Þjóðviljinn - 14.08.1952, Qupperneq 6
6) _ ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 14. águst 1952
Dagar á Jaðri
Framhald af 5. síðu.
e
Þegar ég kom aftu” heim á
Jaðar var orðið áliðið, og í
loftinu lá einhver „fjarræn
dulúð“, svo maður var fyrren
varði farinn ,,að ganga um tún-
in í ljósi dagsins, upp-
lyftur af fegurð víðemanna,
óræðum í mikilleik sinum“.
•
Uppi 4 Jaðri eru
ágústkv'öldin .löftg'.
Og tempiarafáninn tckur sig út.
á 10 metra stöng;.
Og útum eldhúsgluggann
bei-st indæl . kökulykt.
Hún Jóna bakar þar brúna tertu
og brúkar stóra vigt.
1 hraunsins brekkum og boilum
er blómanna stefnumót.
Þar vex fagur íifih,
fjóla og burnirót.
Óg undir einni hellu
i ofurlitiÚi kró
geftíhefú'r glitvcf fagran
göriiúf kongúló.
ntsgöH •
Hér er hamingjá lífsins
hafin á éfsta stig.
Krakkar kátir tína
krækiber upp í sig.
Skapgóðir skógarþrestir
skjótast í birkirunn.
Og þarna synda svanir tveir
nm sjálfan Gvéndarbrunn.
1 vatnið kafar kría
og kemur upp síli með,
og sezt því næst á sumarbústað
Svávars Hjáltested.
BÍessað búkollukynið
af beitinni heim nú snýr.
Á‘ Elliðavatni cru
18 feitar kýr.
Kvölasins geislaglóðir
glámpa á sléttum kjl.
Og ícngra í burtu lónast rykið
aiú Eögborgsnútubn. . , i... •,
Fiðrildi flögra ,um ongjar.
Fagurt er sólarlág.
Eggert á Hólmi hefur
hirt af túni í dag.
Og nú leggst nóttin yfir
með nóg áf kyrrð og ró.
Og bá er hægt að heyra
hrotur x könguló.
,1. Á.
n •'
BANDAElSK HAEMSAOA THEOÐORE
Skákþingið
Framhald af 8. síðu
lakara og tapaði eftir harða
vörr..
Önnu- umferðin var_, við
Tékkóslóvakíu, og töpuðh Is-
lendingar aftur með lVz 'vinn-
ing á móti 2l/>, en það eru
samt talin miklu betri úrslit,
því að Tékkar hafa svo sterka
skákmenn. Friðrik tapaði á 1.
borði eftir iafnt framan af.
Lárus, Guðjón og Sigurgeir
Gíslason gerðu allir jafntefli.
I gær tef'du Islendingar við
Argentínumenn, en fregnir
höfðu ekki borizt1 í gærkvöldi,
þegar blaðið talaði við Bald-'
ur Möller, en frá honum eru
þessar upplýsingar. I dag eiga
Islendingar að tefla við Dani.
Danir hafa staðiþ sig allvel
fram að þessu, en hafa ekki
mætt harðri mótspyrnu til
Engar konur . . . ?
Framhald af 3. siðu.
ánna almennu tryggingarlaga
:emur til framkvæmda frá 1.
gúst 1952 “
. væjri. íróðlegt, fyn-ir þá sem
fastumm sjá
íve margir kæmu að, heimta
ótt sinn.
Vefkakona.
133. DAGUR
lengur við yður núna. Það kemur dagur eftir þennan dag og
ég þarf að gera. ýmislegt áður en ég get spjallað nánar um
smáatriðin við yður á morgun eða hinn daginn. En nú skuluð
þér sofa og hvíla yður. Yður veitir ekki af, því að við þurfum
að vinna saman af miklu kaþpi. En þór skuluð engar áhyggjur
hafa, því að það er alveg ástæðulaust. Ég skal hjálpa yður —
eða við — félagi minn og ég. Eg kem ibráðum með félaga minn
hingað. Og yður geðjast áreiðanlega vel að honum. En það er
eitt eða tvennt, sem ég vil leggja áherzlu á — í fyrsta lagi að
láta engan hræða yður til neins, því að ég eða félagi minn kom-
um hingað eftir fáa daga, og ef það er eitthvað sem þér viljið
segja okkur eða spyrja okkur um, þá verður tækifæri til þess.
