Þjóðviljinn - 04.05.1952, Blaðsíða 6
C) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 4. maí 1952 -
90 i
Bæiaríréttir
Framhald af 4. síðu.
inga erlendis. 16.35. Skákþáttur:
Eggert Gilfer teflir hraðskákir
við Áka Pétursson og Jón Páls-
son; Guðmundur Arnlaugsson lýs-
ir. 18.30 Barnatími (Skógarmenn
KFUM): Söngvar, leikþáttur: „Þeg
ar Valdi fór í- kaupstaðinn", upp-
lestur o. fl. 19.30 Tónleikar: Walt-
er Gieseking leikur á píanó. 20.20
Tóleikar (plötur): Kvartett i G-
dúr eftir Ólaf Þorgrímsson (Út-
varpskvartettinn leikur). 20.35 Er-
indi: Eru dauðamörk á skáldsög-
unni? (Agnar Þórðarson rithöf.).
21.00 Óskastundip (Ben. G. Grön-
dal ritstjóri). 22.05 Danslög (pl.).
— 23.00 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun:
18.10 Framburðarkennsla í ensku.
18.30 Islenzkulcennsla; I. — 19.00
Þýzkukennsla; II. fl. 19.30 Tón-
leikar: Bög úr kvikmyndum. 20.20
titvarpshljómsv.; Þórarinn Guð-
mundsson stjórnar: a) Lög eftir
Árna Thorsteinson. b) Helena
fagra, forleikur eftir Offenbach.
20.45 Um daginn og veginn (eftir
Gísla Magnússon bónda í Eyhild-
arholti; þulur flytur). 21.05 Ein-
söngur: Herm. Guðm. syngur;
Weisshappel leikur undir. 2120
Dagskrá Kvenfélagasambands Is-
lands. Hallveigarstaðakvöld: a)
Ávörþ (frú Aðalbjörg Sigurðar-
dóttir og frú Bodil Begtrup sendi-
herra). b) Einsöngur: Guðrún
Á. Símonar syngur. c) Upplestur
(frú Soffía Ingvarsdóttur). 20.45
Tónleikar: Ballade í h-moll eftir
Hszt (Uouis Kentner leikur).
22.00 Fréttir og veðurfr. 22.10
Leynifundur í Bagdad, eftir
Agöthu Christie (Hersteinn Páls-
son ritstjóri) — I. 22.30 Tónleikar
Karen Juel syngur (pl.). 23.00
Dagskrárlok.
Skrifstofur Danska sendiráðsins
verða lokaðar allan mánudaginn
5. maí, á Frelsisdegi Dana.
Dansk Kvindeklub heldur fund
í Vonarstræti 4 þriðjudaginn 6.
maí kl. 8.30.
Bólusetning gegn barnaveiki.
Pöntunum veitt móttaka þriðju-
daginn 6. mai kl. 10—12 f.h. í
síma 2781.
Læknavarðstofan Austurbæjarskól-
anum. Sírni 5030. Kvöldvörður og
næturvörður.
Eisenhower
Framhald af 5. síðu.
Chapple er einn af fylgis-
mönnuni Josep McCarthy, öld-
ungadeildarmannsins frá Wis-
consin, sem er orðinn einn á-
hrifamesti stjómmilamaður
Bandaríkjanna. Frama sinn á
hann að þakka staðhæfingum
um að erindrekar Stalíns hafi
mótað utanríkisstefnu Banda-
ríkjanna á stjómarárum Roose-
velts og fyrstu árin eftir stríð-
ið. Heldur hann því meðal ann-
ars fram að Acheson, Marshall
fyrrv. hershöfðingi, utanríkis-
ráðherra og landvarnaráðherra
og Henry Luce, útgefandi
Time og Life, hafi verið verk-
færi í höndum kommúnista.
Aðferð fil að mæla ...
