Þjóðviljinn - 15.12.1951, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.12.1951, Blaðsíða 1
loar i Kóreu Nokkuð miðaði í samkomu- lagsátt í vopnahlésviðræðunum í Panmunjom í Kóreu í gær, Norðanmenn féllust á að hvor aðili mætti skipta um 5000 menn í liði sínu á mánuði eftir að vopnahlé kæmist á og Banda ríkjamenn féllust á hlutlaust eftirlit með að vopnahléð sé haldið. Hinsvegar rak hvorki né gekk í viðræðum undirnefnd arinnar sem fjallar um skipti á stríðsföngum. Það varð kunnugt í gær, að Bandaríkjastjórn hefur spurt stjórnir Noregs, Svíþjóðar og Sviss, hvort þær séu fáanlegar til að tiinefna menn í eftirlits- sveitir með vopnahléi í Kóreu. Mannvíg á Súes- svæðinu / Brezka lierstjórnin á Súes- svæðinu tilkynnti í gær að menn hennar hefðu skotið tvo Egypta til bana, er þeir voru að vinna skemmdarverk á eig- um brezka hernámsliðsins. Laugardagur 15. desember 1951 — 16. árgangur — 284. tölublað Undanfarið hef ég reynt að stunda ösku haugana svo börnin geti fengið mat Ungur verkamaður með fimm börn lýsir lífskjörum sínum — Ég bý með konu og fimm böm í bragga, köldum bragga og eldhúsið er lekt. Ég hef haft vinnu nokkra daga í nóvember og einn dag það sem af er desember. Undanfarið hef ég reynt að stunda ösku- haugana, safna þar saman flöskum og drasli til að selja, svo að börnin geti fengið mat. Þannig skýrði ungur verkamað- ur frá högum sínum á ritstj.- skrifstofum Þjóðviljans í gær. Og hann er ekkert einsdæmi, hlutskipti hans er hlutskipti margra hundraða fyrir þessi BANDARÍSKIR HERMENN GEFAST UPP I KÖREU. Bandaríkj amenn í Kóreu vilja ekki berjast segir aðstoðarlandvarnaráðherra Bandaríkjanna Bandaríska hernum í Kóreu liggur við upplausn vegna þess að hermennina skortir allan baráttuhug. í skýrslu frá frú Rosenberg aðstoðarlandvarnaráðh. USA um för hennar til Kóreu seg- ír, áð hún hafi aldrei getað í- myndað sér að bandarískir her menn gætu verið eins gjör- sneyddir baráttuhug og hún komst að raun um í Kóreu. Hún segir, að bandarísku hermennirnir óski þess eins, að stríðinu 1 júlri sem fyrst svo að þeir geti komizt heim. I þeim fyrirfinnist ekki neisti af bar- áttuhug og þeir komi ekki auga á neina ástæðu til þess að þeir Lögregla lokar listsýningu Yfirvöldin í ítölsku borginni Elórens hafa látið loka með lögregluvaldi sýningu á teikn- ingum pólskra listamanna, sem samtök Póllandsvina í borginni höfðu gengizt fyrir. Jafnframt voru ýmsar skopteikningar á sýningunnj gerðar upptækar á þeirri forsendu, að þær væru „móðgandi fyrir erlenda þjóð- höfðingja.” skuli hafa verið sendir út í stríð í Kóreu. Frú Rosenberg skýrir frá því að kærur yfir agaleysi her- manna og óhlýðni óbreyttra hermanna og undirforingja við fyrirskipanir yfirmanna sinna hlaðist upp hjá rannsóknar- deildum herforingjaráðanna. Menn strjúka hópum saman úr hernum. Á síðustu mánuðum hafa 1500 menn strokið og gef- izt upp af sjálfsdáðum úr þeim sveitum einum, sem Clovis E. Byers hershöfðingi stjórnar. Þessi skortur á baráttukjarki hlýtur að grafa undan stuðn- ingi manna heima í Bandaríkj- unum við Kóreustríðið, segir frú Rosenberg, og ekki nóg með það, forystuhlutverk Bandaríkjanna meðal þeirra landa, sem hafa her í Kóreu bíður hnekki. Hún leggur það til, að engir bandarískir her- menn séu hafðir legur í Kóreu en þrjá til fjóra mánuði, því að eftir þann tíma sé allur bar- áttuhugur hjá þeim fokinn útí veður og vind, og að krafizt verði meiri hers frá öðrum löndum til Kóreu. jól. Á annað þúsimd manns ganga um atvinnulausir og af rýrum tekjum manna fer bróð- urparturinn í beina og óbeina skatta til ríkis og bæjar og skipulagt verzlunarokur. Og ungi verkamaðurinn hélt áframP Ég fór til bæjarins á föstu- daginn var til þess að biðja um styrk og mér voru rétt- ar 100 krónur. Jafnframt var mér sagt að ég yrði að gefa upp tekjur mínar ef ég vildi fá meiri styrk. Ég fékk tekjuskýrslu frá Faxa- verksmiðjunni þar sem ég vann í vor, cn byggingamesst ari sem ég vann hjá í sum- ar hafði skýrsluna ekki hand bæra cn lofaði að senda hana. í dag fór ég aftur til bæjarins en var sagt að ég gæti engan eyri fengið af því skýrsla byggingameist- arans væri ekki komin og ég var kallaður ræfill að hafa ekki náð í skýrsluna. Ég hélt þó að bömin þyrftu cins að lifa. bótt skýrslan væri ókomin. Ég talaði svo við borgarritai’a, en þar var ekkert að fá nema sama hrottaskapinn. Þetta eru örlög