Þjóðviljinn - 29.05.1952, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.05.1952, Blaðsíða 5
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 29. maí 1952 Fimmtudagur 29. maí 1952 — ÞJÖÐVILJINN — (5 JMÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Préttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Raraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Sími 7500 (3 línur). Askriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 18 annarstaðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. TVÖ TfMABIL Það væri rangt að viðurkenna ekki þá staðreynd að marsjall- flokkunum íslenzku hefur tekizt að ná miklum og umtalsverð- um árangri í framkvæmd þeirrar stefnu í efnahagsmálum Is- lands, sem þeim var fyrirskipað að taka upp og framfylgja þegar snúið var af vegi nýsköpunar og alhliða framfara í at- vinnu- og menningarmálum þjóðarinnar. Enda hefur verið að því unnið af miklum áhuga og útreiknaðri nákvæmni allt frá því að stjórn Stefáns Jóhanns tók við í ársbyrjun 1947 og fram til þessa dags. Það sem forkólfum Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins var fyrirskipað af hinu bandaríska valdi var einfaldlega það að gera Island efnahagslega háð Bandaríkjun- um í öllu tillitL Uppbygging íslenzkra atvinnuvega skyldi stöðv- uð, sókn fólksins til betra og bjartara lífs brotin á bak aftur og frelsi og sjálfstæði landsins fórnað á altari hins heimsvalda- sinnaða og stríðsóða Bandaríkjaauðvalds. Hér skal ekki rakið í einstökum atriðum hvernig forkólfar afturhaldsflokkanna hafa framkvæmt þessar fyrirskipanir er- lendra húsbænda sinna, brugðizt þjóð sinni og ættjörð, bundið hana á klafa erlends kúgunarvalds og breytt góðæri í hallæri og hörmungarástand fyrir íslenzka alþýðu. Öll sú saga er þjóð- ínni næsta kunn, svo fersk sem hún er í minni. Og afleiðingar óhappaverkanna segja daglega til sin á heimilum alþýðufólks, ®em fyrir frumkvæði og styrkleika verkalýðshreyfingarinnar og Sósíalistaflokksins bjó við góð og síbatnandi lífskjör, atvinnu- öryggi og almenna hagsæld meðan áhrifa hans gætti í stjórn lahdsins, en sem nú eftir fimin ára veldi marsjallstefnunnar og svikanna við sjálfstæði landsins býr við sívaxandi atvinnuleysi og jörbirgð. Hitt er ástæða til að minna á, að af þessum helvegi verður ckki snúið nema því aðeins að þjóðin, og þá fyrst og fremst islenzk alþýða til sjávar og sveita, geri sér ljóst hvert stefnir og að jþað er í hennar valdi að skapa þau straumhvörf sem gerast þurfa í stjórnmálum þjóðarinnar eigi afturhaldsflokkun- um ekki að auðnast að gera atvinnuleysið og skortinn að varan- legum gesti á heimilum islenzkrar alþýðu. Fram að þessu hefur þeirri gjörspilltu peningaklíku sem stjórnar marsjallflokkunum öllum tekizt að villa svo um fyrir miklum hluta þjóðarinnar að þeim hefur verið mögulegt að framkvæma fyrirskipanir Banda- ríkjanna að mjög verulegu leyti. Þó hefur viðnám verkalýðs- Lreyfingarinnar og flokks hennar reynzt alþýðunni og þjóðinni allri ómetanlegt og oftsinnis raskað þeim áætlunum um frarn- kvæmd amerísku stefnunnar sém gerðar hafa verið af hús- bændunum vestra og leppar þeirra hér hafa tekið að sér að hrinda í framkvæmd. En hér þarf að verða á gagngerð breyting. Vörn alþýðunnar og þjóðarinnar þarf að snúa í harðvítuga sókn gegn þeim öflum afturhaldsins og ófrelsisins sem eiga sök á hvemig komið er. Sameinuð