Þjóðviljinn - 02.08.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.08.1952, Blaðsíða 6
Fiskverkunarstöð Framhald af 3. síðu; III. Óverkaður fisk- ur .......... 1.765.00 kg. IV. Harðfiskur . . 84.340 kg. Aðgerðar- og harðfisk- geymsluhús. Framkvæmdir við ibyggingu hússins hófust 15. september 1951. Húsið er reist úr amer- ískum bröggum, sem niðursuðu verksmiðjan Mata hafði bæki- stöð í og skemmdust mikið af eldi. Húsið er að flatarmáli 914.4 ferm. og að rúmmáli 4983.5 rúmm. Það er byggt á svipaðan hátt og saltfiskverkunarstöðin, að öðru leyti en því, að það er járnklætt og ekki hlaðið á tvo vegu og hvorki tré né pappi á þaki. Rafmagnsleiðslur og Ijós eru úr eldri bröggum. í húsinu er útbúnaður til að tengja olíu- drifnar bindivélar. Húsið er notað til aðgerðar á fiski, sem fer í herzlu, og til geymslu á honum, þegar liann er orðinn þurr. Ætti húsið að rúma 200 —- 250 tonn af hertum fiski. SaltgejTnsIa. Bæjarútgerðin hefur 2 bragga til saltgeymslu, hvorn um 300 ferm. Annar þeirra er af en&kri gerð, austanvert við Haga, en hinn í Camp Knox. Er þessi saltgeymsla- mjög. ó- fúllkomin og dýr í notkun og þarf því úrbóta við. Bæjarút- gerðin hefur ennfremur 3 minni bragga, til geymslu á húðum og öðrum útgerðarvörum. Ha rðfisk verk un. Bæjarútgerðin hefur látið reisa um 170 fiskþurrkunar- hjalla í Breiðholts- og Digra- neslandi. Hófst harðfiskverkun um vorið 1951, og voru þá hengd upp um 523 tonn af fiski, miðað við slægðan fisk með haus. Um haustið var hengt upp um 151 tonn, sem eklki hafði náð nægilegum þurrki um áramótin. Framangreind 523 tonn reyndust um 84 tonn full- hei-tur fiskur. Af þessu magni var þorskur með hrygg (runn- fiskur) 74 tn., en hitt hreistr- aður, ráskertur ufsi 10 tonna. Nokkur hluti hjallanna var reistur í atvinnubótavinnu, og var í lok aprilmánafiar 1952 búið að hengja upp á fiskþurrk- unarhjallana 826 tonn af ufsa og 619 tonn af þorski, samtals 1445 tonn, en alls er gert ráð fjTir, að upp verði hengd um 2000 tonn. Nú í ár hefur verið vaskað allt að 1000 tonn af full^töðnuín, fiski. Alls hefur verið flutt .ja' stöðina nú af saltfiskj 4440 tonn, Til herzlu hafa'farið 2118 tp^.'a^fjsJtþsjTæ^Sjim með 'haus, og er réíknað meo aé úr þvi fá- ist 381 smálest af hertum fiski eða 18% af heildarmagni. 6) — ÞJÓÐVTLJINN — Laugardagur 2. ágúst 1952 r Merkjakerfi Slysa varnafélagsins Framhald a 8. síðu. eða skrifa í sandfjöru sem þarna er, en þáð hugkvæmdist þrernenningunum ekki. Skrifstofustjóri Slysavamá- félagsins tjáði Þjóðviljanum að sér væri ekki kunnugt um neitt álþjóðlegt merkjakerfi til notk unar í ■ .tiifellum, sem,.. þessunu en þessi reynsla um daginn hefði leitt í ljós naufisyn við- urkends merkjamáls til slík/a nota og hefði Slysavarnafélag- ið í hyggju að undirbúa slíkt merkjakerfi. BANÐARfSS 224. DAGUR Þessar staðreyndir virtust að minnsta kosti honum í hag. En Mason og hinir voru sammála um það, að þótt hann hefði ekki drepið hana áður en hann fleygði lienni út í vatnið, þá hefði hann engu að síður barið hana, jafnvel í rot.og fleygt henni síðan út í vatnið. En með hverju hafði hann barið hana? Bara að hann gæti fengið Clyde til að 1 jóstra því upp! En svo fékk hann góða hugmynd. Hann ætlaði að taka Clyde með sér á morðstaðinn og neyða hann til að rekja hina liðnu atburði, þótt lögin bönnuðu alla nauðung. Og þótt hann kæmi ekki upp um sig, þá gat iþó verið að haim gæfi einhverjar þær upplýsingar þegar á staðinn kom, sem leiddu til þess að fötin fjmdust og jafnvel áhaldið, sem hann hafði barið hana með. Og á þriðja degi eftir fangelsun Clydes var farið í aðra heim- sókn til Big Bittern í fylgd með Kraut, Heit, Mason, Burleigh, Earl Newcomb og Clack lögreglustjóra og fulltrúum hans og með mestu hægð röktu þeir slóð þá sem hann hafði farið hinn örlaga- rika dag. Og Kraut hlýddi fyrirmælum Masons, ,sýndi samúð“ til þess að reyna að ná vináttu hans í von um að hann játaði allt. Kraut átti að halda því fram að líkumar væru svo miklar á-móti honum að hann gæti aldrei fengið neinn dómstól til að trúa á sakleysi sitt, en „ef þér segið Mason allt af létta, þá gæti hann gert meira fyrir yður en nokkur annar maður — fengið dóminn mildaðan niður í ævilangt fangelsi eða tuttugu ár, annars er raf- magnsstóllinn vís.