Þjóðviljinn - 29.05.1952, Side 1

Þjóðviljinn - 29.05.1952, Side 1
Fimmtudagur 29. maí 1952 — 17. árgangur — 118. tölublað 0GÓ4Ó Á kjörskrá við forsetakjör- i'ð, sem fram á að fara þarm 29. júní, eru samtals 86343 á kjörskrá. I Reykjavík 34767, á Isafirði 1562, Siglufirði 1576, Akureyri 4311, Vestmannaeyj- um 2116, Hafnarfirði 3034 og á Seyðisfirði 473. Ræða W. A. Bennetts í London: Brezku auðjöframir égna Islendingum Einokunarhringurinn Unilever sýnir klœrnar út af landhelgismálinu W. A. Bennett, formaður Bemast-samsteypunnar og eigandi togarafélaga í Grimsby, dirfðist að hafa frammii hótanir við íslendinga út af sjálfsstæðisbaráttu vorri um landhelgina í ræðu, sem hann flutti 20. maí í London. Þessii brezki auðmaður krafðist þess að Bretland sýndi nú íslendingum í tvo heimana með því að svifta þá brezka markaðnum og þótti þessum herra sem Bretar hefðu verið að gera íslendingum einhvern greiða, er ís- lenzkir sjómenn fórnuðu lífi sínu við að færa Bretum mat á stríðsárunum, sem þeir borguðu lágu verði. Það er nauðsynlegt að Is lendingar geri sér ljóst hvaða brezkt auðvald það er, sem vér eigum í höggi við í baráttunni nm að fá íslenzku fiskimiðin fyrir Islendinga. Þessi W. A. Bennett er for- maður mikillar samsteypu fisk- kaupenda í Bretlandi, sem skammstöfuð er Bemast-sam- steypan. Aðaluppistöður í þess ari samsteypu eru eftirfarandi þrjú félög: Mac Ficheries, sem er stærsta fisksölufirma heims, á 356 fiskgeymslur og heilan flota togara og járnbrautar- vagna. Frá 1920 er þetta firma eign Lord Leverhulmes, aðal- stofnanda Lever Brothers, sem nú er uppistaðan í Unilever- hringnurn. Smethurst, fiskframleiðslu og aðgerðafyrirtæki í Grims- •by, sem Unilever keypti 1946 og Bennett, sem Unilever hef- ur keypt síðan. Unileverhringurinn ræður þannig alveg Bemast-sam- steypunni og hefur í krafti þess einokað ltaupin á ís- lenzkum freðfiski til Bret- lands. Það var einmitt hinn fyrrnefndi W. A. Bennett, sem kom hingað fyrir nokkru (il að semja við Is- lendinga um freðfiskkaup. Þá reyndi Morgunblaðið að íelja mönnum trú um að hann væri fulltrúi „fisksam- lags“ í Bretlandi. Það var verið að reyna að dylja fyr- ir Islendingum að hér væri á ferðinni brezki einokunar- hringurinn Unilever, jafn harðsvíraður og Hörmang- arar forðum. Brezkt auðmagn í fisksölu ÁtkvæUur írá I og togaraútgerð er álíka sam- fiéttað og það var hér meðan Kveldúlfur og Alliance áttu hálfan togaraflotann og réðu allri fisksölu. Það má hinsvegar minna fulltrúa Unilever á það, er þeir býsnast yfir vérðinu er þeir hafi greitt Islendingum á stríðsárunum, að þá fengum við 38£ fyrir smálest af síld- arlýsi öll stríðsárin. I fyrra fengum við 140£, en nú um 70£ og þykir lágt. Svona arð- rændi hinn brezki einokunar- hringur oss á þeim árum. Hin umrædda ræða Bennetts hljóðar svo: „Það er furðulegt háttalag, þegar smáland með álíka íbúa- tölu og Brighton (130.000) ætlar að bjóða brezka heims- veldinu byrginn og lætur sér ekki einu sinni segjast, þó að andmæli liafi verið fram borin. Vegna úrskurðar Haagdóms- ins, sem kveðinn var nýlega upp í landhelgisþrætu Noyð- manna og Breta, koma nú Is- lendingar og afmarka land- helgi sína sjálfir. Þetta, er furðulegt, því að ekki lítur út fyrir annað en Islendingum eigi að haldast það