og sterk verkalýðshreyfing íslands og flokkur hennar, Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn hefur sann- að öllum landsmönnum hvemig hægt er að stjóma þannig að næg atvinna skapist við þjóðnýt störf og uppbyggingu landsins og atvinnuvega þess. Beri menn saman tímabil nýsköþunárr 'íitjórnarinnar annarsvegar og tímabil marsjallstefnunnar hiris- vegar þarf enginn að efast um í hverju munurinn liggur. Á fyrra tíiriabilinu markaði framsækinn og djarfur sóknarhugur alþýðunnar og flokks hennar stefnuna en á því síðara flokkar afturhaldsins og peningavaldsins. Þessar óhrekjandi staðreyndir þurfa að verða þjóðinni ljósar. Og af þeim er ekki hægt að draga nema eina skynsamlega á- lyktun. Eigi núverandi ástand í efnahagslífi þjóðarinnar, sem einkennist af vaxandi atvinnuleysi og fátækt alþýðunnar en að sama skapi síaukinni auðsöfnun braskara og stórgróðamanna ekki að verða varanlegt um ófyrirsjáanlegan tíma verður fólkið sjálft að taka af skarið. Þær þúsundir alþýðumanna sem hafa Verið blekktar til fylgis við afturhaldsflokkana og veitt þeim brautargengi verða að snúa við þeim baki og svifta þá því valdi sem hefur gert þeim mögulegt að stjórna gegn fólkinu en fyrir fámenna fjárgráðuga auðmannaklíku. Með engum öðrum haítti verður snúizt við þeim vanda á raunhæfan hátt sem 'þjakar islenzka alþýðu í dag. Það er því framar öllu hlutverk alls þess fjölda sem atvinnu- leysið og fátæktin þjáir að rísa upp gegn ófremdarástandinu og fylkja, sér í sívaxandi mæli um Sósíaíistaflokkinn og efla tharm að fylgi og áhrifum með þjóðíani. Götusóparinn — Menn í sorpskúffu — Innláns- deildin — Ritföng Metternichs ÞAÐ hefur verið mikil umferð á götum Reykjavíkur undan- farna daga. Að vísu hefur fólkið ekki látið meira til sín taka á götunum en venjulega, nema síður væri. Hér er um mjög sérstæða umferð að ræða: umferð fjúkandi papp- írs, umferð blásandi ryks. um- ferð tómra bauka, umferð fokinna hatta, umferð sorps- ins. Stormurinn hefur valdið þessari gífurlegu umferð, og nú þegar hann héfúr staðið hérumbil viku er loksins farið að draga úr umferðinni. Fok- ið er allt sem fokið getur —- nema það kemur alltaf nýtt og nýtt sorp. Þegar lygnir mun það safnast saman á riýjan leik, í hauga og dyngj- ur, bíðandf næsta storms. Vindurinn er nefnilega að- sópsmesti götusópari bæjar- ins, og honum fylgir sá kost- ur að háriri viónúr kauplaust. Vindurinn þekkir ekki tii kaupgjaldsbaráttu, og þess vegna stólar Gunnar Tþorodd- sen meira upp á hann en aðra götusópara. ríski stjórnmálamaður Metter- nich“, segir í Mogganum í gær. Þetta þykir blaðinu mjög ánægjuleg frétt, og getur í því sambandi „Vínarsamnings- ins 1815, sem færði Evrópu 100 ára frið“, en Mettemich var aðalhöfundur þess samn- ings. Það passar Morgunblað- inu alveg nákvæmlega, og ekki síður Vesturveddimum, að Mettemich þessi var einn mesti afturhaldskurfur í stjórnmálum álfunnar á 19. öld, svo segja má að ritföng hans hafi verið í réttum hönd- um á nýjan leik, enda færði Vínarsamningurinn Evrópu engan frið, heldur afturhald og ófrelsi. Frakkar vom með einhverjar vangaveltur út af Bonnsamniugnum enda em þeir kannski ekki -« búnir að gleyma styrjöldinni' við Þjóð- verja 1870—’71 þegar Frakkl. var gjörsigrað þrátt fyrir 100 ára friðartímabil Morgun- blaðsins. Þá var Bismarck að- sópsmestur stjómmálamaður í Þýzkalándi, og kannski