einnar fjöl- skyldu af hundruðum. Helzti tekjumöguleikinn leit í ösku- haugunum. Fimm ung börn sem geta ekki fengið óhjákvæmileg- an framfærslustyrk vegna þess að íhaldið einblínir á skrif- finnskureglur sínar. Skemmdarverkamtfimiim varpað nitfiir i Riimenm tir bandarískri llugvél Bandarískum erindrekum fallhlífum í Rúmeníu. Aðstoðarutanríkisráðherra Rúmeníu, A. Bunaciu, hefur af- hent sendifulltrúa Bandaríkj- anna í Búkarest, J. Gatenbein, orðsendingu, þar sem skýrt er frá því, að handteknir hafi ver- ið í Rúmeníu tveir bandarískir erindrekar, Wjihelm Spinder og Constantin Saplachan, sem varpað hafi verið til jarðar í fallhlífum í héraðinu Fagarashi úr bandarískri flugvél 18. októ- ber. Flugvélin lagði af stað með þá frá Aþenu. Spinder og Saplachan hafa skýrt frá því, að þeir hafi ver- ið í flóttamannabúðum í ítalíu áður en þeir gengu í þjónustu bandaríslcu leyniþjónustunnar. Hjá henni lærðu þeir að fremja Póstsprengju- morðinginn játar Erich von Halacz, 25 ára gamall, hefur játað að hafa sent sprengjur þær í póstböggl um, sem urðu tveim mönnum að bana og særðu tíu í Vestur- Þýzkalandi fyrir skömmu. Lög- reglan hefur ekkert viljað láta uppi um hvað honum hafi gengið til að fremja þessi ó- dæðisverk. Vesturveldin emdríg swnskri tiilögu um þgskar kosningar Vesturveldin taka illa í miölunartillögu Svía um undir- búning kosninga í Þýzkalandi öllu. Fulltrúar Bretlands oc Bandaríkjanna í aukastjórn- málanefnd þings SÞ í París létu í það skína í gær, að þeir myndu beita sér gegn tillögu Bretar í Praha staðnir að njésnum Tékkóslóvakíustjórn krafðist þess í gær, að ritari við sendi- ráð Bretlands í Praha og stúlka, sem vinnur við sendiráð ið, yrðu kölluð heim vegna þess að þau hefðu verið staðin að njósnum. Segir í orðsendingu Tékka, að löðregluþjónar hafi komið að ritaranum, sem heit- ir Gardner, þar sem hann var að taka skjöl með hernaðarleg- Framhald á 8. síðu. Undéns, utanríidsráðherra Svíþjóðar, sem fjallar um það að fjórveldin, sem hafa herlið í Þýzkalandi, skuli í samráði við Þjóðverja undirbúa frjáls- ar kosningar um allt Þýzkaland með það fyrir augum að sam- eina landið. Tillaga Undéns er jafnframt frávísunartillaga á tillögu Vesturveldanna um að rann- sóknarnefnd frá SÞ athugi skil yrðin fyrir kosningar í Þýzka- landi. Undén sagði, að SÞ væru ekki ráttur aðilj til að sjá um kosningar í Þýzkalandi, það ættu hernámsveldin að gera. Vesturveldafulltrúarnir eru hinir önugustu útaf tillögu Undéns, þeir höfðu hugsað sér, að fela andstöðu sína gegn kosningum um Þýzkaland allt og sameiningu landsins á bak við „rannsókn“ einhverra leppríkja sinna innan SÞ. héfur vériS varpað niður í' skemmdarverk, skotfimi og notkun lítilla útvarpsstöðva. Varpað var til jarðar með þeim fjórum sendi- og mót- tökutækjum, tíu handsprengj- um, fimm handvélbyssmm tveim skammbyssum og birgð- um af skotfærum. Bandarískir yfirboðarar þeirra félaga höfðu falið þeim að undirbúa skemmd arverk og hryðjuverk í Rúm- eníu og ráða menn til þeirra verka. Auk þess áttu þeir að njósna um herinn, flugvelli, járnbrautarbrýr og olíugej'msl ur. Þeir höfðu meðferðis mikla fjárhæð í gulli og seðiuin, fölslc skilríki og eitur. Rúmeníustjórn mótmælir þessum aðförum og krefst þess, að Bandaríkjastjórn láti refsa þeim, scm bera ábyrgð á því að erindrekar eru sendir til Rúmeníu til að fremja skemmd arverk, hryðjuverk og njósnir. Þjófur ræðst á konu Wasidy Tworeks Á mánudaginn réðst innbrots- þjófur á Else, konu fiðluleikar- ans Wandy Tworeks, sem Reyk víkingum er að góðu kunnur, á heimili þeirra í Kaupmanna- höfn og barði hana með bnef- unum svo að hún félsk heila- hristing. Náungin hafði frétt hjá kærasta þjónustusiúlku Tworekslijónanna, að í íbúð þeirra gæti liann stolið stór- uppliæð í peningum og skart- gripnm. Eftir að hann hafði barið frú Tworek niður leitaði hann um alla íbúðina en fann ekki annað en 50 krónur í ráp- tuðru. Með þær fór hann en gaf sig fram við lögregluna næsta dag. SÞ rœSa und- IrróSur USA Þing RÞ sambykkti í gær ein róma að taka til umræðu kæru Sovétríkjanna yfir fiárveif‘-“igu á fjáriögum Bandaríkipnua Hl undirróðurs í Sovétríkj”v' og öðrum sósíalistiskum löad- um. Vishinski, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, vitnaði á fundinum í gær í hin b',ndr'- rísku lagafyrirmæli kærunni til stuðnings.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.