Þjóðviljinn - 09.05.1952, Blaðsíða 8
Pálmi settur aí - sjóliðsíormgi íhaldsins tekur við
stjórn landhelgisgæzlunnar
Hvað ec að gerast í landhelgismálumim?
Pálmi Loftsson liefur látið af stjóm landhelgisgæzlunnar og
Bjarni Ben. sett sjóliðsforingja íhaldsins, Pétur Sigurðsson í það
starf. Eftirfarandi barst frá dómsmálaráðuneytinu í gær:
Svo sem kunnugt er gengur
reglugerð nr. 21 19. marz 1952,
um vérndun fiskimiða umhverf-
is ísland í gildi 15. þ. m. Er
þá höfuðnauðsyn, að landhelg-
isgæzlan verði svo örugg og
vel skipulögð sem kostur er á.
Þegar svo er komið er það of-
ætlun einum manni að hafa
yfirstjórn landhelgisgæzlunnar
sem aukastarf með svo um-
fangsmiklu og ábyrgðarriku
aðalstarfi sem útgerðarstjórn
Skipaútgerðar ríkisins, en að
undanförnu hefur Pálmi Lofts-
son, forstjóri Skipaútgerðar
ríkisins farið með yfirstjórn
iandhelgisgæzlunnar. Dómsmála
ráðuneytið hefur því talið ó-
hjákvæmilegt að fela yfirstjórn
Flotadeila Breta
og USA óleyst
Fechteler aðmíráll, yfirmaður
Bandaríkjaflota, fór heimleiðis
frá London í gær. Skýrði hann
tolaðamönnum frá því að engin
niðurstaða hefði or'ðið af við-
ræðum hans og brezkra ráða-
manna um yfirstjórn flota A-
bandalagsríkjanna á Miðjarðar-
hafi. Vilja bæði Bretar og
Bandarikjamenn fá yfirflotafor-
ingjann .
Útlegð í Alsír
Franska nýlendustjórnin
Alsír hefur gert þjóðernissinna-
foringjann Missali Hach út-
lægan úr fæðingarhérði sínu
Constantine og sett hann í
stofufangelsi í Alsírborg. Hon-
um er gefið að sök að hafa
unnið að því að koma á sam-
starfi Túnisbúa og Alsírmanna
í baráttu þeirra gegn nýlendu-
kúgun Frakka.
Montessori láfiin
ítalski kvenlæknirinn og up'p-
eldisfrömuðurinn Maria Mont-
essori lézt í fyrradag í Hol-
landi áttatiu ára að aldri. Að-
ferðir hennar um smábarna-
kennslu eru fyrir löngu breidd-
ar út um allan heim.
landhelgis- og fiskveiðigæzl-
unnar manni, sem hafi hana að
aðalstarfi.
. Hefur ráðuneytið þvi í dag
skipað Pétur Sigurðsson, skip-
stjóra, til þess að vera for-
stjóri hinnar íslenzku land-
helgis- og fiskveiðigæzlu og
jafnframt leyst Pálma Lofts-
son frá þeim starfa. En ætlazt
er til að útborganir og bókhald
varðskipanna sé áfram hjá
Skipaútgerð ríkisins.
I verkamenn slas-
asi við höfnina
I gærmoi'gun slösuðust tveir
menn við höfnina. Annar þeirra
Jóhann Sæmundsson, slasaðist
Vlð útskipun á saltfiski úr
Laura Dan, og brotnaði annað
herðablað hans. — Hinn mað-
urinn, Karl Hafberg, féll af
palli vörubifreiðar, og fékk
lieilahristing. Voru þeir báðir
fluttir á sjúkrahús Hvítabands-
ins, og liggja þeir þar.
Jóhann varð milli „heisins“
og skipshliðarinnar og svipuð
ástæða mun hafa valdið slysi
Karls Hafbergs.
Kynnir sér matvælaframleiðsln hér
Norris E. Dodd, aðalforstjóri matvæla- og landbúnaðarstofn-
unar Sameinuðu þjóðanna (FAO), kom hingað til landsins í
gærmorgun, ásamt einkaritara sínum ungfrú Pruit, til þess, af
eigin raun að kynna sér matvæiaframleiðslu hér í landi og
skilyrði til aukningar hennar, bæði á iand- og sjávarafurðxun.
