Þjóðviljinn - 04.04.1952, Síða 6

Þjóðviljinn - 04.04.1952, Síða 6
6) ÞJÖÐVILJINN Föstudagur Hneíaleikai Framh. af -3. síðu. orðanna hljóðan svo það verð- ur erfitt að átta sig á í hverju þessi misskilningur liggur. 8. greinin segir að stig séu gef- in fyrir sókn: „Hrein, bein högg beggja handa, sem sleg- in eru með hnúafleti hins kreppta hanzka framan á höfuð eða hiið þess, eða framan á líkama eða hlið hans, fyrir of- an beltisstað, svo og öll önn- ur högg, er rétt eru slegin samkvæmt ofanskráðu á þessa líkamshluta“. Það getur ekki vérið mis- skilningur að reglur leiksins geri ráð fyrir að verðíauna þann sem beztu og þyngstú höggi kemur á höfuð mótherja. Áhorfandinn verður naumast var við annað en hver um sig reyni eftir getu og hæfni að hafa höggin það þung að þau xaski svo starfsemi heilans að likammn missi mátt um jstund- arsakir (rothögg=„knoek out“) — Það er hinn fullkomni og dáði sigur íþróttarinnar. Regian segir greiniiega að leyfilegt sé að berja brjóst og bringspalir móthérja eftir því sem kraftar leyfa. Það ljóta í þessum leik þarf því ekki að vera mis- skiiningur þeirra sem ekki feíla sig við hann; það getur eins verið mismunandi sjónarmið á því hvað er fagurt eða ljótt. Það ér engin sönnun fyrir feg- urð hnefaleika að reglurnar geri ráð fyrir þessum aðförum. Það er miklu nær að slá föstu að reglur með þessum anda séu úreltar og þá líka sú íþrótt sem þær eiga að skapa eða viðhalda. Á okfcar landi miðast iðkun íþrótta við það að þjá'Ifa líkáma sinn svo s.ð hann geti orðið fær um að taka þátt í kappraun um. Að því er snertir sjálfr keppnina bvggist hún á því að vera snjallari hvað leikni snertir. þolnari, kunna meira í listum leiksins en þess að til þess komi að lama líkama mót- herja með barsmíð, og þá sízt af öllu að lama þann hlvitann sem allri athöfn og vilja stjórn- ar, en það er heilinn. Engin ieikregla gerir ráð fyrir slíku nema hnefaleikar. í öðrum greinum væri slíkt svo alvariegt brot á ve’sæmi að dómsáfelling væri óhjákvæmi leg. Þess vegna er ekki óeðli- legt þó margir spyrji: er hægt að leyfa þessar aðfarir og kalla það íþrótt? — Meira. Krossgáía 61. Lárétt: 1 stelpuna — 7 fanga- mark — 8 keyrir — 9 verkur — 11 fugl — 12 tímabil — 14 skamm- . stöfun — 15 mjög — 17 fanga- mbrk — 18 kiístur — 20 auðsins. Lóðrétt: 1 gælunafn — 2 for- móðir — 3 tveir óskyidir — 4 grænienzkt nafn — 5 ham&tur — 6 kamína — 10 þukl — 13 taka saman — 15 bardús — 16 þjófn- aður — 17 horfði á — 19 hliðstæð- ir. Lausn 60 krossgátu: T.árétt: 1 braut — 4 A.B — 5 E.Ó. — 7 Una —• 9 ben — 10 trú — 11 róa — 13 ró — 15 ht — 18 kiaga. Lóðrétt: 1 B.B. — 2 ann — 3 te 4 ansar. — 6 órúmt — 7 urr — 8 atá — 12 óma — 14 ók — 15 ha. 139. DAGUR þagnaði og áttaði sig á því, að hún hafði verið komin að því að tala af sér. Hún hafði verið að hugsa um, að hún hefði fremur getað staðizt ástleitni Glydes, ef hún hefði haft móður sína hjá sér. „Já, ég býst við að þú saknir mín,“ hélt móðir hennar áfram. ,.En þetta er samt betra fyrir þig, helduxðu það ekki? Þú veizt hvernig allt er hérna heima, og iþér fellur vinnan vel. Þú ert ánægð með starfið, er það ekki ?“ „Jú, starfið er ágætt. Mér líkar það prýðilega. Það er gaman að geta létt dálítið uadir með ykkur, en það er efeki gaman að búa alein.