var það Schuman utanríkisráð- herra sem í Bonn beitti sér gegn tillögunni að ritföng Bismarcks væru keldur notuð. Sú tillaga „átti ekki fylgi að fagna“, segir Mbl. En af þessu má þó sjá að það er ekki eins auðvelt og margur hyggur að undirrita samn- inga. — Hvað skyldi arinars hafa orðið a-f ritföngum Hitlers ? Finuntudagrur 29. maí (Maxi- EN ÞÓ stormurinn annist göt- umar að mestu verður þó mannfólkið að tæma sorp- tunnurnar, og undarlega sjón sá ég í einum sorpbíl bæjarins um hádegið í gær. Hann var sýnilega að fara á vinnustað eftir matinn, og það var eiirn maður frammí hjá bílstjóran- um. En það voru tveir menn í sorpskúffunni aftaná. Það hefði mig aldrei gmnað að hægt væri að flytja verka- menn í sorpskúffum á vinnu- stað. En mikið var þetta skýr spegilmynd af þeirri virðingu sem hinn vinnandi maður nýt- ur í þessu þjóðfélagi. Og hve þessi atburður lýsir vel þjóð- féiagsaðstöðu alþýðumansins: “dagur ársins. tveir menn á ferð í sorp- Hefst 6. vika sumars — Tung-i skúffu, í blásandi stormi og fjærst jörOu; í hásuðri ftl. 17.09 nöprum kulda. En því í and- ‘— Árdegisfióð ki. 8.55. Síðdegis- skotanum látið þið bjóða ykk- fl°ð kl. 21.13. — Lágfjara kl. ur þetta, menn með heitu l5-07- blóði? ^ Skipadeild SIS j / - Hvaásafall 'er. í Borgarnesi. , ., - , , ' Arnarfe.il losar iámbur fyrix ,norð- JÖN sknfar: „A manudaginn ^aadji Jökulfeli fór fr‘á Akra- var ætlaði ég að fara í Inn- nesi i fyrriaóbt, áÍeiðis til New iánadeild KRON og opna þar York. bók með 200 krónum sem ég . " hef sparað saman. Ég fékk Ríkisskip \ að fara örlítið fyrir tímann Hekia er i Gautaborg. Esja cr Úr vinnunni til þess að kom- ast niður eftir fyrir kl. 5, Af óviðráðanlegum orsökum tafðist ég á leiðinni og náði ekki þangað fyrir lokun. Eg vinn þannig vinnu að ,ég á mjög erfitt með að komast 711 niður í bæ á þeim tíma sem opið er hjá Innlánadeildinni. Nú vil ég biðja þjg Bæjar- póstur góður að koma því á framfæri við Innlánsdeild KRON hvort ekki mundi vera mögulegt að þar værí opið a. m. k. einn dag í viku til kl. 7, og þá helzt á föstu- dögum. Ég er ekki enn btijnn að opna neina bók í Innláns- deildinni en vacri búinn að því ef ég hefði komizt einhvern' tíma inn eftir að ég or búinn að vinn^. en það ief'.kL 5 alla virka daga. -— Jóri.“ Litunarmeistarinn ppýtti og steig fram úí mannþyrpingunni án þess að líta . kringum sig. Vesírinn afgreiddi nokkur VIÐ undirritun sammnganna 1 mál enn, og gætti vándlega hagsmuna Bonri á dögunum notuðu þeir ríkiskassans, en hann var frægur fyrir „dýrindis silfurritföng, ' sem þann hæfileika vítt og breitt um ríkið. átt hafði hinn tnikli austur- á Austfj. á norðurleið. Skjaldbreið var á tsaf. síðdegis í gær á norð- urleið. Þyrill er á Seyðisfirði. Ár- mann fer frá Rvík á morgun til Vestmannaeyj a. Eimsklp Brúarfoss kom til Rvíkur 22.5. frá Rotterdam. Dettifoss fór frá Rvík í gærkvöld til N.Y. Goða- foss kom til Hull 27.5. fer þaðan til Antverpen, Rotterdam og Hamborgar. Gullfoss fór firá Leith 27.5. til K.-hafnar. Lagar- foss kom til Gautaborgar 23.5. frá Álaborg. Reykjafoss fór frá Kotka 27.5. til Gautaborgar. Tröllafoss iór frá N.Y. 26.5. til Rvíkur. Vatnajökuil fór frá Ant- verpen 25.5. til Reykjavíkur. Flugfélag lslands I dag verður flogið til Akur- eyrar, Vestmannaeyja, Blönduósa, Sauðárkróks, Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Á morgun til Ak., Ve., Klausturs, Fagurhóls- mýrar, Hornafjarðar, Vatneyrar og Isafjarðar. Fastir liðir eins venjul. Kl. 19.30 Tónleikar: Dana- lög. 20.20 Einsöng- ur: Boris Christ- off syngur. 