Þjóðviljinn - 12.01.1952, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.01.1952, Blaðsíða 8
Bezto sctlo íslenzks togora seldi 2982 kit fyrir 16019 sterlhigspimd Laugardagur 12. janúar 1952 — 17. árgangur — 9. tölublað í fyrradag seldi Elliði frá Sigluíirði afla sinn í Grimsby, 2982 kit fyrir 16019 sterlingspund. Er þetta metsala, bezta sala miðað við aflamagn. Neptúnus átti metsöluna á s.l. ári. Seldi í. febr. í fyrra 3861 kit fyrir 16479 sterlingspund, eða 460 pundum meira en Elliði seldi nú, en afli Neptúnus- ar var líka 879 kittum meiri. Geir seldi í dag 2662 kit fyrir 9413 sterlingspund. Marz átti að selja í dag, en í gær kom óstaðfest frétt um að hann hefði selt helming aflans, um 1500 kit fyrir 5 þús. pund og myndi selja hinn helminginn í dag. Fylkir fór út á ísfiskveiðar í gærmorgun. Karlsefni kom inn af veiðum í gærmorgun og sigldi. Hallveig Fróðadóttir kom úr siglingu. Ráðstafanir sem miða að því að þyngja skatta- og gjaldabyrðina Áki Jakobsson leggur til að frumvarpinu um endur- skoðun fasteignamatsins verði vísað frá Eysteinn Jónsson o. fl. hafa lagt mikið kapp á að keyra gegnum Alþingi frumvarp um endurskoðun fasteignamatsins, en allmiklar umræður hafa orðið um málið og eru skoðanir skiptar. Áki Jakobsson og Einar Olgeirsson vöruðu við því að sam- þykkja frumvarpið þar sem það hefði mikla hækkun á opin- berum gjöldum í för með sér. Flytur Áki svohljóðandl rök- studda dagskrá í málinu: „Með því að frv. það, sem hér liggur fyrir, hefur all- verulega hækkun á opinber- um gjöldum í för með sér, ef að lögum verður, ofan á skatía- og gjaldabyrði, sem er orðin það þung að allur þorri manna rís ekki undir henni, og með því að frv. leysir ekki fjárhagsvanda- mál bæjar- og sveitarfélaga, tekur deifdin fyrir næsta mál á dagskrá“. Það spaugilega atvik gerðist í ' gær að Jóhann Hafstein flutti aðra „rökstudda" dag- skrá um frávísun frumvarps- ins, með þeim rökstuðningi, að hann sjálfur hafi flutt þings- ályktunartillögu um allsherj- arendurskoðun skattalaga og fleira! Áki benti honum á að um þá tillögu væri ekki einu sinni komin umsögn nefndar og væri heimskulegt að vitna í flutning hennar sem rökstuðning að frávísun málsins. Jóhann Hafstein er búinn að tala oft í málinu, með þeim ömurlega hætti er hann sjálfur lýsti fyrir nokkrum dögum, er hann kvartaði sáran undan því hvað ræður sinar væru léleg- ar í þingtíðindunum. Umræðu um málið var frest- að. Fulltrúaráðs- og trúnaðarmanna- fundur verður á mánudaginn Fulltrúaráð og trúnaðarmannaráð Sósíalistafélags Reykjavíkur heldur sameiginlegan fund að Þórsgötu 1 mánudaginn 14. jan. bl. 8,30 síðdegis. Fundarefni: 1. VERKALÝÐSMÁL. 2. ATVINNUMÁL. 3. NÆSTU VERKEFNI FLOKKSINS. Nauðsynlegt er að fulltrúaráðsmenn og trúnaðarmenn 1 215 atvinnislausir á Siglufirði j! Atvinnuleysisskráning hefur farið fram á Siglufirði á j! ;! vegum atvinnumálanefndar kaupstaðarins. ;! 215 mættu til skráningar, þar af 131 fjölskyldumaður I; með 394 á framfæri sínu. !; !; 18 hafa von um viimu í þessum mánuði. 