Þjóðviljinn - 19.03.1952, Blaðsíða 6
6) _ ÞJÓÐVILJINN
Icmaðunim
Miðvikudagur 19. marz 1952
i . . 5,
Framhald af 8. síðu.
véla og tækja þeir þörfnuðust
til þeirra starfa, sem þeir
höfðu með höndum, og þar af
leiðandi var magn eða fjöldi,
gerð og afköst vélanna að
miklu leyti háð ákvörðun
hinna ýmsu framleiðenda, eða
þá að tilviljun ein réð. Afleið-
ing er sú að samræming vél-
anna er slæm.
Það skal sérstaklega tekið
fram að iðnaðurinn yfirleitt
toefur fremur of mikið af nýj-
ustu framleiðslutækjum og vél-
ran, en of lítið. I einstöku til-
fellum er þó brýn nauðsyn að
bætt verði úr vöntun einstakra
véla og tækja, eða að nauð-
synlegum viðbótarbyggingum
verði komið upp.“
Við livað það álit styðst, að of
miikið sé af vélum, verður ekki
ráðið af skýrslunni. Síðar segir
að iðnrekendur eigi að miða
framleiðsluna við það magn
hráefna sem þeir fái að flytja
inn, en framleiða ekki með
fullum afköstum.
Þetta sjónarmið er auðskil-
ið ef gengið er út frá að halda
eigi áfram á sömu braut og
nú: að flytja inn fullunnar er-
lendar iðnaðarvörur, en láta
vélar þær sem landsmenn eiga
sjálfir standa ónotaðar og
fólkið atvinnulaust, í fám orð-
um sagt drepa innlendan iðn-
að. Slíka stefnu mun þó hvorki
almenningur né iðnrekendur
sætta sig við þegar til lengdar
lætur, þótt iðnrekendur hafi
tekið slíkum ráðstöfunum með
furðumikilli hógværð og undir-
gefni fram að þessu.
Bílaeignin
Framhald af 8. síðu.
síðan Austin og þá hver af
öðrum. Vömbílarnir skiptust
einnig í 77 tegundir. Þar af
1112 Chevrolet, eða meira en
fjórði hluti. Næst kemur Ford,
gamli og nýi, 926, eða 22%.
Um helmingur allra bílanna
er í Reykjavík, eða 5473. Skipt
ast þeir þannig: 3691 fólks-
ibifreið, 1739 vörubílar og 93
bifhjól. Utan Reykjavíkur hef-
ur Gullbringusýsla flesta bíla,
en Akureyri og Eyjafjörður
koma næst í röðinni.
Aldur bifreiðanna leikur á
30 árum. Er sú elzta frá 1923.
En hlutfallslega flestir eru af
árganginum 1946, eða nokkuð
á fjórða þúsund.
Krossgáta
52.
Lárctt: 1 róin — 7 reim — 8
brottnámu — 9 fugl — 11 pukur
— 12 möndul — 14 peningur —
15 stefna — 17 fljótum — 18 busl-
uðu — 20 erfiði.
Lóðrétt: 1 bæta — 2 nögl — 3
burt — 4 fantur — 5 ræktað land
— 6 lærðu — 10 unninn — 13
mikill — 15 kerald — 16 í sjó —
17 tveir samhliða — 19 tveir eins.
Lausn 51. krossgátu.
Lárétt: 1 skaða — 4 lá — 5
kr. — 7 afl — 9 puð — 10 ost —
11 ask — 13 ar — 15 áð — 16
sefðum.
LóSrétt: 1 sá — 2 arf — 3 ak
—— 4 loppa — 6 rotuð — 7 aða —
£ Jok — 12 sýð — 14 ræ — 15 ám.
128. DAGUR
Og Sondra, sem var að velta fyrir sér möguleikunum á því að
kynna Clyde fyrir þessu fólki, hugsaði með sér að það væri ein-
ialdast af öllu, ef einhver annar en hún fengist til að halda
citthvert smásamkvæmi og bjóða Clyde. Það væri til dæmis mjög
suðvelt fyrir Jill Trumbull að hafa kvöldverðarboð og dansleik
á vegum ,,Öðru hverju“ klúbbsins, og þangað væri hægt að bjóða
Clyde. Og á þann hátt gæti hún hitt hann aftur og komizt að
raun um, hversu vel henni félli við hann og hvernig hann
reyndist.
