mönnum, sem
máski kenndu þeim það, sem
þeir gátu í té látið þ.e.a.s. und-
irstöðu undir æðri skólamennt-
un, en hana var ekki að fá
Nokkrar staðreyndir um
Æskulýðsfylkinguna
★ Æskulýðsfylkingin — félag
ungra sósíalista er hreyfing,
sem öllum er kunn og er það
ekki að undra því að þessi
félagsskapur hefur um 13 ára
skeið haft forystu fyrir ís-
Ienzkri alþýðuæsku í hags-
munabaráttu hennar. — Þó
mun það svo, að vart mun af
veita að bæta nokkru við þekk-
ingarforða margra um þetta
efni.
★ Æskulýðsfylkingin hefur
það meginverkefni að fylkja
til baráttu öllum þeim, s-em
vilja vinna af heilum hug að
liagsmuna og menningarmálum
alþýð’uæskunnar og uppbygg-
ingu sósíalisma á íslandi. —
Þar af leiðandi hefur Æsku-
lýðsfylkingin frá upphafi haft
algjöra forystu fyrir æskunni
í sjá'fstæðisbaráttu þjóðarinn-
ar.
★ Á þeim örlagatímum sem nú
ganga yfir þjóð okkar skipar
Æskulýðsfylkingin sjálfstæðis-
málinu og þjóðernisbaráttunni
öllu ofar og íeitast við að sam-
eina alla æsku landsins í eina
órofa fylkingu án tillits til
stjórnmálaskoðana að öðru
leyti. — Af framanskráðu er
það augljóst að svo til öll æska
þessa lands á samleið með
Æskulýðsfylkingunni að ein
liverju eða öllu leyti.
Y Það er sannfæring Æsku-
Iýðsfylkingarinnar að samei
inlegir hagsmunir okkar og á-
hugamál krefjist virkrar þátt-
töku okkar ALLRA í baráít-
unni fyrir framgangi þeirra.
A Nú er of mikið í liúfi til þesr
að -við getum látið smávægi-
Iegan skoðanamun tvístra okk-
ur í barátturni sem varðar til-
veru þjóðarinnar. — Sinnuleys-
ið verður að víkja. Við verðum
fyrr en á erlendum skólum. Á-
stæðan til þess, að þetta fyrir-
komulag var notað, var sú og
engin önnur en sú, að önnur
skilyrði voru ekki fyrir hendi.
Síðar, þegar menntun fór að
verða almennari tóku að rísa
upp menntastofnanir þar sem
hliðstæð kennsla fór fram.
Nú til dags þykir það svo
sjálfsagður hlutur að menn
læri á skólum að hér er meira
að segja skóli fyrir sjómenn,
þar sem þeir njóta kennslu í
landi, undir s-in ábyrgðamiklu
störf. Það er til aðeins ein und-
antekning frá reglunni. Veyk-
leg kennsla við iðnnám á ís-
landi er með sama fyrirkomu-
laginu og hún tíðkaðist í öðr-
um löndum þó leitað sé aft-
ur í miðaldir eða gráa for-
neskju, að öðru leyti en því að
nú er ekki lengur miðað við
hæfni nemandans, ekki heldur
við að hann hafi lífsviðurværi,
aðeins fjögurra ára vinnu-
skyldu hjá meistara.
Hver er svo orsök þess að
þetta fyrirkomulag skuli enn
vera notað og ekki sjáanlegt
að þar eigi að breyta neinu
um í náinni framtíð?
Ekki mæla nein skynsamleg
rök með því að þetta fyrir-
komulag sé betra fyrir iðnnem-
ana og því síður fyrir þjóðar-
heildina, heldur en ef iðnnám-
ið færi fram á verknámsskól-
um sem reknir væru af ríkinu
cg búnir þeim tækjum, sem hin-
um fjölmörgu einstaklingum,
sem er ætlað að kenna verk-
lega námið er beinlínis ofvax-
ið að afla sér. Afleiðingin verð-
ur því sú, að kennslan með nú-
verandi fyrirkomulagi, v-erður
vægast sagt ófullkomin. Þau
eru jafnvel ekki fá dæmi þess
að nemar útskrifist sem svein-
ar með harla litla þekkingu á
þeirri iðngrein, sem þeir hafa
öðlast réttindi í, enda ekkert
það til, sem tryggir þeim að
þeir njóti kennslu yfir náms-
tímann, þar sem allar kröfur
iðnnema um árleg hæfnispróf,
hafa verið hundsaðar með öllu
og sveinsprófun í sumum iðn-
ao ýca við þeim hluta æskunn-
ar sem enn er ýmist óvirliur
eða óskipulagður. — Æsku-
lýðsfylkingin er eina æsku-
’ýðshreyfingin sem bæði hef-
ur viljann. /og getuna til- að
sameina ofckur í baráttimni og
hún býður ykkur samstarf og
skorar á ykkur að taka því
tilboði.
greinum hagað þannig að 'þar
kemur varla nokkuð fram af
því sem nemar kynnu að hafa
lært, annað en það sem þeir
hafa numið í iðnskóla.
