Þjóðviljinn - 12.01.1952, Page 6
e)
ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 12. janúar 1952
Svavarsson.
Bæjarfréttir
Framhald af 4. síðu.
Laugarnesld rltja.
Messa kl. 2 e. h.
Sr. Garðar Svav-
arsson. Barnaguðs-
þjónusta k!. 10.45
f. h. Séra. Garðar
Dómkirkjan. Messa
kl. 11. Sr. Jón Auðuns. Messa
kl. 5. Sr. Óskar J. Þorláksson. —
Fríkirkjan. Messa kl. 5. Séra Þor-
steinn Björnsson. — Hallgríms-
kirkja. Messa kl. 11 f.h. Séra Sig-
-urjón Þ. Árnason. Barnaguðsþjón-
usta ki. 1.30. Séra Sigurjón Þ.
Árnason. Messa kl. 5 e.h. Séra
Jakotk Jónsson, Ræðuefni: Barnið,
sem týndist. Fermingarbörn séra
Jakobs Jónssonar eru beðin að
koma til viðtals í Hallgrímskirkju
mánudaginn 14. jan. kl. 5 e.h. —
Fermingarbörn séra Sigurjóns Þ.
Árnasonar oru beðin að koma til
viðtals í kirkjuna þriðjudaginn 15.
jan. kl. 5 c.h. — Nesprestakall.
Messa í kapellu Háskólans kl. 2
Séra Jón Thórarensen. — Óháði
fríkirkjusöfnuðurinn: Messa í
aðventkirkjunni kl. 2 e.h. Ræðu-
ofni: Unga fólkið og trúmálin, sr.
Emil Björnsson.
Rafmagnstakmörkunin í dag
Austurbærinn og miðbærinn
milli Snorrabrautar og Aðalstræt-
is, Tjarnargötu, Bjarkargötu að
vestan og Hringbrautar að sunn-
Barnasamkoma verður haidin í
Tjarnarbiói klukkan 11 f. h. á
morgun. Séra Óskar J. Þoriáks-
son.
Óliáði fríkirkjusöfnuðurinn
(gjafir og áheit).
Safnaðarsjóður: Áheit frá Þ.Á.
50,00. H.Á. 50,00. H.l. 20,00. E.B.
35.00 og gjöf frá Brynjólfi 50.00.
Kirkjubyggingarsjóður: Gjöf frá
M. Gísladóttur 100.00 og S. Bryn-
jólfssyni 100.00. Afhent af presti
safnaðarins frá Önnu og Páli
100.00 og áheit frá gamalli konu
á Patreksfirði kr. 50.00. — Kærar
þakkir. Reykjavík 2. jan. 1952.
Gjaklkerinn.
Kom lifandi úr þrýsti-
loftshreyfli
Framhald af 5. síðu.
•þrýstiloftsorustuflugvélar, sem
verið var að setja í gang, en
hvarf á samri stundu. Fyrst
við nánari athugun sáu félagar
hans á fætuma á lionum inn
í sogopi þrýstiloftshreyfilsins.
Flugmaðurinn stöðvaði hreyfil-
inn strax og hann varð var
við að eitthvað var að. Nielsen
náðist elcki út fyrr en eftir
nokkra stund. Hann var fluttur
á sjúkrahús og skorinn upp.
Miltað var sprungið og um
helmingur af blóóinu hafði sog-
ast upp í holið. Eftir miklar
'blóðgjafir fór hann að hress-
ast svo að læknar huga homim
«f. — Þa,ð hefui’ þrásinnis k<>m-
ið fyrir að menn hafa sogast
inn í þrýstiloftshreyfla en eklci
er vitað nema um eitt annað
dæmi þess, að þeir hafi kom-
ist lífs af. Banameinið er oft-
ast (það að innyflin springa af
loftþrýstingnum.
Krossgáta
1-
Lárétt.
1 húsdýr — 4 ná í — 5 belju
7 fæða -- 9 hól — 10 glöð — 11
•greininn — 13 slá — 15 tveir
fyrstu — 16 blíðviðri.
Lóðrétt.
1 taða — 2 læt af hendi -— 3 keyr
4- til kaups — 6 út- (erlent) — 7
forfaðir — 8 keyra — i2 nægj-
anlegt. — 14 fisk — 15 afi
73. DACUR
inga borg úr borg í uppvexti hans, hafði hann aldrei fengið
tæíkifæri til að áfla sér staðgóðrar menntunar á neinu sviði,
sem hefði annars getað' greitt honum götu inn í hinn dýrðlega
heim, sem þessir menn virtust hrærast í. En sél hans þráði
þennan heim. Fólkið sém átti heima í fögrum húsum, gisti á
glæsilegum hótelum, og lét menn eins og herra Squires og yfir-
menn vikapiltanna hérna, stjana við sig. Og hann var ekki
annað en vikadrengur ennþá. Og kominn á tuttugasta og fyrsta
árið. Stundum var hann mjög dapur yfir þessu. Hann óskaði
þess af öllu hjarta að hann gæti fengið eitthvert starf, þar sem
hann gæti unnið sig upp og orðið að manni — yrði ekki ævin-
lega vikapiltur.eins og hann óttaðist stundum.
