Þjóðviljinn - 18.12.1951, Page 5
Þriðjudagur 18. desember 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Jólasöngvar handa börnunum
eftir ÞORSTEIN Ö,
STEPHEN SEN
í þessari bók eru fjöhnargir vinsælusíu jólasöngv-
ar barnanna, þar á meðal margir, sem sungnir
hafa venð við jólatréð í útvarpssal.
I*etta er handhæg bók og ódýr og allir geta
ÞESSI BAPtNABÓK VEKUK GLEÐI OG FÖGNUÐ
ALLKA Á HEIIVIILINU.
Helgafell
Austurstræti 1.
Laugaveg 100
Garöastræti 17
- Laugaveg 39
Njálsgötu 64.
Veghusastíg 7
Laugaveg 38
í Glaðheimum
Frú Ragnheiður Jónsdóttir skrif-
aði í fyrra barfia unglingabók,
eem hét „Hörður og Helga". Nú
er komið út framhald þessarar
sögu og nefnist ,,I Glaðheimum".
Fyrri bókin segir frá hálfg'erð-
um vandræðadreng- úr Reykja-
vik, sem komið hafði verið í
sveit, en strauk þaðan oþr lenti
fyrir milligöngu litillar stúiku á
heimili afa hennar, sem var skóla-
stjóri við barnaskóla í litlu þorpi.
Verður það úr, að drengurinn fær
að setjast þarna að og ganga í
skóla gamla mannsins, opr þar
endar fyrra heftið.
Seinna heftið „1 Glaðheimum"
skýrir frá þessari skólagöngu og
daglegu lífi þeirra Harðar og
Helgu á heimili skólastjórans.
Saga þessi er hvorttveggja í senn,
lærdómsrík og mjög skemmtileg.
Ég verð að segja það, að hann
er tilbreytingarríkur og skemmti-
legur skólinn, sem hér segir frá,
og þó hvergi með ólikindum
Ragnheiður er kennari að mennt-
un, og uppeldismál þjóðarinnar,
bæði utan og innan skólanna,
hafa legið henni mjög á hjarta.
1 þessari sögu kemur hún að á
hinn liprasta hátt hugmyndum
sínum um það, hvernig fyrir-
myndar barnaskólinn eigi að
vera, þannig að þar sameinist
kennsla og uppeldi í formi, sem
fær nemendunum yndis og á-
nægju, um leið og þeir fá nauð-
. synlega þjálfun.
Nú mætti máske ætla, að 06*10
væri ekki slcemmtileg bók, þar
sem hún hefur greinilega ákveð-
inn boðskap að flytja, en það er
öðru nær en svo sé. Sagan um
Hörð og Helgu, bæði heftin, er
svo spennandi að þau börn sem
ég þekki til að hafa lesið hana,
vilja helzt ekki leggja hana frá
sér fyrr en hún er búin, og geta
vel lesið hana upp aftur og nftur.
Frásögnin er mjþg hröð, það er
alltaf eitthvað að gerast, og það
er sagt frá því á léttu, leikandi
máli, ekki of fjarlægu máli barr.a-
ins og hugsanalífi, enda er það
lítil stúlka, sem söguna = segir.
En enda þótt þetta sé ágO't
barnabók, og vqrði vafalaust vin-
sæl, þá hefur hún engu síður
boðskap að bera þeim, sem eldri
eru.
• „I Glaðheimum" heitir þetta
seinna hefti, og nafnið' hefur sjálf
sagt tvöfalda merkingu. Börnin
lifa sannarlega í glaðheimum
bæði í skólanum og á heimilinu,
en hver er lykillinn að þeim
heimi?
Margvíslegt fólk kemst undir
áhrif gamla skólastjórans og þ':SS
anda, sem alls staðar ríkir i
kringum hann og hans fólk. baö
eru ekki eingöngu kennararnlr og
hörnin í skólanum, heldur he'mili
harnanna, sérstaklega þeirra sem
eiga við erfið eða athugaverð iifs-
kjör að búa.