Og því var ákveðið að haldin yrði dálítil ikvöldveizla fyrir
íélaga klúbbsins og vini þeirra fyrsta fimmtudaginn í desem-
ber ,sem Jill Trumbull stóð fyrir. Þangað átti að bjóða Sondru,
Stuart bróður hennar, Tracy og Gertrude Trumbull, Arabellu
Stark, Bertínu og bróður hennar og ýmsum öðrum frá Utica
. og Gloversville. Og Clyde. En til þess að forða Clyde frá mis-
tökum og lítillækkandi gagnrýni, áttu bæði Sondra og Bertína,
Jill og Gertrude að vera alúðlegar og vingjarnlegar við hann.
Þær áttu að sjá um að danskort hans væri útskrifað og hann
yrði ekki skilinn eftir einn andartak, hvorki við kvöldverðinn
né á dansgólfinu. Þá fengju ef til vill fleiri áhuga á honum,
og Sondra yrði ekki ein grunuð um að hafa áhuga á honum,
auk þess sem það hlyti að vekja gremju Gilberts.
Og eftir þessari ráðagerð var farið.
Og þannig stöð á því, að þegar Clyde kom heim úr verk-
smiðjunni kvöld eitt í byrjun desember um það bil tveim vikum
cftir að hann hafði hitt Sondru, beið hans bréf á kommóðunni
hans. Utan á það var skrifað stórgerðri ,æfðri og ókunnugri
rithönd. Hann tók upp bréfið og skoðaði það í krók og kring,
án þess að geta áttað sig á hvaðan það væri. Aftan á því var
fangamarkið B.T. eða J.T. hann sá ekki hvort heldur, því að
stafirnir voru svo glæsilega samtvinnaðir. Hann reif upp um-
slagið og tók út úr því bréfspjald sem á stóð:
Öðru hverju klúbburinn
heldur fyrsta vetrar-
kvöldverð sinn með dansleik
á heimili
Douglas Trumbull
Wykeagy Avenue 135,
fimmtudaginn 4. desember.
Þér eruð hjartanlega velkominn.
Sendið vinsamlega svar til
ungfrú Jill Trumbull.
Aftan á kortið var skrifað með sömu stórgerðu rithöndinni
og utan á umslagið: „Kæri herra Griffiths: Mér datt i hug að
yður langaði til að fcoma. Þetta verður ekkert hátíðlegt. Og
ég er viss um að þér skemmtið yður vel. Látið Jill Trumbull
endilega vita. Sondra Finchley."
Hrifinn og heillaður stóð Clyde þarna og starði á miðann.
Síðan hann hitti hana í annað sinn hafði hann hugsað um það
meira en nokkru sinni fyrr, að honum tækist á einhvern hátt
að komast upp úr niðurlægingu sinni. Hann leit svo á, að hann
væri í rauninni of góður fyrir þetta hverfi sem hann dvaldist í.
Og nú kom þetta — boðskort frá „Öðru hverju klúbbnum“, sem
Llaut að vera fínn félagsskapur, þótt hann hefði aldrei heyrt
getið um hann fyrr. Og aftan á kortið skrifaði Sondra sjálf.
Var þetta ekki dásamlegt?
Þetta fcom svo óvænt að hann gat varla ráðið sér fyrir
fögnuði .Hann fór að ganga fram og aftur, horfa á sjálfan sig
í speglinum, þvo andlit sitt og hendur, — svo komst hann að
þeirri niðurstöðu að hann væri með ljótt bindi, svo að hann
hnýtti á sig annað — og hann fór að hugsa fram í tímann,
hvernig hann ættj að vera klæddur, og aftur í tímann, þegar
Sondra hafði virt hann rannsakandi fyrir sér. Og hún hafði
brosað. Um leið gat hann ekki að sér gert að hugsa um.hvað
Róberta mundi halda, ef hún gæti á einhvem yfirnáttúrlegan
liátt komizt að raun um gleði hans yfir þessu bréfspjaldi. Nú
var hann ekki lengur háður siðavendni foreldra sinna og hafði
stofnað til iþess konar sambands við hana, að hún yrðj bæði
særð og reið, ef hún vissi um hugarástand hans þessa stundina.
Þessi hugsun gerði honum dálítið órótt, en þó dró hún engan
\eginn úr tilfinningum hans gagnvart Sondru.
En hvað hún var dásamleg stúlka.
Hvílík fegurð.
Hvílíkur auður og virðing..
