Þjóðviljinn - 26.03.1952, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 26.03.1952, Qupperneq 3
Miðvikudagur 26. nrarz 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (3 A ÍÞRÓTTIR RlTSTJÓRl: FRÍMANN Ólympíufararnir segja: Þurfum meiri þjálfun, meiri keppnisreynslu við góða menn. Við erum ekki ánœgðir enn. Á leiðinni heim frá ólympíu- leikunum í Osió varð tíðinda- maður Iþróttasíðunnar sam- skipa nokkrum af þátttakend- unum íslenzku í leikunum og fararstjórum og notaði tæki- færið til að spyrja þá 5 spurn- inga sem voru þannigb 1. Bjóst þú við betri per- sónulegum árangri í mótinu? 2. Hvað telur þú að þurfi að gera til að ná meiri einstakl- ingsárangri ? 3. Ertu ánægður_ með heild- arárangurinn ? 4. Hvað hefur þú lært í þess- ari ferð? 5. Hvaða keppni fannst þér skemmtilegust af þeim er þú horfðir á? Stefán Kristjánsson keppandi í Alpagreinum: 1. Nei, nema þá helzt í stór- sviginu, ók ekki nógu ákveðið, ofmat brautina. 2. I fyrsta lagi til þess að ná árangri í mótum erlendis verðum við að fá tækifæri til að keppa erlendis. Er ekki í vafa um að hinir erlendu keppi- nautar okkar hafa mun meiri keppnisreynslu og geta þvi lát- ið sig renna með meira ör- yggi. Brautirnar eru líka holóttari en heima og tekur tíma áð venjast þeim. Við hefðum orð- ið mun lakari ef við hefðum ekki farið þetta fyrr utan þó snjólítið væri. Svo þurfum við langar dráttarbrautir. 3. Ánægður með árangurinn í 18 km og sviginu. 4. Fyrst og fremst keppnis- reynslu. Erum allir færari um að keppa aftur. Sá líka ýmis- legt í tækni sem ég vona að geta notað siðar. 5. Svig- Brun, íshockey — Stökk: Jón Kristjánsson göngu- maður. 1. Já, bæði í 18 og 50 km. Færið í 50 km breyttist mjög vegna hitamismunar. Höfðum ekki smurningsmeistara út með brautinni eins og ýmsar aðrar þjóðir. 18 km brautin mun erf- iðari en ég bjóst við. 2. Þjálfa við svipaðar að- Börge Hounuuin Hmmtugur Svigmenn frá v. til h. Stefán Kristjánsson, Haukur Sigurðsson, Ásgeir Eyjólfsson, Jón Karl Sigúrðsson og flokksstjórinn Gísli B. Kristjánsson. stæður og keppnin fer fram í og fá meiri æfingu í að keppa. 3. Nei, ég er ekki ánægður með hann. 4. Kynntist þvi nokkuð að ganga í skógi sem er allt ann- að en að ganga á opnu landi. Sannfærðist um að við þurfum meiri undirbúningsþjálfun. 5. Hraðhlaupin á skautum og skíðastökkið og ramminn kring um það. Oddur Pétursson göngumað- ur: • 1. Nei. 2. Þjálfa meira. Þjálfa reglu- lega. Bjrja fyrr. Æfa frjálsar íþróttir og knattspyrnu, sem léttan leik. Þurfum aö keppa meira við menn sem eru betri en vi'S og æfa líka við svipuð skilyrði og þeir sem við kepp- um við. 3. Okkur hefur stórfarið fram síðan á ólympíuleikunum 1948 í Alpagreinunum. Ekki hægt að dæma árangur göng- unnar hart þar sem þetta er í fyrsta sinn sem við keppum er- lendis og við ókuimar aðstæð- ur. 4. Vitum nú hvar við stönd- um og hvar okkur er helzt á- bótavant. Tækni okkar er ekki lakari á sléttu landi en okkur vantar þol og þjálfun, og svo æfingu að ganga i skóglendi. 