Um sama leyti og hann var kominn að þessari niðurstöðu hvað
sjálfan sig snerti og var að velta fyrir sér með hverjum hætti
hann gæti tryggt framtíð sína, kom frændi hans, Samúel Griff-
iths til Chicago. Og sambönd hans þar tryggðu honum aðgöngu
að þessum klúbb, og þar hafðist hann við að miklu leyti í nokkra
daga og ræddi við menn milli þess sem hann var á þönum milli
manna og að atliuga verksmiðjur, sem hann taldi þýðingar-
mikið fyrir sig að ikynnast.
Hann var ekki fyrr kominn inn í klúbbúm en Ratterer, sem
þessa dagana skrifaði upp gestina, og var nýbúinn að skrifa
r.afn frændans, gaf Clyde merki um að fihna sig.
„Sagðistu ekki eiga frænda sem héti Griffiths og ætti flibba-
verksmiðju einhvers staðar í New York fylki?“
„Jú, ég held nú það,“ svaraði Clyde. „Samúel Griffiths, Hann
6 stóra flibbaverksmiðju í Lycurgus. Það er hann sem auglýsir
í öllum blöðunum og hann hefur stóru ljósaauglýsinguna yfir
á Michigan Avenue.“
„Gætirðu þekkt hann ef þú sæir hann?“
„Nei,“ svaraði Clyde. „Ég hef 'aldrei á ævi minni séð hann.“
„Ég er viss um að þetta er sami maðurinn," sagði Ra.tterer
og liorfði á blað sem hann hélt á í hendinui. „Sjáðu — Samúel
Griffiths, Lycurgus, N.Y. Þetta hlýtur að vera hann, er það
ekki ?“
„Alveg áreiðanlega," bætti Clyde við, fullur áhuga, næstum
æsingi, því að hann var búinn að hugsa mikið um þennau
frænda sinn.
„Hann er nýgenginn inn úr dyrunum,“ hélt Ratterer áfram.
„Devoy fór með töskurnar hans upp á K. Þetta er allra glæsi-
legasti náungi. Þú ættir að hafa augun hjá þér og skoða hann
í krók og kring þegar hann kemur niður aftur. Þetta er kannski
frændi þinn, Hann er meðalmaður á hæð og ekki mjög feitur.
Með grátt yfirskegg og perlugráan hatt. Anz; myndarlegur.
Ég skal benda þér á hann. Ef þetta er frændi þinn, þá ættirðu
að reyna að koma þér í mjúkinn hjá honum. Hann gerir e£ til
vill eitthvað fyrir þig — gefur þér einn eða tvo flibba,“ bætti
hann við hlæjandi.
Clyde tók undir hláturinn, eins og hann skemmti sér yfir
fyndni hans, en liann var allur kominn í uppnám. Samúel frændi
hans. í þessum klúbb. Já, nú gafst honum tækifæri til að
komast í kynni við frænda sinn. Hann hafði ætlað scr að skrifa
honum, áður en hann fékk þessa stöðu, en nú var hann gest-
komandi í þessum klúbb og þeir gátu talazt við.
En eftir á að hyggja! Hvaða álit fengi frændi hans á honum,
ef honum dytti í hug að gefa sig fram við hann ? Því að hann
var ekki annað en vikadrengur og hafði stöðu sem slíkur í
þcssum klúbb. Hverjum augum liti frændi hans á unga menn,
sem störfuðu sem vikapiltar — á Clydes aldri? Því að nú var
hann kominn yfir tvítugt og var orðinn gamall af vikapilti að
vera, ef hann hefði í hyggju að verða eitthvað annað. Svöna
auðugur og mikils metinn maður leit ef til vill niður á vika-
drengi — ekki sízt ef þeir yoru skyldir honum. Ef til vill vildi
hann ékkert hafa saman við hann að sælda — jafnvel ekki
eyða á hann orðum. í þessu hugarástandi var hann í heilan
sólarhring eftir að hann vissi, að frændi hans var kominn í
klúbbinn.
Seinni hluta næsta dags, þegar hann var búinn að sjá hann
ótal sinnum og fá aftoragðs álit á honum, því að frændi hans
virtist vera röskur, fjörlegur og vel gefinn — svo gerólíkur
föður hans á allan hátt —- og svo auðugur og mikils metinn
af öllum — fór hann aá) -óttast að þetta einstaka tækifæri
gengi honum úr greipum. 'pgg'kr á allt var litið, virtist honum
trændinn vingjarnlegur í fasj og alúðlegur. Og þegar hann fór
upp á herbergi frændans, samkvæmt tillögu frá Ratterer, til
þess að sækja bréf, sem átti að senda með hraðboða, h|íði
fiændinn varla litið á hann, heldur rétt honum bréfið ásámt
hálfum dollar. „Sjáið um að bréfið verði sent þegar í stað og
eigið peningana sjálfur,“ hafði hann sagt.