Steipugopi. úr Reykjavík vistast
til skólastjóráhjónanna, og þó
hún liugsi mest úm rall og ball og
leiðist heima á kvöldin, kallar
hjartamenning heimilisins á það
bezta í henni, svo hún fer að
játa ýmislegt á móti sér til þeas
að gera öðrum gleði.
,1 Glaðheimum" líður öllum vel,
a£ þvi að það boðorð, sem þar
Inga Bekk
' Bókaútgáfan Fróði hefur gefið
út unglingabókina. Inga, Bekk —
ævintýri kaupstaðarstelp.u í sveit.
Bókin er eftir danskan höfund
Joi»anne Korch,. en þýöinguna
hafa annazt Sigurður Helgason
og Guðný Eila Sigurðárdóttir.
Sögahetjan Inga Bekk er Ib
ára gömul og er sagt frá alvar-
legum viðfangsefnum hennar í
lcttum og gamahsömum stíl. Ny-
ung er J)að við þessa bók að
hún fæst bundin í einskonar
flauelsband, sem ekki hefur sézt
her áður.
Inga Bekk er 134' síður, prentuð
í Prentfelli h.f.
er lifað eftir hljóðar svo: „Hvað
gec ég gert fyrir þig?“ í stað
þess að spyrja: „Hvaða gagn get
ég haft af þér?“. Og það kemur
upp úr kafinu að einmitt bessi
afstaða gerir lífið að hinu yndis-
legasta ævintýri með nýrri og ó-
vantri hamingju hverrar líðandi
stundar.
Væri það svo illa til fallið, að
við fullorðna fólkið settumst líka
á skólabekk hjá afa frá Glað-
heimum. Ekki sakaði það, þó við
gerðum tilraunina, ekki heíur
steína nútímamenningarinnar fairt
heiminum svo mikla hamingju,
að við eigum mikið á hættu.
Aðalbjörg Sigurðardótíi
Svarti
presturinn
Svarti presturinn nefnist bók
sem nýkomin er út á íslenzku og
er eftir lcunnan brezkan rithöf-
und, John Buchan, en þýðinguna
hefur gert Sigurður Björgólfsson.
Höfundurinn telur skáldsöguna
byggða á sannsögulegum viðburð-
urn. Hún gerist meðal Kaffa-blá-
manna í Suðurafriku, en þar var
höfundurinn landsstjóri Breta
1901- -’03. Mun þetta vera hin
mesta ævintýrabók.
Hún er gefin út af Fróða, prent
uð i Siglufjarðarprentsmiðju og
er 23? síður.
★ BÓKAFREGNBR ★
Bókaútgáfa Pálma H. Jónsson-
ar á Akureyri gefur í ár út fleiri
bækur en nokkru sinni fyrr. Þann
ig beita þeir í vindinn fyrir norð-
an meðan við hér fyrir sunnan
sláum heldur undan. Hér eru nöfn
nokkurra bóka frá útgáfunni.
Islenzkir bændahöfðingjar, eftir
séra Sigurð Einarsson í Holti. 1
þessari bók eru 25' ritgerðir um
nær 30 stórbændur sem lifað hafa
starfsdag sinn frá aldamótunum
fram að lýðveldisstofnuninni. Af
þeim sem ritgerðirnar fjalla um
skulu þessir nefndir: Yztafells-
feðgar (Sigurður ráðherra og Jón
sonur hans), Kristleifur á Stóra-
Kroppi, Eyjólfur í Hvammi, Þór-
unn Sívertsen Höfn i Melasveit,
Bjarni í Ásgarði, Birtingaholts-
feðgar, Ögmundur skólastjóri i
Flensborg. Er í ritgerðunum lýst
starfsferli og æviatriðum þessara
manna, og ber að geta þess að
sumir þeirra koma í fylgd kvenna
sinna á söguvettvang.
Islenzkir bændahöfðingjar er
mikil bók, rösklega 400 bls, í
stóru broti. Myndir fylgja af öll-
um þeim sem sagt er frá, einn
ig af bæjum sumra þeirra. Bók-
in er prentuð í Odda h.f., og er
allur frágangur hinn glæsilegasti.
