Þjóðviljinn - 25.06.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.06.1952, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — MiðvLkudagur 25. júní 1952 -----------------------------------------------------------------—-------------------------------- Ræða Laxness Framhald af 5. síðu. munu liggja, þeir sem trúa á stálið, —- þá eru þeir samt ein mest sigurþjóð Evrópu, og als heimsins, enn í dag; og það eru þeir vegna menníngar sinnar, végna siðferðisdáða þeirra þýskra manna sem hafa 'lagt rækt við mannlegan anda og hafið hann til öndvegis; þeirra manna sem hafa hrækt á stálið. Þjóðverjar hafa átt æinhverja mestu meistara og snillínga í listum, vísindum og speki, og eingin stáltrú brjál- aðra þýskra glæpamanna í valdasessi hefur megnað að hrjóta niður verk þessara höfð- íngja andans, sem hafa gért Þýskaland voidugt og sterkt. Það er mál til komið að Amríka fari að skapa einhver andleg afrek á heimsn'.æii- kvarða, ekki í líkíngu við hið 'heimska Þýskaland stáls og morðs, heldur i líkíngu við hið volduga Þýskaiand heimsmenn- íngarinnar; mál til komið að Amríka fari að leggja rækt við mannlegan anda í stað þess að trúa á stáiið þeirri trú sem fella mun sína dýrkendur í duftið á undan ölium öðrum mönnum. Þann dag sem am- ríkumenn teygja til sin hugi okkar íslendínga með amrísk- um Bach og Beethoven, Goethe og Heine, munum vér hneigja þeim af jafnmikilli virðingu að sínu leyti einsog fyrirlitning •okkar i dag er djúp á of- trú amrísku stríðsklíkunnar á xnorðvéla.rnar, á stálið. Halldór Kiljan Laxness. Úllör Jéns H. GaaSm. Framhald af 8. síðu. steinn L. Jónsson í Söðuis- iholti og sr. Jakob Jónsson. Oddfellowar í prentarastétt stóðu heiðursvörð í kirkjunni og fáni Hins íslenzka prent- arafélags var sveipaður sorg- ar slæðu. Úr kirkju báru Oddfellowar, þá blaðamenn, síðan samstarfsmenn úr Stein- ■dórsprenti og síðasta spölinn æskufélagar og venslamenn .hins látna. Útförin var fjöl- menn, látlaus en virðuleg. Ársneyzla Reykvíkmga Framhald af 8. síðu. uðu á grænmetistorginu í Khöfn. á tiiteknum tíma 3—7 'krónur danskar, eða meðalverð reiknað yfir í ísl. krónur 11,82. Hins vegar er kaup danskra verkamanna allmiklu lægra en stéttarbræðra þeirra hér heima, •ef það er reiknað yfir í íslenzk- ar kró.iur eftir skráðu gengi. Við þessa niðurstöðu er það að athuga, að verð á tómötum í Danmörku, eins og víðast hvar þar sem grænmeti er ai- menningsfæða, fer mjög 11 eftir árstíð og framleiðslumagni á ■ hverium tíma, og þannig munu tómatar í Danmörku eins og reyndar fiestar grænmetisteg- undir lækka mjög í verði þeg- ar líJur á sumarið og mundi samanþurður, sem gerður væri þá, gefa allt aðra raun. Atm- ars er neyzla tómata þegar •orðin allraikil hér á landi og sérstakl. í Reykjavík og er að- •eins gott eitt um það að segja. Heddarframleiðsla okkar á tómötum er nú um 180,000 kg. á ári, og kemur þannig rúmt kg. á hverrt mannsbarn í land- Inu. En Reykvíkingar neyta um 2/3 hluta þessa magns, og - koma þannig rúm tvö kg á ■hvern 'Reykvíking á ári. 192. DAGUR Hvers vegna var hann að minnast á Grasavatn, því að með því ljóstraði hann því upp, að hann og Róberta hefðu verið þar áður en þau komu hingað. Hvað var þessi afglapi líka að tala um ,,tösku konunnar" og að hann hefði skilið hana eftir við Gun Lodge. Fjandinn sjálfur. Hyað var hann að skipta sér af því sem honum kom ekkert við? Og hvers vegna áleit hann að hann og Róberta væru ekki hjón? Eða héit hann það? Og hvers vegna bar hann fram þessa spurningu, þegar þau hö.fðu tvær töskur meðferðis og skildu að&ins aðra þeirra eftir? Þetta var undarlegt. Dálítið nærgöngult. Hvað kom honum það við? Og hvaða rnáli skipti það, hvort hún var gift eða ógift? Ef hún fyndist ekki — þá skipti sjálfsagt Litlu, hvort hún var gift eða ógift. Og þótt hún fyndist