Þjóðviljinn - 31.01.1952, Side 8

Þjóðviljinn - 31.01.1952, Side 8
Þíða á Þingvöllum — en frost og snjó- Um kl. 2 e.h. í gær fór að snjóa hér í bænnm og hlóð snjón- um niður látlaust. Snjókoma þessi náði fyrst og fremst til Beykjanessins, því austur á Þingvöllum var t. d. tveggja stiga liiti og þíða, á sama tíma og hér var 1 st. frost og snjókoma. Enn meiri var veðurmismun- ur i þessi í Vestrnannaeyj um og Loftsölurn. 1 Vestmannaeyjum var 1 stigs frost og snjókoma, í Loftsölum var 5 stiga hiti og þíða. Var yfirleitt þíðviðri um landið í gær. Strætisvagnaferðum fækkað. Þótt ekki væri hvasst í gær og því ekki skafrenningur olli snjókoman töluverðum umferða truflunum í bænum og var strætisvagnaferðum af þeim sökum fæ'kkað til úthverfanna, t. d. voru aðeins ferðir á klst. frésti inn að Elliðaám og í Blesugróf, Um kl. hálfellefu í gærkvöldi töldu bílstöðvarnar orðið „ili- fært nema rétt innan Hring- brautar“. Di’áttarbílar sendir til öryggis og aðstoðar. Áður en fór að snjóa voru vegir yfirleitt í mjög slæmu lagi. Áætlunarbíllinn frá Sel- fossi, sem mun hafa farið að austan um kl. 3 í gær kom í bæinn um kl. hálfátta. Ferð áætlunarbílsins til Keflavíkur héðan var frestað nokkuð síð- degis í gær. Vegamálastjórnin sendi drátt arbíla sína síðdegis til aðstoðar á aðalleiðunum. Spáð norðanroki |f og snjókomu I gærkvöldi spáði Veður- stofan að áttin myndi breytast í nótt og verða komin norð- anátt víðasthvar á landinu með morgninum og verða norðan stormur og snjókoma í dag — þ. e. hríðarveður. Landssamband iðnaðarmanna heíur Ijársöfnun til flóða- svæðanna í Pódalnum Alþjóðasamband iðnaðar- manna hefur gengizt fyrir sér- stakri fjársöfnun innan sinna vébanda til styrktar iðnaðar- mönnum þeim, er urðu liart úti .vegna hinna miklu flóða í Pódalnum á ítalíu í vetur, og hefur alþjóðasambandið nú sent Landssambandi iðnaðar- manna tilmæli um að gangast fyrir slíkri söfnun hérlendis. Enda þiótt Rauði krossinn hafi hér sem víða um lönd haft forgöngu um sérstaka söfnun til hjálpar hinu bágstadda fólki á flóðasvæðunum i Pódalnum, og að telja megi víst, að iðn- Framhald á 7. síðu. Æ.F.R. Árás á tukthúsið í gær! Nokkru fyrir kl. G í gær- dag safnaðist hópur manna fyrir utan tukthúsið á Skóla- vörðustíg 9. Ferlíki mikið gerði ýmist að þokast örlítið frá og renna sér á nýjan leik á múrinn fyrir utan garð fanga- hússins — og lét allhátt. Vegna glórulausrar fannkomu sáu veg- l'arendur í fjarlægð óljóst hvað fram fór, en hröðuðu sér á vettvang til að sjá árás þessa á tukthúsið. Þegar að var komið sást að ferlíki þetta var aðeins stræt- isvagn er hafði runnið þvers- um á götunni og runnið afturá- bak fast upp að múrnum. — Nokkrir vegfarendur gengu rösklega fram í því að ýta strætisvagninum frá múrnum, en margir höfðust ekki að, eða tóku á sig krókinn yfir göt- una. Eftir nokkurt þóf tókst þó að koma strætisvagninum út á götuna aftur, hafði þá myndazt allmikil bílaþvaga í nágrenninu. „Skrifstofa hinnar gagnkvæmu öryggis- stofnunar“ Ríkisútvarpið skýrði frá því í gærkvöld, að samikvæmt upp- lýsingum frá „Skrifstofu hinn- ar gagnkvæmu öryggisstofnun- ar á íslandi“ (en síðar í frétt- inni var rætt um „hina gagn- kvæmu öryggisstofnun Banda- ríkjanna“) væru fjórir ungir iðnaðarmenn farnir til Banda- ríkjanna til náms þar. Eru þeir einungis 4 af um 2000 slíkum sem boðið er frá Evrópu til náms í um 80 menntastofnun- um í Bandaríkjunum. 