Clyde var svo -.ringlaður að hann skildí ekkert í því,, að
írændinn skyldi ékki uppgötva skyldleikann. En það gerði hann
ekki. Og Clyde gekk vonsvikinn á brott.
Nokkru seinna höfðu borizt allmörg bréf til frænda hans,
og Ratterer vakti athyglj Clydes á þeim. „Ef þú vilt komast
í færi við hann aftur, þá er tækifærið til þess núna. Farðu
með þessi bréf upp tíl hans, Ég lield að haiin sé inni á herbergi
sínu.“ Og eftir nokkurt hik tók Clyde bréfin og fór aftur upp
í herbergi frænda síns.
Frændi hans var að skrifa og kallaði aðeins: „Kom inn.“
Clyde gekk inn, brosti undanlegu brosj og sagði: „Það er póstur
til yðar, herra Griffiths.“
„Þakka yður fyrir, góði minn,“ svaraði frændi hans og fór
að leita að smámynt í vestisvasa sínum. En Clyde greip tæki-
færið og sagði: „Nel, ég kæri mig ekki um peninga." Og áður
en frændi hans. gat komið upp orði og i.-étti en-gu að síður
fram silfurpeninga, bætti hann við: „Ég held að ég sé skyldur
yður, herra Griffiths. Eruð þér ekki herra Samúel Griffiths,
sem á GrifFiths flibbaverksmiðjurnar í Lyeurgus?“
,,Jú, óneitanlegá. Hver eruðþér?“ sagði frændi hans og horfði
hvasst á hann.
„Ég heiti Clyde Griffiths. Asa Griffiths, faðir' minn, er víst
bróðir yðar.“
Þegar minzt var á þennan bróður, sem hafði ekki haft af
éfnislegri velferð að segja í lífinu, eftir því sem ættingjar hans
bezt vissu, varð Samúel Griffiths dálítið skuggalegur á svip.
Haim sá fyrir sér hinn lágvaxna og samanrekna yngri bróður,
sem hann hafði ekki augum litið árum saman. Hann mundi eftir
honum sem ungum marmj á aldur við Clyde á heimili föður
þeirra í nágrenni Bertwick í Vermónt. En hvílíkur munur! Þá
var faðir Clydes stuttur, feitur og þreklaus bæði andlega og
iíkamlega — mærðarfullur og dálítið undiro'kaður. Haka hans
var máttleysisleg, augun vatnsblá' og há.rið rytjulegt. En þessi
sonur hans var snyi-tilegur, kvikur í hreyfingum, fríður sýnum,
prúður í framkomu og greindarlegur, eins og flestir vikapiltar
virtust vera. Og honum geðjaðist vel að honum.
En Samúel Griffiths hafði ásamt eldri bróður sínum, Allen,
erft megnið af eignum i'öðurins, vegna andúðar hins síðast-
nefnda, Jóseps Griffiths, á yngsta syni sínum, og Samúel
hafði alltaf óttast að Asa hefði verið sýnt óréttlæti. Asa hafði
hvorki verið hagsýnn n'é vel gefinn, og fyrst í stað hafði faðir
nans reynt að reka hann áfram, seinna hafði hann látið sem
hann sæi hann ekki og loks hafði hann rekið hann að heiman,
þegar hann var á aldur við Clyde og liafði síðan arfleitt tvo
eldri syni sína að mestölium eignum sínum, um það þil þrjátíu
þúsund dollurum sem áttu að skiptast a‘ð jöfnu — en Asa fékk
eitt einasta þúsund.
Þesgar minningar um jmgri bróðurinn gerðu það að verkum,
að hann starði forvitnislega á Clj'de. Því að eftir því sem hann
bezt gat séð, þá var Clyde ekki vitund líkur þessum yngri
bróður, sem hafði verið rekinn að heiman fyrir fjölmörgum
árum. Hann virtist miklu líkarj Gilbert, syni hans sjálfs. Og
þrátt fyrir ótta Clydes um hið gagnstæða, þá var hann hrifinn
af því, að Clyde skyldi hafa atvinnu í þessum virðulega klúbb.
Knattspyrnuíélagið Þróttur
Jólatrésskenrnitnn
fyrir börn hefst kl. 4 í dag í Ungxnennafélagsskál-
anum á Grímsstaðaholti. Skemmtiatrið’i: Kórsöng
ur, kvikmynd, jólasveinn. — Skemmtun fyrir full-
orðna hefst kl. 9 á sama stað. Gömlu og nýju
dansarnir. Hváð skeður klukkan 12?
Skemmtinefndin.
Ensku- og þýzkunámskeiiin
eru að byrja-. — Innritun í síma 4895.
i.í i >
, AV;
Málaskólinn Mímir
Túngötu 5, II. hæð.