ÞIÓÐVILIINN
Föstudagur 9. maí 1952 — 17. árgangur •— 102. tölublað
....----. ■ , ... ..-..... , , ...
Þá unnu konur á eyrinni fyrir krénu
á dag, og hvergi seid mjólk í hænum
Sigríður Sæland ljósmóðir í Haínadirði á 40 ára
starfsafmæli í dag
Hver gæti í dag hugsað sér Hafnarfjörð þannig að þar væri
hvergi seid mjólk — en mjólik handa ungbörnum væri sótt
tvisvar í viku á næstu býli fyrir utan bæinn? Að konur fengju
eina krónu á dag í kaup, sem væri greitt í úttekt hjá ein-
hverjum kaupmanni? — Og þó er alveg lýgilega stutt síðan
þetta var.
N. E. Dodd, sem var aðstoð-
arlandbúnaðarráðherra Banda-
ríkjanna 1946—1948, en hefur
síðan verið aðalforstjóri mat-
væla- og landbúnaðarstofnunar
SÞ, átti tal við blaðamenn að
Hótel Borg í gær og skýrði frá
ýmsu um stofnun þá, sem hann
veitir forstöðu. Aðalstöðvar
FAO eru nú í Rómaborg, og
eru 68 þjóðir aðiljar að henni
en það er 16 þjóðum fleira
en í SÞ. Starfsmenn stofnunar-
innár eru samtals 700. Aðal-
starfsemi stofnunarinnar er að
reyna að skipuleggja fram-
leiðslu og dreifingu matvæla í
heiminum og veita aðsto'ð á
1 ýmsan hátt þeim þjóðum, sem
þess þurfa. Þess má geta, að
Árni Friðriksson, fiskifræðing-
ur, er fyrir skömmu kominn
heim úr för til Brazilíu á veg-
um þessarar stofnunar, til þess
að veita Brazilíumönnum tækni-
lega aðstoð í sjávarútvegsmál-
um, og einn Islendingur, Hi3m-
ar Kristjónsson, fiskifræðinsrur.
er starfsmaður við FAO í Róm.
N. E Dodd bý~t v'ð að
dveijast hé- um viku tíma.
Erindið kvað hann einkum vera
að kynna sér framleiðslu og
framleiðslumöguleika okkar,
bæíi í landbúnaði og sjávarút-
vegi.
Árni G. Eylands, fulltrúi, gat
þess, að Island hefði nú, fyrir
skömmu, í fyrsta skipti, snú-
ið sér til FAO um aðstoð. Far-
ið hefði verið fram á hjálp
stofnunarinnar til að reyna að
ráða niðurlögum sauðfjársjúk-
dóma þeirra, sem hefðu leiki'ð
okkur svo grátt á undanförnum
árum.
Áður en forstjórinn fer héð-
an af landi brott aftur, gerir
hann ráð fyrir að skýra frá
árangri af dvöl sinni hér.
Fádæma aðsókn
að Pi-Pa-Ki
I kvöid hefur Leikfélagið
síðustu sýningu á hinum at-
hyglisverða kínverska sjónleik
Pi-Pa-Ki og er þetta 38. sýn-
ing leiksins. Svo mikil eftir-
spurn var eftir aðgöngumiðum
að þessari sýningu í gær að
allir miðar seldust á 45 mín-
útum. Eins og nærri má geta
urðu fjölmargir frá að hverfa.
Sigríður Sæland ljósmóðir í
Hafnarfirði á 40 ára starfsaf-
mæli í dag og ég bað hana að
líta augnablik aftur í tímann
og rifja upp viðhorfin á fyrri
árum. Hún tók próf 30. marz
1912, byrjaði starf sitt í Hafn-
arfirði og hefur frá því 9. maí
1912 haft það að starfi að
hjálpa nýjum borgurum til að
sjá dagsins ljós.
—- Hvers vegna valdirðu þér
þetta starf?
— Ég held það hafi eigin-
lega verið af því að mér fannst
hjálparleysið, eymdin og fá-
tæktin svo mikil, þegar undan
eru skildar 3—4 fjölskyldur í
bænum.