“ „Hvers vegna fluttirðu frá Newtonsfólkinu, Bo-b ? Var Grace svona óþolandi? Hún hefði annars átt að geta verið þér til skernmtunar.“ „Hún var það fyrst í stað,“ svaraði Róberta. „En hún átti sjálf enga vini og hún var hræðilega afbrýðisöm við alla isem veittu mér hina minnstu athygli. Ég gat ekkert farið nema hún færi líka og hún hékk alltaf yfir mér. Þú veizt hvemig það er, mamma. Tvær stúlkur geta ekki verið með sama mannlnu.m.“ „Já, ég veit hvernig það er, iBob.“ Mamma hennar hló við og sagði síðan: „Hver er hann?“ „Það er herra Griffiths, mamma,“ bætti hún við eftir andar- taks hik, og um leið varð henni Ijóst hvað þetta samband var óvenjulegt x samaniburði við þessi kröppu kjör. Þrátt fyrir allan ótta hennar var það dásamleg tilhugsun að fá ef til vill að lifa lífinu með Clyde. „En ég vil ekki að þú minnist á hann við neinn ennþá,“ bætti hún við. „Hann vill ekki að ég geri það. Ættingjar eru nefnilega mjög auðugir. Þeir eiga verksmiðjuna eða öllu heldur föðurbróðir hans á hana. En það eru reglur cem starfsmennimii verða að fara eftir — yfirmennirnir. Þeir mega engin afskipti hafa af verksmiðjustúlkunnm. Og hann skiptir sér ekki heldur af neinum hinna. En honum geðjast vel að mér — og mér að honum, og það er allt p,nnað með cfekur. Auk þess ætlar hann bráðum að hætta.að vinna þarna cg fá annað starf, held ég, og þá skiptir þetta engu máli. Þá get ég sagt þetta hverjum sem hafa vill og hann líka.“ Rcbertu var vel ljóst, að þetta var ekki alveg sannieikanum samkvæmt, þegar hún hugsaði um framkomu Clydes við hana 'jpp á síðkastið og að hún hafi gefizt honum til fulls án þass eð fara fram á ákveðið loforð um hjónaband. Ef til vill vildi hann ekki — þetta var nýr og óljós ótti — að hún segði nein- um frá því — nokkurn tíma. Og ef hann héldi ekki áfram að elska hana og gengi að eiga hana, vildi hún ekki segja néin- i:m frá því heldur., Hvílíka eymd og smán var hún -búia að kalla yfir sig. Aftur á móti varð frú Alden, sem frétti þaanig af tilviijun um þetta kynlega og leyndardómsfulla samband, bæði áhyggju- full og örvilnuð, því að henni var svo annt um hamingju Ró- bertu Og þótt hún segði við sjálfa sig .að Róberta væri góð, saklaus og siðprúð stúlka — bezta, óeigingjarnasta og skyn- samasta barnið hennar -— gat það þá verið —? Nei, það ikom ekki til rnáia að Róberta léti draga sig á tálar eða svíkja sig. Hún var svo hlédræg og góð, og þess vegna bætti hún við: „Frændi eigandans — þessa Samúels Griffiths, sem þú hefux ckrifað um ?“ „Já, mamma. Hann er bróðursonur hans.“ „Ungi maðurinn í verksmiðjunni?" spurði móðir hennar og furðaði sig á því, að Róberta hefði getað vakið athygli manns i stöðu Ciydes, því að hún hafði frá upphafi gert sér 1 jóst að hann var í ætt við eigendur verksmiðjunnar. Þstta var allmikið áhyggjuefni. Hinar venjulegu afleiðingar siíkra sambanda, sem algeng voru um allan heim, fylltu hana kvíða um örlög Róbertu. Engu að síður þóttist hún þess fullviss, að stúlka gædd fegurð cg hag3ýni Róbertu, gæti staðið í slíku sambandi án þess að bíða tjón á sálu sinni. „Já,“ svaraði Róberta hreinskilnislega. „Hvernig er hann, Bob?“ „Hann er afar glæsilegur. Mjög fríður, og hann hefur reynzt in.ér svo vel. Ég býst jekki við að starfið væri eins þægilegt fyrir mig, ef hann væri ekki svona mikið prúðmenni; hann fcann að stjóma verksmiðjustúlkunum. Hann er frændi eigand- ans, svo að stúlkurnar verða að bera virðingu fyrir honum.