uppi. Þó að stefna Norð- manna væri þungt áfall fyrir fiskveiðar Breta, þá er þó deilan við Islendinga langtum alvarlegri. Það er að vísu satt, að Is- lendingar hafa aðalatvinnu sína um. 1 þessu felst, að okkur er innan handar að setja hnefann í borðið, þar sem Bretland er stærsti kaupandinn. Islendingar græddu milljónir punda á því að selja okkur fisk á stríðsárunum og fyrir þetta fé endurnýjuðu þeir tog- araflotann til þess að hefja samkeppni við okkur. Ekki var látið þar við sitja, heldur lánaði brezka stjórnin Islend- ingum fé, svo að þeir gætu smíðað enn fleiri botnvörp- unga“. Bandrískir ráðamenn hóta ,þungum liöggum4 í Kóreu Forystumenn Vesturveldanna eru önnum kafnir við aS undirbúa almenningsálitið í löndum sínum undir að stríðið í Kóreu verði hafið á ný af fullum krafti. Lovett, landvarnaráðherra Bandaríkjanna, hótaði nýiega að ef með þætti þurfa yrði beitti í Kóreu vopnum „seni hinn sómakæri hluti heimsins hefur hingað til neitað sér um að nota“ og þá myndu „komm- únistar óska þess, að þeir hefðu ahlrei fæðzt“. Þegar Ridgway hershöfðingi var í Washington á leið frá upptœk, fundir gegn komu Ridgways bannoðir Franskur almenningur heldur áfram að mótmæla komu Ridgways, bandaríska sýklahershöföingjans frá Kóreu, til Parísar. Lögreglan í París var í gær- morgun látin gera upptæk blöðin 1‘Humanité og Libera- Ridgway tion fyrir að hvetja til þátt- töku í mótmælafundum gegn Ridgway. Fundir voru engu að síður haldnir víösvegar um og aöal uppeldi af fiskveiðun- París og réðist lögreglan á þá Norskir nngkratar andvíglr liervæðiiigarstefniiiftitl Þing æskulýðssambands norska Verkamannaflokksins hefur snúizt gegn hervæðingarstefnu ríkisstjórnar flokksins. Talningu atkvæða lauk í gær í bæja- og sveitastjórnarkosn- ingunum á Suður-Italíu og ítölsku eyjunum. FuIInaðartöl- ur höfðu ekki verið birtar en samkvæmt síðasta yfirliti inn- anríkisráðuneytisins höfðu stjórnarfl. fengið 1.127.000 at- kvæði (1.714.000 á sömu stöð- um í kosningunum 1948), vinstrifylkingin 923.000 ( 705. 000) og kosningabandalag ný- fasista og konungssinna 813. 000 (397.000). Þrátt fyrir að maður gengi undir manns hönd af hálfu ráðherra og þingmanna að réttlæta hervæðinguna, sam- þykktu fulltrúarnir á þinginu ályktun, þar sem mótmælt er fyrirhugaðri lengingu her- skyldutímans í Noregi úr einu ári i þrjú misseri. Ályktuninni greiddu atkvæðj 125 fultlrúar en 63 á móti. Eins féllu at- kvæði um ályktun, þar sem segir að ekki megi lengur svo til ganga að hervæðingin sé aukin umfram það sem at- vinnulíf Noregs þolir. Arbeiderbladet, málgagn Verkamannaflokksins í Oslo, varð ókvæða við samþykktim- ár á æskulýðsþinginu, kallaði þær ,,fljótfærnislegar“ og ,,ó- ábyrgar“. Gaddavírsgirðing við svæðamörkin Austurþýzka lögreglan tók í gær að girða mörkin milli Aust ur- og V.