Framhald af 5. síðu.
faríð fram úr áreynslugetu
sjúklingsins. Á hjartasjúkling-
um er hjartarit tekið meðan
áreynslan stendur og eftir að
henni er lokið.
Sen segist reikna, út frá mæl-
ingum sínum, hvað sjúklingur-
inn má reyna á sig daglega og
hvaða störf hann er fær um
að vinna án þess að hætta sé
á að hann ofreyni sig.
gengisskrAmng.
1 f kr. 45.70
100 norskar kr. kr. 228.50
1 $ USA kr. 16.32
100 danskar kr. kr. 236.30
100 tékkn. kr. kr. 32.64
100 gryllini kr. 429:90
100 svissn.fr. kr. 373.70
100 sænskar kr. kr. 315.50
100 finnsk mörk kr. 7.00
100 belsk. frankar kr. 32.67
1000 fr. frankar kr 46.63
hjá Róbertu. Ef til vill gerðu þau bæði úlfalda úr mýflugunni.
En — og þessi hugsun kom mjög illa við hann — það gat verið
raunveruleg hætta á ferðum og ef þau biðu þangað til heill
mánuður var liðinn og ekkert gerðist, þá gat allt orðið enn erf-
iðara viðfangs. Og þess vegna sagði hann nú: ,,Ef þetta skyldi
nú ekiki lagast — kannizt iþér við nokkurn lækni sem hún gæti
leitað til? Við höfum bæði talsverðar áhyggjur af iþessu og ég
vil koma þessu í lag ef þess er nokkur kostur.“
Eitthvað í framkomu Clydes, þegar hann sagði þetta —
taugaóstyrkur hans og sú staðreynd að hann virtist fús til að
taka þátt í ólöglegu athæfi, sem lyfsalinn áleit allt annars eðlis
en að gleypa nokkrar töflur, þótt tilgangurinn væri hinn sami —
varð til þess að hann leit tortryggnislega á Clyde og flaug í hug
að sennilega væri Clyde alls ekki kvæntur og þarna væri um að
ræða æskubrek sem hefðu leitt ólán yfir einhverja unga og
auðtrúa stúlku. Og af þeim sökum breyttist svipur hans og i
stað þess að vilja veita hjálp, sagði hann nú kuldalega: „Ef til
vill er einhver læknir hérna, en ég veit að minnsta kosti ekkert
um það. Og ég vildi ekki bera ábyrgð á því að neinn leitaði til
slíks læknis. Það brýtur í bág við lögin. Og það yrði tekið hart
á iþví á iþessum slóðum ef einhver læknir yrði uppvís að slíku
athæfi. En auðvitað eruð þér frjáls að því að leita yður upplýs-
inga sjálfur ef þér óskið þess,“ bætti hann við mjög alvarlegur
á svip og leit tortryggnum rannsóknaraugum á Clyde', og ákvað
sð hafa ekkert frekar saman við þessa mannpersónu að sælda.
Og Clyde hélt því aftur til Róbertu með viðbótarskammt af
sömu töflunum, þótt hún hefði talið tilgangslaust að kaupa
meira fyrst þær fyrstu hefðu engan árangur borið. En þegar
hann fór fram á það, féllst hún á að reyna töflurnar aftur á
þennan nýja hátt, þótt sú staðhæfing að þetta stafaði sennilega
af taugaveiklun eða ofkælingu vekti hjá henni grun um að Clyde
væri sennilega orðinn ráðþrota hvað hana snerti, eða þá að
hann gerði sér alls ekki ljóst hversu örlagaríkt þetta gat orðið
fyrir þau bæði. Og ef þessi nýja aðferð bæri ekki árangur, hvað
þá? Ætlaði hann þá að láta við svo búið standa?