5. Skíðakeppnin (Alpagrein- amar) og stökkin, í rauninni verður þetta allt sem maður sá, ógleymanlegt. Ásgeir Eyjólfsson keppandi í alpagreinunum: 1. Nei, þó hefði ég getað náð betri árangri í stórsviginu, fór of hægt, þekkti ekki brautina. 2. Keppa oftar á erlendum vettvangi og æfa meðal beztu skíðamanna heims. Æskilegt að fá dráttarbrautir. 3. Nei, ekki get ég sagt þáð. Bjóst við stigi úr boðgöngunni. Ánægður með brun og svig. 4. Fengið meiri keppnisvana og æfingu með góðum mönn- um. 5. Svigið — stökkin og list- hlaupin (parakeppnin). Matthías Kristjánsson göngu- maður: 1. Já en ég álít að færið hafi eýðilagt fyrir- mér. 2. Meiri þjálfun og það mestan hluta árs ef það á að názt árangur á svona móti 3. Nei, tæplega er ég það. Svigið var nokkuð gott, en átti von á betri árangri í göngunni yfirleitt. 4. Það var mikill lærdómur að keppa í skóglendi en því erum við óvanir. Höfum lært Framhald á 6. siðu. Einn mikilhæfasti og ris- mesti forustumaður liinnar rót- tæku ver'kalýðshreyfingar á Norðurlöndum, Börge Houmann ritstjóri Land og Folk, er fimm- tugur í dag. Börge Houmann á að baki sér óvenjulega atburðaríkan og af- kastamikinn æviferil. Foreldrar hans voru vel efnum búnir cg gátu búið syni sínum þægilega framtíð, en hugur hann stefndi annað; 18 ára gamall strauk hanrt til sjós og lifði við kröpp kjör sjcmanna í millilandasigl- ingum um tveggja ára skeið. Síðan hcf hann ritstörf sín, samdi ljóð og greinar, sinnti, blaðamennsku, dvaldist í Banda ríkjunum, Þýzkalandi og Dan- r.iöitiu. Vakti hann brátt veru- lcga. athygli sem Ijóðskáld og siiinti tákmenntastörfum um langt skeið. Arið 1939 gckk Sorge Hou- rnann í Kommúnistaflokkinn, var forstjóri bókaútgáfu háns 1930—33 og 1935 varð hann framkvæmdastjóri dagblaðs flokksins og sinnti því erfiða starfi þar til blaðið var bannað 22. júní 1941. Hann liafði þá farið liuldu lxöfði um langt skeið og því náðist ekki til hans þegar danska lögreglan og þýzku nazistarnir söfnuðu kommúnistum í fangelsin. Og þrátt fyrir stanzlausar tilraun- ir tókst aldrei að hafa hendur í hári Börge Houmann öll styrjaldarárin. í flestum þáttum danskrar frelsisbaráttu á styrjaldarárxm- um kemur Börge Houmann við sögu sem forustumaður. Hann sá um útgáfu fyrsta danska leyniritsins og stofnaði til fyrsta danska leyniblaðsins, sem síðar varð Land og Folk. Hann skipulagði skæruliða- sveitir, tóik á móti fallhlífarher- mönnum frá Bretlandi, sá um fjármál frelsishreyfingarinnar o.s.fi-v. o.s.frv., alstaðar er hann að finna sístarfandi. Hann átti manna ríkastan þátt í að koma á því samstarfi manna úr öll- um flokkum sem síðar myndaði frelsisráðið, en það var hin raunverulega stjórn dönsku þjóðarinnar síðustu styrjaldar- árin. Átti Houmann sæti i frelsisráðinu frá upphafi og varð einn mesti áhrifamaður þess. 1 stríðslok var Börge Hou- mann einn dáðasti leiðtogi dönsku þjóðarinnar. Hann hóf þá aftur störf við blað flokks síns, að þessu sinni sem aðal ritstjóri þess og undir stjórn hans hefur Land og Folk orðið eitt vandaðasta og skeleggasta alþýðumálgagn í Evrópu. Hef- ur það barizt áfram fyrir hug- sjónum sósíalismans og frelsis- hreyfingarinnar gegn því nýja bandaríska hernámi sem hel- tekur