Að því athuguðu ætti hverj-
um manni að vera Ijóst, sem
á annað borð vill hafa augun
opin, að orsökin til þess að
þetta úrelta fyrirkomulag er
notað við iðnkennslu á Islandi
hlýtur að liggja í því að hinir
svokölluðu iðnmeistarar hafa
komið auga á þann möguleika
að með þessu móti mætti
tryggja sér ódýrt vinnuafl og
þeim hefur tekizt það með að-
stoð löggjafarvaldsins. Sýnt er
það einnig þegar örfáum
heiðarlegum undantekningum
er sleppt, að þeir eru stað-
ráðnir í því að hagnýta þann
möguleika út í yztu æsar hvað
sem öllu skynsamlegum rökum
líður.
Það er hinsvegar staðreynd
að meirihluti iðnnema á íslandi
býr við hungurlaun, sem hvergi
nærri hrökkva fyrir brýnustu
nauðþurftum. Það er líka stað
reynd að kennslan er í mörg-
um greinum svo ófullkomin að
Pramhald á 6. síðu.
Frá I. íundi ársþings BÆR 1851:
Mikili áhugi íyrir því að hef ja
framkvæmdir að byggingu æsku-
lýðshallarinnar á næsta ári
Ársþing Bandalags æskulýðsfélaga Reykja-
víkur var sett í V. kennslustofu Háskólans 11.
nóvember s.l.
Ásmundur Guömundsson prófsssor formaður
BÆR setti þingið og flutti skýrslu um störf
stjórnarinnar á árinu.
Þingið ræddi aðallega þátttöku íþróttahreyf-
ingarinnar 1 samstarfi og framkvæmdum aö æsku
lýðshöll. Kom í ljós mikill áhugi fyrir því að hefja
framkvæmdir að byggingu æskulýöshallarinnar á
næsta ári.
Skipuð var fimm manna nefnd til þess að
vinna að því rnilli þingfunda að samræma fram-
komnar tillögur um þátttöku íþróttahreyfingar-
innar í væntanlegri æskulýðshallarbyggingu. í
nefndinni eiga sæti:
Ásmundur Guðmundsson prófessor, formaður,
Þorsteinn Valdimarsson, Stefán Runólfsson, Gísli
Halldórsson og Böðvar Pétursson.
Þá kom fram tillaga þess efnis að þingið
skori á Alþingi að samþykkja framkomna þings-
ályktunartillögu um fjái'veitingu til byggingar
Æskulýðshallarinnar. Var henni vísað til nefnd-
ar og var þingfundi frestað. Stjórninni var falið
að boða aftur þingfund.
Æskulýössíðan mun síðar skýra nánar frá
störfum þingsins. Þ. G. B.
Alþingismenn óstarfhœfir sökum kulda
Ekki alls fyrir löngu bila’ii
hitaveitan i miðbænum, með
afleiðingum að Alþingi varð að
draga mjög úr starfsemi sinni,
þeirri starfsemi, sem eins og ailii
vita er einkum í því fólgin að
leggja blessun yfir þá viðlei’.ni
ríkisstjórnarinnar að fara með utr
vinnulíf Islendinga til andskit-
ans. Vildu margir túlka þetta scin
viðvörun til stjórnarvaldanna; nú
væru goðin reið. En við nánari
athugun virtist hæpið að halda
til streitu þvi sjónarmiði, enda
rnunu stjórnarvöldin geta vikizt
undan ásökun í þessu sambandi
með því einfaldlega að vísa til
annarra atburða, og spyrja til
dæmis: „Hverju reiddust goðin
þegar hitaveitan bilaði vestur á
Melum?" —■ Einnig er þetta sjón-
armið varhugavert nokkuð fyrir
þá sök, að fyrr en varði kynnu
menn að leiðast frá því út á þá
braut að kenna reiði goðanna um
allt það sem aflagafer í Reykjavík
en það væri sama og halda þvi
fram að goðin væru alveg búin að
sleppa sér. — Höldum þessvegna
goðunum utan við málið, og lítum
í staðinn á sjálfa þingmennin c.
I’ingmennirnir gátu lítið sem
ekkert unnið í tvp daga, af því
hitaveitan bilaði. Þó heyrði ég
sagt að hitinn í þingsölum ha'-: ú
þessu tímabili ekki farið niður
fyrir 15 stig, enda frostiétt úti.