Um leið voru hugsanir hans í þessu sambandi svo frjálsar
og óháðar, að hann fóh nú að spyrja sjálfan sig í fullri alvöru,
hvort honum væri ekki óhætt að beina hugsunum sínum að
henni og burt frá Róbertu, því að þessa stundina töfraði Sondra
hann miklu meira. Róberta gat ekki vitað neitt ,um þetta. Hún
gat ekki séð inn í sál hans — uppgötvað þetta ævintýri hans,
r.ema hann segði herini af því. Og hann hafði ekki í hyggju
að segja henni af því. Og nú spurði hann sjálfan sig, hvað væri
illt í því, að ungur maður eins og hann leitaðist við að stefna
upp á við? Aðrir ungir menn, sem voru fátækir eins og hann,
höfðu kvænzt auðugum stúlkum eins og Sondru.
Þrátt fyrir allt sem honum og Róbertu hafði farið á milli,
hafði hann ekki að því er hann bezt vissi, gefið henni neitt
ákveðið loforð um að kvænast henni nema undir sérstökum
kringumstæðum. Og með allri þeirri þekkingu sem hann hafði
aflað sér í Kansas City, var ólíklegt að þau kæmust í slíkar
kringumstæður.
Og Sondra, sem hafði komið svo skyndilega inn í líf hans,
hafði sömu áhrif á ímyndunarafl hans og hitasótt. Þessi gyðja
' hinu gullna og glæsilega musteri, sem töfraði hann svo mjög,
hafði látið svo lítið að muna eftir honum og sjá um að honum
vrði boðið. Óg eflaust ætlaði hún sjálf að vera viðstödd. Og
við tilhugsunina um það varð hann frávita af fögnuði.
Og hvað skyldi Gilbert og Griffithsfjölskyldan hugsa, ef
þau fréttu að hann yrði í þessu samkvæmi, og þau fréttu það
áreiðanlega? Ef til vill hitti hann þau seinna í einhverri veizlu,
sem Sondra byði honum í. Að hugsa sér. Skyldu þau verða
gröm eða glöð yfir því? Skyldu þau fá meira álit á honum eða
minna? Og ekki átti hann neinn þátt í þessu. Var honum ekki
boðið á viðeigandi hátt til fólks úr þeirra stétt, sem þau hlutu
—oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —0O0— —0O0—*
BARNASAGAN
U. N0SS0W: :
Káfir p i 11 a r
BÖSI I
9. DAGUR
Já, drengur minn, greip Laugi írændi fram í fyrir
mér: Ef þú ætlar að halda lengi áfram svona, þá
væri nú bara óskandi að sláttumaðurinn slyngi
kæmi hér og talaði við þig fáein orð í íullri mein-
ingu.
Og hann neri á sér ennið, aftur og fram. Svo
þaut hann á fætur, þreif til tösku sinnar og ruddist
út úr klefanum.
Við vorum að nálgast borgina. Farþegar fóru.
að rísa á fætur og taka saman föggur sínar, grófu
upp farangursmiða sína og þyrptust út á göngin.
Við Mikki fálmuðum líka eftir töskunni okkar og
bakpokanum og gengum út á pallinn. Að lokum
nam lestin staðar. Við stigum út úr henni, og
héldum af stað heimleiðis. Það var steinhljóð í
töskunni.
Það er skrýtinn hundur Bósi, sagði Mikki. Þeg-
ar hann átti að þegja lét hann eins og fífl, en nú.
heyrist ekki múkk í honum.
Við skulum líta á hann — kannski hann sé,
farinn, sagði ég.
Mikki lagði töskuna niður, opnaði hana, og
.... guð hjálpi mér: það er eiiginn Bósi í tösk-
unni! I staðinn var hún full af bókum og blöðum
og vasaklútum, sápu, gleraugum og prjónadóti.
Hverslags eiginlega er þetta? spurði Mikkl
Hvað er orðið af honum Bósa okkar?
Skyndilega rann upp ljós fyrir mér:
Þetta er alls ekki okkar taska!
Auðvitað ekki! hrópaði Mikki upp yfir sig. Við
sem einmitt boruðum göt á okkar tösku, og þar
að auki var hún gul á litinn, en þessi ér brún,
0, æ, þetta er ekki okkar taska!
Við hlupum til baka eins og fætur toguðu —
ef til vill var taskan okkar ennþá undir bekknum?
Lestin var enn á stöðinni. En í hvaða klefa
höfðum við verið? Við stukkum upp í lestina,
hlupum frá einum klefanum til annars, gáðum
undir hvern einasta bekk — og fundum hvergi1
neitt.