Þjóðviljinn - 03.07.1952, Side 3
Fimintudagur 3. júlí 1952
ÞJÓÐVILJINN
(3
Landsfundur Kvenréfflndafél. Islands
8. Landsfundur Kvenréttindafélags Íslands var hald-
inn dagana 19. til 24. júní sl. og voru þar mættir 76
fulltrúar víösvegar aö og héöan úr Reykjavík, en auk
íulltrúanna sátu margar konur fundin.n og fylgdust
af áliuga með störfum hans.
Fundurinn hófst með hátíð-
Jegri guðþjónustu í kapellu Há-
skólans. Séra Jón Auðuns pre-
dikaði. Um kvöldið var hið ár-
lega hóf félagsins og sat ‘það
fjöldi kvenna og skemmti sér
hið bezta fram eftir nóttu við
ræðuhöld og söng. Þar söng
frú Guðmunda Elíasdóttir lög
eftir Jórunni Viðar við und-
irleik höfundar og voru báðar
þessar ungu listakonur óspart
hylltar af áheyrendum.
• Fundarstöríin
Á fundinum voru ýms mál
rædd svo sem atvinnumál,
skattamál, tryggingamál, bind-
indismál, friðarmál og barna-
verndarmál.
Prófessor Ólafur Jóhannes-
son héit mjög fróðlegt erindi
um — Réttarstöðu konunnar
— og svaraði 'á eftir nokkrum
spurningum, sem fyrir hann
voru lagðar.
F.’ú Guðrún Sveinsdótíir
hélt. erindi um friðarmál og
Blússa og pils, sem henta
hæði stúikum og ungum kon-
um. Blússan er með kimónó-
ermum, sem bæði eru duðsaum-
aðar og mikið í tízku. Pilsið
er ekki aðskorið heldur rykkt
uudir streng í mittið.
hafói hinn einlægi mannúðar
og friðarvilji, sem lýsti sér í
er’ndi frúarinnar, djúp áhrif
á funda.rkonur. Frú Sigurlaug
Árnndóttir flutti ýtarlegt er-
inöi um þátttöku kvenna í op-
inberum málum.
Fundinum lauk með því að
fulltrúar sátu kvöldverðarb
bæjarstjórnar í Tjamarkaffi.
og var frú Auður Auðims
veiz’ustjóri. Voru þar haldnar
rnargar ræður og flutt kvæði.
Var hófið hið ánægjulegrsta
í stjór-n félagsins til næstu
fjógurra ára voru kosnar þess-
ar konur: Teresía Guðmunds-
son og til vara Anna Guð-
mundsdóttir og Kristín Ólafs-
dóttir. Védís Jónsdóttir ’og til
vara Guðrún Heiðberg og Guð-
riður Jónsdóttir, Kristín R.
Sigurðardóttir alþingismaöur
og til vara Auður Auðuns og
María Maaek, Guðrún Gisla-
dóttir og til vara Þórnnn
Magnúsdót.tir og Adda Bára
Sigfúsdóttir.
Helztu mál Landsfundarins
voru skattamál og trygginga-
mál, en þau mál hafa frá upp-
hafi verið áðal baráttumál
Kennréttindafélagsins ásamt
kröfunni um sömu laun fyrir
sömu vinnu. Hefur félagið æ-
tíð leitast við að fvlgjast vel
með störfum Alþingis í þess-
um málum og a'drei látið ó-
átalið að réttur konunnar væri
þar fyrir borð -borinn.
Hér fara á eftir samþykkc-
if fundarins í hinum ýmsu mál-
um:
• Skattamálin
8. Landsfundur haldinn í
Reykjavík 19.—23. júni 1952,
skorar á milliþinganefnd í
skattamálum að taka fulit til-
lit til þess ákvæðis' í þings-
ályktunartillögu síðasta Al-
þingis að „ofþyngja ekki hjón-
um í opinberum gjöldum" og
leggja til grundvallar við breyt
ingar á skatta- og útsvars-
lögum þann jafnréttisanda lag-
anna, sem telja verður grund-
vallarlög um málefni hjóna og
foreldra( hjónabandslög, sifja-
lög og lög um fjármál hjóna
frá 1921 og 1923), og önnur
lög, sem viðurkenna jafnrétti
kvenna og karla innan vébanda
hjónabandsins sem utan þess.
Þessi atriði koma þá helzt
til greina:
1. Hjónin hafa sama rétt tii
eigna og tekna.
2. Hjón (foreldrar) eru bæði
framfærendur barna sinna.
3. Skv. 23. gr. mannréttinda-
skrár Sameinuðu þjóðan-na
hafa allir menn, giftar kon-
ur sem aðrir, rétt á frjálsu
stöðuvali.
4. Störf konu ,sem vinnur á
heimilinu, eru að minnsta
kosti eins mikils virði og
greiða verður fyrir þau, ef
aðrir vinna þau, hvort
heldur er innan heimilis-
veggja eða utan þeirra.
5. Stórt heimili, einkum þar
sem eru mörg börn og
ung, krefst meiri vinnu en
ein kona getur innt af hendi
á hæfilegum vinnutíma svo
í lagi sé, miðáð yið nú-
tíma menningarkröfur um
hreinlæti, mataræði og upp-
eldi barna.
Eftirfarandi atriði óskar
fundurinn því sérstaklega aö
tekin séu efnislega inn í end-
urskoðuð skatta- og útsvars-
lög:
1. Hafi hjón sameiginlega
tekjuöflun, mismunandi tekj
ur, eða annað hvo’rt hjóna
aflar heimilinu framfærslu-
fjár, skipti þau tekjum
milli sín að jöfnu og greiði
skatt og útsvar af þeim
sem tveir einstaklingar.
