Þjóðviljinn - 31.05.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.05.1952, Blaðsíða 3
Laugardagur 31. maí 1952 — ÞJÓÐVILJINN (3 ERU BÖRNIN í HÆTTU? Á alþjóðalegri bamavernd- arráðstefnu sem haldin var í Vín 12.—16. apríl sl. voru saman komnir 560 fulltrúar frá 64 löndum til þess að ræðast við um það, hvemig hægt væri að tryggja bömum hvax- vetna í heiminum rétt til þess að lifa, njóta heilsuverndar og almennrar menntunar. Ég býst við áð hér muni sumir lesendur minir nema Aðalbjörg Sigurðardóttir Twö sjónarmið — en sama útkoma Það er orðinn siður að helga vissa daga á árinu vissum hugsjónum, og veitir víst ekki af, til þess að rifja þær upp fyrir sér, þó ekki sé nema einu sinni á ári. 1. júní hefur víða um heim verið helgaður framtiðarvonum mannkynsins, börnunum, en þeirra ætti reyndar helzt að minnast alla 365 daga ársins, þá væri kann- ski meira byggt upp fyrir fram- tíðina og færri óhappaverk unnin. Þegar vér virðum fyrir oss barnið, í hvaða s.tétt sem þa'ð er fætt, sjáum vér þegar í stað tvennskonar afstöðu til þess frá umhverfinu, tvo aðila, sem sem bera á því fulla ábyrgð, sé það heilbrigt í heiminn fætt, að það geti notið hæfileika sinna, orðið nýtur, hamingju- samur maður, sómi ættar sinn- ar og þjóðar. Þessir aðilar eru foreldrar eða heimili og þjóð- félagið. Takmark beggja er hið sama. enda þótt afstaðan sé mjög ólík. Svo er fyrir að þakka, að flestum foreldrum er það í blóðið borið, að elska barnið sitt- svo, að þau vilja flestu fyrir það fórna. Engar fórnir eru of stórar, ef barninu mega þær að gagni koma, og á þessum kærleika lifir-og dafnar barnið fyrstu árin, hann er því líklega eins mikils, ef ekki meira virði, en matur og drykk ur. Nútíma sálfræðin heldur því fram, a'ð fátækir foreldrar og fákænir séu litla barninu hollara umhverfi en nægtir og vísindaleg handleiðsla, ef frjó dögg og athvarf foreldraelsk unnar vi.ntar. Fyrir þessu er sem betur fer oftast séð á eðli- legan hátt og sú hjálp, sem bömunum er veitt fyrstu árin, ætti sem mest að vera fólg- in í því að hjálpa foreldrun- um til þess að rækja skyldur sínar við þau og leiðbeina þeim í uppeldinu. En barnið er ekki gamalt, þegar það fer að flytjast meir og meir undan verndarvæng foreldranna, einkum mó'ðurinn- ar og til hins aðilans, þjóð- félagsins, sem umkringir öll litlu heimilin, og þau áhrifin verða síðan allt af sterkari með hverju árinu sem líður. I bæjum og þorpum er það gat- an, sem tekur við börnunum að meiru eða minna leyti, þriggja til fjögurra ára gömlum, þó góð heimili missi vitanlega aldrei sitt áhrifavald. En hver er þá afstaða þessa , • Framliald á 6. siðu. staðar í lestrinum og hugsa sem svo: Njóta íslenzk börn ekki alls þessa? Því er bezt að taka það strax fram, að víðast hvar í heiminum, utan Sovétríkjanna og lýðræðisríkja sósialismans, þ. e. i löndum auðvaldsins er ástandið í þessu efni miklu verra en hér. Vil ég því ncfna nokkur dæmi víðsvegar að úr heiminum, eins og þau komu fram á ráðstefnunni. Fulltrú- arnir lýstu ástandinu í lönd- um sínum með tölum og stað- reyndum. Himdruð milljóna manna i Indlandi, Indó-Kína, megin- hluta Afríku, Kýprus, Venesú- ela, Sýrlandi, Líbanon, Brasilíu, Argentínu og Kúba hafa aldrei heyrt læknis- eða fæðingarhjálp nefnda á hafn, hvað þá meir. Það skyldi því engan undra að 85% ungbarna á Kúbu deyja innan eins árs, 45% barna . Su'ður-Afríku lifa ekki í eitt ár og 55% deyja innan þriggja ára aldurs. í Brasilíu deyja hvorki meira né minna en 500 börn af hverj- um þúsund innan 14 ára. Það er hræðilegt að heyra að ung börn þar í landi nevð- ast til að selja líkami sína til að seðja hungur sitt. á sama tíma og vellauðugir stór- bændur fóðra