62 eru farn- !; ;; ir eða á förum suður á land í atvinnuleit. j; ^Þióðleikhúsið: Amia Cfaristie næsti leikur Ánna Christie, eftir Eugene O’Neill, verður frumsýnd í Þjóð- leikhúsinu 15. þ.m. Áðalhlutverkin leika Herdís Þorvaldsdóttir, Valur Gíslason og Rúrik Haraldsson. Jafnframt verður það af- mælissýning í tilefni af 25 ára leikafmælj Vals Gíslasonar og þennan sama dag á hann einnig fimmtugsafmæli. Anna Christie er fyrsti leikurinn sem Þjóðleikhúsið sýnir eftir E. O’NeilI, en Leikfélagið sýndi fyrir nokkrum árum gam- anleik hans: Ég man þá tíð. Handknattleiks- keppnin ,,Bændaglíman“ liófst að Hálogalandi í fyrrakvöld. Leik- ar fóru þannig að Austurbær vann Vesturbæ með 12:11, eft- ir jafnan og harð'an leik. En Hlíðarnar unnu Vogana með 10:9. — 1 gærkvöldi fóru leik- ar þannig að Austurbær vann Hlíðarnar með 141:11, og það óvænta skeði að Vesturbær tapaði fyrir Vogunum með 11:9. — Á sunnudag keppa Hlíðarnar og Vesturbær, og Austurbær og Vogar. Skíéaferðir skiðafél. EINS og getið var um í blað- inu s.l. laugardag, hafa skíða- félögin hafið sameiginlegar skíða- ferðir að skálum sínum og að Lækjarbotnum, en afgreiðslustað- ur í miðbænum var þá ékki á- kveðinn. NÚ hefur þáð orðið að sami- komulagi við stjórn Iþróttasam- bands íslands, að sambandið veit- ir félögunum aðgang að skrifstofu sinni að Amtmannstíg 1 og verð- ur afgreiðslustaður þar, sxmi ISI nr. 4955. BIFREIÐARNAR munu þá leggja af stað frá Amtmannsstíg eða Lækjargötu. EINS og áður er getið, eru aðr- ir afgreiðslustaðir í Félagsheimili K.R. við Kaplaskjólsveg _ og í Skátaheimilinu við Snorrabraut, en upplýsingasími Guðmundar Jónassonar er nr. 1515. Krýsuvíkurvegurinn var þung- fær frá Krýsuvík að Eldborg og meðfram Geitahlíðinni og hjá Vindheimum í Ölvesi, og lengra austar í Ölvesinu var vegurinn slæmur, en allir þess- ir kaflar voru ruddir í gær. Þá var í gær unnið við Grímsnesveginn undir Ingólfs- fjalli, ruddur vegurinn til Eyrarbakka, sem lokaðist í skafrenningnum í fyrradag. Leikurinn fjallar um örlög sænsks sjómanns og dóttur hans, Önuu Christie, sem leikin er af Herdísi Þorvaldsdótt- ur. —- Leikur þessi hef- ur hlotið mikia viðurkenningu erlendis. Var hann eitt sinn kvíkmyndaður og lék Greta Garbo þá aðalhlutverkiö, °g mun það hafa verið í henn- ar fyrstu talmynd. Leikstjóri Indriði Waage og m. leikenda í minni hlutverkum eru: Baldvin Halldórsson, Inga Þórðardóttir, Róbert Arnfinns- Ruðningsflokkurinn á veginum austur var í gær kominn á vegamótin upp á land, en unniö hefur verið þar í 3 daga. Kl. 5 síðdegis í gær var ruðn- ingsflokkurinn á Hvalfjarðar- veginum kominn inn að Fossá og flokkurinn er vann hinu- megin komin inn í olíustöð. Þá er nú bílfært orðið upp að Lögbergi, en þangað hefur Guðmundur Jónasson haldið uppi ferðum í snjóbíl sínum. son, Valdimar Lárusson og Klemens Jónsson. Leiktjöld hefur Lárus Ingólfsson gert. Frjáls sala á frumsýningar. Þjóðleikhússtjóri, Guðlaugur Rósinkranz skýrði blaðamönn- um frá þessu í 'gaer, og jafn- framt skýrði hann frá þeirri nýbreytni að frá áramótum siðustu eru miðar á frumsýn- ingu ekki seldir föstum frum- sýningargestum, heldur geta hverjir sem vilja fengið miða á frumsýningu, en þurfa að panta þá tíman'ega og vitja þeirra innan tilskilins. tíma. Þá hefur jafnframt verið ákveðið að verð á frumsýningar skuli eftirleiðis ekki vera hærra en á aðrar sýningar leikhússins. Forsetinn verður eftirleiðis á neðri svölum — samkvæmt eigin ósk. Þá má það og til tíðinda telj- ást að forsetinn hgfur ósltað eftir því að sér sé ætlaður staður á fremsta bekk á neðri svölum, vegna þess að hann heyri illa í forbetastúkunni, og þaðan sést heldur' ékki rétt vel yfir sviðið. Ráðherrarnir hafa einnig beðizt undan að vera í stúkunni er þeim var æt'uð hægramegin í húsinu. og verða þeir eftirleiðis