— Hvað yrði nú um þjóðarbú
skap Islendinga, ef allir þyrftu
að hafa jafn heitt og notalegt í
kringum sig eins og alþing.s-
mcnn, til að geta unnið? Hvuð
mundi dreginn mikiil þorskur á
Halamiðum, ef karlarnir hyriu
af dekki strax og hitamælirir.n
sýndi minna en 15 stig, legðust
í kojur sínar, barmandi sér yfir
kulda, og breiddu upp fyrir haiis?
Hvað mundi ekki oft farast fyur
kvöldgjöfina hjá bændum, ef miðt.
ætti vinnúskilyrði i fjárhúsum
við sama hitastig og á Alþingi?
Hvað mundu, eftir sama mæli-
kvarða, verða mikil afköst starfs-
stúlknanna í hraðfrystihúsunum,
þar sem hreinlega er fyrirboðið
að hitinn sé nokkurntímann látinn
fara upp fyrir 8 stig? Eða, svo
nefnt sé ennþá nærtækara dæmi:
Hvenær mundi hitaveitan komast
í lag aftur, eftir bilun, ef reyk-
vískir verkamenn þyldu kuldann
ekk betur en alþingismenn?
Og það má draga margan annan
lærdóm af umræddri vinnustöðv-
un á Alþingi: Þingmenn komast
ekki af með minna en 15 stiga
hita til að heyja baráttuna gegn
þvi að sjómenn á Halamiðum fái
12 stunda hvíld frá vinnu sinni
í hörkufrostum nótt sem nýtan
dag. Þingmenn verð.a að hafa
minnst 15 stiga hita þegar þeir
samþykkja aðgerðir er miða að
þvi að hækka svo verð á kolum,
að peningar fátæks fólks hrökkva
hvergi nærri til að kynda upp
ónýta braggana, þar sem hver
vetrarmorgunn heilsar húsmóður-
inni með botnfrosinni vatnsfötu í
eldhúsinu. Hitinn á Alþingi má
ekki fara niður fyrir 15 stig, ef
þingmenn eiga óloppnum höndum
að geta greitt atkvæði með ráð
stöfunum til að skera niður að
sultarmarki laun ungu stúlknanna
sem vinna í frystihúsunum, par ■
sem aldrei má vera heitara en.
8 stig.
Þannig mætti lengi rekja þessi .
dæmi. Og niðurstaðan yrði sjálf-
sagt sú, að sennilega mundi það
þjóðinni fyrir beztu, að upphitun
Alþingishússins færi svo rækilega
úr lagi, að þingmenn afturhalds- •
ins yrðu gjörsamlega óstarfhæfir
sökum kulda. Gallinn er bara sá,
að slíkt gæti aldhel orðið til
langframa. 1 Alþingishúsið yrði
eflaust án tafar lagt eitthvert pat-
entupphitunarkerfi, líklega fyrir •
sérstakt framlag frá Marshall-
stofnuninni. — Islenzk-bandaríska
auðvaldið mundi nefniiega fljótt
átta sig og gera viðeigandi íáð-
stafanir, í samræmi við þá reynslu
-sem fengin er, að fyrsta skilyrðið
til þess hægt sé að láta sjómenn
halda áfram að þræla án mannsæm-
andi hvíldar í hörkufrostum, að
halda atvinnulausum verkamann-
inum niðri við þau kjör sem ekki
leyfa honum að hita braggann sinn
upp fyrir frostmark, að neyða ungu
stúlkurnar til að vinna fyrir
sultarlaunum í kulda frystihús-
anna, — fyrsta skilyrðið til alls
þessa, og ótal margs annars, sem
einu nafni nefnist kúgun og rang-
sleitni auðstéttarinnar gegn al-
þýðustéttum landsins, er: að al-
þingismenn hafi að minnsta kosti
15 stiga hita við vinnu sína.
Spartakus.
Á TÍUNDA þingi Æskulýðsfylkingarinnar var ákveðið að halda jólabazar í Reykjavík. Ágóði af baz-
arnum rennur í sérstakan sjóð til að kosta erindreka fyrir Æskulýðsfylkinguna.
DEILDÍRNAR úti á landi eru þegar byrjaðaí að vinna af kappi að undirbúningi bazarsins, í Siglufirði
og Norðfirði hafa verið haldin fjölmenn vinnukvöld. — í Reykjavík eru margir þegar byrjaðir, en
betur má ef duga skal, hér með er skorað á alla unga sósíalista að vinna fyrir bazarinn.
VINNIÐ sjálfir muni, prjónið, saumið, smíðið o.s.frv. og komið mununum á Þórsgötu 1 fyrir 10 des-
ember næst komandi.
UNGIR SÓSÍALISTAR sameinumst um að gera úólabazarinn glæsilegan — allir til vinnu.