-Þýzkal. með gaddavír. Brúnkolanámunum við Braun- schweig var skipt á svæðamörk unum. Ausfurþýzku yfirvöldin lýsa yfir áð þessar ráðstafan- ir verði tafarlaust afturkallað- ar ef samkomulag náist um kosningar um Þýzkaland allt. en gat lítt við ráðið. Vegna árásanna á fundina hefur ver- ið hætt að halda einn stór an furid ' heldur eru margir fundir haldnir samtímis víðs- vegar um borgina á torgum, járnbrautarstöðvum og neðan- jarðarbrautarstöðvum. Stendur lögreglust.jórnin uppi ráðalaus gagnvart þessum nýju baráttu- aðferðum. André Stil, ritstjórn l‘Hum- anité, sem handtekinn var fyr- ir að hvetja í blaði sínu til mótmæla gegn Ridgway, er enn í fangelsi, og kröfu hans um að vera látinn laus gegn tryggingu var hafnað í gær. Handtekinn tvisvar á frrem dögum Nokkrir menn meiddust í Jóhannesarborg í Súður-Afríku á laugardaginn er lögregla handtók Sachs, foringja sam- bands klæðagerðarmanna. Hann var að halda ræðu af ráðhús- tröppunum til þúsunda manna, Suður-Afríkustjórn hafði bann að honum að sækja opinbera fundi og skipað honum að hætta störfum fyrir verkalýðs- félag sitt. Var bann þetta gef- ið út samkvæmt lögum um að- gerðir til að bæla niður komm- únisma. Dómstóll dæmdi Sachs sekan á mánudaginn en mikill mannfjöldi hafði safnazt sam- an fyrir utan dómhúsið. Þegar Sachs kom út tók hann að halda ræðu til fólksins en þá kom lögreglan og handtók hann á ný. Suður-Afríkustjórn hefur lýst tvo hvita fulltrúa kyn- blendinga á sambandsþinginu og fylkisþinginu í Höfðaborg- arfylki þingræka samkvæmt lögunum um aðgerðir til að bæla niður kommúnisma. Þeir eru sambandsþingmaðurinn Sam Kahn og fylkisþingmaður- inn Fréd Carneson. Kóreu til Evrópu gaf hann. skýrslu á lokuðum fundi her- málanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings. Eftir fundinn sagði Russell öldungadeildar- máður, formaður nefndarinnar, að „þegar nauðsyn krefur ber að greiða þung högg“. Bridges öldungadeildarmaður sagði að RidgWay hefði „ekki haft minnsta snefil af bjartsýni um árangur vopnaliIésviðræðanna“. Á brezka þinginu lýsti Churchili forsætisráðherra yfir í gær að ástandið í Kóreu væri sem stendur „mjög alvar- ]egt“. Norðanmenn sýndu „eng an friðarvilja“ með því að neita að ganga að úrslitakost- um Bandaríkjamanna. Lið þeirra væri nú um milljón manna og réði yfir 1800 flug- vélum, meira en helmingnum þrýstiloftsknúðum, og 500 skriðdrekum og vélknúðum fallbyssum. Með þessum lið- styrk gætu norðrinmenn hafið sókn fyrirvaralaust. Skýrði Churchill frá því að Alexander lávarður, landvarnaráðherra Bretlands, færi til Kóreu á næstunni að kynna sér ástand- ið. Tveggja akla hefð rofin. Times, mikilsvirtasta borgara- blað Bretlands, hefur i rit- stjórnargrein gagnrýnt af- stöðu Bandaríkjamanna i vopna hlésviðræðunum í Kóreu til skipta á striðsföngum. Yfir- lýsingar Bandarikjamanna um að um breytingar á þeirri af- stöðu geti ekki orðið að ræða hafa orðið þess valdandi að vopnahlésviðræðurnar eru strandaðar. Times segir, að krafa Bandaríkjamanna um að þeir fái að lialda þeim ‘fríðsföng- um, sem þeir segja að neiti að fara heim, sé ekki aðeins brot á Genfarsáttmálanum um með- ferð stríðsfanga heldur tveggja alda órofinni hefð um að öllum föngum skuli skilað þegar vopnaviðskiptum í styrjöld Iýkur. Ekkert vit sé í því að stríðsfangar velji dvalar; éað sinn. Auk þess hafi atburðirn- ir í stríðsfangabúðunum á eynni Koje vakið grunsemdir um að ekki sé allt með felldu um þær aðferðir, sem Banda- ríkjamenn hafa beitt við að aðgreina fangana. unai Sósíal- istafélagsins frestað Fundi þeim er halda átti í Sósíalistaíélagi Reykjavíkur í kvöld er írestað þar til í næstu viku og verð- ur hann þá auglýstur nánar hér í blaðinu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.