Þjóðviljinn - 25.07.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.07.1952, Blaðsíða 1
1 ^flakkunnnf Félagar! Gætíð þess að glata ekkí flokksréttlndum vegna vanskila. Greiðið því flokks- gjöldln skUvislega í byrjua hvers mánaðar. Skrifstofan et opin daglega kk 10—12 f. h. og 1—7 e. h. Stjórnln. Föstudagur 25. júlí 1952 — 17. árgangur — 164. tölublað Brezkir Verkamannaflokksþingmenn kref jast Bandaríkjamenn fari burt Vilja rifta herstöðvasamninginim og þær lagðar niður Tveir þingmenn brezka Verkamannaflokksins hafa lagt fram tillögu í brezka þinginu um að herstöðvar Bandaríkjamanna í Bretlandi verði lagðar niður. í til- lögunni er ríkisstjórnin Iivött til „að segja upp þeim samningum, sem leyfa Bandaríkjamönnum herstöðvar í Englandi“. Þingmenn þessir eru S. O. Davies og Emrys Hughes. Tillagan vár breytingartil- laga við frumvarp stjórnarinn- ar um auknar varúðarráðstaf- anir til verndar óbreyttum borgurum í stríði. og var hún felld á þeim grundvelli, að hún væri því máli óviðkomandi. Davies sagði, að engar vamir væru gegn napalmsprengjum og kjarnorkusprengjum, og skor- aði á stjórnina að viðurkenna þessa staðreynd. „Ég er ekki stoltnr af þ\l,“ sagði hann, „að búið er að gera land okkar að mikilvægustu herstöð fjar- lægs herveldis, sem eitt mun taka ákvarðanir um stríðs- rekstur sinn.“ Sultaneh fer huldu höfði Mossadegh ræddi við Irans- keisara í þrjár klukkustundir í gær, og sagði brezka útvarpið eftir fréttaritara sínum, að eng inn ágreiningur væri milli þeirra lengur. Ghavam es Sultaneh, fyrrv. ráðherra, fer nú huldu höfði og er hans nú leitað um allt landið. Sagt er að hann hafi reynt að komast yfir landa- mærin, en orðið að flýja verð- ina. Við höfum engin áhrif. „Við munum ekki hafa minnstu áhrif á gang þess stríðs“, hélt hann áfram. „Það er ástæðu- laust að tala um að verja ó- breytta borgara frá afleiðingum þess, þegar aðrir taka þá á- kvörðun sem mun hafa algera tortímingu okkar í för með sér“. Hinn flutningsmaður tillög- unnar, Hughes, sagði: „Það er köminn timi til þess að við segjum vinum okkar hinum megin Atlantshafs, að þeir hafa engan rétt til að stofna lífi fólksins Sem býr í þessu landi í hættu“. Njósnaákœruntar á frönsku kommúnistana úr sögunni Nú ákærðir fyrir að vitna í Karl Marx! Nó hafa frönsku yfirvölditi loks mannað sig uppí að halda réttarhöld yfir þeim starfsmönnum og.leiðtogum kommúnista- flokksins, sem handteknir voru fyrir hálí'um öðrum mánuðj í Toulon og ákærðir fyrir „samsæri gegn ríkinu“. Ekkert er orðið eftir af þeim „sönnunum‘ orsök fangelsananna. Upphaflega voru þeir ákærð- ir fyrir að hafa haft i fórum sínum útvarpssenditæki, radar- tæki, vopn o. s. frv. og stundað njósnir. Nú þegar þeir eru leiddir fyrir dómara er ekkert eftir af þessum ákærum. Hverjar eru ákærurnarnó? Einn af þeim sem nú hefur verið yfirheyrður af Roth dóm- ara er Etienne Luciano, ritstj. blaðsins Le Petit Varois í Tou- lon. Honum er gefið „samsæri gegn öryggi ríkisins" að sök. Þessi ákæra er byggð á út- Allt er nú með kyrrum kjörum í Egyptalandi AIv Maher Pasha reynir nú stjórnarmyndun Allt var með kyrrum kjörum í Egyptalandi í gær eft- ir stjórnarbyltingu herfor.'ngjanna í fyrradag. Herverð- ir voru þó enn við opinberar byggingar í Kairó. Aly Maher Pasha, sem nú hefur tekið aö sér að mynda stjórn, ræddi við Farúk konung i Alexandríu í gær en' hélt síö- an til Kairó. Brezki sendiherrann í Egyptalandi hefur verið kallaður til London. Aly Maher Pasha ræddi við stjómmálamenn úr Wafdflokkn um og Saadflokknum í gær um stjórnarmyndun sína. Hann hef ur ekkert látið uppi um hvern- ig stjórn hans verður skipúð, en ekki er talið ósennilegt, að foringi uppreisnamanna- Naguib hershöfðingi verði hermálaráð- herra. Það er ennfremur talið sennilegt að Maher Pasha skipi fyrst ráðherra í helztu em- bættin, en láti þau þýðingar- minni bíða þar til síðar. Hann lýsti því sjálfur yfir, að ráð- herrar hans mundu fyrst og fremst verða menn sem standa utan flokka, en þó ekki útilok- að að flokksbundnir stjórnmála menn yrðu fyrir valinu. „Engin íhlutun um stjórnmál.