20% af kostnaðinum greiðir „öryggis- stofnunin", „heimaland“ þátt- Framhald á 7. síðu. Kóna rænd á göfu 1 fyrrakvöld var roskin kona rænd á götu hér í bænum. Var hún á gangi eftir Þingholts- stræti er maður réðst skyndi- lega aftan að henni og hrifsaði af henni veski er hún bar undir handleggnum. Hvarf hann jafn- skjótlega og hann birtist, og hefur ekki hafizt upp á honum. Telur konan sig ekki munu þekkja mann aftur. Ekki varð manninum rán þetta til fjár, því í veskinu munu ekki hafa verið nema um 50 krónur í peningum. En það var ekki ein báran stök fyrir konunni. Hélt hún þegar af stað áleiðis til lög- reglustöðvarinnar að kæra rán- ið. En á leiðinni datt hún á hálku, svo að flytja varð hana á sjúkrahús og er talið að hún muni hafa mjaðmarbrotnað. Konan heitir Guðríður Ein- arsdóttir og á heima á Lauga- vegi 42. Smásöluverzlanir verða lokaðar á laugardaginn Samtök smásöluverzlana beina þekn tilmælum til við- skiptamanna sinna, að þe'ir geri innkaup sín til næstu helg- ar tímanlega, þar sem allar verzlanir þeirra verða lokað ar allan laugardaginn vegna útfarar forseta íslands, herra Sveins Björnssonar. Ört vaxandi áhugi á skíðaíþróttinni Samkvæmt upplýsingum frá Skiðasambandi íslands hefur á hugi fyrir skíðaíþróttinni auk izt mjög á síðustu árum. Á vetrinum 1950—1951 voru haldin 25 opinber skíðamót og voru keppendur samtals 955 en veturinn 1948—1949 var tala keppenda 640 og hefur því aukizt á þessum árum um á fjórða hundrað manna. Skálar Melgerðisflugvallarins og margskonar tæki eyðilögðust í eldi í fyrradag í fyrrakvöld kom upp eldur í braggasamstæðu á Melgerðis- melaflugvellinum í Eyjafirði, brunnu skálarnir og ásamt þeim merkjatæki, slökkvitæki o. fl., ásamt innanstokksmunum um- sjónarmanns vallarins og varð tjón af eldinum því tilfinnanlegt. Æ.F.R. ÁFÍðnsidt SélagsfsiHdtir verður haldinn í Tjarnarcaíé (uppi) íöstudag- inn 1. febrúar, og hefst kl. 8,30. FUNDAREFNI: /1. Félag-smál. 2. Kvikmyndasýnmg (rússneskar teiknimyndir). 3. Önnur mál. STJÓRNIN. Skálarnir voru fóðraðir inn- an með trétexi og magnaðist eldurinn svo skjótt að þýðing arlaust var talið að fá siökkvi- liðið á Akureyri til að reyna að slökkva. I skálanum var geymt allt tilheyrandi flugaf- greiðslu vallarins, en talstöð tókst þó að bjarga út um glugga. I skálunum var einnig íbúð umsjónarmanns vallarins, Höy- ers er eitt sinn bjó í Hvera- dölum og konu hans, og munu þau hafa misst mestalla búslóð sína, lítt eða ekki vátryggða. Höyer er að vísu að byggja sér hús hjá vellinum, en í einu ofviðrinu um daginn fauk af þiví þakið. | Sjómenn! GætiS þess að hafa tai- stöðvar og önnnr öryggistæki bátanna í lagi Enn er veðrátta stirð — og djarft sóttur sjór. Sjó- mönnum ríður því mjög á að öll öryggistæki, bæði mn !; I; borð í bátunum og í landi séu í fullkomnu lagi. ;; Fyrir nokkru ræddi forseti Slysavarnafólags íslands, ]; j> ásamt fleiri forustumönnum þess, við blaðamenn. ;> j: Skrifstofustjóri Slysavarnafélagsins, Henry Hálfdánsson, jj I; skýrði við það tækifæri frá einu