Og í öðru lagi skuluð þér ekki tala við neinn — hvorki Masön,
lögreglustjórann, fangaverðina, alls engan — nema ég gefi y’ður
leyfi til þess. Alls engan, heyrið þér það. Og umfram allt, grátið
ekki meira. Ef þér eruð saklaus eins og engill eða syndugur
eins og fjandinn, þá er gráturinn verstur af öllu. Almenningur
og fangaverðimir skilja það ekki — þeir Iíta á það sem veik-
leika eða merki um sekt. Og óg vil ekki að þeir fái slíkt álit á
yður núna, einkum þegar ég veit að í rauninni eruð þér ekki
sekur. Ég veit það. Ég trúi því. Skiljið þér það! Svo að þér
skuluð bera höfuðið hátt frammi fyrir Mason og öllum öðrum.
Helzt vildi ég að þér reynduð að hlægja dálitið — eða að
minnsta kosti brosa og eyða ítimanum með hinum náungunum
hérna. Það er gömul trú meðal lögfræðinga að góð samvizka
hafi rósemi í för með sér. Reynið að hugsa um sakleysi yðar og
sýna það í útliti yðar. Þér megið ekki sitja og grufla og lita út
eins og þér hafið misst eina vin yðar. því að það hafið þér ekki
gert. Ég er hórna og sömuleiðis félagi minn, herra Jephson. Ég
kem með hann hingað eftir einn eða tvo daga og þér skuluð
vera eins í framkomu við hann og þér hafið verið við mig.
Treystið honum, því að hann er enn fróðari í lögum en ég að
sumu leyti. Og á morgun kem ég til y’ðar með bækur, tímarit og
blöð, sem iþér skuluð lesa og skoða myndimar í. Þá hugsið þér
minna um vandræði yrðar.“
Clyde tókst að brosa og kinnka kolli.
„Og héðan í frá — ég vett ekki hvort !þér eruð trúaður eða
ckki — en hvað sem því líður, þá lialda þeir guðsþjónustur hérna
í fangelsinu á sunnudögum, og ég vil að þér salkið þær -— ef
y ður er gefinn kostur á því., Því að þetta er trúað sveitarfélag,
og ég vil að þér komið eins vel fyrir og unnt er. Hirðið ekki um
hvað fólk segir eða hvemig svipur þess er — gerið það sem ég
segi yður. Og ef þessi Mason eða einhverjir félagar hans halda
áfram að angra yður, þá skuluð þér senda mér línu.
Og nú þarf ég að fara, og reynið nú að brosa hressilega til
mín í kveðjuskyni— og einnig þegar ég kem aiþur. Og haldið
svo munninum lokuðum.“
Hann sló uppörvandi á herðar Clydes -og bdk, gekk siðan.
rösklega út, en um leið hugsaði hann: ,,Ég ti'úi* því í raun og
veru að þessi piltur sé eins saklaus og hann segist vera. Er
iþað mögulegt'.að hægt só að slá unga stúlku án þess að vita
að það er gert af ásettu ráði? Og synda síðan þurt, af því að
hann óttaðist að hann gæti drukknað sjálfur, ef hann kæmi of
nálægt henni. Slæmt. Mjög slæmt. Hvar er hægt að tína saman
tólf menn, sem trúa þessu? Og taskan, ha,ttarnif tveir, horfnu
fötin! Og samt sver hann að hann hafi ekki slegið hana af á-
settu ráði. En hvað lim ráðagerðirnar — áætlunina — sem er
jafnvítavert í augurri lagamia. Segir hann sannleikann, eða er
hann enn að Ijúgá — er lianri að reyna að .sannfæra sjálfan sig
um leið og mig? Og myndavélin — við þurfum að ná í hana
áður en Mason hefur upp á henni og leggur hana fram. Og föt-
in. Ég þarf að finna þau og' minnast á þau, svo að ekki líti út
fyVir að þau hafi veriö falin — og segja að þau hafi verið
send til Lycurgus í hreinsun. En nei — þetta verð ég að íhuga
nánar.“
Og þannig fór hann y’fir sögu sína lið fyrir lið, og þótt hann-
væri þreyttur og dasaður, komst hann loks að þeirri niðurstöðu,
að ef til vill væri bezt að notast alls ekki við sögu Cly’des —
heldur sjóða saman aðra sögu — breyta og lagfæra, sem væri
ekki eins tortryggilcg og glæpsamleg í augum réttarins.
FIMMTÁNDI KAFLI
Herra Reuben Jephson var mjög ólikur Belknap, Catchuman,
Mason, Smillie -— i rauninni öllum þeim sem höfðu talað við
Clyde lringað til eða fengið áhuga á hinni lagalegu hlið málsins.
anri' vat'úrigur, hávaxinn, grannur, beinaber, dökkur yfirlitum,
c úldálégur I' fasTen 'eSki'-1 húgárFáR''og' liaiSír Vár"ÖlíBéltf®‘*ðg'
váljafastur. Og hann var . lagafróður, kænn og eigingjani,. og
i
Kl
augu hans voru stálblá og virtust mjög ljós í brúnu andlitinu.