Skipið siglir sinn sjó, skáldscga
eftir Nordahl Grieg. Þessi saga
igSSSSSSSS8SSS3SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS3SSSSSSSSSSSSS3SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS^ð
FRELSISÁLFAN
er meðal æskuverka hins mikla
skálds, hann var aðeins 23 ára
er hún kom út; og þó það sé auð-
vitað ofmælt að hún sé ,mikil-
fenglegasta rit“ höfundar síns,
eins og segir í auglýsingum, Jrá
er hún fullgilt byrjendaverk þess
skálds sem Nordahl Grieg varð
síðar. Sagan er byggð á mjög nán-
um kunnleik >öfundarins- á lifi
sjómanna, því sjálfur sigldi hann
um mörg höf á þessum árum
Skipið siglir sinn sjó er 188 bls.
Þýðandi er Ásgeir Blöndal Mign-
ússon, og það er vegsemd hverj-
um útgefanda að hafa komið sög-
unni á framfæri.
Undir eilífðarstjörnum, eftir A
J. Cronin. Þetta er fyrra bindi
hinnar miklu framhaldssögu Þióð-
viljans í fyrra og ár. Talið er að
cngin framhaldssaga blaðsins hafi
hlotið almennari vinsældir, og hún
er einnig af ýmsum talin
verk höfundar síns. . Mun nú
marga fýsa til að endurnýja lrunn
íngsskapinn. — Þessi fyrri hluti
sögunnar er um 400 bls., í smáu
broti en með þéttu letri. Þýðandi
et Álfheiður Kjartansdóttir.
Um farna stigu, eftir Þorstein
Jósepsson blaðamann. Þetta cru
„xsrðaþættir úr þrem heimsálf-
Framhald á 7. síðu.
NÝ SKÁLDSAGA EFTIR
Jóhannes ur Kötlum
FRELSISÁLFAN er lokabindið af skáldverki Jó-
hannesar úr Kötlum um bóndann og uppfinninga
manninn Ófeig Snorrason. Fyrri bækurnar eru
Dauðsmannsey og Siglingin mikla.
Þetta bindi gerist í Ameríku og segir frá örlögum
Ófeigs og annarra útflytjenda í hinu gagnólíka
nýja unxhverfi, bregður m. a. upp mynd af bónd-
anum Ófeigi sem stóriðjuverkamanni.
Bókin varpar ekki aðeins nýju ljósi á vestur-
farir Islendinga heldur sýnir hún hvernig lýstur
saman andstæðum hins gamla íslenzka bænda-
þjóðfélags í mynd Ófeigs og vélamenningu vest-
urheims.
FRELSISÁLFAN, og skáldsaga Jóhannesar öll í
heild, vekur til margvíslegra hugleiðinga um fram-
tíð hins forna íslenzka þjóðfélags sem nú er á
„siglingunni miklu“ út í nýja gerbreytta lifnaðar-
háttu. Dæmi Sigurðar Ófeigssonar vestan hafs
er eitt af hættumerkjunum er skáldið dregur upp.
íslendingar ættu að lesa með athygli
þessa skáldsögu Jóhannesar úr Kötlum.
Bókabáð Máls og menningar
Laugavegi 19. Sími 5055.
%;?«5SSS5S;S5ÍS8S8SS88SS888SSSSSS8S8SSySSSSSSSSSSSSS5SS8SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS82SSSSSSSSS8SSSS?iSSÍ8888S88*SS888feSSS88*S8iSS88SSSSS8SS?SSSSS?SSSSSSSSS*SS8SSSSS8SS
1
••
1
|
I
I
¥ÍSO
>ur vegmn.
U&saiæki, heimilisíæki, búsáliöld í miklu úrvali
Silíurborðbúnaður írá Petholo h. f. Einnig handunnir vindlingakass-
ar, sem spila lög þegar þeir eru opnaðir — Fallegar jólatrésseríur
með 16 mislitum ljósum — Varaperur fyrirliggjandi.
AFOREA
Vesturgötu 2 — Sími 80946