svínin og veð- hlaupahesta sína á mjólk, sem börnunum er neitað um, eða hella henni í árnar til þess að halda uppi verðinu. I Iran lifa aðeins 15% barna til 15 ára aldurs, aðeins eitt barn af tuttugu gengur í skóla og 18 af hverjum 20 börnum þjást af trakoma, augn veiki sem er fylgifiskur fátækt- ar og óhreininda. I litlu landi eins og Venesúela eru 100 þús. heimilislausir munaðarleysingjar sem enginn hirðir um. Hvernjg er hægt að fá lækn ishjálp í Alsír, þegar svæði álíka stór og mörg héruð í Frakklandi samanlagt, eru al- gjörlega læknislaus ? Prófessor Monod frá Frakk- landi sagði að helmingur mann- kynsins sylti eða lifði við mjög þröngan kost. Japanski fulltrúinn Takako Matsumoto skýrði frá því sem okkur á 20. öldinni finnst svo skelfilegt að við eigum bágt með að trúa: 300 þúsund jap- önsk börn voru seld á síðast- liðnu ári. 1 Fukushima héraði voru um 3 þúsund bændabörn seld. Verðið var 3—6 þúsund jen, jafngildi 17:/2—35 kg af hrísgrjónum. Það fólk sem sel- ur börn sín í vinnuþrældóm hjá atvinnurekendum, til þess að hinir sem eftir eru get; dregið fram lífið svolítið leng- ur, hlýtur að vera á barmi ör- væntingar. Mona Fuad frá Sýrlandi sagði, að í landi hennar sem er frjósamt frá náttúrunnar bcndi. væri barnadauði 40%. Þar er einn læknir fyrir 15 þorp. Það er þrælasala bönnuð með lögum að nafninu til, en þar er fast verð á börnum 300 tii 600 sýrlenzk pund. Börnin deyja úr taugaveiki, beinkröm og hungri. Er það vegna þess að þessi lönd séu Konurnar og fríðarbarátian hrjóstrug áð ástandið er slíkt? Nei, þvi fer fjarri. Þau eru auðug lönd. I þessum löndum er ræktuð baðmull, kaffi, maís, bananar; þar er í jörðu dem- antar, gull, oiía og ýmsir málm- ar. En ekkert af þessum auðæf- um er eign fólksins sem fram- leiðir þau. Fólkið er arðrænt' og kúgað af mestu grmmd. Fulltrúar frá Frakklandi, Bretlandi, ítalíu og Banda-j ríkjunum skýrðu frá því aú tugir þúsunda barna liföu við| skort í skuggahverfum í París, London, Róm og New York. 80% af fjárlögum þessara landa eru til hernaðarþarfa svo að lítið verður eftir til skóla- mála. Einn skriðdreki kostar jafn mikið og einn skóli. Skrið- drekar eru smíðaðir í hundr- aða og þúsunda tali. Á sama tíma eru skólabyggingar svo til stöðvaðar. I Englandi á- kváðu yfirvöldin að takmarka flutninga skólabarna á bílum. En mæðurnar risu hvarvetna Framhald á 6. si3u. Þegar drengurinn minn, þriggja ára, stendur við tæran fjallalæk einn dag í maí og skemmtir sér við að henda steinum út í strauminn og kall- ar: „Mamma., mamma! Steinn- inn er að fara í ferðalag, haltu í mig“. Og litla stúlkan mín twjrgia ára leggur vangann ofan í brúnt lyngið í brekk- unni og téigar angan vorsins rtð skaut móður jarðar, fara um mig heitar, sterkar kenndir og ósjálfrátt loka ég augunum og tek mér í munn orð skálds- ins: ,,Sól stattu kyrr“. Hversu lengi dugar hönd mín til að halda.í þig á móti straum allra hinna óhollu áhrifa, sem að þér sækja? Og litla stúlka, senn ert þú vaxinn frá brekkunni með lynginu brúna, hvert stefna þínar þrár? Má ég vona að eftir 13 ár finnir þú enn ilminn úr brekkunni við lækinn, eða —. Mynd kemur fram í hugann. Það gerðist í vor. Stúlka, sem ég kynntist fyrir 13 árum, þá á aldur við þig, með saklaus augu eins og þín. Hún var sótt suður á Kefla- víkurflugvöll. Nei, þetta er of svart til að hugsa um í maí, við tæran fjallalæk og angan vors í lofti. En sú hugsun sleppir ekki tökum. Hvað verð- „ÞIÐ MEGIÐ EKKI senda hann pabba í stríð". — Þessi vestur- þyzku börn frá Wattenscheid voru fædd á stríðsárunum, og þeirra fj’rsta reynsla af heiminum imihverfis þau er af loftvarnarbyrgjum °S sprengjuárásum. Margir jafnaldrar þeirra misstu feður