“ „Já, það er sannarlega gott. Það er meira í það varið að vinna hjá góðu fólki en hverjum >sem er. Ég veit að þér lík- aði ekki mjög vel. að vinna í Trippetts Milis. Kemur hann oft &ð heimsækja þig, Bob?“ „Já, nokkuð oft.“ avaraði Róberta og roðnaði lítið eitt, því að henni var ljóst að hún gat ekki verið fullkomlega- hreinskilin við móður sína. Frú Alden ieit á';iúiáá:*í'SðmáV»«ifiún,-. tók.-eftiir að húru toSb&' aði, hélt að það stafaði af feimni og spurði stríðnislega: „Þú ert hrifin af honum, er það ekki?“ „Já, mamma, það er ég,“ svaraði Róberta einlæglega. \ „Og hvað um hann? Er hann hrifinn af þér?“ Róberta gekk yfir að eldhúsglugganum. Framundan lágu. öll brörlegu útihúsin, sem báru gleggstan vott um eymd og volæði fjölskyldunnar. Síðustu tíu árin höfðu þau orðið ímynd dug- Ieysi3 og skorts. Og þessa stundina, þegar þau voru þakin snjó, urðu þau í huga henaar andstæða alls sem hún þráði. Og 'það var ekkert undarlegt, því að þrá hennar beindist að Clyde. Eymd annars vegar og hamingja hing vegar — hamingja í á3tum eða óhamingja í ástum. Ef hann elskaði hana í raun og veru og ætlaði að taka hana burt frá öllu þessu, þá væri bund- inn endi á þessa eymd hjá henni og móður hennar. En ef hann gerði það ekki, þá bitnuðu afleiðingarnar af hinum löngunar- fullu en sennilega heimskulégu draumum hennar, ekki einungis á henni sjálfri, heldur leinnig á ættingjum hennar og fyrst og fremst á móður hennar. Hún braut heilann um hvað hún ætti að segja, og sagði lok3: „Já, svo segir hann “ „Heldurðu að hann ætli að kvænast þér?“ spurði frú Alden hógvær og vongóð, því að í hjarta sínu gerði hún sér rnestar vonir um Róbertu. „Já, mamma, ég skal segja þér------“ Hún lánk: ekki við setninguna, því að í sömu svifum kom Emily þjótandi inn um dymar og hrópaði: „Gif er kominn. Hann kom í bíl. Einhver hefur ekið honum hingað og hann er með fjóra eða fimm stóra pakka.“ Og á hælum hennar ikom Tom í fylgd með eldri bróðumum, sem var kominn í nýjan frakka, fyrata merkið um velgengni ..II qOo— —oQo —oOo— —oOo— —oOo— oOo — —oOo ■» N. N0SS0W: | Káfir pi If a r StM’IN-N 2. DAGUR Ég þeyttist upp stigann, lyfti heyrnartólinu, bar þdð að eyrann, cg rödd Mikka gall við: Halló! Halló! Og ég hrópaði á móti: Halló! ;! Halló! hrópaði Mikki aftur. Heyrirðu? Já, ég heyri. En þú? Já, já, ég heyri. Prýðilega. Heyrir þú vel? já iá, ég heyri vel. En þú? Ég líka! Ha ha ha! Og heyrir þú til mín? Auðvitað. Vitaskuld. Bíddu, ég ætla að koma til þín. Mikki kom eins og eldibrandur, og við föðm- uðumst af gleði- Er það ekki goít að við skulum hafa keypt okk- ur síma? Jú, alveg stórfínt, svaraði ég. Ég ætla þá að fara niður aftur og síma til þín. Hann var varla horfinn út úr dyrunum þegar síminn hringdi hjá mér. Ég tók upp tólið. Halló! Halló! Heyrirðu til mín? 1 Já, ég heyri til þín. Vel? Prýðilega. Ég heyri líka vel til þín. Bravó. TJm hvað eigum við að tala? Hja, um hvað? Tja, um eitthvað.... Er það ekki sniðugt af okkur að hafa keypt síma? Ha? Við gátum ekkert betra gert. Það væri leiðinlegt ef við hefðum ekki keypt hann. Ha? Hryllilegt. 0g? ) Og hvað? M*. - ; m ....

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.