atriði sem sjómenn þurfa j; j; allir að athuga alvarlega. j; Skrifstofustjórinn skýrði frá því að í þessum mánuði ;; j! ihefði eitt sinn sem oftar verið leitað til Slysavarnafélags- ]; I; ins út af fiskibát sem óttazt var um. Var skrifstofustjór- ;j 1; anum sagt að ekkert samband hefði verið haft við bátinn ;j ]; í tiltekinn tíma, — en máske væri þó ekkert athugavert j! jj við það. j! Skrifstofustjórinn spurði hvemig á því stæði, eða hvort !; í; báturinn hefði ekki haft talstöð. ;; Jú, það var talstöð í bátnum. ;; ]; En hún var kannske ekki í lagi? ;• Ja, eiginlega var allt í lagi með talstöðina, hún var j! ekkert biluð. j: jj En hvað þá? ;j I; Jú, geymirinn var skilinn eftir í landi — þar var verið !; að hlaða hann!! l! ;; Þetta dæmi mun því miður ekki vera einsdæmi, heldur j; ;j eitt af mörgum um gáleysi sjómanna og útgerðarmanna I; jj gagnvart því að hafa öryggistæki, eins og talstöðvar bát- !; j: anna í lagi. Á þessum tíma árs og þá einkum þegar veðr- ;j j; átta er eins og hún er undanfarið er sjómönnum lífsnauð- jj 1; syn að gæta þess ætíð vandlega að öryggistækin séu í jj ;> fullikomnu lagi. I; Togaranum Faxa náð ut í gærmorguu Togarinn Faxi úr Hafnarfirði, sem rak á land við Borg á Mýrum í ofviðrinu aðfaranótt 7. þ. m., náðist á flot í gær- morgun. Togarinn Faxi (áður Arin- björn hersir) slitnaði upp á höfninni í Hafnarfirði og rak út á Faxaflóa í ofviðrinu 6. þ. m. Morguninn eftir hafði hann rekið á land rétt fyrir neðan Borg á Mýrum, og hef- ur víst enginn skilið enn hvern- ig stjórnlaus togarinn hefur getað sloppið yfir skerjaklas- ana þar við ströndina. Það var vélsmiðjan Hamar sem tók að sér að ná togar- anum út og stjórnaði Bjarni Jónsson yfjrverkstjóri Hamars því verki. Vélsmiðjan Hamar hefur ein beztu tæki sem til eru hér til slíkra starfa, en á sínum tíma keypti vélsmiðjan björgunartæki setuliðsins. Faxi náðist út á eigin véla- afli og var farið með hann til Borgarness til frekari athugun- Lélegur afli í Kcflavík Keflavíkurbátar hafa undan- farið fengið lítinn afla, eða frá 5—10 skippund. Hefur farið saman stirð tíð og tregur afli. enda réru t. d. ekki nema 11 bátar þaðan í fyrradag. Gullfaxa seinkaði Millilandaflugvél Flugfélags íslands var væntanleg hingað síðdegis í gær frá Prestvík, en varð að snúpj aftur vegna veð- urs og er væntanleg snemma í dag. ar áður en honum verður siglt hingað. TOGARARNIR Goðanesið seldi í fyrradag 3380 kit fyrir 9125 pund og í gær seldi Fylkir, 3579 kit fyrir 10201 pund og Elliðaey 2824 kit fyrir 7722 pund. Egill rauði mun einnig hafa selt í gær, en fréttir höfðu ekki borizt af sölu hans. Aflatregða í Grindavík Frá Grindavík eru nú gerðir út ö bátar, en afli þeirra hef- ur verið tregur undanfarið, enda hefur gæftaleysi hamlað að iangt væri sótt. Bátar sem komizt hafa á fjarlægari mið munu hins vegar hafa aflað sæmilega Eyjabátar ekkí byrjaðir veiðar I Vestmannaeyjum hafa bát- arnir ekki hafið veiðar ennþá nema örfáir, enda hafa gseft- ir verið slæmar Þeir sem hafa róið hafa sótt á næstu miðin kringum Eyjarnar og afli ver- ið rýr. Flestir bátanna munu hins vegar vera tilbúnir á veiðar eða í þann veginn að verða það.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.