En svo undarlegt var eðli Clydes, að þrátt fyrir ótta um
framtíðina og óbeit hans á þessum erfiðleikum, sem rákust á
fyrirætlar.ir hans og áhugamál, að sú staðhæfing að mánuður
til eða frá þyrfti ekki að boða neitt alvarlegt, nægði til þess
að liann vildi fúslegp. bíða aðgerðarlaus það tímabil á enda. Vel
gat verið að Róberta hefði rangt fyrir sér. Ef til vill var hún
að gera veður út af engu. Hann yrði að bíða og sjá hvaða
áhrif þessi nýja, aðferð hefði.
En allt fór á sömu leið. Þótt Róbérta byrjaði aftur að vinna
í verksmiðjunni til þess að reyna á sig — og allar stúlkurnar
í verksmiðjunni segðu henni að hún ætti ekki að vinna þegar
augljóst væri að hún væri veik — kom allt fyrir ekki. Og
þegar Clyde bar fyrir sig þau orð lyfsalans að einn mánuður
gæti fallið úr án þess að nokkuð alvarlegt þyrfti að vera á
seyði, varð það aðeins til að auka skelfingu hennar.
Sannleikurinn- var sá að í þessu vandamáli var hann með
afbrigðum gott dæmi um fáfræði, ungæðishátt, fátækt og
hræðslu. Hann vissi ekki einu sinni hvað orðið „ljósmóðir"
tákhaði né hvert starfssvið hennar var. (Og um þessar mundir
vorr þrjár í Lycurgus í útlendingahverfinu). Ennfremur hafði
hanu venð svo skamman tíma í Lycurgus og að undanteknum
yfii stéttarunglingunnm og Dillard, sem hann hafði hætt að
umgangast, og nokkrum deildarstjórum í verksmiðjunni, þekkti
hann ekki nokkurn mann--------nema var málkunnugur einstaka
rakara, fatakaupmanni, tóbakssala, en hann áleit þá alla of
heiinsika eða fáfróða til að geta orðið honum að nokkru liði.
En eitt var það sem fékk hann til að hika áður en hann
leitaði á náðir læknís og það var þessi spurning: hver .átti að
leitn, til Iians og undir hvaða forsendum. Ekki kom til mála
c-ð hann færi sjálfur. I fyrsta lagi var hann of líkur Gilbert
Griffiths, sem allir þekktu, Og verið gat að villzt yrði á þeim.
Og i öðru lagi var ekkert líklegra en það, að læ'knirinn setti
meira upp af því að hann gekk svo vel til fara, — ef til vill
meira en hann gat borgað og spyrði hann alls konar óþægilegra
p.purninga — en ef annar færi í hans stað — og allt væri búið
1 haginn íyrir Róbertu. — Og hvers vegna gat Róberta ekki
íarið sjálí ? Já, þvi ekki það? Hún var svo sakleysisleg, hrein-
skilnisleg og heillandi. Og undir þessum kringumstæðum, þegar
hún var örvilnuð og raunamædd, já.... Og nú sagði hann við
sjálfan sig, að það væri þó hún en ekki hann sem þyrfti á
hjálp að halda.
Og nú datt honum í hug, hvort hún gæti ekki komið verðinu
á þessu niður. Einmítt nú, þegar hún var svo hnuggin og sorg-
bitin. — Ef hann gæti fengið hana til að segja, að einhver
ungur maður hefðj dregið hana á tálar en hún vildi þó ekki
nafiigreina, hvaða læknir gæti þá látið hana synjandi frá sér
Ef til vill fengist hann til að hjálpa henni fyrir ekki neitt. Það
var aldrei að vita. Og þá var hann laus allra mála.