á fremsta bekk neðri svala. Þjóðíeikhús- stjóri hefur forsetastúkuna því eftirleiðis til umráöa, en selt verður í ráíherrastúkuna. Ágæt fsi; mtílningartcgund Greiðfært aostur yfir fjall ' Hvalliarðarvegurinn að opnast Allvel gengur nú að ryðja vegina og er sæmilega greiðfært austur að Selfossi enda var unnið að ruðningi á Krýsuvíkur- veginum í gær. — Hvalfjarðarvegurinn mun opnast á þessum morgni, hafi ekki verið lokið við hann í gærkvöldi. flokksins fjölmenni á fundinn. — STJÓRNIN Ný viðreisnarráðstöíun: iskverð hækkar um 20 tif 65 aura Nýjasta viðreisnarráðstöfun ríkisstjórnarinnar, er hækk- un fiskverðsins frá 20 til 65 aura á kíló. Frá og með deginum í dag hækkar verð á þorski, slægð- um með haus úr kr. 1,65 í kr. 1,85, eða um 20 aura kg. Þorskur slægður og hausaður úr kr. 2,10 I 2,35, hækkar um 25 aura. Ýsa með haus úr 1,85 í 2,05, hækkar um 20 aura. Ýsa hausuð úr kr. 2,30 í 2,60, hækkun 30 aur- ar. Flök með þunnildum úr kr. 3,25 í kr. 3,65, hækkim 40 aurar. Flök án þunnilda úr kr. 4,40 í 4,95, hækkun 55 aurar. Flök roðflett og beinlaus úr kr. 5,25 í 5,90, hækkun 65 aurar. Af hækkun þessari eiga fisksalarnir ekki að fá nema 5 aura til jafnaðar. Fyrir heimsendingu er fisksala heimilt að taka 75 aura og 20 áura á hvert kg. sem er umfram 5 kg. Fisk sem cr frystur sem varaforði má fisksali sefja 50 aurum dýr- ara kg. Hinsvegar má ekki hækka verðlð þótt fiskur sé ugga- og þunnildaskorinn. Egill. Vilhjálmsson hefur fengið umboð fyrir nýja tegund málningar sem framleidd er í Pittsburgh í Bandaríkjunum og talin er taka öllum öðrum málningartegundum fram. Málning þessi, sem kölluð er Wallliide, hefur þann eigin- leika að hún verður fullþurr á einni klst. Þannig var t. d. máluð skrifstofa Egils án þess að vinna þyrfti að' falla ni£ur á meðan. Málning þessi þekur meiri veggflöt en sama magn venjulegrar málningar, en hún er þunn og líkist að nokkru gúmmíi og er borin á með valt- ara eða bursta, eftir ástæðum. Málning þessi fæst í 12 stand- ardlitum, en með því að blanda þeim saman má fá fjölda lita- afbrigða. Gallondunkur, rösk- lega 5 kg., þekur 50—60 fer- metra flöt. Verð slíks dunks er 110 kr. og eru allir litirnir jafndýrir, nema 2 þeir sterk- ustu eru 7 kr. dýrari gallonið. Erfiðleikar munu liafa verið á að fá málningu þessa flutta inn. Þjóðviljanum hefur borizt myndarleg nýársgjöf. Eru það kr. 5000,00, sem stjórn Æskulýðsfylkingariimar hefur afhent Þjóðviljanum í tilefni hins glæsilega happdrættis hennar í des- ember síðastliðnum. Um Ieið og Þjóðviljina þakkar Æskijlýðsfyíkingunni þessa rausnarlegu nýársgjöf, óskar hann henni gengis og gæfu á hinu nýbyrjaða ári. 94,5 þús. gestir 1951. Þá skýrði Þjóð'eikhússtjóri frá því að almanaksárið 1951 hefðu gestir Þjóðleikhússins verið 94,5 þús. og 470 manns verið að meðaltali á sýningu. Dramaten í Stoldrhólmi hefur 420—440 manns . að meðaltali á sýningu, en það tekur 960 í sæti, en Þjóðleilthúsið ekki nema 660. — Á sl. voru seldir aðgöngumiðar fyrir 2,6 millj. kr. Bezt aðsókn var að Rigólettó, 18600 gestir, ímyndunarveik- inrii: 16500 og Heilagri Jó- hönnu: 10500.. Næstu Ieikir. Sölumaður deyr veröur tekið upp aftur í þessum mánúði. Seint í þessum mánuði verður frumsýning á Sem yður þókn- ast, eftir Shakespaere, leikstj. Lárus Pálsson og næsti leikur þar á eftir verður Þess vegna skiljum við, eftir Guðmund Kamban.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.