cg það kæmi í Ijós að hún hefði eftir á — eftir á — ef hann gerði alvöru úr ráðagerð sinni — skipti það ef til vill engu máli, hvort hatturinn var þar eða annars staðar. Ekkert var líklegra en hún þekktist ef liún fyndist, • og ef hún fyndist ekki, þá gæti enginn vitað hver hún var. Æstur og ringlaður í skapi, síjór og viðutan, tók hann töskuna og geklc á undan niður að bryggjunni. Svo fleygði hann töskunni niður í bátinn og spurði bátavörðinn, hvort hann gæti bent sér á fallegustu staðina, því að hann hefði í hyggju að taka nokkrar myndir. Og að því loknu —- þegar hann var búin að gefa þessa tilgangslausu skýringu — hjálp- aði hann Róbertu (sem honum virtist nú þokukennd vera, •sem steig niður í ímyndaðan bát á vatni sem aðeins var til í ímyndun hans) og steig siðan niður í bátinn á eftir heani, verið ógift, þá væri það aönnua þess að hún hefði strokið með einhverjum. Auðvitað. Það var ástæðulaust að hafa áhyggjur af því núna. Og nú spurði Róberta: ,,Erú fleiri hótel eða gistihús við vatnið en þetta sem við förum til? „Nei, ekki eitt einasta, ungfrú góð, nema hótelið sem við ætlnm til. I gær var hópur af ungu fótki í tjöldum á austur- bakkanum, skammt frá gistihúsinu — en ég veit ekki hvort það er þar enmþá. Ég hef elcki séð til þess í dag.“ Hópur af ungu fólki. Hamingjan góða. Og ef til vill væri það úti á vatninu — allt saman — að róa -— sigla — eða? Og hérna var hann með Róbertu. Ef til vill var eitthvað af þessu fólki frá Tólfta vatni. Fyrir hálfum mánuði ha,fði hann einmitt farið hingað með Sondru, Harriet, Stuart og Bertinu — ef til vill var .þetta eitthvert vinafólk þeirra í slcemmtiferð, sem myndi áreiðanlega eftir honum ef það sœi hann. Og eftir þessu að dæma var líka vegu.r við vatnið austanvert. Og návist þessa fólks gæti eyðiiagt allt fyrir honum. En hvað hann hafði undir- búið þetta illal En hvað áætlun han3 var heimskuleg — hana hefði átt að ætia sér lengri tlma -— velja vatn sem var enn .lengra í burtu — en hann hafði ekki verið :með sjálfum sér imdanfarna daga og alls &kki getað hugsað skýrt. Jæja, hann varð að bíðá og s‘já hverju fram yndi. Ef þarna væri .margt fólk yrði hann að róa á nógu afskekktan stað, eða snúa við aftur til Grasavatns eða hvert —? Æ, livað gat hann tekið til bragðs — ef þarna væri margt fólk? En nú komu þau inn í löng trjágöng, og hann mundi eftir því að þau enduðu í stórri grasflöt og svo tók vatnið við og litla gistihúsið með súlnaröðinni undir svölunum ofan við dimm- blátt vatnið. Og lágreista bátaskýlið með rauða þakinu, sem hann hafði te.kið eftir þegar hann lcom þarna í fyrra skiptið. Róberta kallaði upp yfir sig: „En hvað þetta er Eallegt —- dá- samlegt“. Og Clyde skotraði augunum til lágu eyjunnar í aust- urátt, sá aðeins fátt fólk á ferli og engan úti á vatninu —- og hann svaraði lágri röddu: „Já, það má nú ísegja“. En honu.m fannst hann vera að ka.fna. Og nú birtist veitingamaðurina sjálfur — meðalhár, rauður í andliti og herðabreiður — og hann. spurði mjúkur í máli: „Ætlið þið kannski að dveijast hérna nokkra daga? En Clyde var orðinn gramur yfir allri þessari afskiptasemi, greiddi ökumanninum dollar, og svaraði önuglega: „Nei, nei — við ætlum aðeins að veFa hérna í dag. Við förum aftur í kvöld.“ V „En þá borðið þið kvöldverð héraa, er það ekki? Lestiu fer ekki fyrr en korter yfir átta“. „Jú einmitt. Jú, jú. Jú, það gerum við“......