“ En Clyde var altekinn sömu skelfingunni og við Bjamarvatn og hann sagði ekkert. Því skyldi hann segja, að hann hefði slegið hana, þegar hann hafði ekki gert það — að minnsta kosti ekki af ásettu ráði? Og enginn hafði minnzt á mynda.vél- ina enn sem komið var. Þegar mælingarmaður héraðsins var búinn að mæla vega- lengdina frá staðnum, þar sem Róberta hafði dmkknað og að bakkanum, þar sem Clyde hafði skreiðzt á land, kom Earl New- comb allt í einu til Masons og hafði gert þýðingarmikla upp- götvun. Undir trjástofni skammt þaðan sem Clyde hafði farið úr votum fötunum, fann hann myndavélarstandinn, sem hann hafði falið, rakan og ryðgaðan en nógu þungan til að nota sem vopn, og nú vom þeir allir vissir. um það, að Clyde hefði barið Róbertu í höfuðið, borið hana síðan niður að bátnum og drekkt- henni. Þegar Clyde var spurður iutl þetta, fölnaði hann fyrst í stað, en neitaði því að hafa haft myndavél eða stand meðferðis, en Mason ákvað samstundis að yfirlieyra öll ritnin aftur og spyrja þau, hvort Clyde hefði haft þessa hluti meðferðis. Og áður en kvöld var komið fékk hann þær upplýsingar lijá leiðsögumanninum, sem hafði ekið með Clyde og Róbertu, og , ÁÁ » ,n*i- • i » • a xj t i'j UID i l i i j »' wt. í»-mi sömuleiðis bátaverðinum, sem hafði séð Clyde leggja töskuna niður í bátinn, og ungri frammistöðustúlku við Grasavatn, sem hafði séð Clyde og Róbertu morguninn sem þau lögðu af stað, að Clyde hefði haft „gult stafaknippi" bundið við tösku sína. En Burton Burleigh var sannfærður um að það hefði ekki ver- ið standurinn sem hann sló hana með, heldur sjálf myndavél- in, sem var þyngri, og brún hennar hefði getað orsakað sárið á hvirflinum og hliðin áverkana á andlitinu. Og án þess að Clyde hefði hugmynd um, fékk Mason allmarga skógarhöggsmenn úr nágrenninu til að ‘kafa niður í vatnið í nánd við staðinn, þar sem lík Róbertu hafði fundizt — og vegna ríflegra verðlaima voru þeir að allan daginn og loks kom einn þeirra upp á yfirborðið með myndavélina, sem Clyde hafði fleygt i vatnið um leið og bátnum hvolfdi. Óg honum til enn meiri skaða leiddi rannsókn í ljós að í vélinni var filma, sem þegar í stað var send til fram- köllunar og þá reyndust þarna vera myndir af Róbertu, sem teknar voru í landi — á einni þeirra sat hún á trjábol, á annarri í bátnum upp við land og á þeirri þriðju teygði hún handleggina upp í trjágrein. Allar voru þær óskýrar og vatnssósa, en samt voru þær nógu greinilegur. Og hliðin á mjaidavélinni samsvaraði áverkunum í andliti Róbertu, svo að nú virtist vopnið fundið. En það var ekkert blóð á myndavélinni sjálfri. 0g ekkert blóð var í bátnum, sem sendur liafði verið til Bridgeburg til rann7 sóknar. Og ekkert blóð fannst á mottunni sem legið hafði í bátnum. En Burton Burleigh var fádæma'slunginn og undirförull, og von bráðar fór hann að velta fyrir sér, hversu auðvelt væri fyrir hann éða einhvern annan að skera sig í fingur og láta blóð drjúpa á 'mottuna, bátshliðina eða á myndavélina sjálfa; ef endanlegt sonnunargagn vatnaði. Og ekkert væri auðveldara en að taka tvö eða þrjú hár af höfði Róbertu og festa þau í myndavélina eða í bátinn, þar sem slæðan hennar hafði fundizt. Og eftir