Kjör kvenna þá voru óglæsi-
leg. Þær unnu á eyrinni fyrir
krónu á dag. Það var engin
mjólk seld í bænum, hún var
seld frá nágrannabýlunum, Set-
bergi, Hraunsholti og Ási. Ég
vissi dæmi *þess a<ð mjólk handa
ungbörnum var sótt tvisvar í
viku. Og þótt það hefði feng-
izt mjólk í bænum gat fólkið
Sigríður Sæland.
ekki keypt hana. Konurnar sem
unnu á eyrinni fyrir krónu á
dag gátu elíki keypt mjólk
fyrir það kaup, því þær fengu
það gi'eitt í úttekt! Bömin í
Hafnarfirði þá liðu mikið fyrir
mjólkurleysi.
Framhald á 7. síðu.
LÁ VIÐ STÚRSLVSM
I fyrrinótt ók fólksbifreið út af veginum við Fossá íi Hval-
firði. Fór hún tvær veltur, en stöðvaðist á blábrún 20—30
metra gljúfurs.
Þetta ger'ðist um tvöleytið í
fyrrinótt. Var bifreiðin á leið
UmferSadagur Slysavarnafélagsins
Umferðadagur Slysavarnafélags Isiands er í dag og er enn
einu sinni iögð áherzia á fræðslu til að koma í veg fyrir um-
ferðaslys, en einkum er áherzla lögð á börnin.
I hádegisútvarpinu flytur
Erlingur Pálsson yfirlögreglu-
þjónn erindi um umferðareglur.
Ennfremur er sýning í glugga
Éina dauðaslysið, sem orðið hefur í umferðinni í Reykjavík síðan um áramót varð á barni, sem
hljóp skyndilega út á götuna. — BÖRN OG FORELDRI! Takiff höndum saman við Slysavaraa-
félagið til að gera allt, sem í ykkar valdi stendur til að hindra hin hryBiiegu banaslys
Loftleiða í Lækjargötu og
ættu allir sem þar eiga leið um
að staldra við og athuga sýn-
inguna.
Á morgun kl. 1,30 verða sýndar
umferðamjTidir í Tjarnarbíói.
Hægtabtosið í írara-
kvæmd:
Framsókn út-
íhaldiS inn!
Neskaupstað.
Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Kaupfélagið Fram hélt aðal-
fund sinn um síðustu helgi.
Velta félagsins á sl. ári var
tæpar 5 milljónir króna .
Framsóknarmenn ráða þessu
kaupfélagi og gerðust þau tíð-
indi á aðalfundinum a'ð Niels
Ingvarsson bæjarfullarúi Fram-
sóknar, er vaf form. félagsins
um mörg ár, var settur út úr
stjórninni og í stað hans tekinn
Jón Sigfússon bæjarfulltrúi
Iha'dsins.
Fuiltrúar á aðalfund S.I.S.
voru kosnir Guðröður Jónsson
kaupfélagsstjóri og AB-maður-
inn Eyþór Þórðarson.
hingað til Reykjavíkur. Eins
og mönnum er kunnugt eru
krappar beygjur á veginum
báðum megin Fossár, og bratt-
ar brekkur niður á brúna. Af
einhverjum ástæðum náði bíl-
stjórinn, Gústaf Kristjánsson,
ekki beygjunni austan árinnar,
og valt því bifreiðin út af veg-
inum sem fyrr greinir. Má heita
mikil mildi að ekki skyldi
hljótast af alvarlegt slys. —
Hefði bíllinn hrapað fram af
gljúfurbarminum hefði enginn
þurft um sár að binda.
Tveir farþegar voru í bíln-
Framhaid á 7. siðu.
Hallgcíæui fec á Olym-
píuíeikana
Bæjarstjórn Reykjavíkur hef-
ur borizt bréf frá Helsingfors-
borg þar sem boðið er að senda
sérstakan fulltrúa til að vera
gestur borgarinnar á Ólympíu-
leikunum í sumar. Bæjarráð
hefur samþykkt að Hallgrímur
Benediktsson verði fulltrúi
Reykjavíkurbæjar á Ólympíu-
leikunum.
Bacnaskóla NeskaupstaS-
ac sagt upp
Neskaupstað.
Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Barnaskólanum hér var slit-
ið 3. maí. I skólanum voru.
154 börn í 8 deildum. Hæstu
einkunn í skólanum hlaut
Pálmar Magnússon, 6. bekk B,
10, e'ða ágætiseinkunn. — Við
skólann störfuðu ,að meðtöld-
i<m stóóiastjóranum, Gunnarii
Ólafssyni, 5 kennarar. ,