Því að Róberta var í bnúðkaup&ferð — ætlaði að giftast uæsta. dag —- og hún ætlaðist auðvitað til að hún fengi kvöldverð. Fjandinn hafi þennan feita rauðgrana. ; „Jæja, þá, ég skal taka töskona yðar rnaðo.n þér skrifið í gestabókina. Konan yðar vill sjálfsagt snyrta sig eftir férðina". Hann gekk á und<m með töskuna í hendintii,' þótt Clyde væri næst skapi að þrífa hana af honum. Hann hafði alls ekki gert ráð fyrir að skrifa í gestabók ,á þessum stað — né slcilja töskmia eftir. Og það ætlaði hann ekki að gera. Hann ætlaði- að ná töskunni aftur og leigjá sér bát. En „gestabókarinnar vegna“ eins og gestgjafinn tók til orða, neyddist hann tii að slcrifa Glifford Golden og frú í bókina — áður en hann náði töskuaui sinni aftur. Og til þess a,ð auka á taugaóstyrk hans og eirðarleysi ásóttu hann álls konar bollaleggingar um óvænt óhöpp, fólk, sem hann kynni að rekast á áður en hann kæmist í hina örlaga- r'tku siglir-gu — og auk þess lýsti Róberta því yfir að það væri svo heitt að hún ætlaði að skilja eftir ká.puna sína _og hattinn fyrst þau ætluðu hvort sem væri að borða í gistihúsinu — en hann hafði séð að í hattinum var vörumerki Braunsteins í Lycímgus *—^og^liarLn'é^a^ist um áð það'værí ráðlégt’ að skiljá hann eftir þess vegna. En hann komst að þeirri niðurstöðu, að settist og tóic áramar. Sléttur, glerkenndur, inarglitu.r vatnsflöturinn minnti þau bæði fremur á olíu en vatn — eða á bráðið gler sem hvíldi með öllum þunga sínum á sjálfum botninum langt niðri í iðrum jarðar. Og mild, þægileg og hressandi gola lék um þau en gáraði tæplega vatnsflötinn. Og grenitrén á bökkunum voru dökkgræn og hlýleg. Alls staðar voru grenitré — hávaxin, og spjótlaga. Og að haki þeirra voru dökk og bungumynduð fjöllin í Adirondack. Engir bátar. Engin hús eða kofar. Hahn skimaði eftir tjaldbúðunum, sem l&iðsögumaðurinn hafði talað um. Hann sá engin merki þeíiTa. Hann reyndi að hlera eftir röddum unga fóíksins — eða einhverjum röddum. En ekkert heyrðist nema áraslögin og rödd gestgjafans og leið- sögumann.3in3 sem töluðu siaman tvö hundruð, þrjú hundruð, fimm hundruð, þúsund fetum aftar. „En hvað hér er kyrrt og friðsælt". Það var Róberta sem talaði. „Það er yndislegt að hvíla sig hár. Mér finnst þetta yndislega fallega vatn, miklu fallegra en hitt vatnið. Trén eru svo há, finnst þér ekki? Og fjöllin. Ég var að hugsa um það —oOo— ——oO«j— —oOo— —oOo— —oOo— —oOa— —oOo—• BARNASAGAN Töfrahesturinn 23. DAGUR Að svo mæltu fleygoi Fírus sér fram fyrir fætur föður síns, til þess að hræra hjarta hans, en hann aftraði honum frá því, faðmaði hann á ný og mælti: ,,Sonur minn góði! Ég geld jákvæoi mitt til þess, að þu gangir að eiga kóngsdótturina frá Bengal, og ég mun fara til móts við hana, votta henni þakk- látsemi mína, eins og maklegt er, fylgja henni síoan til haliar minnar og haida brullup ykkar í dag." Þegar soldán hafði búizt tii ao fara á fund kóngs- dóttur, þá skipaði hann mönnum að leggia niður sorgarkiæðin cg hefja gleðihátíð mi’kla; skyldi þeyta lúora og berja bumbur og leika á önnur hernaoar söngtól. Bauo hann að leiða Indverjann úr dýfliss- unni á sinn íund, og er hann var kcminn sagði hann: „Ég lagði haft á þig, svo ég hefði höfuð þitt að veði fyrir lííi sonar míns, og mundi það þó hafa ver- ið lítil hefnd, og ekki nægt tii að •stilla heift mína og harm. Lofaðu guð fyrir, að ég hef hann aítur fund- ið. Far nú, tak hest þinn og kcm aidrei í mína aug- sýn framar". 4. Þeir sem sóttu Indverjann í dýflissuna, höfðu sagt honum frá því, að Fírus væri kominn, og hefði haft kónqsdóttur heim með sér á töfrahestinum; gátu þeir þess og, hvar hann heíði skilið við hana seinast. Nú er hann heyrði, ao soldán ætlaði að sækja hana, þá hugsaði hann sér að verða fyrri til en þeir feðgar. Fór hann því til umsjónarmannsins í lystigarðinum og sagði honum, að soldán Persa- lands og sonur hans hefðu sent sig til að sækja kóngsdótturina frá Bengal; kvaðst hann eiga að reiða hana gegnum lofíið og íæra hana soldáni, sem biði hennar á plássinu fyrir framan höll sína; ætlaði soldán að láta- -hÍTð' stná og borgáplýðínn- i- Sjiras hafa gaman af að horfa á sjón þessa, , _j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.