20.40 Þýtt Og . endursagt: Mapnf jölgun, matur og. lífsþægindi (Hakon Bjarnason skógræktarstjóri). 21.10 lsl. tóníist: Sönglög eftir Árna Thorsteinson. 21.35 Uppiestur: „Ormur V hjarta'Y kafli úr óprent- aðri skáldsögu eftir Ragnar Þor- steinsson (höf. ies).;/22.10 Sinfón- ískir tónleikar: Sinfónia nr. 7 i Es-dúr eftir Bruckner (Phil- harm. hljómsveitin í Berlín; J. Horenstein stjórnar). 23.05 Dag- skrárlok. ■ ' Mogglnn seglr í gær C fyrlrsögn: „Melrihl. (ítölsku) þjóðarinnar, vlU ein ræðl“. Nú, ég sé ekkl fram á ann- að en sú .,frjálsa“ lýðræðisstjórn de Gasperi verði bara hreinlega að segja af sér. : > 'í‘ — Kaffikvöld á fö-stu- ® dag kl. 9 e. h. í Aðalstræti 12. — MÆTUM ÖLL! Lœknavarðstofan Austurbæjarskól- anum. Sími 5030. Kvöldvörður og næturvörður. Næturvarzla er i Lyfjabúðinnl Iðunni. Sími 7911. Tímaritið Úrval. Annað hefti þessa árgangs hefur bor i - izt blaðinu. Heftið byrjar á greinar- flokki, sém nefn- ist Æskan og foreldrarnir, er þar fjaliað af sænskum . uppeldis- fræðingum um ýmis vandamál í sambúð. unglinga og foreldra. Aðr- , ar greinar eru: Staddur á Norð- urpólnum, Horft á heilann að verki. Hvér er sannleikurinn um syndaflóðið? Draumar og draum- skýririgar: Maðurinn minn verður að vera ........ Samyrkjuþorp í Framhald á 6. síðu. Eftir 100 ár gætu Islendingar full- nægf 80% af víðarþörf sinni Skógræktarfélag Islands vill verja hluta timburtollsins til skógræktar Á stjómarfundi Skógræktarfélags Islands 14. febr. s.l. var þeim Valtý Stefánssyni form. Skógræktarfél. lsl. og Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóra falið að senda landbúnaðarráð- herra álitsgerð um nauðsyn skógræbtar á Islandi. Um mán- uði síðar semíu þeir landbúnaðarráðherra eftirfarandi erindi: I. Árið 1951 var fluttur inn við- ur fyrir kr. 47,5 milljónir. Eru þá ekki taldar með iðnaöarvör- ur unnar úr við, svo sem papp- ír, pappi og vefnaðarvörur. Að magni nemur þessi inn- flutningur 71 þúsund tenings- metrum viðar. þegar miðað er við tré á rót. Meðalinnflútn- ingur undanfarinna 5 ára er aðeins 2 þúsund teningsmetr- um lægri en innflutningsmagnið 1951. Hér er því ekki um ó- ve.njulegt innflutningsmagn að ræða. Viðamotkun ísiendinga hef- ■Ur um mörg undanfarin ár ver- ið um hálfur teningsmeter við- ar ár hvert á hvern íbúa. Er þetta ein hin minnsta við- arnotkun, sem þekkist, um hinn siðmenntaða heim og af hagfræðingum er hún talin lág- mark þess, sem menningarþjöð félag geti komizt af með. Um 90% af viðarmagninu er barrviður. Mest af hdnum er keypt frá Norðurlöndum, þar sem mikill hluti hans hef- ur vaxið upp við svipuð veður- skilyrði og hér eru. Samkvæmt upplýsingum FAO og annarra er nú árlega höggv- inn um þriðjungi meiri viður í barrskógum heimsins en vexti þeirra nemur. Jafnframt þessu eru margar nýjar og áður ó- þekktar iðnaðarvörur gerðar úr barrviði. Af þessum ástæðum er fyrirsjáanleg mikil verð- hækkun viðar í hlutfalli \ið ýmsar aðrar iífsnauðsynjai. n. Því verður ekki iengur and- Biæ'.'i, að hér á landi má rækta stórvaxna barrslióga. Verður ekki vikið nánar að því atriði, en bréfinu fylgir skýrsla á ensku um þetta. (A Brief Rep- ort on the Reforestation of Iceland). Af þeirri skýrslu cr ljóst, að hér má 'þegar rækta 11 tegundir barrtrjáa, og vær.tn má nokkurra í viðbót síðar. Samkvæmt vaxtarmælingum, sem gerðar hafa verið héi á skógarfuru og síberísku lerki, verður ljóst að ræktun þeirra getur gefið góðan arð. Svipuðu máli hlýtur að gegna um aðrar trjátegundir, sem vaxa jafn vel, e,n ekki hafa verið tök á að mæla hann sakir þess hve skamt er síðan ræktun þeirra hófst. 