Sama ákvæði gildi um sam-
eiginlegar eignir. Bæði hjón-
in undirskrifi skattaframtal-
ið.
2. Heimilt er hjónum þó að
telja sérstaklega fram og
greiða sérskatt og útsvar af
þeim tekjum, sem þau afla
hvort fyrir sig. Telji annað
hjónanna fram til skatts
tekjur, sem aflað hefur ver-
ið hjá fyrirtæki, sem hitt
á eða er meðeigandi að, skal
vinnan vera • sannanlega
framkvæmd og launagreiðsl-
ur ekki reiknaðar hærri en
hjá öðrum sambærilegum
starfsmönnum fyrirtækisins.
Heimild þessi gildir og um
séreignir hjóna.
• Frádráttur
1. Persónufrádráttur vegna
barna skiptist að jöfnu milli
foreldra, er bæði annast
framfæri barnanna, telji
þau fram sitt í hvoru lagi,
hvort sem foreldrarnir eru
gift, skilin eða hafa ekki
gifzt.
Meðlög með börnum ein-
stæðra mæðra teljast hvorki
tekjur barna né móður.
2. Konu sem stundar fulla
vinnu utan heimilis, er
heimilt að draga frá skatt-
skyldum tekjum sinum jafn-
háa upphæð í kaupgjald og
fríðindi og það kostar skv.
meðalútreikningi Hagstofu
íslands eða annarrar slíkr-
ar stofnunar, að hafa full-
komna heimilishjálp (ráðs-
konu).
3. Konu, sem vinnur utan
heimilis að einhverju leyti,
þótt ekki sé um fulla vinnu
að ræða, skal heimilt að
draga frá skattskyldum
tekjum kostnað við heimil-
ishjálp sbr. síðustu grein,
að svo miklum hluta, sem
tekjur liennar nema miðað
við meðalárslaun í þeirri
starfsgrein, sem hún stund-
ar. Frádráttur fyrir heim-
ilishjálp vegna vinnu konu
utan heimilis má þó aldrei
vera hærri en vinnulaun
hennar.
4. Sé. gift kona langdvölum
fjarri heimili sínu vegna
sjúkleika (dvelji 4 sjúkra-
húsi eða heilsuhæli) eða
liggi rúmföst á eigin heim-
ili, er heimilt að draga frá
tekjum heimilisins kostnað
við húshjálp þann tíma, sem
Hvítar blússur eru alltaf hentugar og klæðilegar,
ekki sízt ef þær eru skreyttar með blÚRdiim. Bæði
er hægt að nota breiðar og mjóar blúndur, eins og
sýnt er á myndunum.
sjúkdómurinn varir. Hafi
konan varanleg örkuml, er
geri hana lítt eða ‘ekki
vinnufæra, skal heimilt að
draga frá kostnað við heim-
ilishjálp skv. því.
Á barnmörgum heimilum,
þar sem telja má ofviða
einni konu að annast öll
heimilisstörf hjálparlaust,
skal heimilt að draga frá
tekjum heimilisins kostnað
við heimilishjálp miðað við
barnafjölda og heimilisá-
stæður.
Einstakir foreldrar, semí
hafa heimili fyrir böm sínl
' Framhald á 7. síðu.
Övinsældir rikistjórnarinnar
Ásgeiri til sigurs
MorgunblaSið æfiti að hyggja að útkemunni
í sterkustu kjördæmum Sjáifstæðisflokksins
og Framsóknarflokksins
Aðalmálgagn ríkisstjómarinnar, Morgunblaðið,
sleikir sár sín í gær eftir ósiigur ríkisstjórnarinn-
ar í forsetakosningunum og reynir í gremju sinni
og vandræðum að kenna Sósíalistaflokknum úr-
isilitin. Morgunblaðið veit vel að Sósíalistaflokkur-
inn studdi ekkert forsetaefnanna af þeirri ein-
földu ástæðu að hann treysti engu þeirra til þess
að standa nægilega á verði um réttindi og hags-
muni íslenzkrar alþýöu og sjálfstæði landsins.
Þessi afstaða flokksins var rækilega skýrð í yfir-
lýsingu miðstjórnar sem birt var hér í blaöinu 22.
maí sl. og skrifum Þjóðviljans um málið.
Og þótt augljóst sé eftir úrslitin að eitthvað
af kjósendum Sósíalistaflokksins hafi greitt Ás-
geini Ásgeirssyni atkvæði í því trausti að með því
væri verið að refsa illa þokkaðrj og hataöri ríkis-
stjórn Framsóknar og íhalds stæði vissulega næy
Morgunblaðinu að hyggja að þeiri’i óhrekjandl
staðreynd að flokkvélar stjórnarflokkanna og
málgögn þeirra, og þar á meðal Morgunblaðið
sjálft, hafa ekki megnað að hindra þúsundir af
flokksmönnum og fylgjendum þessara flokka
sjálfra í að kjósa Ásgeir Ásgeirsson sem forseta
íslands. Þaö hafa þúsundir íhalds- og Fram-
sóknarkjósenda gert í þetirri trú að með því veittu
þeir svikulum foringjum sínum holla og nauösyn-
lega ráðningu.
Sé Morgunblaðið í einhverjum efa um sann-
leiksgildi þessa væri ekki úr vegi fynir það að at-
huga nánar úrslit forsetakjörsins í ýmsum kjör-
dæmum þar sem íhald og Framsókn hafa hingað
til átt yfirgnæfandi fylgli að íagna. Gæti sú at-
hugun áreiðanlega orðið Morgunblaðinu og
stjórnarflokkunum til nytsamlegs fróðleiks í sam-
bandi við umþenkingar um úrslit forsetakjörsins.
h