nú allt opinbert líf í Dan- mör&u. Það er glöggt dæmi um þró- unina í Danmörku að nokkru fyrir áramót var BÖrge Hou- mann dæmdur í þriggja mán- aða fangelsi fyrir uppljóstranir síixar um milljónahneyksli stríðsgróðamanns sem unnið hafði í þjónustu nazista á her- námsárunum. Meðlimur frelsis- isráðsins var dæmdur en naz- istaþjónninn er frjáls. Var Houmann varpað í fangelsi í janúar og dvelst nú á sjúkra- húsi sem fangi, alvarleg mein- semd hefur tekið sig upp. Afturhald Danmerkur óttast og hatar fáa menn meir en Börge Houmann, en hann er Framhald á 6. síðu. Branmóti Ilvikiir frestað Fer fram í Vííilfelli n.k. sunnudag Göngumenn frá v. til h.: Gunnar Pétursson, Oddur Pétursson, Ebenezer Þórarinsson, Matthías Kristjánsson, Jón Kristjánsson, Ivar Stefánsson og skíðagöngukennarinn Jóhannes Tenman. Eins og frá hefur verið sagt átti Reykjavíkurmeistarakeppn- in í bruni að fara fram s. 1. sunnudag í Skálafelli. Vegna veðurs á laugardag var ekki hægt að vinna við lagningu brautarinnar en hún verður að vera til búin daginn áður en keppni fer fram svo menn geti æft sig í henni. Nú er gert ráð fyrir að síðasti snjór hald- ist til næstu helgar og þá verði brunið flutt í Vífilfell en þar er ein bezta brunbraut hér nær- lendis ef nægur snjór er og sér KR um keppnina. — Þátttaka var mikil og höfðu um 100 skráð sig í alla sjö flokka ABC- karla og kvenna og drengjafl. Hveöjja tií Sigfúsar Sigurhjartar- scnar Fallinn a3 foldu fuiihugi saimur. Sviphreinn, sókndjarfur Sigrfús okkar. Traust voru tök þín, tröiiaukin byrði; [ byitirðu björguni og bygfgöir vegi. [ Ráðsnjall og rökvís, ,, reynslufróður, ' foringi fólksins [ í fremstu sveit. Ás.tssell alþýðu, ’ atorkumaður [ varst þú og virtur að verðleikum. ' Málsnjalli niaður mikið þín saknar, aiþýða Islands, ( öreiga fólk. , Veit ég að verk þín ' virt munu iifa, aliar um aldir og ókomna sögu. , Heilög þín hugsjón , hátt skal stefna ( vorsins um vegu á vængjum andans. , I sókndjörfum sigrum , Sigfús þín minnumst, , og ljúfa, leiftrandi , Xeiðsögn þökkum. 22. marz 1952, , Jóhann J. E. Kúld. Umferðabókin Framhald af 5. síðu. ig þau eiga að varast hættur umferðarinnar, og hvernig fer fyrir þeim sem haga sér gálaus- lega. Með hverri mynd er skýr- ing eða stuttorðar reglur, regl- ur sem hvert barn þarf að læra, og myndirnar eru þannig að börnin munu fá áhuga fyrir þeim og þannig auðvelda þeim að muna umferðareglurnar. Otgáfa slíkrar bókar er enn nauðsynlegri fyrir það, að mestur - hluti Reykjavíkur er ekki byggður fyrir þá umferð sem nú er í bænum, og umferð- aröngþveiti því oft mikið. Jafn- hliða þessu er svo skortur lei'.c- valla. Þegar Reykjavík var byggð hefur börnum ekki verið ætlaður staður— önnur en gat- án — og þótt á seinni árum hafi verið komið upp nokkrum leik- völlum þá eru þeir, því miður, aðeins brot af því sem vera þarf, ef ekki á að vera hætta á því að börn bæjarbúa séu mvrt nndir húsveggjunum fyrir óað- gæzlu og skilningsleysi, glæp- samlegt sinnuleysi og ihalds- pokasikap þeirra er eiga að stjórna málum bæjarins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.