sína i hinum blóðugú, hryllilegu orustum seinni heimsstyrjaldarinnar. Sjö ár eru liðin síðan, en börnin á myndinni lifa enn i stöðugum ótta. Adenauerstiórnin, sem er hiýðin sínum erlendu yfirboðurum, er á leið með að gera Vestur-Þýzkaland á ný að vígvelli með stöðugri hervæðingu og striðsundirbúningi. Þúsundir vestur-þýzkra drengja skjálfa nú af ótta við að þurfa aftur að leita hælis í loftvarnar- byrgjum og farast ef til vill í loftárásum, meðan feður þeirra eru sendir til að drepa börn í öðrum löndum. Þessvegna safnast litlir drengir og stúlkur í Wattenscheid og mörgum öðrum vestur-þýzkum borgiim saman á götunum og bera spjöld með svofiljóðandi kröfu til yfirvaldanna: „Þið meglð ekki senda hann pabba í stríð“. 1 dag taka ölí born og allar mæður heimsins undir með þeim. ur um ykkur íslenzku börn ? Fáið þið að vaxa upp í friði við ilm úr mold og eim af þara/ í fjöru, ú í æðarfugli og garg í kríu. Eða á leið ykkar að úggja út í lönd til að fá ykkur gervifót eins og seyðfirzki drengurinn. Fleiri myndir sækja fram. í hugann, myndir frá árunum, sem í munni almennings ertt kölluð fyrri hernámsár. Á þeim. árum var ég við bamakennslu. Einn vetur kenndi ég við skóla hér í nágrenninu. Gólfið í skólastofunni vár allt ' 'útpikk- að eftir byssustingi. Hamingjan. má vita nema svo sé enn. Kannski hefur ekki þótt taka því að gera við það ? Allt í kringum skólann voru her- marmaskálar. Hvergi varð stig- ið frjálsum fæti á jörðina, sem þó var okkar. Sum af þessum börnum komu beint í skólaiin frá sorphaugunum, sem þessir gestir skildu eftir sig ekki ó- víða, þá var ritað ártalið 1941 — nú 1952. Einn morgunn í júní kemur lítill drengur inn og segir: „Mamma á ég að skjóta þig ?“ Mamma hrekkur við. Er þetta drengurinn sem stóð við lækirm og ferðaðist með straumnum? Og stúlkan litla syngur há- stöfum á erlendu máli. Hvað er að gerast? Jú, hér er er- lendur her og hér er ekki að skapast ástand, hér er ástand. Áhrifin eru þegar komin í ljós og verður þó betur, ef ekkert er aðhafzt. Fyrir nokkru flutti ríkisútvarpið þá frétt að her- lið ætti að setjast að hér í ná- gi-enni Reykjavíkur. Getur þetta verið satt? Eru merin. búnir að gleyma þeirri and- Framhald á 6. síðu. Baráttan fyrir öryggi og framtíð barna okkar EFTIR ógnir og hörmungar sið- ustu heimsstyrjaldar, var ekk- ert eðlilegra en að konur og mæð- ur um heim allan risu upp og mynduðu með sér varnarbandalag gegn því að mannkyninu yrði aftur steypt út í sömu villi- mennskuna. Þetta varnarbandalag er nú orðið eitt sterkasta aflið i þeirri voldugu og sívaxandi frið- arhreyfingu, sem fer um lönrtin og telur orðið helming allra jerð- arbúa. Á SIÐASTLIÐNUM árum hefur Alþjóðasamband lýðræðissinnaðra, kvenna beitt sér fyrir því, að 1. júní ár hvert sé helgaður því há- leita markmiði að bjarga dýr- asta fjársjóði mannkynsins, börn- unum, ifrá þvi að verða fórnar- lömb þriðju heimsstyrjaldarinnar, og vinna að bættum kjörum þeirra mörgu milijóna barna, sem víðs- vegar urn heim eru örkumla eft'ii' síðustu heimsstyrjöld, eða eru of- urseld hungri, þrælkun og ósegj- anlegri neyð, vegna vigbúnaðar- kapphlaupsins, sem nú er háð i heiminum til undirbúnings kjarnorkustyrjöldinni. 1 DAG TAKA höndum saman 135 milljónir kvenna i 96 lönduni heims, í baráttunni fyrir öryggí og framtíð barna sinna. ISLENZIvAR mæður vilja einni&’ rétta hönd sína til þessa þýðing- armikla og göfuga alþjóðastarfs kvenna og vinna að því af öll- um mætti, að það ólán hendi ekki islenzku þjóðina að land hennar verði notað til árása á saklaua börn annarra þjóða heims og kalli um leið dauða og skelf-t ingar yfir íslenzk börn. Ah, í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.