1 sprstöku hefti, sem .fylgir bréfi þessu, er nánar skýri; frá viðarmælingunum og þeim arði, sem vænta má af rækrun tijá- tegundanna. Hér nægir þvi að taka fram, að í áætlunum þess- um um arð af ræktuninni er allur stofnkostnaður við gróð- ursetningu færður til reiknings með 4% vöxtum og vaxtavöxt- um unz hann er greiddur smám saman niður með andvirði grisjaðs viðar. Samkvæmt útreikningum á þessi kostnaður að vera endurgreiddur á 75—95 ár- um eftir groðursetningu. en þá á sá viður, sem eftir stendur, og er mestur bæði að verðmæti og magni, að gefa hreinan arð. Ágóðinn af ræktun lerkis er um kr. 144 þúsund á 120 árum, en ágóði af ræktun furu um kr. 43 þúsúnd á 100 árum af hverjum hektara lands. Þess má geta, að báðar á- ætlanirnar eru mjög varlega gerðar. Af þeim virðist ljóst, að frá sjónarmiði þjóðfélagsins er ræktun skóga ein hin ákjós- anlegasta auðsöfnun. m. Eins og sakir standa er kostnaður við að gróðursetja barrtré í hvern hektara lands að meðaltali um kr. 5 þúsund. Andvirði fjögurra ára vlðarinnflutnings, eins og hann var í fyrra, mundi nægja til þess að gróður- setja barrskóg í nærri 400 ferkílómetra lands. En slík- ur skógur fullsprottinn mundi gefa af sér aan.k. 100 þús. teningsmetra við- ar ár hvert, eða um 30% meira viðarmagn en við not- um nú. (Til skýringar má geta þess, að 400 ferkm lands er álíka og saman- lögð túnstærð landsins árið 1948). Ef við íslendingar settum okkur það mark. að eiga 400 ferkm. víðlendf-, skóga að hundr að árum liðnum þá, verður að gróðursetja skóg í 400 hektara lands á ári. Samkvæmt fram- ansögðu mætti vinna verk þetta fyrir um kr. 2 milljónii árlega, þegar nauðsynlegura undirbúningi að siíku starfi væri lokið. Slíku skóggræðsiustarfi má haga á ýmsa vegu, en eigi skal að því vikið að sinni. Hug- mynd okkar er sú, að fá sem allra flesta lanasmenn til að vinna að þessu máli. Ef ráðizt verður í franx- kvæmd þessa starfs, þarf það mikinn og nákvæinan undir- búning, og því má ekki vera nein hætta búin af skorti á plöntum éða nauðsynlegum fjárframlögum. IV. Yið viljum leiða athygli að því, að á öllum Norðurlöndum hvðir sú skylda á skógeigend- um að rækta nýjan skóg i stað þess, sem felldur er. — Svíar og Norðmenn ganga svo langt, að þeir skattieggja felld- an við til þess að tryggja end- urræktunina. I Svíþjóð greiða skógeigendur 1,3% af verðmæti viðarins í sérstaká sjóði, sem sumpart eru notaðir til enduri- græðslu en sumpart til þess að rækta nýja skóga á löndum, þar sem lélegur eða enginn skógur er fyrir. Þar sem Svíar og Norðmenn leggja skatt á allan felldan við til þess að græða riýja skóga, virðist það íiggja beint við hér á landi. að verja hluta af aðflutningsgjöldum af timbri og viði, er til landsins flytzt, til þess að koma upp nytja- skógum. Sá hluti þarf að vera svo stór, að hvergi þurfi að hvika frá settu markii við skóggræðsluna. Það er óhugnanlegt að verða að flytja til landsins hverja ein ustu spýtu, hvert borð, hvern planka