“ Naguib hershöfðingi sagði í viðtali í gær, a'ð uppreisn hans og fylgismanna mundi ekki hafa í för með sér nein af- skipti hersins af stjórnmálum. Uppreisnin væri aðeins gerð í þeim tilgangi að hreinsa til í hernum. Handtökur hershöfð- ingjanna hefðu þó aðeins verið gerðar i varúðarskyni og hefði Framhald á 6. síðu. , sem upphaflega áttu að vera drætti sem Luciano hafði gert af ræðu sem André Stil hafði haldið, Stil sem er ritstjóri L’Humanités hefur nýlega ver- ið látinn laus. 1 þessum útdrætti hafði Luc- iano skrifað, að hverfa yrði frá ríkjandi stríðspólitík og að friðarstefnu. Dómarinn sagði að þessi ummæli brytu gegn „innra öryggi ríkisins“. Auk þess var lagður fram bæklingur, skrifaður 1951 og reyndar ekki af Luciano, held- ur af Etienne Fajon. I bækl- ingnum segir, að „alræði ör- •eiganna sé söguleg nauðsyn á þróunarskeiðinu frá kapítal- isma til sósíalisma", en þessu hefur verið haldið fram af sós- íalistum síðan Karl Marx lét þessa skoðun fyrstur í ljós fyr- ir meira en 100 árum. 27 072 Eins og kunnugt er lauk) ’ undirskriftasöfnuninni undir ( beiðni til i'orseta Islands um? ' sakaruppgjöf og endurheimt/ 1 mannréttinda þeirra 20» imanna er dæmdir voru út| )af 30. marz málunum þann) 110. júlí s. 1. En síðan hafai .listar haklið áfram að ber-j ast bæði utan af lands-( byggðinni og héðan úr bæn-f um. Þegar blaðið hitti Þor-» 1 vald Þórarinsson lögfræðingf 1 snöggvast í gærkvöld skýrðif Ihann frá því, að í gær hefði) inefndinni bori/.t listar með) ^672 nöfnum. Er heildartala) undirskrifeiula þar með kom( in upp í 27 072. Þess er ein- dregið óskað af nefndarinn- *ar hálfu að þeir sem enmf >eiga eftir að skila listum| Igeri það nú þegar. ÞEGAR FÁNAR ÞJÓÐANNA VORU DREGNIR AÐ HÚN I OLYMPlUBÆNUM. ir# : fyrsíuverðlaun, Sovétríkin 13 Zatopek tvöfaldur olympíumeistari 5 ný olympíurae! — 2 heimsmet sett í gær Mesti viðburður á olympíuleikunum í Helsinki í gær var sigur Zapoteks í 5.000 metra hlaupinu. Var þaö annar sigur hans á leikunum. Hann hljóp á nýjum met- tíma. Önnur olympíumet voru sett i 100 m grindahlaupi, 80 m grindahlaupi kvenna, sleggjukasti og 3.000 metra hindrunarhlaupi og í spjóíkasti kvenna. Síðustu gxein- ina vann kona Zatopeks, Zatopkova. Eftir að' úrslit voru kunn í 52 greinum höfðu Banda- ríkin fengið 14 fyrstu verðlaun, Sovétríkin 13, Svíþjóð 4 og Tékkoslóvakía og Ungverjaland 2 hvort. Gott verður var í Helsinki í gær, skýjað en úrkomulaust og stillt. 70.000 áhorfendur horfðu á leikina, og flestir munu hafa komið til að sjá úrslitakeppn- ina í 5.000 m hlaupinu, því þar var búizt við harðri og skemmti legi’i keppni. 5.000 m hiaup. Þeir urðu ekki fyrir von- brigðum. Til keppninnar voru mættir ailir beztu iþróttamenn heimsins í þessari grein og var með öllu ómögulegt að segja fyrir um hvernig fara mundi. Olympíumeistarinn. frá IiOndon, Belgíumaðurinn Reiff, sigur- vegarinn í 10.000 m Zatopek, þýzki stórhlauparinn Schade, Frakkinn Mimoun, Bretinn Chattoway, Rússinn Anúfriéff, — allir þessir og reyndar fleiri gátu gert sér vonir um sigur.. Schade tók forustuna snemma og hélt henni framan af; þegar 5 hringir höfðu ver- ið farnir komst Zatopek fram úr, en Chattoway, Schade og Mimoun fylgdu honum þétt eft- ir og fóru fram úr honum og skiptust nú um að hafa forust- una. Það var ekki fyrr en rúm- ir hundrað metrar voru eftir að Zatopek spretti úr sporj, fór fram úr þeim öllum og kom fyrstur i mark, á nýjum. olympíumettíma 14,06,6. Chatto way var óheppinn og datt á síðustu beygjunni. Reiff hætti þegar 300 metrar voru eftir af hlaupinu. Annar í mark varð Mimoun á 14,07,4, 3. Schade 14,08,6, 4. Piery (Bretland) 14,18,0, 5. Chattoway 14,18,0, 6. Piery (Ástr.) 14,18,6. Þetta. er í fyrsta skipti á þessum leik: um, að sami maður vinnu tvær greinar. Zatopek heíur enn eitt tækifæri til sigurs á leikunum, hann tekur þátt í maraþonhlaup inu, sem fram fer á sunnudag- inn. 3.000 m hindrunarhlaup. 1 þessari grein var einnig sett nýtt olympiumet. Kasent- sjéff (Sov.) hljóp fyrst í sín- um riðli hlaupið á 8 58,0, en, Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.