Og þess vegna fór hann nú á fund Róbertu og ætlaði að
búa hana undir þá tillögu að hún yrði sjálf að hafa tal af
lækr.i, ef hann fyndi einhvern, vegna þess hvað aðstaða hans
var erfið. En áður en hann var kominn að efninu, spurði hún
hvað hann hefði aðhafzt frekar. Hvort hann hefði ekki komizt
yfir annað lyf? Og þetta gaf honum tækifærið sem hann hafði
heðið eftir, og hann sagði: „Já, ég er búinn að spyrjast fyrir
í flestum lyfjabúðum, og mér er sagt að ef þetta dugi ekki til,
þá sé tilgangslaust að reyna neitt annað. Og nú veit ég ekki,
hvað hægt er að gera, nema þú viljir tala við lækni. En það
er ví-st mjög erfitt að finna góða lækna — lækna sem fást tif
að njálpa manni og eru þöglir sem gröfin. Ég hef talað við
ýmsa án þess að nefna hver á í hlut, en ég er hræddur um að
það verði erfitt viðureignar, vegna þess að þeir þora það ekki.
Þetta brýtur í bág við lögin eins og þú veizt. En mig langaði
til að spyrja þig, hvort þú myndir hafa hugrekki til að fara
til læknis og segja honum hvað amar að, ef ég hefði upp á
einhverjum sem væri líklegur til að veita okkur aðstoð? Mig
langar til að vita það.“
Hún horfði á hann sljóum augum og skildi ekki fyrst í stað
rð hann átti við það að hún færi alein. Hún gerði að sjálfsögðu
ráð fyrir að hann færi með henni. Svo reyndi hún að einbeita
huganum að þeirri nauðsyn að ganga með honum á læknis-
fund, og hún hrópaði: „Hamingjan hjálpi mér. Er það ekki
hræðilegt að við skulum þurfa að fara til læknis á þennan
hátt? Þá ikemst hann að öllu um okkar hagi, er það ekki? Og
auk þess er það hættulegt, þótt ég geri ekki ráð fyrir að það
eé verra en þessar andstyggðar töflur.“ Og hún hélt áfram að
spyrja hvað Iþyrfti að gera og hvernig það væri gert en Clyde
gat ekkert frætt hana.
— oOo oOo— — oOo — * oOo - ——"OOo' — ■ oOo—- ■■ oOo
BARNASAGAN
GRAUTURINN HANS MIKKA
7. DAGUR
Þá gætum við alveg eins kastað honum beint í
brunninn. Það er einíaldara og tæki minni tíma.
Við höfum ekkert band, eða er þér ókunnugt um
það?
En einhverja krukku?
Hvaða krukku höfum við?
En glas?
Hvað heldurðu að það tæki langan tíma?
Eitthvað verður að gera. Það verður að sjóða
grautinn. Og ég er auk þess að deyja úr þorsta.
En blómavasinn? Hann er þó stærri en venjulegt
glas.
Við gengum heim að húsinu, bundum öngul-
tauminn sem eftir var utan um vasann, svo að
hann gat ekki losnað, og fórum síðan aftur niður
að - brunninum. Okkur lánaðist, að fylla bikarinn
og draga hann upp til okkar aftúr, og við settumst
niður til að drekka hið langþráða vatn.
Svona er þetta alltaf, sagði Mikki, þegar maður
er þyrstur heldur maður að það sé enginn vandi
drekka allan sjóinn, en þegar vatnið er komiðr
þá nægir manni kannski eitt glas, en manneskjan
er líka gráðug að eðlisfari.
Hvað ert þú að ráðast á annað fólk! Náðu heldur
í pottinn með grautnum. Við getum alveg eins hellt
vatninu í hann hér, í staðinn fyrir að vera að
hlaupa aftur og fram með smádreitil í blómavasa.
Mikki 'náði í pottinn og lagði hann frá sér á.
bmnnbarminn. £g tók ekki eftir því, rak olnbogann
i hann og var nærri búinn að setja hann niður í
brunninn.
Hverskonar þöngulhaus geturðu verið? hrópaði
ég. Af hverju seturðu pottinn alveg við handlegg-
inn á mér? Farðu með hann svolítið frá brunnhol-
unni, svo hann sjóði ekki allur niður í hana.