Langt nefið bar vott um þrek og fróðleiksfýsn. Sterkar hendur
og sterkur líkami. Um leið og hann fékk að vita um möguleik-
ana á því að þeir (Belknap og Jephson) tækju að sér vöm
Clydes, hafði hann kymit sér öll smáatriði sem skráð höfðu
verið í gerðabókina frá fyrstu réttarhöldunumf ennfremur skýrsl-.
ur læknanna og bréf Róbertu og Sondru. Og nú stóð hann and-
spænis íBelknap, sem skýrði frá því, að ClyTde viðurkenndi í
raun og veru. að hann hefði áformað að myTða Róbertu, þótt
hann hefði ekki gert það þegar á hólminn kom, vegna þess áð
hann hefði komizt í einhvers konar leiðslu og slegið hana óvilj-
andi — og nú starði liann fram fyrir sig án' þess að brosa eða
gera nokkrar athugasemdir.
„En hann liefur ekki verið .þamiig á sig kominn, þegar hann.
lagði af stað með henni?'‘-
„Nei.“
„Ekki heldur þegar hann synti í land?“
„Nei.“
,,Og ekki heldur þegar hann gekk gegnum skógana, skipti
um föt og hatt eða faldj myndavélarstandinn?“
„Nei.“
',,Þú sérð það, að samkvæmt sögu hans sjálfs, þá er hann
sekur í augum laganna og dómarinn hlyti að draga þá ályktun."
„Já, óg veit það. Ég er búinn að hugsa um það allt.“
„Jæja, en —“
„Já, ég skal segja þér Jephson, þetta er sannardega erfitt
mál. Mér virðist Mason hafa öll trompin á hendinni. Ef við
——oOo— —oOb oOo— —oOo— —oOo— —oOo—■ —oO(H«
BARNASAGAN
Abú Hassan hinn skrýtni efia
sofandi vakinn
24. DAGUR
þessu, æpti hann upf) yíir sig og sagði: „£g var sá
sem skipaði að hegna klerknum, og ég sendi þér
hina þúsund gullpeninga; ég er dröttinn rétt-trú-
aðra manna, og ég skal íæra þér heim sanninn um
það, þín hundgamla galdrakerling!” Að svo mæltu
spratt hann upp, tók staí og lamdi hana svo misk-
unnarlaust, að hún kallaði hástöíum eítir hjálp;
komu þá nábúarnir loksins og ruddust inn í húsið,
því dyrnar stóðu opnar. Heyrðu beir, að hann sagði
við móður sína: „Þín bannsetta kerling! Er ég ekki
drottinn rétttrúaðra manna? Þú heíur lagt á mig
bessi ósköp!" og gengu þeir þá úr skugga um, að
Abú Hassan hinn skrýtni væri orðinn bandóour;
tóku þeir hann fastan, bundu honum hendur á bak
aftur, og fóru með hann á vitfirringa spítala, en
fjöldi manna þusti kringum þá á leiðinni. Lá við
sjálft að Abú Hassan yrði þar verulega vitlaus, því
hann varð að taka inn viðbjóðslegustu læknismeðul
og var laminn með svipum dags daglega. Reif hann
utan af sér fötin oq var að loksins hnepptur í ramma
fjötra. Var það ekki íyrr en eftir marga daga, að
hann kom svo til sjálfs sín, að hann skipaðist við
áminningar og fortölur móður sinnar, sem vitjaði
hans á degi hverjum. Kvartaði hann vfir harmkvæl-
um sínum við hana og svaraði hún þá: „Son minn!
Óttastu drottin á öllum þínum vegum. Hefðirðu í
raun réttri verið kalífi, þá hefði þessum hörmung-
um ekki aetað þyrmt yfir þig".
„Það veit hamingjan, að þú segir satt," anzaði
Abú Hasson; nú finnst mér eins og það hafi ekki
verið annað en draumur, að ég var kalífi; já, nú
er ég sannfærður um, að ég er sonur þinn, sonur
þeirrar móður., sem ég hef heiðrað allt til þeirrar
ógæíustundar, er ég nú minnist á með kinnroða,
beirrar móður, sem ég ætíð mun heiðra framvegis."
Þessi skynsámlegu orð. sneru harmatárum móður
hans í fagnaðartár, því nú sá hún, að hann var
oíðinn. heilv . hún, Loksins .gat. d rði upp
komið til að lýsa gleði sinni, sagði hún honum,