nriklar vanga,YeItur áfevað Imnt að leggja leið sína i líikhús Lutz bræðra og koai^st'Iyfiriaíokkuii I hár- af ;háífe>Rjóber-tu> -Sjálfur var hann sannfærður um að Clyde hefði myrt hana af ráðnum hug. Og átti þessi ungi, þrjózkufulli og hégómlegi þorpari að sleppa vegna skorts á sönnunargögnum ? Nei, alls ekki, þótt liann þyrfti sjálfur að festa hárin við bátirni eða mvndavélina og vekja síðan athygli Masons á þeim! Og sama dag og Heit og Mason voru i eigin persónu að mæla áverkana á andliti og höfði Róbertu, festi Burleigh með mestu leynd tvö hár af Róbertu framan við linsuna á myndavélina, og skömmu síðar komu Mason og Heit auga á þau og furðuðu sig á, að þeir skyldu ekki hafa séð þau fyrr — en samt sem áð- ur töldu þeir þau óræka. sönnun um sekt Clydes. Og Mason lýsti því yfir, að hvað hann snerti lægi malið Ijóst fyrir. Hann var búinn að rekja glæpinu lið fyrir lið, og hami væri tiibúinn að mæta í réttinum strax á morgun. En fyrst allt var klappað og klárt, ákvað hann að minnast. ekkert á myndavélina fyrst um sinn — og sjá um að allir þegðu, sem um hana vissu. Ef Clyde héldi áfram að neita því, að hann hefði verið með myndavél og lögfræðingur haus hefði enga vit- neskju um hana, þá hefði það gífurleg áhrif í réttarsalnum, '— kæmi eins og þruma úr lieiðskíru lofti — þegar hann legði fram myndavélina, myndirnar sem liann hefði tekið af Róbertu og þá staðreynd að hliðin á myndavélinni virtist augljóslega hafa or- sakað áverkana á andliti hennar! Hvílík sönnun! Hvílíkt rot- högg fyrir ákærða! ■' oOo —oOo • —oOo— — oOo— — oOo ——oOo— —oOo—• BARNASAGAN Abú Hassan hinn skrýtni eXa sofandi vakinn 15. DAGUR „Skipaðu þeim síoan”, mælti Abú Hassan enn íremur, „að ílytja i aðra borgardeild og bannaðú þeim að stíga nokkurn tíma íæti sínum í þann part borgarinnar, sem þeir nú skulu ílæmdir úr. Meðan undirdómari þinn íer með þá um borgina, getur þú komið til mín og sagt, hvernig fer". Lögregludómar- inn lagði hönd sina á höfuð sér til merkis um, að lífláti skyldi vaiða, ef hann ekki hlýddi, því næst fleygði hann sér niður frammi fyrir hásætinu og gekk síðan út. Haiði kal.ífinn gaman af því, að Abú Hassan skipaði undir eins og tafarlaust að refsa klerknum og hinum fiórum raðunautum Kans. Með- an þetta gerðist,. hafði stórvezírinn haldið áfram framsögu sinni og var því nær búinn, þegar lög- regludómarinn kom aftur. Hann fleygði sér niður frammi fyrir hásætínu cg sagði „drottni rétttrúaðra manna", að hann hefði íramkvæmt skipun hems á klerknnm og hinum íjórum ráðunautum hans, og rétti honum um leið dómabókina með undirskriftum margra nágranna Abú Hassans, er hann var vel kunn ugur. Þegar Abú Hassan hafði lesið skýrslu þessa, kvað hann sér vel líka og segir við sjálfan sig með ánæqju svip: „Þessir hræsnarar áttu slíka háðung og hegningu skilið”, en kaiííinn, sem las í hjarta hon- um, hafði hina mestu skemmtun af þessari skjótu málsafgreiðslu. Þessu næst skipaði Abú Hassan stórvezírnum að láta æðsta gjaldkyra ríkisins fá sér sjóð með þúsund gullpeningum í og fara með hann þangað í borgina, •sem lögregludómaiinn var sendur;; skyldi hann af- henda sjóðinn móður Abú Hassans nokkurs, er kall- ur væri hinn „skrítni14; kvað hann hvert mannsbarn þekkja hann og gæíi hann því ekki villzt á honum. Meðan nú stórvezirinn fór þessa sendiferð, skýrði lögregludómaiinn irá ýrnsu, er undir hans umdæmi heyrði, og stóð á því þangað til stórvezírinn kom aft- - ur.'Kvaðst hann haía íenqið móður Abú Hassans sjóðinn með skilum; kom því næst Mesrúr hÖfuðs- maður geldinganna innan úr höllinni, því þangað var hann farinn áður. Benti hann emírum og vesírum ir með sömu skipun og fyrr, er þeir komu inn,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.