og hvern timburstokk, sem þjóðin þarfnast, fyrir ær- ið fé á hverju ári^ Okkur virð- ist því ófyrirgefamegt, ef ekki er reynt að setja fyrir þénri- an leka með hröðum höndum, Framhald á 7. siðu. I dag verður gerð útför hins ágætasta manns Friðgeirs Sveinssonar, sem lézt af slys- förum 22. þ.m. Enda þótt kunn- ingsskapur okkar yrði hvorki mikill né langur vildi ég geta hans með nokkrum orðum, svo mjög þótti mér hann bera af flestum ungum mönnum. — Friðgeir heitinn fæddist að Hóli í Hvammssveit hinn 11. júní 1919, en því miður er mér ókunnugt um ætt hans. Hann stundaði nám að Laugarvatni og í Kennaraskólanum og kenndi um nokkurt skeið í skóla Isakg Jónssonar, en gerð- ist síðan gjaldkeri bókaútgáfu Menningarsjóðs og var það til dauðadags. Árið 1944 var hann kjörinn formaður Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík og 1948 forseti Sambands ungra framsóknarmanna. Hann var kvæntur Sigríði Magnús- dóttur og eignuðust þau fjögur böm. Eiga þau nú öll að baki _að sjá góðum ástvini og hlýtur harmur þeirra að vera mikill við fráfall afbragðs drengs. Ég kynntist Friðgeir heitn- um fyrst í Byggingasamvinnu- félagi Reykjavikur, en þar stóð hann framarlega eins og all- staðar þar sem hans naut við. Var hann hinn bezti málsvari, sem félagsmenn áttu, ósérhlíf- inn og einarður, einkum ef á- stæða þótti til þess að gagn- rýna einhver framkvæmdar- atriði. Kunnum vér honum all- Fáein minningarorð ir hinar beztu þakkir fyrir. Hafa margir félagsmenn fært þetta í tal við mig og látið í ljós söknuð sinn við fráfall hans. Friðgeir var hár maður og fríður sýnum. Margir menn eru það, en mér þótti jafnan sérstæð heiðríkja yfir svip hans. Hefi ég ekki séð hana bjá ýkjamörgum mönnum, enda var drengskapur og heið- arleikur það, sem einkenndi hann mest í öllum málum. Friðgeir var góður Islendingur og var þjóðarmetnaður hans mikill. Vildi hann hvorki gera Island né íslenzka menningu að gleðihúsi erlendrar ómenning- ar. Þessvegna vildi hann haida fast fram óðalsrétti ísienzkrar alþýðu og engum selja né gefa. Hann fór ekki leynt með skoð- anir sínar í sjálfstæðismálum Islendinga. Þessvegna var það mikið manntjón, er slíkur mað- ur féll frá. Þeir, sem kynntust Frið- geir heitnum munu allir minn- ast hans. Þeir munu minnast djarfhuga drengskaparmanns, sem allir góðir Islendingar hefðu kjörið til mannaforráða í þeirri sjálfstæðisbaráttu, sem hófst í öndverðum maí 1951. Því miður naut hans skammt við, en sjálfstæðisbaráttan mun sigra. Skal hans þá minnzt, er þeir sem lifa, efna til sigur- hátíðar. Hendrik Ottósson. Jéhann J. E. Knld: Tveir hæstaréttardoniar Böðlarnir voru önnum kafnir. Vesírinn sendi í sífellu nýja afbrotamenn — meðal þeirra tiu ára dreng sem staðinn hafði verið að því að pissa framan við tjöll exn- irsins. Hann grét með eklcasogum. Hodsja Nasreddín leit til han.3 naeð meðaúmkvua. Já, hann er sannarlega hættulegur afbrota- maður, þessi litli hundingi, sagði Hodsja Nasreddín stundarhátt — emírinn verður ekki nógsamlega lofaður fyrir að hafa hendur í hári slílcra óvina, því eeska þeirra getur duiið taauu þýðingu hiona háskalegu athafna beirra. Látum oss því vona að dyggðirnar hefjist aftur til vegs, fyrir tilstilli hermannanna og böðlanna. — Þannig. talaði Hodsja Nasreddin tveimur tungum og þóttist vera vinur emíi'sins; en fólkið skildi hann, óg karlmennirnir Það hafa nýlega fallið tveir hæstaréttardómar . .sinn, rivor- um, megin ja rðkringlunnar og báðir athýglirivfrðir. — Fyrri dómurinn var kveðinn upp af hæstarétti Súður-Afriku og ó- gilti sá dómur kynþáttalögin svonefndu, en með þeim lögum svipti fasistastjórin Malans margfaidlan meirihluta lands- íólkslris þai* í lar.di öllujn mannréttindum. Mlir' menri af lituðum uppriœa í S-Afríkú voru með lögum sem sagt gerð- ir réttlausir. Þessi dómur er því athyglisverðari þegar það er vitað, að allir dómendúr hæstaréttar voru hvítir menn. Hæstaréttur S-Afríku komst sem sagt að þeirri niðurstöðu, að ríkisstjórn. lar.dsius og þing- méirihlutinn. hefði brotið stjórnarskrária með setningu þessara kúgunarlaga. Ríkis- stjórnin og meirihluti þing- manna voru sem sagt fundin sek af réttinum. Þessi dómur er mjög lærdómsríkur fýrir ökkur Islandinga. I fyrsta lagi gefur hann 'bendipgu um að engin fjavstæða er að leita eftir þeim seku í hæstu valda- stöðum þjóðfélagsins, Jiegar málið snýst um rétt valdhaf- anna til valdbeitingar. I öðru lagi gæti bað verið iærdóms- ríkt fyrir isteirzkt; réttarfnr og dómara, að líta sem snöggv- ast í eigin barm og spyrja um leið: hefði slík dómsniðurstaða verið hugsanleg lijú íslenzkum dómstól? Nú víkur sögunni til þess hæstaréttardóms sem ný- lega er hér fallinn í hinum svonefndu 30. marz málum. Ef athuguð er forsága þess máis, þá virðist mér hafa verið full- komin ástæða til, gð. rannsaka þátt ríkisst jórnarinnar, for- manna þriggja kingflokkanna, og meirihluta alþingismanna í málinu. Það er staðreynd að al- þingismenn höfðu ekki fengið umboð til að gera Atlanzhafs- samninginn, enda^hafði hann ekki verið lagður fyrir kjós- endur til sambykktar eða synj- pnar. , Krafan um þjóðarat- kvæðagreiðslu um samninginn sem borin- var fram af verka- lýðshreyfingunni, Sósíalista- flokknum og þjóðvarnarmönn- um allra flokka, hún var því ekki aðeins réttmæt og sjálf- sögð, heldur einnig lágmarks- lýðræðiskrafa landsfólkinu til handa, enda í fullu samræmi við íslenzkar erfðavenjur. Þótt leitað sé með logandi ijósi í allri okkar sögu, þá er hvergi hægt að finna hliðstæðu við neitun meirihluta alþingis í jafn örlagaríku máii Jafnvel ekki á mestu niðurlægingartím- um þjóðarinnar, þegar böðull- inn á Bessastöðum var æðsta tákn hins erlenda kúgunai’- valds. Það hafði komið greini- lega fram við réttarhöldin bæði í undirrétti og hæstarétti, enda beinlínis staðhæft ekki einurigis af hinum svokölluðu sakborn- ingum, heldur jafnframt af lögmönnunum, verjendum máls- ins, að formenn þriggja þing- flokkanna. bæru ábyrgð ú- upp- hiaupi því sem vxirð á Austrir-5 velli 30.. marz 1949. Þá kom það einnig greini- lega í ljós, að- óforsvaranleg mistök áttu sér stað hjá yfir- stjó'rri lögreglunnar í sambandi við aðvörun til fólksins í gegn- um hátalara. Ilvernig átti fólk áð liiýða fyrirmælum lögregl- unnar sera það aldrei heyrði? Þegar réttuiinn gengur fram- hjá, eða tekur ekki tillit til jafn örlagafíkra mistaka sem þessara, ' þá er_ ekkert undar- legt þó jdómsniðúrstaða hæsta- réttar fái lítinn hljömgrumi . í meðvitund hins óbreytta borg- 'ára, enda er þaö óþægiieg stað- reynd bæði fyrir réttinn og valdhafana. I S-Afríku stimplar hæsti- réttur meirihluta þingmanna og ríkisstjórn sem seka lög- brjóta. Á íslandi eru vaidhaf- Framhald á 6. síðu.'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.